Morgunblaðið - 11.12.1999, Síða 28

Morgunblaðið - 11.12.1999, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Þingmaðurinn McCain sækir f sig veðrið í baráttunni við George W. Bush Vinnur á með því að láta móðan mása John McCain hefur beitt þeirri aðferð í baráttunni við George W. Bush, sem etur kappi við hann í forkosningum repúblikana, að láta móðan mása í stað þess að neita að svara spurningum fréttamanna. Þessi aðferð hefur borið árangur því McCain virðist nú vera í mikilli sókn. John McCain, öldungadeildarþingniaður frá Arizona, ræðir við tvo fyrrverandi hermenn á kosningafundi íNew Hampshire. Washington. AFP, Washington Post. GEORGE W. Bush, ríkisstjóri Tex- as, á nú í vök að verjast í baráttunni við John McCain, öldungadeildar- þingmann frá Arizona, og fleiri fram- bjóðendur í forkosningum repúblik- ana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Bush hefur haft mikið forskot á keppi- nauta sína í skoðanakönnunum sem hafa verið gerðar út um allt landið en McCain hefur sótt í sig veðrið að undanförnu. Hann hefur jafnvel náð forskoti á Bush í New Hampshire, þar sem forkosningamar hefjast eft- ir tvo mánuði, samkvæmt tveimur skoðanakönnunum sem birtar voru í gær. I annarri könnuninni sögðust 37% ætla að kjósa McCain og 30% Bush, en í hinni var munurinn um helmingi meiri, 43% á móti 28%. í síðasta mánuði var fylgi Bush í New Hampshire 44% en McCains aðeins 27%. Beita ólíkum aðferðum Talið er að ein af ástæðum þess að McCain hefur færst í aukana í bar- áttunni við Bush sé að þeir hagi kosningabaráttunni með mjög ólík- um hætti, auk þess sem menn hafa ýmsar efasemdir um Bush, draga meðal annars í efa að hann hafi næga reynslu af stjórnmálunum. Bush hefur einnig verið gagnrýnd- ur fyrir að veigra sér við að svara spumingum fréttamanna en McCain er hins vegar þekktur fyrir að vaða elginn og spjalla klukkustundum saman við fréttamenn sem ferðast með honum í kosningabaráttunni. Þeir spurðu hann nýlega hvernig baráttan gengi og hann svaraði: „Við eigum eftir að verða fyrir nokkrum áföllum, einkum vegna þeirrar til- hneigingar minnar að verða mér til skammar með blaðri". Enginn andmælti þessu, enda hef- ur McCain beitt þeirri aðferð í kosn- ingabaráttunni að láta dæluna ganga meðan aðrir frambjóðendur leggja kapp á að koma skilaboðum sínum á framfæri með stuttum, hnitmiðuðum og þaulæfðum setningum sem eru líklegar til að vekja athygli sjónvarpsáhorfenda. Veður úr einu í annað McCain veður úr einu í annað á blaðamannafundum sínum, spjallar um stjómmál, herinn, skatta, reynslu sína sem stríðsfanga í Víet- nam, fyrrverandi kærasta eiginkonu sinnar og sögusagnir um að hann sé ekki heill á geði. Hann lætur gamm- inn geisa og gantast við íréttamenn- ina, kallaði til að mynda fréttaritara AP „skíthæl" á einum fundanna. „Það er auðveldara að fá aðgang að McCain en vændiskonu í Hong Kong,“ sagði í grein um frambjóð- andann í Time, sem lýsti kosninga- baráttu hans sem „djarfri glæfra- ferð“ frambjóðanda sem er „algjörlega berskjalda og aðeins hann sjálfur“. „Ég hata Frakka“ Þessi aðferð hefur reynst vel, enn sem komið er að minnsta kosti, og hann hefur náð mjög nánu sambandi við blaðamennina, sem kunna vel að meta einlægni hans og hispursleysi. Ráðgjafi McCains, Mike Murphy, viðurkennir að hann hafi þurft að beita þessari aðferð þar sem hann hafi ekki úr jafn miklum fjármunum að spila og Bush. „Við þurfum á at- hygli fjölmiðlanna að halda.