Morgunblaðið - 11.12.1999, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ
}t>2 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999
MINNINGAR
SKULIGRETAR
SIGURÐSSON
+ Skúli Grétar Sig-
urðsson fæddist á
Fornastöðum í
Fnjóskadal 5. janúar
1925. Hann varð
bráðkvaddur á heim-
ili sínu 3. desember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Laufey
Kristjánsdóttir, f. 6.
maí 1895, d. 14. jan-
úar 1974, og Sigurð-
ur Jónsson, f. 16. júní
1894, d. 7. október
1956. Systkini Skúla
eru: Svavar Þór, f. 26
júlí 1926, Kristín, f.
29. nóvember 1928, d. 21. júlf
1971, Jón Fomi, f. 4. maí 1930, d.
26. ágúst 1958, Unnur, f. 18. maí
1933, d. 1. nóvember 1989, Krist-
Hján Gunnar, f. 20. júnf 1935, d.
24. ágúst 1936, og Svanlaug Elsa,
f. 21 júlí 1938. Eftirlifandi eigin-
kona Skúla er Guðríður Kristjana
Sigurgeirsdóttir, f. 2. október
1933, frá Amstapa í Ljósavatns-
skarði. Þau giftu sig 4. nóvember
1956. Foreldrar hennar vom Sig-
urgeir Bjarni Jóhannsson, f. 20.
október 1891, d. 8. júlí 1970, og
Anna Guðrún Guðmundsdóttir, f.
22. ágúst 1897, d. 17 desember
1989. Börn Skúla og Guðríðar em:
1) Sigurður, f. 4. mars 1957, veg-
hefilsstjóri, býr í Tjarnarlandi,
maki Elín Sigríður Karlsdóttir
húsmóðir. Þau eiga þijár dætur,
Hrönn, Heiðrúnu og Hafdfsi. 2)
Laufey, f. 19. maí 1958, bóndi á
Stórutjömum, maki Ásvaldur
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Olsen,
útfararstjóri
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Atlan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Ævar Þormóðsson
bóndi og húsasmið-
ur. Þau eiga tvö
böm, Aðalgeir og
Ameyju. 3) Krist-
jana, f. 19. maí 1958,
bankastarfsmaður,
býr á Akureyri,
maki Kári Arnór
Kárason hagfræð-
ingur, börn þeirra
eru Eyrún Gígja,
Arnór og Númi. 4)
Halldóra Bjarney, f.
26. október 1967,
hjúkrunarfræðing-
ur, búsett á Akur-
eyri, maki Halldór Halldórsson
úrsmiður, þau eiga tvo drengi,
Skúla og Sölva.
Skúli ólst upp á Fornastöðum
og gekk í baraaskólann á Skóg-
um. Síðan var hann við búskap
með fjölskyldu sinni á Fornastöð-
um þar til hún byggði upp nýbýlið
á Fomhólum. Um tvítugt fór hann
í tvo vetur í Laugaskóla í Reykja-
dal og lagði stund á smíðar. Um
nokkurra ára skeið vann hann við
smíðar í Reykjavík og víðar á Suð-
urlandi. Skúli flytur í Stórutjamir
og byrjar búskap með Gígju árið
1956. Þar voru þau við búskap til
1993 þegar Laufey og Ásvaldur
tóku við búinu. Einnig vann Skúli
við byggingu Stórutjarnaskóla og
var þar húsvörður frá upphafi til
1980.
Útför Skúla fer fram frá Háls-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Elsku pabbi. Mig langar að kveðja
þig með nokkrum orðum. Ekki grun-
aði mig að þú færir svona fljótt, það
er svo margt sem ég átti eftir að gera
með þér, svo margt sem ég átti eftir
að heyra um hvemig var þegar þú
varst ungur. Ég hélt að það væri
nægur tími.
Þegar ég var lítál fórum við í marg-
ar messuferðimar saman á gamla
rússanum, þú varst meðhjálpari og
auðvitað þurfti að leggja tímanlega
af stað. Ég hjálpaði þér að raða
sálmanúmerunum, þú kveiktir á
kertunum og hringdir messuna inn.
