Morgunblaðið - 16.11.1999, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 16.11.1999, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 33 ERLENT Talebanar í Afganistan mótmæla refsiaðgerðum SÞ Segja aðgerðirn- ar óréttlátar óréttlátar og halda því fram að Bandarfkin hafi misnotað Samein- uðu þjóðirnar í því skyni að koma Afganistan á kné. Þeir hvetja aðrar múslimaþjóðir til að virða refsiaðgerðirnar að vett- ugi, en enginn ráðamaður þeirra hefur enn tjáð sig opinberlega um aðgerðimar. Þó hafa stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um hvatt forystu talebana til að hætta áætlanaflugi Ai’iana-flugfé- lagsins, opinbers flugfélags Tala- ban-Afganistans, til Dubai, í sam- ræmi við refsiaðgerðir SÞ. Hundruð æstra mótmælenda söfnuðust á sunnudag saman við skrifstofur SÞ í Kabúl og hið yfir- gefna sendiráð Bandaríkjanna þar, og létu steinum rigna yfir bygging- arnar undir vígorðunum „Niður með Ameríku“. Vopnaðir hermenn naiuii, iMdiiiauau. , nrr. TALSMENN talebanastjórnarinn- ar í Afganistan sögðu í gær að refsi- aðgerðir Sameinuðu þjóðanna myndu koma verst við fátækasta fólkið í landinu; þær myndu hafa mjögvíðtæk áhrif, alltfrá póstþjón- ustu til framboðs á matvælum. Refsiaðgerðir gegn Afganistan tóku gildi á miðnætti á sunnudags- kvöld, í kjölfar þess að talebanar neituðu að framselja arabann Os- ama bin Laden, sem grunaður er um að standa að baki alþjóðlegum hryðjuverkum, til að hægt verði að draga hann fyiir rétt. í refsiaðgerðunum felst að öll að- ildarríki SÞ eru beðin að frysta all- ar eignir og innistæður talebana og banna flug til og frá Afganistan. Einu undanþágurnar frá flugbann- inu eru veittar fyrir flutningi mann- úðargagna og slíki-a nauðsynja, og pílagrímaflug afganskra múslima til Mekka. Bin Laden, útlagi frá Sádí-Ara- bíu sem hefur aðsetur í Afganistan, er meðal annars sakaður um að hafa skipulagt sprengjutilræðin við sendiráð Bandaríkjanna í Kenýa og Tanzaníu, sem framin voru í fyrra og 224 manns létu lífíð í. Segja hefðir hindra framsal Talebanar segja að hefðir og menning Afgana meini þeim að framselja gest í hendur óvina sinna. Þeir benda líka á, sem ástæðu til að hafna framsalsbeiðninni, að enginn samningur um framsal meintra glæpamanna sé í gildi milli Banda- ríkjanna og Afganistans. Talsmenn talaban-hreyfingar- innar hafa kallað refsiaðgerðimar Reuters Þúsundir reiðra Afgana, sem mótmæltu refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna, gerðu atlögu að byggingu samtakanna í Kabúl á sunnudag. talebana öftruðu múgnum frá því að ráðast til inngöngu í húsin. Skrifstofur SÞ í Kabúl voru lok- aðar í gær og starfsfólki ráðlagt að halcla sig innandyra. A föstudag var sex sprengjum varpað að skrifstofum SÞ og sendi- manna Bandaríkjanna í Islamabad, höfuðborg Pakistans, og eru tilræð- in sett í beint samhengi við gildis- töku refsiaðgerða SÞ. Pakistanska lögreglan greindi frá því í gær, að hún hefði tekið fjölda Afgana, sem búsettir era í Pakistan, til yfír- heyrslu vegna rannsóknar málsins, en enginn hefði verið handtekinn. Ukraínuforseti endurkjörinn Kommún- isma hafnað Kiev. AP,JReuters. LEONID Kútsjma var endur- kjörinn forseti Ukraínu á sunnu- dag, en bráðabirgðatölur benda til þess að hann hafi hlotið 56,3% atkvæða í síðari umferð kosning- anna, gegn 37,7% atkvæða Petr- os Symonenkos, frambjóðanda kommúnista. Kútsjma hlaut því öruggan meirihluta atkvæða, þrátt fyrir að hann hafi notið óvinsælda vegna bágs efnahagsá- stands. Stjómmála- skýrendm- telja að sigur Kútsjmas megi fyrst og fremst rekja til þess að helstu andstæð- ingar hans boðuðu afturhvarf til kommúnisma, og túlka úrslit kosning- anna á þann veg að landsmenn hafi með skýrum hætti látið í ljós andúð sína á stjórnarháttum