Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JÓNA SIGRÚN
JENSDÓTTIR
+ Jóna Sigrún
Jensdóttir fædd-
ist í Þaralátursfirði
N-Isafjarðarsýslu
28. febrúar 1916.
Hún lést þann 9. nó-
vember 1999. For-
eldrar hennar voru
þau Jóhanna Jóns-
dóttir húsmóðir og
Jens Jónsson bóndi.
Sigrún átti 3 alsyst-
ur: Þórunni f. 1915,
Maríu f. 1920, d.
1985, og Huldu f.
1925. Einnig átti
hún þrjú hálfsystk-
in, sammæðra: Hörð f. 1931,
Guðbjörgu f. 1933 og Harald f.
1937, Sumarliðabörn.
Sigrún fluttist með móður
sinni milli staða á Vestfjörðuni
en 16 ára fór hún í vist til Olafs-
fjarðar og var þar í nokkur ár.
Fluttist síðan til SigluQarðar
haustið 1938 og var þar í vist
eitt ár. Þar kynntist hún eftir-
lifandi eiginmanni sínum, Er-
lendi G. Þórarinssyni, f.21.júlí
1911, en þau giftust 21. júlí
1940. Foreldrar hans voru þau
Sigríður Jónsdóttir húsmóðir
og Þórarinn Ágúst Stefánsson
smiður.
Sigrún og Erlendur fluttust
að Hvanneyrarbraut 56 árið
1947 og bjuggu þar alla tíð. Þau
eignuðust 11 börn á árunum
1943-1959 og eru öll á lífi. Þau
eru: Sigþór Jóhann f. 1943,
kennari, m. Ester Bergmann
Halldórsdóttir, f.
1943, sérkennari;
Haraldur Guðbjar-
tur, f. 1945, íþrótta-
kennari, m. Pamela
Erlendsson, f. 1945,
húsmóðir; Sigurjón
Jens, f. 1947, raf-
virkjameistari, m.
Guðrún Kjartans-
dóttir, f. 1949,
skrifstofumaður;
Friðgerður Hulda,
f. 1948, húsmóðir,
m. Númi Jónsson, f.
1947, bóndi; Erna
Sigrún, f. 1949,
verkakona, m. Sigurður V.
Jónsson, f. 1948, bifreiðastjóri;
Arnfríður Guðrún, f. 1951,
sjúkraliði, m. Óðinn Traustason,
f. 1953, vélfræðingur; Brynja
Þórunn, f. 1953, ræstitæknir, m.
Ingi Pálsson, f. 1944, verkstjóri;
Sigurgeir Óskar, f. 1954, bak-
arameistari, m. Annabella Al-
bertsdóttir, f. 1952, verkstjóri;
Elísabet María, f. 1955, ljósmóð-
ir, m. Kristinn J. Gislason, f.
1952, byggingaverkfra'ðingur;
Auður Björk, f. 1957, aðstoðar-
hótelstjóri, m. Rögnvaldur Gott-
skálksson, f. 1955, bankastarfs-
maður; Sóley Ingibjörg, f. 1959,
hótelstjóri, m. Birgir Kristbjörn
Hauksson, f. 1962, fram-
kvæmdastjóri. Barnabörn eru
alls 35 og barnabarnabörn 19.
Utför Sigrúnar fer fram frá
Siglufjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Kg umvefji blessun og bænir,
ég bið þess þú sofir rótt
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þásælteraðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þínverölderbjörtáný.
(Þ.S.)
Hjartkær eiginkona og móðir 11
barna hefur kvatt þennan heim og
haldið til nýrra heimkynna sem við
viljum trúa að séu til. Hún var okk-
ur góð og umhyggjusöm og var
ætíð til staðar þegar á þurfti að
halda, útsjónarsöm og nægjusöm.