Heimferðin dróst stundum á langinn
því oftast var komið við á einhverjum
bænum á leiðinni heim. Allt fram að
þessu notaðir þú hvert tækifæri til
að heimsækja frændur og vini og
fylgjast með framkvæmdum í sveit-
inni.
Það var ánægjulegt þegar þú gast
farið að sinna áhugamálum þínum
eftir að þið mamma hættuð að búa.
Þú gast setið heilu dagana inni á
verkstæði og smíðað ótrúlegustu
hluti með stóru höndunum þínum:
tölur, skálar, kúta, fötur og heimsins
bestu kökukefli.
Það var gaman að ferðast með þér,
þú varst ekkert endiiega bara að
Blómabúdin
öaraskom
v/ Fossvogskickjucjacð
Sími, 554 0500
horfa á landslagið heldur hvemig
raímagnslínur lágu, hvemig bygg-
ingar, vegir og brýr vora byggðar.
Alltaf veltir þú upp skemmtilegum
spumingum, hvemig þetta hafi nú
verið byggt? eða hvort ekki hefði
verið nær að hafa þetta svona eða
hinsegin. Það var ógleymanleg ferð-
in sem við Haddi fóram með ykkur
mömmu til Sviss í fyrrasumar. Stór-
brotið landslagið og brakandi þurrk-
ur átti vel við þig en þér fannst verst
að geta ekki talað við svissnesku
bænduma eins og þú gerðir hér
heima. Núna voruð þið mamma
nýkomin úr góðri bændaferð frá
Þýskalandi og jafnvel farin að leggja
drög að þeirri næstu, en allt í einu
ert þú farinn í þína síðustu ferð.
Það er sárt að geta ekki séð þig
lengur með litlu drengjunum mín-
um. Skúli litli, nafni þinn, skilur ekki
að þú komir aldrei aftur til að lesa
fyrir hann. Það er allt hljótt inni á
verkstæði, bara eins og þú hafir rétt
skroppið frá. Minningin er björt um
„afa Skúla“.
Halldóra.
í góðri bók stendur einhvers stað-
ar að við mennirnir uppgötvum ekki
yfirburði draumaheimsins yfir
mannheiminum íyrr en við vöknum.
Þessi orð koma mér í hug nú þegar
ég minnist tengdaföður míns Skúla
Grétars Sigurðssonar. Það var
snemma morguns daginn sem hann
lést að við í fjölskyldunni voram vak-
in með þessari harmafregn, en Skúli
hafði látist í svefni um nóttina. Frétt-
in var í senn óvænt, hörð og þung-
bær. Tengdapabbi, sem aðeins fyrir
nokkram áram hafði látið af búskap,
var nú virkilega farinn að njóta lífs-
ins ásamt eiginkonu sinni Guðríði
Sigurgeirsdóttur, laus við daglegt
streð bústarfanna. Þau höfðu ferðast
mikið hjónin að undanfömu, bæði
innan lands og utan og virtust eiga
marga ferðina ófarna í þeim efnum.
En tengdapabbi fer ekki fleiri ferðir
- hann hefur verið hrifsaður burt frá
okkur þegar síst skyldi. Það virðist
svo ósanngjarnt, en sanngirni er víst
sjaldnast hluti af lögmálum lífs og
dauða.
Skúli sinnti mörgum störfum á
ævinni, þó einkum smíðum og bú-
störfum, en lengst af var hann bóndi
á Stjórutjörnum í Ljósavatnsskarði.
Skúli var hagleiksmaður í flestu því
sem hann tók sér fyrir hendur. Hann
var hagur bæði á tré og járn og
einkar laginn við hverslags viðgerðir
á vélum og tækjum. Smíðavinna og
framkvæmdir áttu alltaf hug hans í
ríkara mæli en bústörfin, enda lágu
slík störf einkar vel fyrir honum.
Skúli bjó góðu búi og vildi hafa hlut-
ina í kring í góðu lagi. Það var allt
snyrtilegt og í röð og reglu hjá
Skúla, hvort sem litið var í mjólkur-
húsið, vélaskemmuna eða fjárhúsin.
Allt bar þetta vitni um mann sem
vann verk sín af alúð og natni og fór
vel með alla hluti.
