Morgunblaðið - 11.12.1999, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Viðræðunefnd um sameiningu Glæsibæjarhrepps, Öxnadalshrepps og Skriðuhrepps hefur skilað af sér
Allar líkur á að hrepparnir
sameinist á næsta ári
FLEST bendir til þess að hrepparnir þrír norðan
Akureyrar, Glæsibæjarhreppur, Öxnadalshrepp-
ur og Skriðuhreppur, sameinist á næsta ári og að
úr verði um 400 manna sveitarfélag. Viðræðu-
nefnd hreppanna þriggja samþykkti samhljóða
að leggja til við sveitarstjórnir hreppanna að kos-
ið verði um sameiningu þeirra eigi síðar en næsta
vor, þannig að sameiningin geti farið fram á
miðju ári 2000.
Amameshreppur átti áheyrnarfulltrúa á fund-
um sameiningarnefndarinnar en ekki liggur fyrir
á þessari stundu hvort hreppurinn komi að sam-
einingarferlinu. Innan sveitarstjórnar hefur ver-
ið meiri áhugi fyrir enn stærri sameiningu sveit-
arfélaga í Eyjafirði.
Samhliða alþingiskosningum sl. vor, var gerð
könnun meðal íbúa hreppanna fjögurra um sam-
einingarmál. Flestir vildu sjá sameiningu hrepp-
anna fjögurra en einnig var meirihluti fyrir sam-
einingu hreppanna þriggja, þ.e. Glæsibæjar-,
Öxnadals- og Skriðuhrepps. Fullvíst má telja að
sveitarstjómir hreppanna þriggja samþykki til-
lögu sameiningarnefndarinnar og samkvæmt áð-
urnefndri könnum frá í vor era því yfirgnæfandi
líkur á að sameiningin verði samþykkt.
Skatttekjur munu aukast
um sjö milljónir
Oddur Gunnarsson oddviti Glæsibæjarhrepps
sagði að ekki hafi komið upp nein ágreiningsefni
á fundum sameiningamefndarinnar og að menn
hafi verið sammála um að þetta gæti gengið eftir.
Leitað var eftir því hjá Sambandi íslenskra sveit-
arfélaga hvaða áhrif sameiningin hefði á framlög
úr jöfnunarsjóði.
„Miðað við forsendur þessa árs varðandi fram-
lög úr jöfnunarsjóði, munu skatttekjur samein-
aðs sveitarfélags verða sjö milljónum króna
hæmi en ef sveitarfélögin væru hvert í sínu lagi.
Með sameiningu verður öll stjómsýsla auðveldari
og gerir okkm- kleift að ráða mann til að sjá um
bókhald og daglega afgreiðslu,“ sagði Oddur.
Vilja hafa Arnarneshrepp með
Hann sagði að óskastaðan hefði verið sú að
sveitarfélögin sem að málinu koma hefðu verið
fjögur. „En við ætlum að stefna að þessu og sjá
þá til hvort það kemur ósk frá fleiram um að vera
með.“
Helgi Steinsson oddviti Öxnadalshrepps sagð-
ist hlynntur sameiningu, enda kæmi út úr því
þægileg rekstrareining. Hann hefði þó gjarnan
viljað sjá Amarneshrepp með. Hins vegar væri
ekki áhugi í sinni sveit fyrir enn stærri samein-
ingu í firðinum.
Ekki náðist í Jóhannes Hermannsson oddvita
Arnameshrepps.
María
sýnir á
Karólínu
MARÍA Sigríður Jónsdóttir
opnar málverkasýningu á
Kaffi Karólínu í dag, laugar-
daginn 11. desember kl. 14.
María fæddist á Akureyri
árið 1969. Hún hefur búið á
Italíu og stundaði nám við
Accademia di Belle Arti í
Flórens. Verkin eru öll unnin
með olíu á striga. Engin
boðskort eru send út vegna
opnunarinnar en allir sem
áhuga hafa era velkomnir.
Sýningin stendur til 31. des-
ember næstkomandi.
SkjáVarp hefur út-
sendingar á Akureyri
SKJÁVARP - staðbundið upplýs-
ingasjónvarp - tók formlega til
starfa á Akureyri í gær og lauk þá
jafnframt fyrsta áfanga uppbygg-
ingar þess. SkjáVarp nær þar með
til 22 bæjarfélaga á Vesturlandi,
Vestfjörðum, Norðurlandi, Aust-
urlandi og Suðurlandi eða til 56
þúsund manna, fimmtungs þjóðar-
innar.
