Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Skattgreiöendur greiddu 350.000 krónur fyrir knattspymuferö þingmanna til Færeyja: Hvern varðar um - segir Ámi Johnsen. Dvalarkostnaður greiddur af umdeildum starfskostnaði r/~ Hvað, skuldar félagið ekki nema 350 þúsund? Ég kaupi það á stundinni. Þrír íslenzkir stórmeistarar í brids í MÓTSLOK íslandsmótsins í tvímenningi sl. sunnudag til- kynnti forseti Bridssambands Islands, Guðmundur Ágústsson, að sambandinu hefðu borizt við- urkenningar frá Evrópusam- bandi bridsspilara á því að þrír íslenzkir bridsspilarar hefðu náð þeim árangri að hljóta titil- inn stórmeistari. Þeir sem náðu þessum ár- angri nú eru Aðalsteinn Jörg- ensen, Jón Baldursson og Þor- lákur Jónsson en þeir hafa allir náð 500 stiga markinu sem gef- ur þeim titilinn stórmeistari. Þessir spilarar hafa unnið alla titla sem hægt er að vinna hér- lendis auk þess sem þeir voru í hinu frækna landsliði sem vann heimsmeistaratitilinn fyr- ir 8 árum. Bridssamband íslands hefír einnig staðið fyrir skráningu meistarastiga hérlendis frá 1976 og hafa 66 spilarar náð æðsta stigi eða stórmeistara- stiginu. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Frá afhendingu stórmeistaratitilsins sl. sunnudag. Talið frá vinstri: Aðalsteinn Jörgensen, Þorlákur Jónsson og Jón Baldursson. Það var Guðmundur Ágústsson, forseti Bridssambandsins, sem afhenti þeim félögum skjalið frá Evrópusambandinu. Tré- rimlaglugsa 25mm og 50mm meö og án boröa Margir litir Frábært verö Samhjálp kvenna tuttugu ára Sívaxandi starfsemi Kristbjörg Þórhallsdóttir SAMHJÁLP kvenna til stuðnings konum sem greinast með brjóstakrabbamein starfar af miklum krafti að sögn Kristbjargar Þórhallsdóttur sem er í forsvari fyrir þessum samtökum. Þau voru stofnuð haustið 1979 og höfðu að fyrirmynd sam- svarandi samtök sem þá voru farin að starfa í Bandaríkjunum og í Nor- egi. I dag á tuttugu ára afmæli samtakanna eru samkvæmt upplýsingum Kristbjargar um tuttugu sjálfboðaliðar starfandi í Samhjálp kvenna í Reykjavík og aðrar tutt- ugu konur úti um land. „Það voru tvær konur sem hófu þessa starfsemi, þær Elín Finnbogadóttir og Erla Ein- ársdóttir. Þær nutu frá upphafi aðstoðar Krabbameinsfélagsins og lækna sem greiddu fyrir sam- skiptum við sjúki-ahúsin. Árið 1979 var ekki sjálfgefið að fag- fólk kallaði til leikmenn til að- stoðar við sjúklinga á sjúkrahús- um. Það er í raun sú starfsemi sem samtökin hafa með höndum enn í dag. -Hvernig er þeirri aðstoð hátta? „Þetta byggist á að læknar og annað hjúkrunarfólk upplýsi þær konur sem greinast með brjóstakrabbamein um tilvist samtakanna og hvetji þær til að þiggja heimsókn frá okkur. Stór hluti þeirra kvenna, sem greinast með brjóstakrabbamein, þiggur heimsókn frá okkur eða allt að hundrað á ári. -Hefur konum sem greinast með brjóstakrabbamein farið fjölgandi? „Já, um þessar mundir grein- ast um og yfir hundrað og þrjátíu konur með brjóstakrabbamein á ári hverju. Þegar samtökin voru stofnuð voru liðlega sextíu konur greindar með brjóstakrabbamein það ár. Þess má geta að þrátt fyrir þessa fjölgun hefur dánar- tíðni af völdum brjóstaki-abba- meins ekki hækkað í sama hlut- falli. - Hvernig veljast sjálfboðalið- ar til starfa hjá samtökunum? „Það eru í raun aðeins þrjú skilyrði sem sjálfboðaliði