Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 13 FRÉTTIR OZ styrkir sex nemendur Háskóla íslands um 500.000 krónur Guðmundsdóttir, Anna Sigríður Arnardóttir og Njörður Sigurjónsson ásamt Skdla Valberg Ólafssyni, fram- kvæmdastjóra OZ, og Páli Skúlasyni, rektor Háskóla Islands. Lokaverk- efni sem tengjast Netinu SEX nemendur Háskóla íslands hafa fengið 500.000 króna styrk hver frá OZ.com til lokaverkefna sinna. Auk þess býðst nemendun- um vinnuaðstaða hjá Oz. I september ákvað fyrirtækið að veita nemendum svokallaða Hug- arfósturstyrki til lokaverkefna sem fjölluðu um Netið. Átján um- sóknir bárust og valdi dómnefnd sex, en nefndina skipuðu, Karolína Stefánsdóttir, tilnefnd af Stúdenta- ráði, Jón Atli Benediktsson, til- nefndur af rektor HI, og Breki Karlsson, markaðsstjóri OZ, til nefndur af OZ. Styrki hlutu; Anna Sigríður Arnardóttir til kandídatsritgerðar í lögfræði um hvaða reglur gildi um ábyrgð á auglýsingum, frétt- um, viðtölum og myndbirtingum í Netmiðlum með tilliti til annarra íjölmiðla og hvort endurskoða þurfi almennar ábyrgðarreglur, Birna Guðmunda Guðmundsdóttir til BA-verkefnis í bókasafns- og upplýsingafræðum um heilsusam- félag á Netinu, Ingibjörg Lilja Óm- arsdóttir til BA-verkefnis í félags- fræði um vinnumarkaðinn með tilliti til fjarvinnu þar sem félags- leg, sálræn og efnahagsleg áhrif eru skoðuð, Njörður Sigurjónsson til MA-verkefnis í viðskiptafræði um hvernig þekking verður til í fyrirtækjum sem vinna í fjölþjóð- legum samskiptanetum, Þorbjörg Gagnrýna vinnubrögð við sölu Rafveitu Hveragerðis STJÓRN Hitaveitu Suðurnesja lýsir yflr mikilli furðu sinni og vanþóknun á þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru við sölu Rafveitu Hveragerðis. Hitaveitan var meðal þriggja orku- fyrirtækja sem buðu í veituna en bæjarstjórn Hveragerðis ákvað að selja hana Rafmagnsveitum ríkisins. Fram kemur í bókun sem stjórn Hitaveitu Suðurnesja hefur sent frá sér að allur tilboðsferillinn hafi greinilega verið sviðsettur, því ákvörðun hafi legið fyrir frá upphafi um að semja við RARIK. Tilgangur- inn með þeirri ósk að aðrir áhugaað- ilar legðu fram tilboð virðist stjórn- inni eingöngu hafa verið sá að fá þá til að leggja fram vinnu til að fá „verðmiða" á rafveituna. Fram kemur í bréfi Hitaveitu Suð- urnesja til bæjarstjórnar Hvera- gerðis að raforkugjöld bæjarbúa hefðu verið 14 til 15 milljónum króna lægi'i ef gjaldskrá HS hefði tekið gildi í stað gjaldskrár RARIK. Mun- urinn nemi 10 til 15 þúsund krónum á heimili. Einnig kemur fram það álit að Hitaveita Suðumesja hefði boðið best með liðlega 200 milljóna ki'óna tilboði sem miðaðist við óbreytta gjaldskrá í Hveragerði. Furðulegt hlutverk stjórnvalda I bókun stjórnar Hitaveitunnar er einnig lýst undrun á furðulegu hlut- verki yfirvalda orkumála með því að veita RARIK sérstaka heimild til samninga, þegar önnur tilboð höfðu verið opnuð og kynnt opinberlega. „Að lokum er þó rétt að það komi fram, að segja má að eini ljósi punkt- urinn í þessu ferli sé sá, að Raf- magnsveitur ríkisins skuli hafa burði til að yfirbjóða önnur orkufyrirtæki í landinu. Hljóta nú kröfur fyrirtækis- ins um 5-600 milljóna króna árlegt framlag ríkisins vegna bágrar stöðu að heyra sögunni til,“ segir í bókun stjómar HS. St. Þorsteinsdóttir til MA- verkefnis í uppeldis- og menntun- arfræðum um