Morgunblaðið - 11.12.1999, Síða 50

Morgunblaðið - 11.12.1999, Síða 50
I óO LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 Viðskipti án vegvísa „Fulltrúar netfyrirtækja lifa oghrœrast í nýrri veröld sem hefur ekki enn verið kortlögð. Viðhorfið er að prófa sig áfram með nýjar leiðir, enda má næsta örugg- lega ganga útfrá því að gömul kort séu gagnslítil. “ Hefðbundinn- gósentími fjölmiðla er nú genginn í garð með tilheyrandi auglýsingaflóði. Ein áberandi nýjung í fjölbreyttri flóru auglýsenda eru netfyrirtæki af öllum stærðum og gerðum sem auglýsa þjónustu sína grimmt í prentmiðlum, útvarpi og sjón- varpi. Markmiðið er að fá neyt- endur til þess að undirbúa jólin að sem mestu leyti fyrir framan tölvuna. Ymsir merkismenn taka undir boðskapinn, enda fátt væn- VIÐHORF Eftir Hönnu Kat- rínu Friðriksen legra til ár- angurs þessa dag- ana, vilji menn vera taldir með mönnum, en tala fjálglega, vinsamlega og af þekkingu um Netið. Banda- ríkjaforseti lýsti því til dæmis yfir nýlega að hann ætlaði að kaupa sínar jólagjafir á Netinu að þessu sinni, í fyrsta skipti vel að merkja. Clinton er ekki einn um að taka þetta skref núna, þvi hefur verið spáð að fyrir komandi jól muni um fjór- ar milljónir bandarískra fjöl- skyldna bætast í hóp þeirra sem nota Netið til jólainnkaupa. Fréttir af vinslitum auglýs- ingastofa og netfyrirtækja hafa verið töluvert áberandi í banda- rískum fjölmiðlum að undan- förnu. í stuttu máli má rekja vinslitin til þess að þarna mæt- ast fulltrúar gamalla og nýrra tíma í viðskiptum. (Hér er kannski ástæða til þess að biðja fulltrúa auglýsingastofa forláts á því að kenna þá við gamla við- skiptahætti. Allt er í heiminum hverfult.) Eigendur netfyrir- tækja sækjast stíft eftir við- skiptum við vel þekktar auglýs- ingastofur með gott orðspor í harðri samkeppni, en stofurnar kvarta undan því að vera með- höndlaðar eins og hver önnur skrautfjöður. Það skipti eigend- ur netfyrirtækjanna meira máli hvaða nafn þeir hafa á auglýs- ingasamningunum en hvað við- komandi auglýsingastofa er raunverulega fær um að leggja til málanna. Vandinn virðist liggja í hinum sterku andstæðum. Hjá auglýs- ingastofum er það sérstakt um- kvörtunarefni hve lítinn skiln- ing og áhuga forsvarsmenn netfyrirtækja sýni á mikilvægi markaðssetningar og stöðug- leika vörumerkja. Mönnum hrýs hugur við því að leggja mikla vinnu og fé í að hanna ákveðna ímynd sem líkleg er til þess að verða að engu þegar „Netfólkið" verður eirðarlaust og vill gera eitthvað annað, eftir því hvernig vindurinn í sýndarheiminum blæs. Þá er „Netfólkið“ þekkt að því að vinna langan og strangan vinnudag og hefur iðu- lega lítinn skilning á því að aðr- ir hafi eitthvað við það að at- huga að funda á sunnudagsmorgnum eða fljúga milli landshluta fyrir 20 mín- útna fund. Þriðja atriðið sem vegur þungt er að vegna þess- arar miklu eftirspurnar eftir r þjónustu auglýsingastofa sem rekja má beint til uppgangsins á Netinu geta stofurnar leyft sér að velja og hafna, jafnvel risasamningum, ef þeim sýnist viðskiptavinurinn líklegur til leiðinda. Undanfarið hafa stórar og þekktar auglýsingastofur sagt upp samningum við netfyrir- tæki upp á tugi milljóna dollara. Þótt ástæðurnar séu án efa mun fleiri en hér hafa verið nefndar er hægt að greina ákveðinn undirtón; nýi heimur- inn og sá gamli ná ekki nægi- lega vel saman. Fulltrúar net- fyrirtækja lifa og hrærast í nýrri veröld sem hefur ekki enn verið kortlögð. Viðhorfið er að prófa sig áfram með nýjar leið- ir, enda má næsta örugglega ganga út frá því að gömul kort séu gagnslítil. Auglýsingamál eru langt frá því eini þáttur hefðbundinna viðskipta sem hefur þurft nýrr- ar kortlagningar