Hún vann verk sín í hljóði og þrátt
fyrir að fjölskyldan væri stór og
heimilið plásslítið neitaði hún aldrei
neinum um aðstoð eða gistingu. A
“ kveðjustundu er svo ótalmargt að
muna og þakka. Hún fylgdist með
okkur öllum i námi og starfi. Hún
fylgdist með tengdabörnum, barna-
bömum og barnabarnabörnum.
Hún mundi nánast alla afmælis-
daga og hringdi þá gjaman til að
heilsa upp á viðkomandi. Hún hafði
áhyggjur af veikindum okkar, færð
á vegum ef við vomm á ferð, að við
ynnum of mikið og svæfum of lítið.
Svona var mamma alltaf að hugsa
um aðra. Nú á kveðjustundu minn-
umst við hennar með ást og þakk-
læti.
. Blómastofa
Friðfinns
Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík, sími 553 1099.
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öll tilefni.
Gjafavörur.
Starfsfólki Sjúkrahúss Siglu-
fjarðar þökkum við veitta aðstoð og
umhyggju.
Við kveðjum þig elskuleg eigin-
kona og móðir og biðjum Guð að
geyma þig á eilífðarbraut.
Erlendur Þórarinsson og börn.
Tengdamóðir mín, Sigrún Jens-
dóttir, er látin. Minningar streyma
fram í hugann. Minningar um konu
með stórt hjarta. Minningar um
konu sem hafði svo mikið að gefa
samferðafólki sínu.
Mín fyrstu kynni af Sigrúnu og
Ella voru haustið 1963 er ég kom
norður á Siglufjörð með eiginmanni
mínum, Sigþóri, frumburði þeirra
hjóna. Eg kveið því nokkuð að
koma inn í svona stóra fjölskyldu,
koma úr öryggi fjölskyldu minnar í
Kópavogi og norður í fjörðinn
djúpa milli fjallanna háu og tignar-
legu. Fjöllin skelfdu mig í fyrstu en
seinna fór ég að meta fegurð þeiiTa
og stórleika.
Móttökurnar sem ég fékk við
þessi fyrstu kynni hljóta að hafa
verið mjög sérstakar því ég man
enn hvar ég svaf fyrstu nóttina og
hvað ég fékk að borða við fyrstu
máltíðina. I byrjun hafði ég mig lít-
ið í frammi en brátt fór mér að líða
eins og ég væri ein af systkinunum.
Þar var þáttur Sigrúnar mikilvæg-
ur því hún hélt öllum þráðum heim-
ilisins í sínum sterku höndum og
virtist finna á sér hvað hver og einn
þarfnaðist.
Tveimur árum seinna fluttum við
ungu hjónin ásamt nýfæddri dóttur
norður á Siglufjörð og bjuggum þar
í 10 ár. Við vorum alltaf með annan
fótinn á Hvanneyrarbrautinni hjá
„tengdó“ til að fá góð ráð við ýms-
um atvikum sem upp komu. Við
Sigrún bökuðum og gerðum slátur
saman og hjá henni lærði ég réttu
handbrögðin. Hún var mér sem ný
móðir þar sem mín eigin móðir var
svo langt í burtu.
Sigrún var einstaklega góð og
göfug manneskja. Hún mátti ekk-
ert aumt sjá og hún var málsvari
þeirra sem minna máttu sín í þjóð-
félaginu. Hún var sérlega gestrisin
og hjá henni gistu oft ættingjar og
vinir sem komu langt að. Hún hýsti
einnig ýmsa aðra sem hún varla
þekkti en vissi að vantaði húsaskjól.
Hún gekk úr rúmi sínu til að aðrir
gætu haft það sem best.
Sigrún var trúuð kona og trúði
m.a. á það góða í öllum mönnum.
Hún hafði sínar skoðanir á hlutun-
um og oft var rökrætt sterklega við
eldhúsborðið á Hvanneyrarbraut-
inni. Oft hefur verið erfitt hjá Sig-
rúnu og Ella, það gefur augaleið
með 11 börn á sínu framfæri. En
aldrei virtist skorta neitt. Allir
fengu nóg að borða og hrein föt ut-
an á kroppana. Og hvílíkt uppeldi
sem þessi börn hafa fengið. Þau eru
hvert öðru efnilegra og hafa komist
vel áfram í lífinu. Þau hafa erft hið
besta frá foreldrum sínum, dugnað
í verkum sínum, samheldni, góð-
mennsku og gott skap.
