Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 61 ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR BORGARBÓKASAFN REVKJAVlKUR: Aíalsafn, Þing holtsstræti 29a, s. 662-7165. Opiö mád.-fid. kl. 9-21, föstud. kl. 11-19, laugard. kl. 13-16._______________ BORGARBÓKASAF'NIÐ í GERÐUBERGI 3-6, mán. nm. kl. 9-21, föst. 11-19, laugard. og sunnud. kl. 13-16. S. 657-9122.____________________________________________ BÚSTAÐASAFN, Bústaðakirlgu, mán-fim. 9-21, fóst 12- 19, laugard. kl. 13-16. S. 553-6270._________ SÓIHEIMASAFN, Sólheimum 27, s. 663-6814. Ofan- greind söfn og safniö í Geröubergi eru opin mánud.-fid. kl. 9-21, föstud. kl. 11-19, laugard. kl. 13-16. GRANDASAFN, Grandavegi 47, s. 552-7640. Opiö mád. kl. 11-19, þrið.-föst. kl. 15-19.________________________ SELJASAFN, Hólmaseli 4-6, s. 687-3320. Opiö mád. kl. 11-19, þriö.-mið. kl. 11-17, fim. kl. 15-19, föstud. kl. 11- 17.__________________________________________________ FOLDASAFN, Grafarvogskirlyu, s. 667-6320. Opið mád.- fid. kl. 10-20, föst. kl. 11-19, laugard. kl. 13-16._ BÓKABÍLAR, s. 653-6270. Viökomustaðir vlðsvegar um borgina._____________________________________________ BÓKASAFN DAGSBRÚNAR: Skipholti 60D. SafniS verí- ur lokað fyrst um sinn vegna breytinga.______ BÓKASAFN KEFLAVÍKUR: Opið mán.-Bst. 10-20. OpiS laugd. 10-16 yfir vetrarmánuði.______________________ BÓKASAFN KÓPAVOGS, Fannborg 3-6: Mánud.-fimmtud. kl. 10-21, föstud. kl. 10-17, laugard. (1. okt.-30. apríl) kl. 13-17. Lesstofan opin frá (1. sept.- 16. maí) mánud.-fid. kl. 13-19, föstud. kl. 13-17, laugard. (1. okt.-15, mai) kl. 13-17._________________ BÓKASAFN SAMTAKANNA ‘78, Laugavegi 3: OpiS mán.-fim. kl. 20-23. Laugard: kl. 14-16._____ BORGARSKJALASAFN REVKJAVÍKUR, Tryggvagötu 16: Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-12 og kl. 13-16. Sími 563-1770.____________________________________________ BYGGÐASAFN ÁRNESINGA, Húsinu á Eyrarbakka: Opið alla daga frá kl. 10-18 til ágústloka. S: 483-1504. BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR: Sívertsen-hús, Vest- urgötu 6, 1. júní - 30. ágúst er opið alla daga frá kl. 13- 17, s: 656-4700. Smiöjan, Strandgötu 60, 16. júní - 30. september er opið alla daga frá kl. 13-17, s: 565-6420, bréfs. 66438. Siggubær, Kirkjuvegi 10,1. júní - 30. ágúst er opið laugard.-sunnud. kl. 13-17. Skrifstofur safnsins verða opnar alla virka daga kl. 9-17. _______ BVGGÐASAFNIÐ í GÖRÐUM, AKRANESI: Opið kl. 13.30- 16.30 virka daga. Slmi 431-11256._____ FJARSKIPTASAFN LANDSSlMANS, Loftskeytastöðinni v/Suðurgötu: Opið á þriðjud., fimmtud. og sunnud. frá kl. 13-17. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum eftir samkomulagi._________________________________ FRÆÐASETRID f SANDGERÐI, Garövegi 1, Sandgeríi, simi 423-7661, bréfsfmi 423-7809. Opið alla daga kl. 13- 17 og eftir samkomulagi._____________________________ GÁMLA PAKKHÚSIÐ i Ólafsvík er opií alla daga I sum- arfrákl. 9-19.____________________________ GOETHE-ZENTRUM: Lindargötu 46, Reykjarfk. Opiö þriðjud. og miðvikud. kl. 15-19, fimmtud., fóstud. og laugardaga kl. 15-18. Simi 551-6061. Fax: 552-7570. HAFNARBORG, menningar og listastofnun HafnarQarðar opin alla daga nema þriðjud. frá kl. 12-18.__________ KJARVALSSTAÐIR: Opið daglega frá kl. 10-18. Safna- leiðsögn kl. 16 á sunnudögum.________________________ LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKASAFN: Opið mán.