við í kjölfar netvæðingar. Siðfræðingar, og almennt þeir sem láta sig varða siðferði í viðskiptum, hafa lengi haft áhyggjur af áhrifum auk- innar tæknivæðingar þar á. Sið- ferðilegt innsæi fólks markast að miklu leyti af því umhverfi sem það hefur alist upp í og þeim áhrifum sem það hefur orðið fyrir. Aldagömul reynsla mannkynsins er gagnabankinn sem leitað er í. En þegar tækn- iþróunin er orðin slík að menn standa frammi fyrir gjörókunn- ugu starfsumhverfi og þurfa að mæta nýjum kröfum í sam- keppninni er hætt við að inn- sæið dugi skammt. Þessum nýju aðstæðum hefur verið mætt af krafti, enda fjölgar stöðugt á Netinu heimasíðum með hald- góðum upplýsingum og ráðleg- gingum sem tengjast viðskipt- um og siðfræði, ekki síst með tilliti til nýrra tíma. Fræðilegir fyrirlestrar eru víða haldnir um efnið og viðskiptasiðferði í nýju umhverfi vegur sífellt þyngra í námskrám helstu viðskiptahá- skóla. Ein af stórum freistingum Netsins tengist því hve hægt er þar um vik með alla upp- lýsingaöflun. Skilin milli eigin efnis og annarra verða á stund- um lítt sjáanleg. Sú staðreynd að Netið býður upp á nær ótak- mörkuð tækifæri til þess að nálgast fræðilegar upplýsingar um nær hvaðeina sem vill, þar á meðal doktorsritgerðir og nið- urstöður vísindalegra kannana, gerir að verkum að mörgum reynist erfitt að standast þá freistingu sem ritstuldur er. Kennarar hafa til dæmis haft áhyggjur af nemendum við rit- gerðasmíð en nú hefur þeim áskotnast ágætis vrjpn í barátt- unni, sjálft Netið. Á heimasíð- unni Plagitarism.org er boðið upp á leið til þess að skanna rit- gerðir og bera þær saman við milljónir síðna á verald- arvefnum til þess að kanna hvort um ritstuld sé að ræða. Þar með er hætt við að menn falli á eigin bragði. MINNINGAR RAGNHEIÐUR S. VILMUNDARDÓTTIR + Ragnheiður Sig- ríður Vilmundar- dóttir fæddist í Kjarnholtum í Bisk- upstungum 10. sept- ember 1926. Hún lést 30. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Vilmundur Gíslason, bóndi í Kjarnholtum, og Þorbjörg Stefanía Guðjónsdóttir frá Óttarsstöðum í Hraunum í Garða- hreppi. Ragnheiður var elst fjögurra barna þeirra hjóna, en þau voru auk Ragnheiðar: 2) Gísli, símvirki, f. 25. janúar 1928, d. 2. desember 1991. Eftirlifandi kona hans er Sigríður Stefánsdóttir. Börn þeirra eru fjögur, Guðrún, Vil- mundur, Hafliði Stefán og Guðný. 3) Elín, f. 9. nóvember 1929, gift Stefáni Ólafí Jónssyni og eiga þau þtjú börn, Kristínu, Þorbjöm Tjörva og Jón Þránd. 4) Vilborg, f. 29. júlí 1931, gift Þorsteini Gísla- syni, og eiga þau fjögur börn, Vil- mund, Gisla, Hrefnu Björgu og Þorbjörgu Stefam'u. Foreldrar Ragnheiðar fluttust frá Kjarnholtum árið 1934 að Króki í Garðahverfi í Garða- hreppi og þar ólst Ragnheiður upp f skjóli foreldra sinna. Hún gekk í barnaskóla fyrst á Bjama- stöðum í Bessastaðahreppi og sið- an í barnaskóla Garðahrepps á Garðaholti er hann tók til starfa þar. Síðan lá leiðin f Flensborgarskóla í Hafnarfirði. A þriðja ári í skólanum veikt- ist hún af berklum, sem komu upp í skól- anum, og varð að hætta námi. Henni auðnaðist að ná heilsu að tveimur ár- um liðnum og fór þá að stunda vinnu. Hinn 28. júní 1946 giftist Ragnheiður Bergi Karli Magnús- syni frá Katrínarkoti í Garðahverfi, f. 19. janúar 1916 á Bala f Gnúpverja- hreppi, d. 1. maí 1983. Bergur var framkvæmdastjóri Hestamanna- félagsins Fáks frá 1961 til dauða- dags. Þeim hjónum varð ekki bama auðið. Ragnheiður og Berg- ur hófu búskap sinn í Reykjavík og byggðu sér hús í Drápuhlfð 25 og bjuggu allan sinn búskap þar. Árið 1992 fluttist Ragnheiður að Reykholti í Biskupstungum og bjó þar, þar til hún veikist fyrir einu og hálfu ári. Ragnheiður var húsmóðir í mörg