Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
5,6% hækkun vísitölu neysluverðs á 12 mánuðum
Tvö- til þrefalt meiri
verðbólga en í helstu
viðskiptalöndum
SÍÐASTLIÐNA tólf mánuði hefur
vísitala neysluverðs hækkað um 5,6%
og hefur tólf mánaða breyting vísitöl-
unnar ekki verið meiri síðan í nóvem-
ber 1993. Vísitala neysluverðs miðuð
við verðlag í desemberbyrjun 1999
hækkaði um 0,4% frá fyrra mánuði.
Þetta er mun meiri hækkun en
markaðsaðilar höfðu spáð, en flestir
bjuggust við óbreyttri vísitölu.
Verðbólgan í n'kjum EES frá októ-
ber 1998 til október 1999, mæld á
samræmda vísitölu neysluverðs, var
1,3% að meðaltali. A sama tímabili
var verðbólgan 1,7% í helstu við-
skiptalöndum íslendinga en 4,2% á
Islandi.
Bæði seðlabankastjóri og forstjóri
Þjóðhagsstofnunar segja verðbólgu-
hraðann hér algjörlega óviðunandi og
koma verði verðbólgunni hér á svipað
stig og í helstu viðskiptalöndum okk-
ar.
Vísitala neysluverðs miðuð við
verðlag í desemberbyijun 1999 var
194,0 stig (maí 1988=100) og hækk-
aði um 0,4% frá fyrra mánuði. Vísi-
tala neysluverðs án húsnæðis var
194,5 stig og hækkaði um 0,2% frá
nóvember. Síðastliðna tólf mánuði
hefur vísitala neysluverðs hækkað
um 5,6% og vísitala neysluverðs án
húsnæðis um 4,3%. Undanfarna þrjá
mánuði hefur vísitala neysluverðs
hækkað um 1,1% sem jafngildir 4,7%
verðbólgu á ári.
í frétt frá Hagstofu íslands kemur
fram að markaðsverð á húsnæði
hækkaði um 1,9% sem hafði í för með
sér 0,18% hækkun á vísitölunni. Verð
á bensíni og olíu hækkaði um 1,1%
sem leiddi til 0,05% hækkunar
neysluverðsvísitölu.
Útlit fyrir að vísitalan
verði áfram há í byrjun árs
Að sögn Þórðar Friðjónssonar,
forstjóra Þjóðhagsstofnunar, hefði
allt að 0,2% hækkun verið eðlileg
hækkun vísitölu neysluverð nú og
þessi mikla hækkun valdi vonbrigð-
um. „Þetta sýnir einfaldlega að þær
áhyggjur sem menn hafa haft af þró-
un verðlags að undanfömu hafa verið
að gefnu tilefni. Við höfum áhyggjur
af því að vísitalan í byrjun árs verði
einnig frekar há. Það stafar meðal
annars af því að ýmsar hækkanir sem
eru þegar þekktar sem tengjast
gjaldskrám hins opinbera s.s. leik-
skólagjöld ofl. Hækkun fasteigna-
gjalda kemur væntanlega inn í út-
reikninga næst þannig að það er ekki
hægt að búast við því að vísitölu-
breytingin milli desember og janúar
verði lítil."
Von á endurskoðaðri
þjóðhagsspá í næstu viku
Þórður segir að fyrir síðustu um-
ræðu fjárlaga fari Þjóðhagsstofnun
alltaf í gegnum þjóðhagsspána og
endurskoði hana. „Við gerum ráð íyr-
ir því að upp úr miðri næstu viku liggi
fyrir endurskoðuð þjóðhagsspá þar
sem meðal annars verður tekið tillit
til þróunar verðlags og annarra upp-
lýsinga um framvindu efnahagsmála
frá því að þjóðhagsáætlun var lögð
fram í byijun október,“ segir Þórður.
