Morgunblaðið - 11.12.1999, Side 55

Morgunblaðið - 11.12.1999, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 55 Hún hlustaði alltaf á messurnar í út- varpinu og frá því að við munum eftir okkur þá hlustaði hún á upplestur Passíusálmanna, það þurfti eitthvað mjög mikilvægt að gerast til að hún sleppti því. Þetta gerði hún á hverju ári til þessa dags. Áhugi hennar á spíritisma og öllu því sem laut að lífi eftir dauðann var henni hjartfólginn. Hún átti gott safn bóka um þau mál- efni og snerist umræðan í eldhúsinu hjá henni á dimmum vetrarkvöldum oft um dulspeki en oft endaði afi kvöldið með góðri draugasögu , ung- um og öldnum til misjafm-ar ánægju. Styrkur ömmu og æðruleysi kom vel í ljós fyiár sjö árum þegar maður- inn sem hún hafði búið með í rúm 50 ár féll frá. Við sem höfðum áhyggjur af ömmu komumst að því að hún var sterk eins og klettur og studdi fjöl- skyldu sína í sorginni. Síðustu æviár- unum eyddi amma á Skjólgarði, dval- arheimili aldraðra á Höfn í Hornafirði, þar sem henni leið vel og naut einstakrar umönnunar starfs- fólksins. Það var örugglega ekki auðvelt að yfirgefa sveitina sína eftir allan þenn- an tíma. Hún vai' alltaf jákvæð og lét fjölskyldu sína aldrei heyra annað en hún væri ánægð með þessa ákvörð- un. Hún sagði oft við okkur þegar hún var spurð um flutninginn að hún væri búin að kveðja Breiðdalinn en hún geymdi sveitina sína í hjarta sér. Undanfarin ár hefur fjölskyldan sameinast í ferð til Hafnar í Horna- firði um hvítasunnuna til að hitta ömmu. Þetta hafa verið ómetanlegar stundir fyrir okkur öll. Amma hefur notið þessa tíma þar sem engin af hennar nánustu býr á Höfn. Síðasta hvítasunnuhelgi var í engu frábrugð- in, við áttum yndislegan tíma saman, það var borðað, spjallað og spilað, en helsta tómstundagaman ömmu í gegnum tíðina var að spila. Hulda systir hennar kom með okkur austur og höfðu þær alltaf mikla ánægju af að hittast. Það er skrítið að hugsa til þess að báðar þessar merkiskonur séu komnar yfir móðuna miklu. Nú styttist í nýja öld og brátt verð- ur komin hvítasunna en þetta vorið verður ekki fai-ið austur. En við höld- um áfram að koma saman og heiðra minningu merkishjónanna Guðmundar Ámasonar og Kristínar Bentínu Sveinbjörnsdóttur. Elsku amma, við viljum þakka þér samfylgdina og gott veganesti í lífinu. Nú ertu komin í sveitina þína aftur. Guð blessi minningu þína. Hjördís og Guðmundur. Ó Jesú, bróðirbesti ogbarnavinurmesti æ, breið þú blessun þína ábamæskunamína. Með blíðum bamarómi mitt bænakvak svo hljómi þitt gott bam gef ég veri oggóðanávöxtberi. (Páll Jónasson.) Elsku langamma, þökkum þér fyr- ir allt og allt. Birgir Örn, Hrannar, Hjörvar Steinn og Sigrún. Kristín, eða Stína á Þverhamri eins og hún var lengst af nefnd manna á meðal í Breiðdal, andaðist á Hjúkrunarheimilinu á Höfn í Horna- firði 2. desember. Hún var fædd í Gautavík en fluttist ung að Skriðu- stekk í Breiðdal og ólst þar upp hjá forelchum sínum, Ingibjörgu Magn- úsdóttm' og Sveinbirni Eriendssyni, ásamt sjö systkinum. Það fyrsta sem ég man eftir Stínu er frá fium- bernsku minni þegar hún var vinnu- kona heima á Selnesi hjá foreldrum mínum 1934-35 og ég þá þriggja til fjögun'a ára. Það var einmitt á þess- um tíma sem hún og bóndasonur á næsta bæ, Guðmundur Arnason á Þverhamri, felldu hugi saman og gengu svo í hjónaband skömmu síðar. Næstu þrjá áratugi og vel það var ég flest ár nágranni heiðurshjónanna þeirra Stínu og