Skúli var stór maður, mikill vexti
og rammur að afli. Þrátt fyrir þetta
var hann einstaklega ljúfur maður,
viðfelldinn og almennilegur í allri
umgengni. Hann var einstaklega
bamgóður og þær era ófáar stund-
imar sem barnabörnin nutu með
honum bæði í leik og starfi.
Þegar ég lít til baka minnist ég
ekki síst ég handanna - þessara
ótrúlega stóru en mildu handa.
Margir smíðisgripir Skúla era hrein-
ustu listaverk, þar sem hvert smá-
atriði er á sínum stað. Oft fannst
manni ótrúlegt hvað þessar stóra
hendur, sem lyftu þyngstu björgum,
gátu skilað fínlegu og smágerðu
handbragði í lystilega unnum grip-
um. Þar skorti ekkert á nákvæmni
og natni. Skúli las mikið og var ís-
lenskumaður góður. Hann var ólatur
við að kenna börnum sínum og
bamabörnum að tala rétta og fallega
íslensku. Hann brýndi einnig fyrir
þeim að fara vel með og gæta hófs í
öllu því sem þau tóku sér fyrir hend-
ur. I hans heimi vora allir hlutir
verðmætir.
Sá eiginleiki Skúla sem mér finnst
þó eftirminnilegastur og gerir hann
ólíkan öllum öðram mönnum, sem ég
hefi kynnst, var þessi mikla athyglis-
gáfa og eðlislæga forvitni um gang-
verk og eðli allara hluta. I hugsun
var hann - á sinn einstæða hátt - í
rauninni bæði verkfræðingur og
heimspekingur. Hann var sífellt að
brjóta heilann um hvernig hlutir
væra búnir til, hvernig þetta og hitt
virkaði og hvernig menn höfðu leyst
hin og þessi vandamál. Sjálfur glímdi
hann við og leysti ófá verkefnin um
dagana og mörg á einstaklega fram-
legan hátt. Allar sniðugar lausnir á
verklegum vandamálum vöktu ein-
skæran áhuga hans. Það gilti jafnt
hvort sem um var að ræða gangverk
í örsmárri klukku eða einhverjar af
stórbyggingum heimsins.
En Skúli hugsaði ekki bara um
dauða hluti. Hinstu rök tilverannar
vora jafnan skammt undan og oft
datt hann inn í umræður um eilífðar-
málin og skipti þá engu hvort hann
var að glugga í bók eða gefa á garð-
ann. Hið óvenjulega og óútskýran-
lega varð honum endalaus upp-
spretta bollalegginga - lífið og
tilveran komu sífellt með nýjar
spurningar og ný ævintýri. í dagsins
önn var Skúli einn af þessum mönn-
um, sem era alltaf til staðar, alltaf
tilbúinn að rétta hjálparhönd, ein af
þessum traustu hvunndagshetjum,
sem aldrei skorast undan. Hann fór
aldrei mikinn og barst aldrei á, en
átti þó óskipta virðingu og vináttu
samferðamanna sinna.
Skúli var farsæll maður. Hann átti
því láni að fagna að kvænast einstak-
ri konu, Guðríði Sigurgeirsdóttur,
sem hann átti með langa og farsæla
sambúð. Heimili þeirra hjóna hefur
alla tíð verið einstaklega gott heim
að sækja, enda ávallt verið með ein-
dæmum gestkvæmt. Þar hefur
margur átt gott skjól á erfiðri lífs-
göngu, enda hafa þau hjónin alltaf
verið reiðubúin að styðja samferða-
menn sína þegar á hefur þurft að
A JOI ANOTT
Raflýsin^arþjónustan í Fossvogfskirkjugfarði
Sími: 869 1608 - 867 1896 • Kix: 557 8485 • B-mail: acg@vortcx.is
halda. Fyrir það eiga þau miklar
þakkir skilið.
Þegar ég kveð tengdaföður minn
með þessum fátæklegu orðum er
mér efst í huga þakklæti fyrir að
hafa fengið að kynnast þessum ljúfa
dreng. Ég minnist hans sem einstak-
lega hlýlegs og notalegs manns, sem
var sáttur við hlutskipti sitt og lifði í
sátt við menn og málleysingja. Hon-
um fylgja bara góðar og ljúfar minn-
ingar.