Ágúst Ólafsson framkvæmda-
stjóri SkjáVarps sagði við form-
lega opnun þess í Listasafninu á
Akureyri að um væri að ræða
staðbundið upplýsingasjónvarp
þar sem íbúar geta á hverjum stað
gengið að fréttum og fróðleik frá
sinni heimabyggð hvenær sem er
sólarhringsins. Meðal þeirra upp-
lýsinga sem hægt verður að nálg-
ast má nefna veður, færð og flugá-
ætlanir. „Þetta er ekki afþreying-
armiðill, heldur fyrst og fremst
upplýsingaveita," sagði Ágúst.
Hann sagði reynsluna sýna að
mikil þörf væri fyrir staðbundnar
upplýsingar af þessu tagi og fólk
gæti á auðveldan hátt nálgast þær
því öllum væri tamt að nota sjón-
varp.
Auk þess sem langflestir hafa
aðgang að sjónvarpstækjum
heima hjá sér er fyrirhugað að
Morgunblaðið/Kristj án
Ágúst Ólafsson, framkvæmdastjóri SkjáVarps, ræðir við Bjarna Haf-
þór Helgason, framkvæmdastjóra títvegsmannafélags Norðurlands,
en þeir störfuðu á sínum tíma báðir sem fréttamenn á Stöð 2, Ágúst á
Egilsstöðum og Bjarni Hafþór á Akureyri.
Blaðbera vantar
í eftirtalin hverfi:
Huldugil - Vættagil - Eyrina, norðurhluta,-
Gerðahverfi.
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið
kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig.
Morgunblaðið,
^ Kaupvangsstræti 1, Akureyri,
sími 461 1600
koma tækjum fyrir víðs vegar þar
sem almenningur á leið um og er
stefnt að því að koma upp á
fímmta hundrað slíkum tækjum, í
afgreiðslusölum ýmiss konar,
stöðum tengdum ferðaþjónustu,
verslunum, veitingastöðum og
heilsugæslustöðvum svo dæmi séu
tekin.
Uppbygging á
suðvesturhorninu næst
Næsti áfangi er uppbygging
kerfisins í Reykjavík og á Suður-
nesjum og_ mun henni ljúka á
næsta ári. í kjölfarið mun útsend-
ing ná til um 84% þjóðarinnar, eða
um 230 þúsund manns. Þriðji
áfanginn felst í að þétta netið og
koma á útsendingu í smærri
byggðum á landsbyggðinni.
Þjónustumiðstöðvar SkjáVarps
eru á Höfn í Hornafirði, Akureyri
og Reykjavík og eru þær sam-
tengdar um tölvunet. Álls starfa
um 20 manns hjá fyrirtækinu. St-
arfsemin á Akureyri verður í Gler-
árgötu 30.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsin-
gar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er i upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúm-
lega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunní 1 í Reykjavík þar sem eru
yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst
út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Kirkjustarf
AKUREYRARKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli í Kjaraalundi kl. 11 á
morgun, sunnudaginn 12. desember.
Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.
17, ath. tímann. Morgunsöngur í
kirkjunni kl. 9 á þriðjudag.
GLERÁRKIRKJA: Barnasam-
vera og guðsþjónusta kl. 11 á morg-
un, sameiginlegt upphaf. Kór
Menntaskólans á Akureyri syngur.
Foreldrar hvattir til að mæta með
bömunum. Aðventukvöld verður kl.
20.30 á sunnudagskvöld, Valgerður
Sverrisdóttir alþingismaður flytur
hugleiðingu. Að venju verður mikill
söngur sem kórar kirkjunnar sjá um
sem og einnig ljósaathöfn. Kyrrðar-
og tilbeiðslustund í kirkjunni kl.
18.10 á þriðjudag og hádegissam-
vera frá kl. 12 til 13 á miðvikudag.
GRENIVÍKURKIRKJA: Að-
ventukvöld verður í kirkjunni kl.
20.30 á sunnudagskvöld. Kór kirkj-
unnar syngur, kveikt verður á að-
ventuljósum og börn úr kirkjuskól-
anum syngja nokkur lög, nemendur
Tónlistarskóla Eyjafjarðar leika
nokkur lög, lesin verður jólasaga og
flutt jólakvæði. Ræðumaður kvölds-
ins er Halldór Blöndal forseti Al-
þingis. Unglingar úr Grenivíkur-
skóla sýna helgileik og börn fá í lok-
in ljós og syngja jólasálminn Heims
um ból.