hönnun, útfærslu og prófun á upplýsinga- og sam- skiptakerfi heimila og skóla á Net- inu. Vinna á fjölbreyttum sviðum Athygli vekur að þrjd verkefn- anna eru unnin innan félagsvís- indadeildar, eitt innan lögfræði- deildar, eitt innan viðskipta- og hagfræðideildar og eitt innan raunvísindadeildar og er það til marks um að vinna við tölvur og upplýsingatækni er sífellt að fær- ast yfir á fleiri og fjölbreyttari svið. Við afhendingu styrkjanna þakkaði Páll Skdlason, rektor HÍ, OZ fyrir að taka það frumkvæði að tengjast Iláskólanum með þessum hætti. Pétur Maack Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Stddentaráðs, þakkaði OZ einnig og sagðist vona að þetta yrði öðrum fyrirtækjum og stjórnendum til eftirbreytni. Stefnt er að því að framhald verði á styrkveitingum OZ til ís- lenskra námsmanna. Hæstiréttur hafnar kröfu jarðarkaup- enda um kvóta Ærgildi ekki með í kaupunum HÆSTIRÉTTUR féllst ekki á kröfu fólks, sem keypti jörð á nauðungar- uppboði árið 1996, að íslenska ríkið skyldi greiða skaðabætur og viður- kenna að 213 ærgildi fylgdu jörðinni. Fólkið sagðist hafa verið grunlaust um að ekkert greiðslumark sauðfjár fylgdi í kaupunum. Fólkið keypti jörðina á nauðung- arsölu í febrúar 1996. f nóvember 1995 hafði hins vegar verið sam- þykkt umsókn fyrri eigenda jarðar- innar um að ríkissjóður keypti greiðslumark hennar, alls 213 ær- gildi. Kvöð um bann við framleiðslu sauðfjárafurða hafði hins vegar ekki verið þinglýst á jörðina í samræmi við reglugerð og taldi Hæstiréttur ósannað, að fram hefði komið við uppboðið, að jörðin væri seld án greiðslumarks. Hæstiréttur benti hins vegar á, að ekkert lægi fyrir um að kaupendurn- ir hefðu kannað hvemig greiðslu- marki jarðarinnar var háttað áður en uppboðið fór fram í febrúar 1996. Boð þeirra í jörðina var samþykkt í mars það ár og afsal til þeirra gefið út í maí, en þá höfðu kaupendurnir fengið í hendur allar upplýsingar um kaup ríkissjóðs á greiðslumarkinu. Engu síður hefðu þeir ekki gripið til viðeigandi ráðstafana, sem þeim voru færar samkvæmt lögum um nauðungarsölu, en tekið við afsalinu án athugasemda. Við þessar aðstæð- ur hefði skortur á þinglýsingu kvað- ai-innar ekki þýðingu. í samræmi við þetta staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms um að sýkna ríkið af kröfum kaup- endanna. ♦ ♦ ♦----- Sýknaðir af ákæru um skattsvik HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað fjóra menn af ákæru efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjórans um brot á lögum um virðis- aukaskatt og brot gegn lögum um staðgreiðslu opinben-a gjalda. Alls námu ætluð svik ákærðu sem stóðu í margvíslegum rekstri, m.a. veitingahúsarekstri, rúmum þremur milljónum króna á árunum 1994 og 1995. í niðurstöðu dómsins kemur m.a. fram að mennirnir hafi lagt fram gögn um innborganir vegna skuld- anna og þótti rétt að heildarfjárhæð- ir þeirra greiðslna kæmu til frádrátt- ar vangoldnum virðisaukaskatti og afdreginnar staðgreiðslu þannig að fjárhæð vangoldinna gjalda jafnaðist út. Notkun olíu sem orku- gjafa hefur aukist OLÍUNOTKUN hérlendis jókst um rúm 25 þúsund tonn á milli áranna 1994 og 1998. Notkunin hefur mest aukist í bifreiðum og tækjum og í iðnaði, þar sem fiski- mjölsverksmiðjur nota um 80-90% af þeirri olíu sem notuð er í iðnaði. Ekki er fyrirsjáanlegt að raforka geti að verulegu