ár. Einnig vann hún ýmis störf utan hcimilis, m.a. á sauma- stofum, í matvælaiðnaði og við matsölu Kvennaskólans f Reykja- vík. títför Ragnheiðar Sigríðar fer fram frá Skálholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður á Stóra-Núpi. Elsku Ragga amma. Það er erfitt að kveðja þig þrátt fyrir veikindi þín undanfarið. Upp í hugann skjótast ótal góðar minningar um þig og stundirnar sem við áttum saman. Það var svo gott að búa hjá þér í Drápu- hlíðinni, við í kjallaranum, þú á efstu hæðinni. Alltaf gat maður leitað til þín, þú skildir allt og oft varst þú sú eina sem gast huggað. Hjá þér fékk hugmyndaflugið að njóta sín, upp úr steinafötunni spruttu alls konar bæir og borgir, hestastyttan stóra varð að öðlingsgæðingi á ferðalagi um landið og við lestur apabókarinnar var mað- ur komin í ævintýri í regnskógum Afríku. Það skemmtilegasta var þó örugglega að koma í sumarbústaðinn til þín á Bergsstöðum. Þar var farið í berjamó, kveikt upp í kamínunni, þar skoðuðum við hestana þína, lékum okkur í klettunum og ekki brást það að eitthvað gott var að borða. Á með- an við bjuggum ennþá í bænum fór- um við til þín á sprengidaginn og borðuðum saltkjöt ogbaunir. Iðulega endaði kvöldið á því að við fórum inn í saumaherbergi og saumuðum ösku- poka, og þó að við flyttum út á land fengum við alltaf senda öskupoka fyrir öskudaginn frá ömmu Röggu. Álla tíð lagði hún áherslu á að við kynnum að meta móðurmál okkar og í mörgum afmælis- og jólapökkum hennar voru íslenskar ljóðabækur, sögur og ævintýri. Eftir að við flutt- um til Vopnafjarðar var alltaf jafn- mikið tilhlökkunarefni að fá ömmu Röggu í heimsókn. Þó að stundimar með þér eftir að við fluttum aftur suður hafi ekki verið eins og við hefð- um kosið vegna veikinda þinna er söknuðurinn mikill og við kveðjum þig nú með lítilli bæn; Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginniyfirminni. (Sig.Jónsson.) Þínar Sigri'ður Elsa og Margrét Lilja. Elsku Ragga amma. Nú hefur þú fengið hvíldina, eftir langvarandi veikindi. Við viljum minnast þín fyrir hlýjar og skemmtilegar stundir. Takk fyrir allt og allt. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjóstí sjáðu, blíðiJesú,aðmérgáðu. Guð og englamir geymi þig. Biraa, Gi'sli og Ragna. Sásemeftirlifir deyrþeimsemdeyr en hinn dáni lifir íhjartaogminni mannaerhanssakna. Þeireruhimnamir honum yfir. (HannesPét.) Elsku Ragga mín. Minningarnar streyma, ég aldrei mun gleyma. Eg man þegar ég bjó í kjallaran- um, lítil telpa, þið Bergur á efri hæð- inni, ég trítlandi upp og niður, dekr- uð á báðum hæðum. Eg man þegar ég var lítil, sitjandi á gólfinu, þræðandi tölur upp á band, þú að sauma í saumavélinni og fórst með vísur og kvæði. Þær vom alveg ótrúlega margar vísurnar sem ég kunni í þá daga. Uppáhaldsvísan okkar var „Telpan og ég“. Það er svo stutt síðan við rifjuðum það upp, með yngri dóttur minni. Eg man öll tuskudýrin sem þú saumaðir: hunda, ketti og mýslur sem ég ásamt öllum bömum úr fjöl- skyldunni fengum. Að ógleymdu fal- legu grænu kápunni. Eg man ferðalögin með ykkur Bergi austur fyrir fjall, í minning- unni þekktuð þið fólk á hverjum bæ. Svo fór ég með ykkur á veitingastað í fyrsta sinn, það var alveg ógleyman- legt. Eg man þegar ég flutti úr kjallar- anum, búin að eignast lítinn bróður. Það er ekki svo langt síðan þú sagðir mér að þú hefðir átt erfitt með að heimsækja okkur á Dunhagann, söknuðurinn var svo mikill. Þér var ekki gefið að eignast böm en þú kunnir svo sannarlega að láta þau finna kærleikann. Ég man allar ferðimar upp í sum- arbústað bæði sem bam, og seinna fullorðin með fjölskylduna, endalaus- ar sumarveislur, berjamó, náttúra- skoðun, brauði laumað í hestana, spjallað