Sovéttímans. Ivan Kuras, kosningastjóri Kútsjmas, sagði að úrslit kosn- inganna sýndu að forsetinn hefði stuðning þjóðarinnar til að hraða umbótum, og bætti við að nú væri einnig mögulegt að ráðast í breytingar á þinginu og stjórn- kerfi landsins. Þeir viðmælendur vestrænna fréttastofa, sem kusu Kútsjma, virtust þó hafa veru- legar efasemdir um að hann væri fær um að bjarga efnahag lands- ins. Hins vegar töldu þeir hann vænlegasta kostinn til að tryggja frið og stöðugleika og eina raun- verulega mótvægið við uppgangi kommúnista. Kútsjma sakaður um misnotkun valds Kútsjma hlaut mikinn meiri- hluta atkvæða í vesturhéruðum Úkraínu, þar sem þjóðernis- kennd er sterk. Symonenko hafði hins vegar meira fylgi í austurhéruðunum, þar sem íbúarnir eru hlynntir nánari tengslum við Rússa. Þar eru mikil iðnaðarsvæði, sem hafa orðið illa úti í þrengingunum. Helstu kosningamál Symon- enkos, sem var embættismaður í Kommúnistaflokknum á Sovét- tímanum, voru að enduraeisa sósíalískt stjórnkerfi í landinu og taka upp nánari tengsl við Rúss- land. Hann sakaði Kútsjma á sunnudag um að hafa misnotað vald sitt í kosninga- baráttunni og gaf i skyn að brögðum hefði verið beitt. Yfirmaður alþjóð- legrar nefndar, er hafði eftirlit með framkvæmd kosning- anna, lýsti því yfir að ríkisfj ölmiðlarnir hefðu leikið vafasamt hlutverk síðustu vik- urnar fyrir kosning- ar, en þeir hefðu t.a.m. sýnt mikið efni um hörmungar og kúgun á þeim tímum er Úkraína tilheyrði Sovétríkj- unum. Erfíð verkefni bíða Gjaldmiðill Úkraínu, er nefn- ist hryvnai, styrktist eftir að úr- slitin urðu ljós, en gengi hans hafði lækkað fyrir kosningamar, af ótta við að Symonenko færi með sigur af hólmi. Það ber þó ekki að túlka sem traust fjár- málaheimsins á Kútsjma, því efnahagur landsins hefur síður en svo blómstrað undir hans stjórn. Þó var óumdeilt að Kútsjma væri skásti kosturinn í stöðunni, frá efnahagslegu sjón- arhomi. Ljóst er að Kútsjmas bíða afar krefjandi verkefni, og framtíð landsins veltur á því að stjóm hans takist að koma efnahagnum á réttan kjöl. Á ríkissjóði Úkra- ínu hvíla kröfur um ógoldnar launa- og lífeyrisgreiðslur að andvirði tugmilljarða króna, auk erlendra lána að jafnvirði um 200 milljarða króna, sem gjaldfalla á næsta ári. Gjaldeyrisforðinn nemur aðeins helmingi af erlend- um skuldum og landið nýtur ekki lánstrausts á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum. Leóníd Kútsjma HoncJca Clvicz =3 dyrö ( 3d Civic 1.4 Si 1 an haetn" •- Ótrúlegur kraftur, eðallínur, formfegurð og glæsilegar innréttingar, allt gerir þetta Cívic að lúxusbíl sem veitir ökumanni og farþegum Ijúfa ánægjustund I hvert einasta sinn sem upp I hann er sest. Komdu og skoðaðu á vefnum www.honda.is eða littu inn og fáðu að prófa. 90 hestöfl, 16 ventla. ssmlæsingar, rafdrífnar rúöur og speglar. Lengd: 4,19 m. Hjóthaf: 2,62 m. 3dCivic 1.4 Si 90 hestöfl, 16 ventla, ABS, tveir loftpúöar, samlæsingar, rafdrífnar rúöur og speglar. Lengd: 4,19 m. Hjólhaf: 2,62 m. 3d Civic 1.6 LSi - VTEC 115 hestöfl, 16 ventla, ABS, tveir loftpúöar, fjarstýrðar samlæsingar, raf- drífnar rúður og speglar, hiti f speglum. Lengd: 4,19 m. Hjóihaf: 2,62 m. 3d Civic 1.6 VTi - VTEC 160hestöfl, 16 ventle, ABS, tveir loftpúöar, 15‘álfelgtir, rafdrífin sóllúga, leöurstýri, sportinnrétting, fiarstýröar samlæsingar, rafdrifnar rúöur og speglar, hiti f speglum, 6 hétalarar, samiitaöur. Lengd: 4,19 m. Hjólhaf: Vatnagörðum 24 ■ Sími 520 1100 ■ www.honda.is Akranes: Bilversf, siml 4311995. Akureyri: Hötdur ht.. sími 4613000. EgllsstMðlr: BOa- og búvélasalm ht, siml 4712011. Ketlavik: Bílasaltm Bílavlk, slmi 421 7800. Vestmannasyjan Blkverkslæðið Braggínn, slmi 481 1535.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.