“ Ráðgjöfum McCains hefur stund- um þótt nóg um hreinskilni og óvar- færni hans. „Þetta er ein af mörgum ástæðum þess að ég hata Frakka,“ sagði hann t.a.m. þegar minniháttar milliríkjadeila barst í tal. A öðrum blaðamannafundi lýsti hann Víet- nömum sem „aulum“ þegar hann spjallaði um dvöl sína í fangabúðum í Hanoi. „Fjölmiðlarnir vernda hann“ Slík ummæli hafa þó sjaldan kom- ið honum í vanda. „Fjölmiðlarnir vernda hann á þessu stigi,“ segir Jacob Weisberg, blaðamaður tíma- ritsins Slate. „Hann er alltaf með svona heimskulegar setningar. Við- brögð blaðamannanna eru yfirleitt þau að þeir skýra ekki frá þeim eða hrósa honum fyrir hreinskilnina í stað þess að fjalla um þær sem glappaskot. Ef Bush hefði rætt um aðra þjóð sem „aula“ hefðu allir talað um hversu óþroskaður hann væri og vanhæfur til að framfylgja utanríkis- stefnu Bandaríkjanna." „Ég hef aldrei kynnst frambjóð- anda sem hefur þorað að láta taka svo langt viðtal við sig, án þess að að- stoðarmenn fylgist með, hlusti, skrifi niður minnispunkta eða krefjist þess að ákveðnum ummælum verði sleppt," sagði Linda Douglas, frétta- kona ABC-sjónvarpsins, sem tók viðtal við hann í rútu hans á kosn- ingaferðalagi. „Hann hefur greini- lega heillað okkur öll og við verðum að vara okkur á þessu.“ Fréttamenn, sem hafa fylgst með kosningaferðum Bush og Als Gores varaforseta, hafa kvartað yfir því að í þau fái skipti sem þeir veita viðtöl endurtaki þeir alltaf það sem þeir tönnlast á þegar þeii' flytja kosningaræðurnar. „Með því að virðast svo opinskár, heiðarlegur, einlægur og óvarkár losnar hann við þá gremju sem blaðamenn fyllast þegar þeir fá ekk- ert út úr frambjóðandanum," sagði Douglas. „Hann er gæddur þeim hæfileika að geta gert blaðamenn að vinum sínum.“ Gagnrýnir Kaliforníu - en ekki Bush McCain hefur jafnvel gengið svo langt að veitast að fjölmennasta ríki Bandaríkjanna. „Við hötum Kali- fomíubúa, þeir eru alltaf að stela vatninu okkar,“ sagði hann eitt sinn við blaðamenn. Hann hefur hins veg- ar neitað að gagnrýna Bush þótt blaðamennirnir hafi margsinnis eggjað hann til þess. ±ÖÖJ» Canon Prima Zoom Shot í gjafakassa •Alsjálfvirk 35mm myndavél með sjálfvirkum fókus • 38-60mm rafdrifin aðdráttarlinsa með Ijósopi 4,5-6,7 »Prjár mismunandi NJS1I33XSH flassstillingar •Lágmarksfjarlægð ZjmE frá myndefni er aðeins 0,45m jHKs •Taska, ól og rafhlöður fylgja f \ f Canon IXUS M-1 í gjafakassa •TMsjálfvifkAPS myndavél •Móguleikiáþremurmynda- stærðum »23mm rafdrifin linsa með jjósopi 4,8 «Vegur aðeins 115g •Sjálfvirkurfökus og auðveld filmuísetning •Móguleiki á dagsetningu og texta aftan á mynd •Sjálfvirkt innbyggt flass •Taska, ól og rafhlöðurfyfgja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.