-fimmtud. kl. 8.16-22. Föstud. kl. 8.15-19 og laugd. 9-17. Sunnud. kl. 11-17. Þjóðdeild lokuð á sunnud. og handritadeild er lokuð á laugard. og sunnud. S: 525-5600, bréfs: 525-5615.________ LISTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötu 23, Selfossi: Opið eftir samkomulagi. S. 482-2703._________ LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Safnið er opið laug- ardaga og sunnudaga frá kl. 14-17. Höggmyndagarður- inn er opinn alla daga._______________________ LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir, kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Skrifstofa safnsins og uppiýsingar um leið- sögn: Opið alla virka daga kl. 8-16. Bókasafn: Opið þriðjud.-föstud. kl. 13-16. Aðgangur er ókeypis á mið- vikudögum. Uppl. um dagskrá á internetinu: http//www.natgall.is_____ LISTASAFN KÓPAVOGS - GERÐARSAFN: Opið daglega kl. 12-18 nema mánud. _______________________________ LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safniö er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Upplýsingar í síma 553-2906._____________ LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Borgartúni 1. Opið alla daga frá kl. 13-16. Sími 563-2530.______ LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. í sumar verður opið á sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. milli kl. 13 og 17._______ MINJASAFN AKUREYRAR, Mirýasafnið á Akureyri, Að- alstræti 68, Akureyri. S. 462-4162. Opið frá 16.9.-31.5. á sunnudögum milli kl. 14-16. Einnig eftir samkomulagi fyrir hópa. Skrifstofur opnar virka daga kl. 8-16.___ MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum 1, Egilsstööum er opið alla daga nema mánudaga kl. 11- 17 til 1. september. Alla sunnudaga frá kl. 14-17 má reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borgara. Safnbúð með mii\jagripum og handverks- munum. Kaffi, kandís og kleinur. Sími 471-1412, net- fang minaust@eldhorn.is._____________________________ MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina v/EUiðaár. Opið á sunnudögum kl. 15-17 og eftir sam- komulagi. S. 567-9009.________________________________ MINJASAFN SLVSAVARNAFÉLAGS fSLANDS Þor- steinsbúö við Gerðaveg, Garði. Opið alla daga í sumar frá kl. 13-17. Hægt er að panta á öðrum tímum í síma 422-7253.____________________________________ IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opiö frá 1- júní til 31. ágúst kl. 14-18, en lokað á mánudögum. Simi 462-3560 og 897-0206.___________________________ MVNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein- holti 4, sími 569-9964. Opið virka daga kl. 9-17 og á öðr- _ um tíma eftir samkomulagi.____________________ NÁTTÚRUFRÆDISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið miðvikud. og laugd. 13-18. S. 554-0630._ NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116 eru opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. kl. 13.30- 16,___________________________________ NESSTOFUSAFN. Yfir vctrartímann er safnið opið sam- kvæmt samkomulagi.___________________________ NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið. 13-18, sunnud. 14-17. Kaffistofan 9-18, mánud. - laugard. 12-18 sunnud. Sýn- _ ingarsalir: 14-18 þriðjud.-sunnud. Lokað mánud. PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafnar- firði. Opið þriðjudaga og sunnudaga 16-18. Sími 655- 4321.