Guðmundar á Þver- hamri. T.d. kenndi ég öllum sonum þemra í bamaskóla, fimm að tölu. Guðmundur og faðir minn gerðu út árabát til fiskjar í „kompaníi" um árabil. Tún og engjai' voru hlið við hlið. Hestar gengu að láni milli búanna eftir því sem þörfin kallaði. Göngur og stúss margsinnis í sam- eiginlegri rétt hrærðu fjölskyldunum saman. Við þetta bættust svo heim- sóknir milli bæja, ekki síst um hátíð- ar, svo eitthvað sé talið. - Þetta var auðvitað ekki neitt óvenjulegt í mannlegum samskiptum þarna í fá- sinninu, heldur miklu frekar hið al- genga i samskiptum nágranna. Það þarf því engan að undra að það urðu fagnaðarfundir hjá okkur Stínu þeg- ar hún fluttist hingað til Hafnar í næsta nági’enni við mig. Fyrst í stað var hún á dvalarheimilinu Skjólgarði og kunni fljótt mjög vel við sig. Hún tók virkan þátt í spilamennsku og öðru því sem upp á var boðið. - Þegar meira fór að halla undan fæti fluttist hún yfir á Hjúkrunarheimilið hér. Stína lét alltaf í ljós innilegan fögnuð þegar við hjónin litum til hennar ann- að eða bæði, en mest varð þó gleði hennar skiljanlega þegar einhver sonanna kom eða aðrir nákomnh’. - Þegar slíkar heimsóknir stóðu fyrir dyrum var það ætíð fyrsta frétt henn- ar til okkar. Eg er ekki fjarri því að heimsóknir mínar til Stínu síðustu misserin hafi verði dálítið blandaðar eigingirni, því mest var rætt um liðinn tíma, og þar vissi hún meh-a og lengra aftur en ég. Þá bar á góma í endurminningunum m.a. dvöl hennar sem vinnukonu á mínu heimili endur fyrir löngu. Stundum hlýtm- hjai-ta ungrar stúlku að hafa slegið hraðar á þeim áium þegar draumaprinsinn birtist. Ég snáðinn skildi auðvitað ekki neitt í neinu. En þær systur mínar sem voru nokkrum árum eldri vissu auðvirað hvað klukkan sló. Og þær voru auð- vitað ekki neitt að fara með skoðanir sínar og vitneskju í launkofa. Ég minnist þess einu sinni að systur mínar voru eitthvað að fleipra í þessa veru svo Stína heyrði. Ég taldi víst að henni væri mjög illa við svoddan blaður og tók upp þykkjuna hennar vegna og réðst gegn friðarspillunum. Hvað svo sem það var, þá er það víst að upprifjanir á þessu og fjölmörgu svipuðu sem bar á góma er fundum okkai' bar saman síðustu misserin gladdi bæði og yljaði um hjartaræt- urnar. Við fráfall Kristínar Sveinbjörns- dóttur hefur enn einn sveitungi minn, sem setti svip á tilveruna í okkar kæru sveit, Iwatt þessa heims vist. Stína fyllti þann stóra hóp húsmæðra sem gerðu stærstar kröfur til sinna eigin verka, hvar og hvenær sem þörfin kallaði. Með þessum fátæk- legu orðum flyt ég sonum hennar og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur, frá okkur hjónunum og systkinum mínum, með þakklæti fyrir allt hið liðna. Heimir Þór Gíslason. Sumarið líður. Sumarið líður. Það kólnar og kemur haust. Bylgjumar byija að ólga ogbrotnaviðnaust... (Davíð Stef.) „Nú bíð ég bara,“ sagði Kristín á Þverhamri við mig daginn sem mað- ur hennai', Guðmundur Árnason, var til grafar borinn fyrir liðlega níu ár- um. Augu hennai' hvíldu mild á mér, horfðu djúpt í sál mína í kyrrlátu æðruleysi þess er lokið hefur vissu verki og leyst af hendi eftir bestu vit- und - og bíður. Nú er þeirri bið lokið. Kristín er horfin til þeirra bústaða er bíða allra jai'ðarbarna. Og ég vona, þegar þessi orð era skrifuð, að húsfreyjan á Þver- hamri hafi hitt bónda sinn og þau gangi um nýja Grand, dragi að sér angan grænnar töðu sem forðum, ilm nýrrar töðu er þerrir eilífra