Morgunblaðið - 11.12.1999, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 11.12.1999, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ► Klapparstíg 40, sími 552 7977. Falleg jólagjöf Handgerðir grískir íkonar Verð frá 1.990-28.00« kr. LUXOR Bæjarlind 3, Kóp., sími 564 6880. 111 'l! uwnrxmr-w iuméh i n 'i ■■■■■■■ W’\ \ I I Siórhöfða 17, við Gullinhrú, s. 567 4844. www.flis^flis.is • nclfang: flisC' itn.is Lífeyrissjóður verslunarmanna o g eignarhaldsfélagið Gaumur ásamt 8 minni fjárfestum kaupa hlut Compagnie Financiere i Baugi Eigendur Gaums með rúm 35% í Baugi LÍFEYRISSJÓÐUR verslunar- manna og eignarhaldsfélagið Gaum- ur ehf. hafa ásamt átta minni fjár- festum keypt öll hlutabréf Compagnie Financiere SA í Baugi hf., fyrir milligöngu Kaupthing Lux- embourg SA. Alls er um að ræða 200 milljónir króna að nafnverði eða 17,82% af útgefnu hlutafé. Kaupin fóru fram á genginu 9,4 og er sölu- verð því 1.880 milljónir. Gaumur ehf. á eftir fjárfestinguna um 30% í Baugi og er stærsti hlut- hafinn eftir sem áður. Aðstandendur Gaums ehf. eru Jóhannes Jónsson og fjölskylda. Jóhannes á 2,6% hlut í Skartgripaverslun FYRST og FREMST Gullsmiðja Helgu Laugavegi 45 • Sfmi 581 6660 eigin nafni og Jón Ásgeir einnig. Samtals á fjölskyldan því rúmlega 35% hlut. Eignarhlutur Lífeyris- sjóðs verslunarmanna verður eftir kaupin 4,4% eða 50 milljónir að nafn- verði. Mikilvægt að ekki hvíli leynd yfir hluthöfum Að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar, forstjóra Baugs og stjórnar- manns í Gaumi, er það mikilvægt að ekki hvíli leynd yfir hluthöfum Baugs. „Ég held að það sé mjög gott að nú er Ijóst hverjir hluthafar eru en ekki að félag sem óljóst er hverjir standa á bak við ráði yfir svo stórum hlut eins og Compagnie Financiere gerði,“ segir Jón Ásgeir. „Fagfjárfestar virðast hafa sett þetta atriði fyrir sig hingað til en við erum mjög ánægð með að Lífeyris- sjóður verslunarmanna er kominn til liðs við hluthafahóp Baugs,“ segir Jón Ásgeir og segir útlitið bjart hjá Baugi. Hann nefnir í því sambandi þá staðreynd að Reitangruppen hef- ur ekki nýtt sér sölurétt á hlutabréf- um í Baugi eins og fram kom í til- kynningu til Verðbréfaþings í gær. „Við teljum að fjárfestingin muni skila Lífeyrissjóðnum góðri ávöxt- un,“ segir Þorgeir Eyjólfsson, for- stjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna. „Miðað við þá þekkingu sem við höf- um á félaginu og miðað við það gengi sem viðskiptin fóru fram á, er þetta góður tími til fjárfestingar í Baugi.“ Hann segir ástæðu fyrir fjárfesting- unni m.a. að Baugur sé öflug versl- anakeðja með mikla vaxtar- og hagn- aðarmöguleika. Þorgeir segir aðspurður að það skipti máli að með kaupunum liggi Ijóst fyrii’ hverjir eiga félagið. „Baugur hefur gengið í gegnum mik- ið breytingaskeið og margt liggur ljósar fyrir um framtíð félagsins nú en fyrii’ nokkrum mánuðum." Reitangruppen nýtir ekki sölurétt sinn I október 1998 var gerður samn- ingur milli FBA og Kaupþings hf. annars vegar og Reitangruppen A/S hins vegar sem fól í sér heimild Reit- angruppen til að selja FBA og Kaup- þingi hf. 10% af hlutafé í Baugi hf. ef fram kæmu verulegar neikvæðar breytingar (Major Negative Devel- opment) í rekstri Baugs hf. fram til 8. desember 1999, eins og fram kom í útboðs- og skráningarlýsingu Baugs hf. í apríl 1998. Reitangruppen nýtti sér ekki ofangreindan sölurétt á hlutabréfunum og hefur hann því fallið niður. Þetta kom fram í til- kynningu til VÞI í gær. Lokagengi á hlutabréfum Baugs á Verðbréfaþingi íslands í gær var 9,95. Heildarviðskipti voru fyrir 31,8 milljónir og hækkaði gengi bréfanna um 5,9%. Baugur kaupir 50% í Bonus dollar stores Stjórn Baugs hf. hefur staðfest kaup á 50% hlut í Bonus dollar stores keðjunni í Bandaiíkjunum. Félagið rekur nú 7 verslanir undir nafninu Bonus dollar stores og hefur verið gengið frá húsaleigusamningum fyr- ir 2 aðrar verslanir. Kaupverð hlut- arins er um 21 milljón króna. Reikn- að er með að verslanir félagsins verði orðnar um 20 í árslok ársins 2000 og hagnaður verði á næsta rekstrarári. Samstarf við Debenhams á Norðurlöndum Debenhams og Baugur hf. skoða nú möguleika á því að opna verslanir á Norðurlöndunum. Debenhams hef- ur leitað eftir samstarfi við Baug um uppsetningu á verslunum undir nafninu Debenhams á Norðurlönd- um, en félögin hafa sl. 10 mánuði unnið við undirbúning á opnun versl- unar á Islandi og mun sú verslun opna árið 2001 í Smáralind, nýrri verslunarmiðstöð í Kópavogi. „Það er ánægjulegt að þessir stóru er- lendu aðilar skuli leita eftir auknu samstarfi við Baug og felur það í sér mikið traust á starfsemi og stjórn- endum fyrirtækisins," segir í til- kynningunni. Reiknað er með, ef allt gengur að óskum, að Debenhams opni verslun í Stokkhólmi árið 2002 eða 2003. Rekstur þeirrar verslunar verður undir stjórn Baugs en inn- kaup og lagerhald undir stjórn Debenhams.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.