þarf að uppfylla; hann þarf að hafa greinst með brjóstakrabbamein og hafa farið í aðgerð í framhaldi af því og vera búinn að ná and- legu og líkamlegu jafnvægi. Lág- markstími frá lokum meðferðar og þar til konur geta tekið starfa hjá samtökunum eru tvö ár. Krabbameins- læknarnir hafa að- stoðað okkur við að finna konur til að starfa sem sjálfboða- liðar og þeir hafa samband við konurnar og leita eftir þátttöku þeiira við þetta starf. I framhaldi af því fara þær sem vilja starfa á námskeið sem við höldum og fá- um við bæði fagfólk og leikmenn til leiðbeiningar. -Ert þú lengi búin að starfa sem sjálfboðaliði hjá Samhjálp kvenna? „Síðan 1983. Ég greindist árið 1980. Starfsemi samtakanna hef- ur þróast á þessum árum sem ég hef starfað við þetta. Meginuppi- staðan, heimsóknirnar á sjúkra- húsin, er óbreytt. Heimsóknirnai- fara þannig fram að fyrir milli- göngu hjúkrunarfræðings er ákveðinn heimsóknartími til við- komandi konu og í framhaldi af ► Kristbjörg Þórhallsdóttir fæddist í Ketildölum í Arnar- fírði 22. október 1938. Hún lauk prófí frá Héraðsskólan- um á Laugarvatni og stúdents- prófí frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ lauk hún 1984. Einnig lauk hún leiðsögunámi 1971 og hefur starfað sem Ieiðsögumaður síðan. Krist- björg er gift Oskari Maríus- syni efnafræðingi og eiga þau þrjá uppkomna syni. því er komið á fundi með sjálf- boðaliða og konunni þar sem hægt er að ræðast við einslega. Konan sem heimsótt er ræður ferðinni í umræðunum. Hún get- ur spurt sjálfboðaliðann eins per- sónulegra spuminga og henni dettur í hug því það vakna oft margar spurningar í sambandi við þessa greiningu og það ferli sem við tekur í framhaldi af henni. Spumingar geta varðað eigin afdrif eða samskipti við maka eða böm, þessari grein- ingu fylgir yfirleitt töluverður ótti og öryggisleysi. Við erum í þeirri stöðu að þó að við vitum ekki nákvæmlega hvernig hverri og einni konu líður þá höfum við allar verið í þessum sporum ein- hvern tímann og getum dregið ályktanir út frá eigin reynslu og miðlað henni ef eftir er óskað - fyllsta trúnaðar er gætt. - Veitiðþið aðra þjónustu? „Já, við föram með í heim- sóknina sýnishom af gervibrjóst- um og brjóstahöldum fyrir konur með gervibrjóst, þetta era reyndar orðnar einkar fallegar vörar. Við veitum líka upplýsing- ar um tryggingar og aðra praktíska hluti, svo sem hárkoll- ur ef þörf er á þeim, sundboli og fleira, einnig segjum við frá leik- fimi sem Lovísa Ein- arsdóttir stjómar. - Eruð þið með fé- lagslega starfsemi einnig? „Já, við erum með opið hús ‘einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Það er í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógar- hlíð 8. Þar fáum við bæði fagfólk og leikmenn til þess að halda er- indi um efni sem varðar á ein- hvern hátt brjóstakrabbamein og afleiðingar þess. Samkomur okkar era mjög vel sóttar, koma frá 80 og upp í 120 manns á hverja þeirra. Eftir umræður eru kaffiveitingar og létt spjall. I tdefni af tuttugu ára afmæli Samhjálpar kvenna verður opið hús í Húsi Rafveitunnar við El- liðaár klukkan 20 í kvöld og þar verða flutt erindi, kvennakórinn syngur og aðrir listamenn koma fram. Allir era velkomir á þessa samkomu. Fyllsta trúnaðar er gætt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.