HRÍEYJARPRESTAKALL:
Helgistund í Kirkjugarði Hríseyjar
í dag, laugardaginn 1. desember kl.
18, kveikt verður á leiðalýsingu.
Jólatónleikar verða í Stærri-Ár-
skógskirkju kl. 20.30 á sunnudags-
kvöld. Heimamenn syngja létt jóla-
lög ásamt hljómsveit.
HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Bænastund kl. 20 í kvöld, laugar-
dag. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar
kl. 11.30 á morgun, G. Theódór
Birgisson heldur áfram með biblíu-
Jólaundir-
búningur í
Gamla-bæn-
um í Laufási
ÁRLEG aðventuhátíð verður í
Gamla-bænum í Laufási á sunnu-
dag, 12. desember, og er þetta í
fjórða skiptið sem slík hátíð er
haldin á aðventu í Laufási.
Þessi hátíðarhöld miða að því að
draga upp sem sannasta mynd af
jólaundirbúningi eins og hann var
fyrir a.m.k. 100 árum. Dagskráin
byrjar kl. 13.30 með helgistund í
kirkjunni en síðan verður gengið í
Gamla-bæinn þar sem setið er í
hverri vistarvera við jólaundirbún-
ing.
I baðstofu verður kertasteypa,
tóvinna og laufabrauð skorið. I eld-
húsi verður laufabrauð steikt og á
hlóðum sýður hangikjötið og gefst
gestum færi á að smakka á góð-
gætinu. Ymsar gerðir af jólatrjám
frá fyrri tíma verða til sýnis og til
þess að enginn verði svangur eða
kaldur verður hægt að kaupa sér
piparkökur og heitt kakó.
Gömlu góðu íslensku jólasvein-
arnir, sem eru ekki of kátir með
hlutskipti sitt þessa dagana þar
sem hinir rauðklæddu sveinar hafa
nánast komið í þeirra stað, hafa
boðað komu sína og verða þeir í
Laufási kl. 14.45.
Aðgangseyrir að hátíðinni er 250
krónur fyrir 13 ára og eldri.
---------------
Lj ósavatnsprestakall
Aðventu-
kvöld
SAMEIGINLEGT aðventukvöld
allra sókna í Ljósavatnsprestakalli
verður á þriðjudagskvöld, 14. des-
ember í Stóratjarnarskóla og hefst
það kl. 21.
Söngfélagið Sálubót syngur und-
ir stjórn Jaan Alavere, börn sýna
aðventuleikþátt, lesa jólasögu og
leika á hljóðfæri og sóknarprestur-
inn flytur hugleiðingu. Boðið verð-
ur upp á kaffiveitingar í veitingasal
skólans.
----♦-♦-♦--
Jólafundur
Aglow
OPINN jólafundur hjá Aglow
verður haldinn á mánudagskvöld,
13. desember kl. 20 í félagsmiðstöð
aldraðra í Víðilundi á Akureyri. G.
Theodór Birgisson, forstöðumaður
Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri,
flytur hugvekju. Söngur, lofgjörð
og fyrirbænaþjónusta og þá verður
kaffihlaðborð.
kennslu um bænina. Vakningasam-
koma sama dag kl. 16.30. Valdimar
Júlíusson predikar. Fyrirbænaþjón-
usta og barnapössun. Gospelkvöld
unga fólksins næsta föstudagskvöld.
Bænastund alla morgna kl. 6.30.
LAUGALANDSPRESTAKALL:
Aðventukvöld í Saurbæjarkirkju kl.
21. á sunnudagskvöld. ræðumaður
Sigurður Steinþórsson fjármála-
stjóri. Nemendur Tónlistarskóla
Eyjafjarðar sjá um tónlistarflutn-
ing. Sunnudagaskóli verður kl. 11 á
morgun í Munkaþverárkirkju í um-
sjá Skúla Torfasonar.
SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli
í Lundarskóla kl. 13.30, almenn
samkoma kl. 17 á Sjónarhæð.
Barnafundur kl. 17.30 á mánudag,
allir velkomnir, sérstaklega Ástirn-
ingar.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í
dag, laugardag kl. 18 og á morgun,
sunnudag kl. 11 í kirkjunni við Eyr-
arlandsveg 26.