Birgir ísleifur Gunnarsson, seð-
labankastjóri, segir að hækkun vísi-
tölu neysluverðs valdi vonbrigðum og
hún sé mun meiri heldur en gert var
ráð fyrir. „Við höfðum reiknað með
að vísjtalan yrði meira og minna
óbreytt bæði í nóvember og desem-
ST72860
29" Hegatron Nlcam Stereó sjónvarp meðtextavarpl
og scart tengi. Súper flatur og svartur örafmagnaður
myndlampl trygglr frábær myndgsði
UNITEO
AKAI
VSJ701
( hausa Nicam Stereó
myndbandstæki
Ferðatæki með útvarpl,
geislaspilara og
segulbandi
URR9350
AKAI
BMW 260wbriggiadiskasamstæða
með Dolby Pro-Logic heimabfói
og 5 hötölurum
AKAI
2ja hausa myndbandstæki með
NTSt afspilun og RCA og Scart tengi
VSJ200
f Ég er sjúííur
í læknasápur.
er löcf randi
læltnasfemining
á sfoí’unni þegar
ég spila Svoleic/is
af videói fyrir
sjúklingana.
Yad verdfa allir
Svo þaagir og
góc/ir.
Sjónvarpsmiðstödin ®
oq t/ót) kaup!
ffllll>IUMáBg»throtrkhfccbártlWIBDI»CaM»WsS*tthtotDflm^ihæ«MviPlá^1>trtlti9^rh^S<ákbiilU>á*löspkætamDNnvitlÉaAttthúrtliilffilHUHDMnéáfa»fllffcrtMAIeU«iMlUwÉth|rtrtEh|V»l^i
DIa»tó«tSrtMi( Irtíta.JcrMíIiDlttrjfefiafer.lfctríÍjIrt UlUwno UlLlttlg Ignnftli SilBUIlAIS MupsKúozáDllMntli U«sM.ldta leásialuicSdœiUSdto Itchiládih.irnaetMnaueTlH tiltMS Baftoatoitot IdUtvnuwlSn tatwumar.UJilíMlnHrtelik
Breytingar á vísitölu neysluverðs
, ___ Tölurísvigumvísatil _ . , ... . , ___
Mars 1997 = 100 vægiseinstakraiiða. Frá nóv. til des. 1999
01 Matur og óáfengar drykkjarvörur (16,8%)
0112 Kjöt (3,2%)
0117 Grænmeti, kartöflur o.fl. (1,3%) -3,3%
0122 Gosdrykkir, safar og vatn (1,6%)
02 Áfengi og tóbak (3,2%)
03 Föt og skór (5,7%)
032 Skór (1,1 %)
04 Húsnæði, hiti og rafmagn (18,3%)
042 Reiknuð húsaleiga (9,5%)
05 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. (5,2%)
051 Húsgögn og heimilsbúnaður (2,1%)
06 Heilsugæsla (3,0%)
07 Ferðirog flutningar (17,9%)
08 Póstur og sími (1,6%)
09 Tómstundir og menning (13,0%)
10 Menntun (1,0%)
11 Hótel og veitingastaðir (5,2%)
12 Aðrar vörur og þjónusta (9,2%)
1 +0,3%
1 +0,8%
-0,9% [
| 0,0%
| +0,3%
|+0,1%
I 0,0%
1 +0,3%
ffl+0,4%
VÍSITALA NEYSLUVERÐS í DES.: 108,7 stig
+0,4%
Verðbólga í nokkrum ríkjum
Breyting samræmdrar neysluverðsvísitölu frá okt. 1998 til okt. 1999
BS ísland
írland
Bandar.***
Danmörk
Spánn
Noregur
Ítalía
Lúxemborg
Grikkland
Holland*
Portúgal
Finnland
Belgía
Bretland
Sviss
Svíþjóð
Þýskaland
Frakkland*
Austurríkl*
Japan***
2,8%
2,6%
2,6%
2,4%
2,4%
1,9%
1,9%
1,9%
1,8%
1,8%
1,6%
1,4%
* Bráðabirgðatölur
* Samkvæmt gengisvog
Seðlabanka íslands
Tímabilið frá sept. 1998
tilsept. 1999
Viðskiptalönd** I I 1,7%
Meðaltal EMU* I I 1,4%
Meðaltal ESB* I-----------1 1,3%
Meðaltal EES* | ..| 1,3%
í EES rikjum er miðað við samræmda evrópska neysluverðs-
vísitölu en í Bandar., Japan og Sviss við neysluverðsvísitölur.
ber. Hún breyttist ekki í nóvember
en nú kemur hækkun sem er umfram
okkar spá. Þar munar mestu um hús-
næðisliðinn sem ekki var búist við að
myndi hækka meira á árinu. Venju-
lega dregur úr fasteignamarkaðnum
í lok árs en svo virðist ekki vera í ár.