saman, verið til. Ég man eftir sumardvölinni í Dan- mörku. Þið lögðuð ykkar af mörkum til að sú sæla sumardvöl yrði ánægju- legri og lengri en ella. Ég man ökuferðina okkar austur á Vopnafjörð til Villa og Sigrúnar. MORGUNBLAÐIÐ Hvað þú fræddir mig um ísland, sagðir mér frá öllum hestaferðum þínum vítt og breitt.Við stoppuðum oft, bæði til að hvíla ófædda barnið sem ég gekk með og þú að fá þér „smók“ og kannski bara til að ferðin okkar góða tæki aðeins lengri tíma. Ég man þegar þú gafst mér gullhringinn hennar langömmu minnar, sem þú geymdir þar til ég eignaðist yngsta barnið mitt, hana Rögnu. Ég man hvað við gátum spjallað, grátið og huggað hvor aðra þegar pabbi varveikur. Ég man hvað við gátum komið þér á óvart þegar þú varst sjötug. Þú lést þig „hverfa“ í felur til mín, en þú slappst nú ekki alveg. Það var ótrúlegt hve margir ættingjanna áttu erindi á Álftanesið þetta kvöld. Þú varst nú líka glöð og þakklát fyrir. Ég man í síðasta skiptið sem við hittumst áður en þú veiktist, hress og kát á páskum í afmælisfagnaði í fjöl- skyldunni, hrókur alls fagnaðar. Ég man síðasta samtalið okkar, daginn áður en þú veiktist á dánai-- degi Bergs. Nú er orðið hálft annað árið frá deginum er þú veiktist, ekki varð aft- ur snúið til eðlilegs lífs og eitt er víst að það var ekki þinn háttur að vera aðgerðalaus og láta aðra hugsa um þig, það var á hinn veginn. Elsku Ragga mín, þakka þér sam- fylgdina, ég veit það verður vel tekið á móti þér. Ég bið að heilsa. Þín Guðrún (Dúdda). Elsku Ragga. Nú er langri og erfiðri þrauta- göngu þinni lokið og ég veit að þú ert hvíldinni fegin. Ég kveð þig, Ragga mín, með þessu kvæði. Og nú fór sól að nálgast æginn, og nú var gott aó hvíla sig, og vakna upp úngur einhvem daginn með eilífð glaða kríngum þig. Nú opnar fángið fóstran góða og faðmar þreytta bamið sitt; hún býr þar hlýtt um bijóstið móða og blessar lokað augað þitt. Hún veit, hve bjartur bjarminn var, þótt brosin glöðu sofi þar. (Þ.E.) Guðgeymiþig, Guðný Gi'sladóttir. Hvunndagshetja hefur kvatt. Kynni okkar ná svo langt sem minni mitt nær. Hún var gift föðurbróður mínum, Bergi Magnússyni. Þau vora barnlaus en mjög bamgóð. Bergur dó fyrir liðlega sextán áram, skyndi- lega. Það var þungt högg fyrir Rögnu. Þau áttu sameiginlegt áhuga- mál og ríkt, hesta og hestamennsku. Ég laðaðist að þeim ungur, var þar heimagangur og fór snemma að skottast með þeim á hesti, bæði í Reykjavík og fyrir austan fjall, í paradís okkar, Tungum og Hrepp- um. Þannig liðu tugir ára. Snemma komu til sögunnar konan mín og börnin okkar þrjú. Hestarnir og sveitirnar vora okkar sameiginlegi vettvangur svo úr urðu tíð samskipti, náin vinátta og sterk væntumþykja. Nú er þessum þætti lokið með dauðs- falli Rögnu, sem því miður mátti þola það á annað ár að vera rúmliggjandi ósjálfbjarga. Það átti illa við skap- ferli hennar. Ragna var um margt sérstæð kona. Hún var afburða myndarleg í verkum sínum, sama hvort það laut að matseld, saumaskap eða öðram heimilisrekstri. Hún var Ijóðelsk, las mikið og vissi margt. Hún var hreinskiptin, skapmikil en afskap- lega raungóð. Hún hafði sterka rétt- lætiskennd. Ragna var hestlagin í betra lagi, sterkbyggð og gaf körlum ekkert eftir í langferðum á hestum. Fáir hafa farið víðar um hálendið. Hún var einn af burðarásum Fáks um langa tíð ásamt manni sínum. Eftir lát Bergs, kvaddi hún Reykjavík og keypti sér húsnæði austur í Reykholti í Biskupstungum, en þar áttu þau hjón fyrir jörðina Bergstaði ásamt vinahjónum úr Fáki. Ég og fjölskylda mín voram tíðir gestir eystra. Ætíð var höfðing- lega tekið á móti okkur, ekkert of gott, ekkert of mikið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.