Elsku Gígja mín, Sigurður, Lauf-
ey, Kristjana og Halldóra, ég veit að
missirinn er sár og sorg ykkar mikil.
Ég votta ykkur öllum mína dýpstu
samúð og vona að góður Guð styrki
okkur öll í okkar sorg, því þrátt fyrir
þessar erfiðu stundir vitum við að
minningin um góðan dreng mun lifa.
Kári Amór Kárason.
Elsku afi, það tekur okkur sárt að
þurfa að skrifa þessa minningar-
grein svona fljótt, því það er svo
margt sem við hefðum viljað njóta
með þér. Okkur fannst þú besti afi
og lífskennari sem hægt var að
hugsa sér og við hefðum viljað að
framtíðarbörn okkar fengju að njóta
þín og þinnar leiðsagnar eins og við
fengum. Þegar við hugsum til baka
er það margt skemmtilegt og gagn-
legt sem við getum sagt börnunum
okkar frá afa Skúla.
Margt af því sem afi sagði er okk-
ur í fersku minni. Við eigum aldrei
eftir að gleyma því þegar hann sagði
t.d.: „Það er allt í lagi að tala í síma,
bara ekki lengi,“ eða: „Nei! ekki mér
hlakkar til heldur ég hlakka til.“
Hann hafði mjög gaman af því að
fræða okkur barnabörnin og það síð-
asta sem hann sagði okkur frá var
hversu hart bergið væri á tunglinu,
og þegar geimfarar nokkrir vora að
taka sýni þaðan brotnuðu verkfærin
þeirra í stað bergsins, það fannst
honum merkilegt. Einnig var hann
alltaf að kenna okkur að spara og
fara varlega. Eitt besta dæmi um
það er þegar hann festi skrúfu undir
bensíngjöfina á traktornum, því hon-
um fannst vinnumennirnir í sveitinni
keyra heldur geyst. Þannig sparaði
hann bensínið og minnkaði slysa-
hættuna. Hann meinti vel með þessu
öllu og kenndi okkur að neyta alls í
hófi.
Afi undi sér best á verkstæðinu
sínu þar sem hann smíðaði flóknustu
hluti sem nutu mikillar hylli. Smá-
atriðin vora hreint ótrúleg og fannst
manni oft skrýtið hvað hann gat gert
með þessum stóra grófu höndum.
Afi sem var mjög stórgerður maður
var nefnilega um 1.96 m á hæð þegar
hann var upp á sitt besta og okkur
smáfólkinu fannst hann vera miklu
stærri og sterkari en allir og gat látið
rúllubagga líta út eins og sykurmola
í höndunum á sér. Geri aðrir betur.
Já, minningarnar sem við eigum
um þig, afi, eru margar. Þær munum
við geyma í hjarta okkar alla ævi.
Þannig munt þú lifa áfram með okk-
ur þótt nú skilji leiðir.
Élsku afi, nú er komið að því að
kveðja. Guð geymi þig og minningu
þína að eilífu. Við vitum að þú vakir
yfir okkur. Megi það verða okkur,
sem eftir lifum, huggun harmi gegn.
Ástarkveðjur.
Barnabömin.
Gúli kominn, Gúli kominn, söngl-
aði tveggja ára systir okkar í sífellu
ef heyrðist í bíl eða traktor og taldi
hún þá víst að Skúli á Stóratjörnum
væri kominn. Víst var það oftast
Skúli sem kominn var, að líta eftir
því hvort ekki væri allt í lagi með dýr
og menn.
Skúli var kvæntur Gígju föður-
systur okkar og áttu þau böm sem
voru á svipuðum aldri og við. Það var
mikill samgangur á milli heimilanna
og oft hefur verið glatt á hjalla hjá
okkur nú sem áður fym.
Þegar faðir okkar féll frá árið 1968
var það okkur ómetanlegt að eiga
Skúla og Gígju að og þau vora ófá
skiptin sem hann eða þá hún litu til
með okkur og móður okkar og hjálp-
uðu til á svo margan hátt á erfiðum
tímum í okkar lífi, það fáum við seint
fullþakkað.