leyti dregið úr notkun olíu sem orkugjafa. Þetta kom fram í svari iðnaðarráðherra á Alþingi við fyrirspurn um vax- andi notkun olíu í stað rafmagns. Hlutdeild eldsneytis í frumorkunotkun hér á landi er um 30% og um 85% af olíunotkun hér- lendis er vegna samgangna og fiskveiða. I þeim þáttum er olía nær einráð og ekki er von á að það breytist í náinni framtíð. Þau 15% af olíunotkun sem efth- standa fara að mestu í iðnað. Þar eru fiskimjölsverksmiðjur veiga- mikill þáttur, en ætla má að hlut- ur þeirra nemi 80-90% af notkun olíu í iðnaði, eða um 60 þúsund tonn á ári. Þessi notkun fer þó mikið eftir sveiflum í veiðum. Árið 1995 var aflinn 908 þúsund tonn og þá var olíunotkun rúm 57 þús- und tonn. Tveimur árum seinna var aflinn hins vegar tæp 1.500 þúsund tonn og þá jókst olíunotk- unin um rúmlega 25.000 tonn og fór í tæp 83.000 tonn. A undanförnun árum hafa mikl- ar endurbætur verið gerðar í ýmsum fiskimjölsverksmiðjum og hafa sumar þeirra tekið að hluta til upp notkun á ótryggðri raforku í stað olíu. Þetta hefur gerst í framhaldi af tilboði Landsvirkjun- ar um 50% afslátt á ótryggðu raf- magni og ætla má að hafi leitt til minnkunar á olíunotkun um 10 þúsund tonn á undanförnum ár- um. Orkuverð er að líkindum ráð- andi þáttur þegar olía er valin sem orkugjafí fram yfir rafmagn. Olíuverð hefur verið lágt undan- faiin ár og í því felst viss hvati til olíunotkunar. Olían hentar einnig vel til hitunar og í iðnaði sem nýt- ir mikla gufu, þannig að á þessum sviðum er samkeppnisstaða ol- íunnar gagnvart rafmagni góð, og raforka því slæmur valkostur nema til komi niðurgreiðslur eða millifærslur. Sýslumaðurinn á Seyðisfírði óskar eftir heimild fyrir stöðu yfírlögregluþjóns Minnir á loforð dóms- málaráðuneytis frá 1993 SÝSLUMAÐURINN á Seyðisfirði hefur óskað eftir því við ríkislögreglustjórann að heimiluð verði staða yfirlögregluþjóns við embættið og minnir á að á árinu 1993 hafi legið fyrir loforð dómsmálaráðuneytisins um að við embættið yrði heimiluð staða yfirlögregluþjóns. Tilefni þes að sýslumaður rifjar upp hið sex ára gamla mál er að í umræðunni um fækkun sýslumannsumdæma í landinu og stækkun þeirra hafi honum borist til eyrna að hugsan- lega sé í farvatninu að heimila stöðu yfirlög- regluþjóns við embætti sýslumannsins á Eski- firði vegna þeirrar fjölgunar sem verður í liðinu þegar Neskaupstaður fellur undir það embætti. Ibúar í umdæmi sýslumannsins á Seyðisfirði eru 4.692 og sex lögreglumenn eru þar starf- andi. Samræming starfa fíkniefnalögreglumanns I rökstuðningi sínum fyrir því að heimiluð verði staða yfirlögregluþjóns segir Lárus Bjarnason sýslumaður, að starf fíkniefnarann- sóknarlögreglumanns á Austurlandi kalli á sam- ræmingu. Þá komi bílferjan Norröna að landi á Seyðisfirði og innan tveggja ára verði tekin í notkun enn stærri ferja sem taki 1.500 farþega og 700 bíla. Þá vofi Schengen-samningurinn yfir sem gert er ráð fyrir að komist í framkvæmd að fullu í október árið 2000. Sýslumaður minnir á að síaukin umferð sé um Egilsstaðaflugvöll, sumarhúsabyggð sé mikil á Héraði og að ferða- mennska sé vaxandi atvinnugrein. Segir sýslumaður ennfremur að búast megi við því að verði af Fljótsdalsvirkjun aukist um- svif í sýslunni til mikilla muna auk þess sem búast megi við „grænum hryðjuverkum”.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.