Sem kona hún lifði í trú og tryggð;
það tregandi sorg skal gjalda.
Við ævinnar lok ber ást og dyggð
sinn ávöxtinn þúsundfalda,
og ljós þeirra skín í hjartans hryggð
svo hátt yfír myrkrið kalda.
Sem móðir hún býr í bamsins mynd;
það ber hennar ættarmerki.
Svo streyma skal áfram lífsins lind,
þó lokið sé hennar verki.
Og víkja skal hel við garðsins grind,
því guð vor, hann er sá sterki.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson.)
Að leiðarlokum vil ég þakka
Sigrúnu, tengdamóður minni, allt
það góða sem hún hefur kennt mér.
Eg þakka þá ást og umhyggju sem
hún hefur sýnt mér og börnunum
okkar Sigþórs. Eg votta elskuleg-
um tengdaföður mínum, Erlendi,
börnum þeirra og systkinum Sigr-
únar innilegustu samúð.
Blessuð sé minning Sigrúnar
Jensdóttur.
Ester Bergmann
Halldórsdóttir.
Hún amma á Sigló hefur kvatt
hinstu kveðju. Það er margt að
þakka og margs að minnast og
sakna. Við trúum því að hún muni
fylgjast með okkur áfram og gæta
okkar eins og hún gerði þegar við
vorum börn.
Gráttu ekki af því að ég er dáinn,
ég er innra með þér alltaf.
Þú hefur röddina, hún er í þér,
hanageturþúheyrt
þegarþúvilt
Þú hefur andlitið,
hkamann,
égeríþér.
Þú getur séð mig fyrir þér
þegarþúvilt.
Alltsemereftir
af mér er innra með þér.
Þannig erum við alltaf saman.
(Barbro Lindgren.)
Elsku amma Sigrún, takk fyrir
allt og allt.
Asthildur, Halldór og Sigþór
Orn Sigþórsbörn.
Ó, Jesú bróðir besti
ogbamavinurmesti,
æ breið þú blessun þína
ábamæskunamína.
(P.Jónsson.)
Amma Sigrún er dáin, og við
biðjum Jesú að gæta hennar.
Góðar bernskuminningar verða
um heimsóknir okkar á Hvanneyr-
arbraut 56 til afa og ömmu.
Elsku amma, þú varst svo kær-
leiksrík og mikilvæg í okkar lífi, og
við munum sakna þín.
Nú er komið að kveðjustund í
bili, og við bræðurnir og amma
Dóra kveðjum þig og þökkum þér
fyrir allt, sem þú gerðir fyrir okkur.
Margt er í minninga heimi,
mun þá ljósið þitt skína.
Englar hjá Guði þig geymi,
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Við biðjum góðan Guð að styrkja
og blessa afa okkar.
Guðlaugur og Gunnar,
Siglufirði.
HILMAR ÞOR
SIGURÐSSON
+ Hilmar Þór Sig-
urðsson fæddist
íReykjavík 12. októ-
ber 1937. Hann Iést
9. nóvember síðast-
liðinn á heimili sínu.
Foreldrar hans voin
Sigurður Jónsson, f.
31. október 1900, d.
18. október 1960, og
Jóhanna Þorleifs-
dóttir, f. 5. október
1903, d. 26. nóvem-
ber 1973. Bræður
Hilmars voru Þor-
leifur Thorlacius og
Sveinbjörn og eru
þeir báðir látnir.