________________________________________ RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum. Safnið er opiö laugardaga og sunnudaga til ágústsloa frá 1.13-18. S. 486-3369. SáFÍTáSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 551-3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stendur til marsloka. Opin laugardaga og sunnudaga kl. 13.30- 16.___________________________________ SJÓMÍNJASAFN fSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er Opið laugard. og sunnud. frá kl. 13-17 og eftir samkomu- lagi. S: 665-4442, bréfs. 565-4261, netfang: aog@natm- us.is._______________________________________ SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKSSONAR, Súðarvogi 4. Opið þriðjud. - laugard. _ frá kl. 13-17. S. 581-4677.___________________ SJÓMINJASAFNIÐ A EVRARBAKKA: Hópar skv. samkl. Uppl.ls: 483-1166,488-1448.__________________ SNORRASTOFA, Rcykholti: Sýningar alla daga kl. 10-18. Slmi 485 1490._______________________________________ STÖFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Arnagarói v/Suóur- götu. Handritasýning er opin þriðjudaga til föstudaga _ kl, 14-16 til 15. mai.________________________ STEINARÍKIÍSLANDS A AKRANESI: Opið alla daga kl. 13- 18 nema mánudaga. Slml 431-5566._________ WÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Opið alla daga nema m&nudagakl. 11-17.___________________________ AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mánudaga til föstu- daga kl. 10-19. Laugard. 10-15.______________ LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14- 18. Lokað mánudaga._____________________ NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ á Akureyri, Hafnarstræti 81. . Opið skv. samkomulagi yfir vetrartímann. Hafið sam- band við Náttúrufræðistofnun, Akureyri, í síma 462- _ 2983._________________________________________ NONNAHÚS, Aðalstræti 64. Opið a.d. kl. 10-17 frá 1. júní -1. sept. Uppl. í síma 462 3555._____________________ NÖRSKA HÚSID f STYKKISHÓLMI: Opið daglega I sum- arfrákl. 11-17. Margrét Jónsdóttir og Ragnheiður Guðjónsdóttir. Ný fótaaðgerðastofa á Seltjarnarnesi NÝ fótaaðgerðastofa var opnuð um siðustu mánaðamót í íþrótta- miðstöðinni við Suðurströnd á Sel- tjarnarnesi (sundlaugarmegin) undir nafinu Fótaaðgerðastofa Sel- tjarnarness. Rekstur hennar ann- ast Margrét Jónsdóttir og Ragn- heiður Guðjónsdóttir löggiltir fóta- aðgerðafræðingar. Margrét hefur um árabil rekið stofu að Vesturgötu 7, Reykjavík, en hætti þeim rekstri frá sama tíma. Ragnheiður lauk fótaað- gerðanámi frá Norsk Fotterapeut- skole, Kristiansand í Noregi sl. vor og hefur bæði norska og íslenska löggildingu í fótaaðgerðafræðum, segir í fréttatilkynningu. ORÐ DAGSINS____________________________________ Reykjavík sími 551-0000. Akareyri s. 462-1840.__________________________ SUNDSTADIR SUNDSTAÐIR í REYKJAVÍK: Sundhöllin er opin v.d. kl. 6.30- 21.30, helgar kl. 8-19. Opið í bað og heita potta alla daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30-21.30, helgar 8- 19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.50-21.30, helgar 8-19. Breiðholtslaug er opin v.d. kl. 6.50-22, helgar kl. 8-20. Grafarvogslaug er opin v.d. kl. 6.60-22.30, helgar kl. 8- 20.30. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8-20.30. Kjalarneslaug opin mán. og fimmt. kl. 11-16. þri., mið. og föstud. kl. 17-21._____________ SUNDLAUG KÓI’AVOGS: Opin vlrka daga 7-22. Laugd. og sud. 8-19. Sölu hætt hálftlma fyrir Iokun._ GARÐABÆR: Sundlaugin opin mád.-föst. 7-20.30. Laugd. og sud. 8-17. Sölu hætt hálftlma fyrir lokun._ HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæjarlaug: Mád.-föst. 7-21. Laugd. 8-18. Sud. 8-17. Sundhöll HafnarQarðar: Mád.- föst. 6.30-21. Laugd. og sunnud. 8-12._______ VARMÁRLAUG í MOSFELLSBÆ: Opið virka daga kl. 6.30- 7.45 og kl. 16-21. Um helgar kl. 9-18._ SUNDLAUGIN í GRINDAVÍIUOpið alla virka daga kl. 7- 21 og kl. 11-15 um helgar. Slmi 426-7555.____ SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.45-8.30 og 14-22, helgar 11-18._________________________________ SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVÍKUR: Opin mánud.-fóstud. kl. 7-21. Laugard. kl.8-17. Sunnud. kl. 9-16.____ SUNDLAUGIN í GARÐI: Opin mán.-föst. kl. 7-9 og 16.30- 21. Laugardaga og sunnudaga. kl. 10-17. S: 422-7300. SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d. kl. 7-21. Laugard. og sunnud. kl. 8-18. Simi 461-2532.____________ SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mád.-föst. 7- 20.30. Laugard. og sunnud. kl. 8-17.30._______ JAÐARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mád.-föst. 7- 21, laugd. og sud. 9-18. S: 431-2643._________ BLÁA LÓNIÐ: Opið v.d. kl. 11-20, heljjar kl. 10-21. ÚTIVISTARSVÆÐI IIUSDVRAGARÐURINN ér opinn aÍÍa ilaga kl. 10-17. Lok- að á miövikudögum. Kaffihúsið opið á sama tíma. Fjöl- skyldugarðurinn er opinn sem útivistarsvæði á veturna. Simi 5757-80Ó. ______________________________ SORPA__________________________________________ SKRIFSTOFA .SORPU er opin kl. 8.20-16.15. Endur- vinnslustöðvar eru opnar a.d. kl. 12.30-19.30 en lokaðar á stórhátíðum. Að auki verða Ánanaust, Garðabær og Sævarhöfði opnar kl. 8-19.30 virka daga. Uppl.sími 520- 2205. 17 strákar keppa um titilinn Herra ísland 1999 HERRA ísland 1999 verðui’ valinn á Broadway fjórða árið í röð fímmtudaginn 25. nóvember nk. 17 herrar á aldrinum 19-26 ára keppa að þessu sinni um titilinn og eru æfingar hafnar á sviðinu á Broadway, en að undanförnu hafa þeir stundað líkamsrækt af kappi undir leiðsögn Dísu í World Class. Sviðsetning og þjálfun er í hönd- um Yezmine Olson dansara en skipulag og annan undirbúning annast Elín Gestsdóttir, fram- kvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni Islands. Kynnir kvöldsins verður Bjarni Ólafur Guðmundsson. Herrarnir koma fram á Punto Blanco-boxernærbuxum, í tískuföt- um frá Hanz í Kringlunni og að síð- ustu í smóking. Dans- og söngatrið- um er fléttað inn á milli. Húsið verður opnað kl. 19.30. Þar taka keppendur á móti gestum með fordrykk og síðan er boðið upp á hlaðborð. Sigurvegarinn hlýtur Eurocai’d Atlas-gullkort með 50.000 kr. inn- eign, fatnað, gullúr, sérsmíðaðan hring frá Jens, líkamsræktarkort, ljósakort, hársnyrtivörur o.fl. auk þess sem hann vinnur sér þátttöku í keppninni Male of _the Year á næsta ári, en Herra ísland 1998, Andrés Þór Björnsson, lenti í 6. sæti í þeirri keppni á Manila í vor. Andrés Þór mun afhenda arftaka sínum Herra Islands-sprotann, sem er tákn keppninnar, upp úr mið- nætti. Valið verður í 5. sæti ljós- myndamódel auk þess sem Herra Punto Blanco og vinsælasti strák- urinn verða valdir. Forsala að- göngumiða er hafin á Broadway. Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur FFA - fræðsla fyrir fatlaða og að- standendur í samvinnu við Svæðis- skrifstofa Vesturlands stendur fyrir námskeiði ,A-ð flytja að heiman" 21. nóvember nk. í Grundaskóla, Akra- nesi, kl. 10. Námskeiðið er ætlað fötluðum og aðstandendum þeirra. Á námskeiðinu verður fjallað um mismunandi þjónustu eða aðstoð sem hægt er að veita einstakling- um hvort sem þeir búa í sjálf- stæðri búsetu eða á sambýlum og einnig verður fjallað um aðstoð við fjármál. Foreldrar, systkini og fatlaðir sjálfir munu segja frá sinni reynslu. Fulltrúar frá Ti-yggingastofnun ríkisins, svæðisskrifstofu og Aki’a- nesbæ munu kynna þjónustu sína. Sálfræðingarnir Magnús Þorgríms- son og Inga Harðardóttir fjalla um þau áhrif sem það hefur á alla fjöl- skylduna þegar fatlaður einstak- lingur flytur að heiman. Að loknum erindum verður hópastarf, umræð- ur og fyrirspurnir. Ráðgert er að námskeiðinu ljúki kl. 16.30. Skráning á námskeiðið fer fram hjá Landssamtökunum Þroska- hjálp og á svæðisskrifstofu Vestur- lands og er lokafrestur fyrir skrán- ingu á hádegi föstudaginn 19. nóv- ember. Félag ís- lenskra préfessora stofnað STOFNAÐ hefur verið Félag ís- lenskra prófessora. Hér er ekki um stéttarfélag að ræða í skilningi laganna heldur eru markmið félagsins að vinna að efl- ingu rannsókna og annars háskóla- starfs, styrkja tengsl og samstarf prófessora í öllum íslenskum há- skólum og efla samvinnu við starfs- systkin í öðrum löndum, vinna að bættum kjörum, betri starfsað- stöðu og auknum réttindum pró- fessora og standa vörð um réttar- stöðu þeirra og loks að vera í fyrir- svari fyrir félagsmenn. Á stofnfundi félagsins 10. nóv- ember síðastliðinn var Kristján Kristjánsson (Háskólanum á Akur- eyri) kjörinn formaður en aðrir í aðalstjórn eru Sigurður Konráðs- son og Hrefna Sigurjónsdóttir (Kennaraháskóla íslands) og í varastjórn Steingrímur Jónsson (Háskólanum á Akureyri) og Anna Kristjánsdóttir (Kennaraháskóla Islands). Félagsmenn geta allir orðið pró- fessorar, jafnt starfandi sem pró- fessorar á eftirlaunum við íslenska háskóla. Stofnfélagar teljast þeir sem sækja um inngöngu fyrir fyrsta aðalfund félagsins sem hald- inn verður í maí næstkomandi og skulu þeir sem hug hafa á aðild snúa sér til ritara stjórnar, Sigríð- ar Konráðsdóttur. Framhalds- skólanemar velja bestu út- varpsmennina í TILEFNI af degi íslenskrar tungu í dag, þriðjudaginn 16. nóv- ember, munu íslenskar útvarps- stöðvar senda út sameiginlega dag- skrá þar sem kynnt verður val framhaldsskólanema á bestu út- varpsmönnum landsins árið 1999. Sent verður út frá Hótel Borg í beinni útsendingu frá kl. 16.15 til 16.45. Utvarpsstöðvarnar sem taka þátt í útsendingunni eru Bylgjan, Mónó og Stjarnan frá íslenska út- varpsfélaginu, Rás 2 frá Ríkisút- varpinu, útvarpsstöðin Saga frá Fínum miðli og Matthildur auk þess sem aðrar útvarpsstöðvar munu greina frá úrslitunum. Nemendur í framhaldsskólum landsins hafa á undanförnum vik- um hlustað með athygli á útsend- ingar útvarpsstöðvanna til að finna út hvaða útvarpsmenn séu bestir að þeirra mati. Þeir taka í vali sínu mið af málfari, framsögn, skýrleika í framsetningu efnis, áherslum, hljómfalli og hvort mikið sé um er- lendar slettur. Sigurvegarar á síðasta ári voru: Jón Gnarr, Tvihöfði á X-inu, Bragi Guðmundsson á FM 957 og Páll Óskar Hjálmtýsson á útvarpsstöð- inni Mónó. Umsjón með útsending- unni hafa Guðríður Haraldsdóttir og Magnús Einarsson. Leiðrétt Bandarískur ieikhópur í frétt á bls. 34 í gær sagði að væntanlegur væri til landsins kanadískur leikhópur með leikritið „In the Wake of the Stonn.