Morgunblaðið - 11.12.1999, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 11.12.1999, Qupperneq 42
Ný lyf Tilraunir með lyf gegn hvítblæði vekja vonir Börn AUt að tíunda hvert barn glímir við geðvanda Veikindi Of láfpjr blóð- þrýstingur ekki síður hættulegur 42 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Reykingar Konur sýnast frekar fá lungnakrabba en karlar Reuters Mæður sem reykja verða að sýna sérstaka aðgát. Aukin hætta a vöggu- dauða MÆÐUR sem reykja ættu ekki að deila rúmi með börnum sínum, að því er prófessor Ed Mitchell við Há- skólann í Auckland á Nýja-Sjálandi segir. Hann hefur rannsakað vöggudauðatilfelli og komist að því, að í 23% tilvika höfðu börnin sem dóu deilt rúmi með móður sem reykti. Mitchell greindi frá niðurstöðum sínum í British Medical Joumal, og sagt var frá þeim í breska ríkisút- varpinu, BBC. Hann vakti ennfrem- ur athygli á rannsóknum sem hafa sýnt fram á að vöggudauði er allt að fimm sinnum líklegri meðal bama kvenna sem reyktu á meðgöngu- tíma, samanborið við böm kvenna sem ekki reyktu. Hættan á vöggu- dauða reyndist ennfremur vera 40% meiri ef faðir reykti en móðir ekki. Mitchell sagði að þar eð fá börn væm nú látin sofa á maganum væra reykingar móður „stærsti áhættu- þátturinn í vöggudauða". Hann sagði að tóbak hefði meðal annars þau áhrif að gera fólki erfiðara með að vakna. Granur léki á að þegar böm deildu rúmi kynnu þau að vera undir álagi, t.d.vegna öndunar- hindrunar eða hita. „Bam sem ekki á í erfiðleikum með að vakna á auðveldara með að forða sér úr aðstæðum þar sem það er undir álagi, en barn sem á í erfið- leikum bregst ekki við,“ sagði Mitchell. Niðurstöður annarrar rannsóknar, sem greint var frá í sama tölublaði, benda til þess að ekki sé í sjálfu sér hættulegt að böm deili rúmi með foreldram sín- um. Vísindamenn telja aðstæður skipta miklu máli Hættan er mest ef bam deilir rúmi með foreldri sem reykir. Þá virðist hættan ennfremur vera meiri ef foreldrið hefur neytt áfeng- is eða er mjög þreytt. Þá reyndust böm, sem vora látin vera undir sæng, einnig vera í meiri hættu. Reykingar KONUM HÆTTARA VIÐ LUNGNA- KRABBA The Daily Telegraph. AP. MUN meiri líkur eru á því að kon- ur fái lungnakrabbamein en karl- ar. í Bretlandi er þessi vitneskja talin til marks um að heilbrigðis- kerfið standi frammi fyrir stór- auknu álagi þar eð kannanir sýna að reykingar kvenna eru að færast í vöxt þrátt fyrir þann áróður sem haldið er uppi gegn því athæfi. Niðurstaða könnunar banda- rískra vísindamanna við Kaliforn- íu-háskóla og Harvard var birt á dögunum í tímariti bresku Krabbameinsstofnunarinnar. Leiddu þær rannsóknir í ljós að þrefalt meiri líkur eru á því að konur sem reykja fái lungna- krabbamein en karlar sem nota reyktóbak. Þessi tegund lungna- krabbameins hefur verið rakin til stökkbreytingar, sem kallast „K- ras“ og telja vísindamenn líklegt að hún tengist með einhverjum hætti östrogen-kvenhormóninu. Sömu niðurstöður hafa fengist við rannsóknir á öldruðum reyk- ingakonum. Aldraðar konur sem reykja eru rúmlega tvöfalt líklegri til að fá lungnakrabbamein en aldraðir karlar sem reykja, ef marka má rannsókn vísindamanna í New York. Vísindamennirnir rannsökuðu 1.000 manns yfir sextugt - 459 konur og 541 karl. 29 þeirra reyndust hafa fengið lungna- krabbamein, nítján konur og tíu karlar. Niðurstaðan var því sú að konum væri 2,3 sinnum hættara við sjúkdómnum en körlum. Einn vísindamannanna, Natasha Buckshee, sagði að rannsóknin benti til þess að konur væru ber- skjaldaðri íyrir krabbameinsvald- andi efnum en karlar. Claudia Henschke, vísindamaður við Com- ell-háskóla, sem stjómaði rann- sókninni, sagði að nokkrar nýlegar rannsóknir hefðu einnig bent til þess að konum væri hættara við lungnakrabbameini en körlum. Hún bætti þó við að frekari rannsókna væri þörf til að grafast fyrir um ástæðumar. „Ef til vill kemur í ljós að konur reyki meira en karlar." Lewis Smith, prófessor við Northwestern-háskóla, sagði að skýringin gæti verið sú að konur reyktu meira eða fengju ekki jafn góða læknisþjónustu og karlar. „Læknar töldu áður fyrr að körl- um væri hættara við krabbameini. Þeir gætu því rannsakað þá oftar en konur.“ AP Reykingar kvenna færast í vöxt víða um heim. Lágur blóðþrýstingur hættulegur eldri mönnum I New York. Reuters. HÆTTULEGIR fylgifískar of hás blóðþrýstings eru vel kunn- ir og oft um þá ijallað. En jap- anskir vfsindamenn greindu ný- verið frá því að meðal karl- manna eldri en 65 ára sé of lág- ur blóðþrýsingur allt eins hættulegur og auki líkur á ban- vænu krabbameini eða lungna- sjúkdómum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar kann lág- þrýstingur að ljórfalda hættuna á dauða af völdum öndunar- færasjúkdóma og krabbameins, en háþrýstingur er talinn fjór- falda hættuna á dauða af völd- um hjartasjúkdóma og heilaá- falls. Rannsakaðir voru 1.186 eldri íbúar x japönskum bæ. A Ijög- urra ára tímabili létust 134 þátt- takendanna. Þegar tekið hafði verið tillit til áhættuþátta á borð við aldur, sjúkrasögu, reykingar og hreyfíngarleysi kom í ljós að meðal karlmanna voru þeir sem Presslink höfðu hæstan blóðþrýsting og þeir sem höfðu lægstan þrýsting líklegastir til að deyja, en ekki af sömu orsökum. Tengslin milli blóðþrýst- ings og dauða af völdum hjartasjúkdóma voru augljós: Því hærri sem þrýstingurinn var því meiri voru dauðalík- urnar. En menn með lágan blóðþrýsing áttu á hættu að deyja af völdum annarra sjúk- dóma. Greint var frá niðui’- stöðum rannsóknarinnar i desemberhefti Journal of the American Geriatrics Society. I leiðara tímaritsins segja bandarískir vísindamenn að rannsókn Japananna sé „nýtt og ef til vill mikilvægt framlag til skilnings á blóðþrýstingi meðal eldra fólks“. Þeir nefna að á meðal yngra fólks sé lágur blóðþrýstingur af hinu góða, en ekki sé fyllilega ljóst hver sé eðlilegasti blóðþrystingurinn hjá eldra fólki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.