Hinn 5. september 1959
kvæntist Hilmar Þór eftirlifandi
eiginkonu sinni, Vilborgu Gunn-
arsdóttur, f. 6. apríl 1941. Börn
þeirra eru Málfríður Sjöfn, maki
Sigurþór Charles Guðmundsson,
Jóhanna Björk, maki Karl Olvis-
son, og Gunnar, maki Kolbrún
Petrea Gunnarsdóttir. Sonur
Hilmars er Sigurður Már, sam-
býliskona Dóra Þyri Arnardótt-
ir. Barnabömin em átta.
Hilmar lærði trésmíði og vann
við þá iðn um nokkurra ára
skeið. Hann hóf akstur hjá Bif-
reiðastöðinni Hreyfli árið 1963
og starfaði þar óslitið til æviloka.
Utför Hilmars Þórs fer fram frá
Áskirkju þriðjudaginn 16. nóv-
ember kl. 13.30.
Hann Hilmar mágur minn er lát-
inn. Alltaf kemur dauðinn á óvart,
þó við vissum að veikindi hefðu
hrjáð Hilmar síðustu árin. En
Hilmar fékk að kveðja á heimili
sínu, í faðmi ástvina sinna. Slíkt er
vissulega þakkarvert.
Eg kynntist Hilmari fyrst árið
1959, þegar ég var 10 ára en Hilmar
22 ára þegar hann varð skotinn í
elstu systur minni, Vilborgu. Ég
man að ég horfði út í vorkvöldið
spenntur að sjá Hilmar og Vilborgu
saman á fína bílnum hans Hilmars.
Bíll var einmitt dálítið nýtt fyrir
mér þá, enda áttu foreldrar mínir
aldrei bíl. Hilmar var ekki lengi að
ávinna sér virðingu og vináttu okk-
ur yngri systkina Vilborgar með
sunnudagsbíltúrum til Þingvalla,
Krísuvíkur og svo margra annarra
staða. Þegar Vilborg flutti að heim-
an með Hilmari sínum í næsta ná-
grenni við heimili foreldra okkar þá
hitti maður Hilmar oft. Að ekki sé
talað um í Fellsmúla 22 þar sem
Vilborg og Hilmar hafa staðfast-
lega búið síðustu 32 árin. Við fórum
í sumarbústaðaferðir og þá var tek-
ið í spil og spiluð vist af mikilli inn-
lifun. Já, ánægjustundirnar hafa
verið svo ótal margar og þeim mun-
um við aldrei gleyma. Hilmar var
góður vinur og við söknum hans
mikið. Elsku Vilborg systir og
börn. Um leið og ég votta ykkur
samúð mína hryggist ég yfir að
góður vinur minn Hilmar Þór er
fallinn frá.
Jóhannes.
Elsku Hilmar. Mig langar að
kveðja þig og þakka þér samfylgd-
ina. Hugurinn reikar allt að fjörutíu
ár aftur í tímann. Ég var bara 5 ára,
þegar þú giftist elstu systur minni,
henni Vilborgu. Vilborg systir mín
hefur alltaf verið mér sem önnur
móðir, þannig að mér fannst alltaf
að þú litir á mig sem eitt af börnun-
urnþínum. Þakka þér fyrir það.
Árin liðu. Óteljandi útilegur um
landið, þú, Vilborg, mamma og
pabbi og við stelpumar þínar, ég og
Málfríður, elsta dóttir ykkar. Öll
þín sumarfrí vildir þú eyða með
tengdaforeldrum þínum meðan þau
voru á lífi, þú varst þeim sem sonur
og þakka ég þér fyrir hvað þú varst
þeim góður.
Enn liðu árin, ég varð fullorðin
og aftur fór ég að fara með ykkur í
sumarfrí, en nú var farið utan. Ég
var þá búin að eignast son og að
sjálfsögðu tókst þú honum sem
hluta af þínu lífi. Betri ferðafélaga
en þig var ekki hægt
að hugsa sér. Alltaf
glaður og hlakkaðir
alltaf jafn mikið til að
fara í fríið.
Ég þakka þér,
Hilmar, fyrir alla þá
hlýju og áhuga sem þú
sýndir mér og minni
fjölskyldu.