“ Vitan- lega er hér um að ræða bandarískan leikhóp frá Norður-Dakóta. Beðist er velvii’ðingar á þessum mistökum. Segovia á Spáni í ferðablaði sl. sunnudag var borgin Segovia ekki rétt staðsett á Spáni. Hún er í Kastillu- og León- héraði. Jólatréð á Austurvelli Mishermt var í frétt í sunnu- dagsblaðinu að kveikt yrði á jóla- trénu á Austurvelli 27. nóvember. Hið rétta er, að áformað er að tendra ljósin á trénu sunnudaginn 5. desember. Dagbók lögreglunnar 12. til 15. nóvember 1999 Talsvert annríki um helgina TALSVERT annríki var hjá lög- reglu í miðbænum aðfaranótt laugar- dags og nokkur afskipti voni höfð af fólki af ýmsu tilefni, flest þó vegna neyslu áfengis eða annarra vímu- efna. Aðfaranótt sunnudags var öllu rólegri eins og oft virðist vera. Viðvera fólks á veitingastöðum hefur lengst samfara heimild rúm- lega tuttugu staða til að hafa lengur opið. Það hefur hjálpað til við heim- flutning fólks og komið í veg fyrir vandamál sem oft sköpuðust áður þegar öllum stöðum var lokað á sama tíma. Tekinn á 138 km hraða Um helgina voru 22 ökumenn stöðv- aðii’ vegna gruns um að aka bifreiðum sínum undir áhrifum áfengis. Þrjátíu ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðakstm-s um helgina. Einn öku- manna var stöðvaður eftii’ að hafa mælst aka bifreið sinni á 138 km hraða á Sæbraut. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum sínum á staðnum. Annar ökumaður var sviptur öku- réttindum á staðnum eftir að hafa mælst aka bifreið sinni á 135 km hraða á Kringlumýrarbraut síðdegis á sunnudag. Karlmaður var fluttur á slysadeild vegna meiðsla eftir árekstur á Reykjanesbraut síðdegis á fostudag. Bifreið var ekið á aðra og síðan ut- an í einar fimm bifreiðar til viðbótar á föstudagskvöld. Atvikið átti sér stað á Laugavegi við Hlemm. Öku- maðurinn sem tjóninu olli hafði ætl- að sér að aka fram úr annarri bifreið við þrengingu í götunni en ekki vildi betur til en svo að bifreiðarnar lentu saman og síðan utan í hinar fimm. Þrennt var flutt á slysadeild eftir árekstur á Brynjólfsgötu við Suður- götu síðdegis á iaugardag. Teknir með fíkniefni Tveir menn voru handteknir að morgni laugardags eftir að ætluð fíkniefni fundust á þeim. Þeir voru fluttir á lögreglustöð en síðan sleppt. Aðfaranótt sunnudags var síðan ökumaður stöðvaður og framvísaði hann ætluðum fíkniefnum. Sextán ára piltur var staðinn að þjófnaði á tölvu að andvirði nærri fjögur hundruð þúsund króna síð- degis á föstudag. Pilturinn var stöðv- aður skammt frá versluninni og var tölvunni komið til skila til verslunar. Pilturinn var fluttur á lögreglustöð þangað sem foreldrar sótt hann. Brotist var inn í fyrirtæki í Mjódd- inni um helgina og þaðan stolið nokkrum verðmætum. Þá var brotist inn á heimili í miðbænum og þaðan stolið hljólmflutningstækjum. Aðfaranótt mánudags var piltur handtekinn eftir rúðubrot í miðbæn- um. Á Laugaveginum var brotin rúða og stolið verðmætum úr skartgripa- verslun aðfaranótt mánudags. Lögi-eglan handtók átta ungmenni aðfaranótt laugardags vegna skemmdai’verka á biðskýli í Breið- holti. Til nokkurra handalögmála kom við handtökuna þar sem mikill fjöldi ungmenna var á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.