Eins hækkaði bensín sem er eitthvað
sem við vonuðumst til að ekki myndi
gerast. Þessir tveir liðir skýra ríflega
helminginn af hækkun vísitölunnar
nú. Jafnframt hækka matvörur en
venjulega hafa þær lækkað í þessum
mánuði.“
í morgunfréttum íslandsbanka
F&M kemur fram að þau samkeppn-
isáhrif sem undanfarin ár hafa leitt til
verðlækkunar í desembermánuði
virðist ekki vera fyrir hendi í sama
mæli í ár. „Þessi hækkun vísitölunn-
ar er nokkuð umfram spá Seðlabank-
ans frá því í október síðastliðnum.
Seðlabankinn hefur ítrekað gefið í
skyn undanfarið að hann muni ganga
hart frm í pví að ná tökum á verð-
bólgunni. I því ljósi er líklegt að
skammtímavextir verði hækkaðir
hér á landi strax í upphafi næsta árs,“
segir í morgunfréttum íslandsbanka
F&M.
„Meira en við getum sætt
okkur við til lengdar"
Verðbólgan í ríkjum EES frá októ-
ber 1998 til október 1999, mæld á
samræmda vísitölu neysluverðs, var
1,3% að meðaltali. Á sama tímabili
var verðbólgan 1,7% í helstu við-
skiptalöndum íslendinga en 4,2% á
íslandi. Sambærilegar verðbólgutöl-
ur fyrir ísland eru 3,8% í nóvember
og 4,4% í desember.
í morgunkorni FBA kemur fram
að það sé óviðunandi að verðbólga
hér sé 2,5 prósentustigum meiri en í
helstu viðskiptalöndum.
Að sögn Birgis ísleifs hlýtur að
verða eitt meginverkefni efnahags-
stjórnunarinnar á næstu mánuðum
að reyna að sporna gegn frekari
aukningu verðbólgunnar og fá hana
niður að nýju á sama stig og í okkar
helstu viðskiptalöndum. Síðustu tólf
mánuði hefur verðbólgan hækkað um
5,6%. Væntanlega verður hún um 5%
fyrir árið 1999. Þetta er meira en við
getum sætt pkkur við til lengdar,“
segir Birgir Isleifur. Hann segir að
ekki hafi verið tekin ákvörðun um
hvort vextir verða hækkaðir en það
verði skoðað á næstu vikum.
Meira en 1-3% verðbólga
óvidunandi
Þórður segir að þegar á allt er litið
sé verðbólguhraðinn hér tvö til þrefa-
ldur á við það sem hann er í helstu
samkeppnislöndum. „Ef við tökum
Evrópusambandið þá er verðbólg-
uhraðinn þar um 1,5% að meðaltali.
Ef við tökum tillit til þess að húsnæð-
isvísitalan skýi-i töluverðan hluta af
þessu og húsnæðisvísitalan sé pínu-
lítið gölluð hér þar sem hún tekur
einvörðungu tillit til verðhækkana á
höfuðborgarsvæðinu er þessi munur
engu að síður tvö til þrefaldur. Það er
ástand sem er algjörlega óviðunandi
til lengdar. Þetta er nokkuð sem við
eigum ekki að sætta okkur við og
verðum að vinna bráðan bug á. Það
er engin leið fyrir okkur, að mínu viti,
að hugsa til þess að á næstu misser-
um verði verðbólga hér áfram tvö- til
þrefalt meiri heldur en í helstu við-
skiptalöndum. Það er einfaldlega
gnindvallaratriði fyrir okkur að vera
með verðbólguna á svipuðu stigi og
annars staðar. Að öðrum kosti er
hætt við að við fáum upp alls konar
vandamál sem tengjast því þegar
verðbólga er að grafa um sig og við
gætum einfaldlega misst tökin á stöð-
ugleikanum. Það er mjög brýnt að
koma verðbólgunni niður á sama stig
og annars staðar. Ef farið er yfir list-
ann yfir lönd sem við berum okkur
saman við þá er einfaldlega ekkert
land sem við viljum bera okkur sam-
an við með verðbólgu yfir 3%. Það er
alveg ósættanlegt að vera með verð-
bólgu hér sem er meira en 1-3%. Það
er rammi sem við eigum að halda
okkur innan.“