Elsku Vilborg,
börn, tengdabörn og
barnabörn, megi
minning ykkar um
Hilmar styðja ykkur í
framtíðinni.
Guð veri með þér,
elsku Hilmar.
Þóra Gunnarsdóttir.
í dag kveð ég elskulegan mág og
vin. Þó að andlát Hilmars hafi í
raun ekki komið okkur á óvart, þvi
að í mörg ár hefur hann átt við van-
heilsu að stríða, erum við aldrei við-
búin þegar einhver sem er okkur
kær hverfur skyndilega. Hilmar
minn, hvar á ég að byrja? Fyrstu
útileguna okkar Torfa, farin með
ykkur Vilborgu og Moffý. Sumar-
bústaðaferðirnar okkar ýmist í
Laxárdalnum, Eiðum eða Munað-
arnesi. Heyri ég fyrir mér dillandi
hlátur þinn þegar þið voruð að
reyna að kenna mér vist og ég sagði
býsna góð með mig: Hálfan nóló.
Oft var þetta rifjað upp og þú á þinn
hlýlega og skemmtilega hátt sagð-
ir: Guðfinna, nú tökum við hálfan
nóló. Þýskalandsferðin okkar, þó að
við Torfi séum búin að fara þær
nokkrar var þessi einstök. Ekki er
hægt að hugsa sér betri ferðafélaga
en ykkur Vilborgu. Þú varst þeim
kostum gæddur að gera alltaf gott
úr öllu og naust þess út í æsar að
vera í fríi. Mikið glödduð þið Vil-
borg mig þegar þið komuð norður
um áramótin þegar ég varð fimm-
tug. Á svona tímamótum þykir
manni ljúft að hafa þá hjá sér sem
manni þykir vænt um. Svona get ég
lengi talið. Vilborg og Hilmar voru
afar samtaka í að gera heimili sitt
einstaklega hlýlegt og öllum opið.
Eftir að Hagamelurinn var ekki
lengur til staðar sem var æsku-
heimili okkar systkinanna var
Fellsmúlinn Torfa mér og bömum
okkar alltaf opinn og þar ævinlega
dvalið þegar til Reykjavíkur var
komið. Fundum við svo sterklega
fyrir því hve velkomin við vorum,
því oft hljótum við að hafa raskað
ró þinni, Hilmar minn, þar sem
vinnu þinni var þannig háttað.
Hilmar, þú varst einstaklega dag-
farsprúður maður og minnist ég
þess ekki að hafa nokkurn tíma
heyrt þig hallmæla nokkrum
manni. Áf okkur hér fyrir norðan
verður þín sárt saknað, ekki síst af
Gunnlaugi syni mínum, þið voruð
miklir vinir. Vilborg og Hilmar eiga
yndisleg börn ogo barnabörn og
færam við þeim öllum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Vertu
sæll, elsku Hilmar.
Guðfinna.
Elsku Hilmar minn.
Þá er komið að kveðjustund.
Mér varst þú góður vinur frá
þeirri stundu er við kynntumst fyr-
ir rúmlega 40 áram þegar þú og Vil-
borg systir mín kynntust. Við náð-
um tengslum hvort við annað, og
efth- því sem árin liðu dýpkaðist
væntumþykja og virðing okkar
gagnvart hvort öðru. Við ræddum
oftar en einu sinni um hvað það
væri sem tengdi okkur á þann hátt
sem raun ber vitni, það vissi hvor-
ugt okkar.
Skemmtilegar og umfram allt
ljúfar stundir höfum við átt saman
gegnum árin, við Mummi, með þér
og Vilborgu, og margt gerðum við
okkur til gamans. Á yngri árum
hittumst við gjarnan, undum okkur
vel og oftar en ekki var tekið í spil
og man ég þá tíð að við spiluðum
alla nóttina. Utilegur voru okkur
öllum hugleiknar um tíma. Þá átt-