Oftar en ekki var það Skúli sem
kvaddur var til og þær vora ófáar
ferðirnar sem hann fór á rússanum á
milli bæjanna á þessum áram. Það
kom gjaman í hans hlut að leiðbeina
strákunum við verk, sem hann þá
gerði á sinn hógværa og rólega hátt
sem við höfum lært að meta.
Eitt sinn þegar við, ákaflega stolt,
ætluðum að sjá um búskapinn ein í
tvo, þijá daga og leyfa mömmu að
fara i frí þurfti ein kýrin endilega að
rífa sig á gaddavír svo kyrfilega að
bæði lak blóð og mjólk. Þar sem við
stóðum ráðalaus var það fyrsta sem
kom í hugann, ekki að hringja í dýra-
lækninn, heldur Skúla og auðvitað
kom hann eins og skot.
Skúli var afar stór og stæðilegur
maður, sterkari maður var ekki til að
okkar dómi. Þó var eins og allt léki í
höndunum á honum, allt frá verkum
sem þurftu krafta, til fínlegasta
handverks sem hann undi sér mikið
við nú síðustu árin.
Hann var ákaflega fróður maður,
las mikið og vissi margt, íslenskt mál
og málfar var honum hugleikið og
leiðrétti hann okkur umsvifalaust ef
við fóram ekki rétt með málið. Þegar
við fórum að hafa vit til, lét hann
okkur sjálf færa rök fyrir því af
hverju við segðum hlutina á þennan
hátt en ekki hinn.
Nú hefur Skúli verið kallaður í
burtu frá ástvinum sínum svo
skyndilega og allt of fljótt. Við viljum
koma á framfæri þakklæti frá móður
okkar og okkur öllum fyrir allt.
Elsku Gígja, Siggi, Laufey, Kristj-
ana, Dóra og þið öll hin sem næst
honum standið, við vottum ykkur,
okkar dýpstu samúð. Guð blessi ykk-
ur öll.
Systkinin frá Arnstapa,
Hallddrsböm.
Skúli Sigurðsson á Stóra-Tjörn-
um er látinn. Lokið er farsælu lífs-
ferli góðs vinar sem helgaði sig fjöl-
skyldu sinni og erilsömu starfi
bóndans á stóra býli. Skúli mun ekki
hafa kennt sér neins bráðameins en
á síðustu áram fór að gæta vaxandi
slits og annarra afleiðinga langrar
starfsævi.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast þeim hjónum Skúla og Guðríði
Sigurgeirsdóttur þegar mér bauðst á
unglingsáram að dvelja nokkur sum-
ur á Stóra-Tjörnum með þeim og
systkinunum á þessu merka býli.
Verður seint þökkuð umhyggja
þeirra, hlýtt viðmót og langvarandi
vinátta.
Þau Skúli og Gígja vora einstak-
lega samhent við búskapinn og á
mannmörgu heimili. Þau nutu mikils
barnaláns, eignuðust fjögur börn
sem öll eiga sínar fjölskyldur. Sam-
band Skúla og Gígju við böm sín og
fjölskyldur þeirra hefur ætíð verið
mjög náið og hefur það verið þeim
mikill stuðningur einkanlega á síð-
ustu áram.
Skúli var glaðlyndur, mjög áhuga-
samur um flesta hluti og hafði
ánægju af samræðum um það sem
efst var á baugi hverju sinni. Börn
voru einstaklega hænd að Skúla,
hann gaf sér tíma fyrir þau þrátt fyr-
ir daglegar annir. Hann var maður
hreinskilinn, traustur vinur og lag-
inn í samskiptum við samferðamenn
sína. Á seinni áram þegar starfsálag-
inu létti nokkuð nutu þau Gigja og
Skúli að ferðast með kunningjum
sínum, nokkuð sem lítill tími hafði
gefist til áður.
Með Skúla er genginn góður
drengur en minningin um gegnan
mann lifir áfram.
Við Júlíana sendum Gígju og öðr-
um ástvinum innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hannes Pétursson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.