sumra strýkur. Hvað gera þessi orð? Vissulega harla lítið. Eru aðeins tilraun sálar að kvitta fyrir nokkra samleið undii' hamrinum háa, þar sem hver þuml- ungur lands er heilög jörð í vitund okkai' Þverhamarsmanna eins og við köllumst gjarnan um í hverdeginum. f því umhverfi og andi'úmslofti stóð þeir saman og munu gera þó að skilji ný landamæri, bæði þessa heims og annars. Nágranni minn og vinkona, hús- móðirin af einum Þverhamarsbæn- um, eiginkona eins míns besta vinar, móðir strákanna er ég lék mér við, starfaði með um árabil, er horfin úr okkai' veröld en skilur eftir spor í sverði og sál. Hún Stína var góður granni. Ólst upp á barnmörgu heimili. Hélt ung út í heiminn og kynntist í hauströkkr- inu, undh' stjörnubjörtum himni, ungum manni og bast honum ti'yggðaböndum. Það var vel ráðið hjá báðum og vafalaust velþóknan- legt þeim guði er ræður. Á þeim ár- um var staða húsmóður skýrt mörk- uð í íslensku þjóðlífi. Henni var falið að annast heimilið innandyra; sjá um ungböm í vöggu og fram eftir öllum aldri, matseld og sauma, fataviðgerð- ir og þvotta, á stundum mjalth' og á sumram til sveita var hún virkur þátttakandi í heyskap svo helstu at- riðin séu nefnd. Vinnudagur í slíku fyrirtæki oft ærið langur, enda fjölg- aði heimilisfólki fljótt. Fimm drengi ól húsfreyjan á Þverhamri og þeir þurftu sitt, gengu ekki alltaf um há- vaðalaust. Birtust ekki ósjaldan á eldhúsgólfi moldugir, blauth’, einkum í fætur, rifnir jafnvel blóðrisa - og þar af leiðandi grátbólgnir. Það taka engir aukvisar á slíkum málum. En vissulega vora gleðidagarnir, sólar- stundirnar, bæði úti og inni, miklu mun fleiri. Bros, gamanyrði á vöram ekki síst á tyllidögum, einkum stór- hátíðum sem og töðugjöldum, rún- ingsdögum á sumram sem og haust- réttum. Kristín á Þverhamri var í vissum skilningi rík, ekki síst andlega. Átti einstakan eiginmann, glaðlyndan og drenglyndan - hjálpsaman og skiln- ingsríkan er vildi sinni hústrú allt hið besta, byggði með henni hús og bú að Þverhamri, gat henni fimm syni. í ranni þeirra réð samheldni ríkjum, ást og eindrægni. Barnalán. Getur al- mættið farið fram á meira - krafist frekar? En þrátt fyrir annríki dag- anna átti Stína til glettni í ríkum mæli. Bar raunar meira á henni efth' að húshald varð hægara. Já, hún Kristín Bentína var einstaklega orð- heppin - en aldrei hávær. Læddi sín- um athugasemdum og uppástungum að á sláandi máta eins og háttur er húmorista af guðs náð - og kunna að spila fimlega úr. Þetta er liðið en lifir í hugskoti. Dvelur þar, óumbreytanlegt, uns ég leysi mínar festar. Það er gæfa hvers manns að umgangast gott fólk, deila með því eindrægni í sama túni, finna að hjarta þess slær á réttum stað. Kristín á Þverhamri hefur kvatt. Þarf ekki lengur að setja sér að reka ekki upp sársaukaóp þegar rauðbirk- inn strákur nælir í bakhluta hennar öskupoka - en stingur títuprjóninum einum of langt. Hún ber ekki lengur gómsætar rjómatertur og annað ilm- andi bakkelsi á borð á jólahátíðinni. Þó Stína væri ekki grautarskóla- gengin var hún myndarleg húsmóðir og kunni að reiða fram veislumat þegai' með þm-fti. Hún kunni líka að umgangast börn. Þegar kai'lmenn- irnir á bæjunum spiluðu lomber með gáska, gleði og stóram hlátram, spil- aði Stína vist við yngra fólkið. Og þó það spilaði illa af sér og það svo að skeifa myndaðist á vöram, tókst henni að láta slíkt verða að eins konar kryddi í tilveranni. Oft var barn- margt á heimili Stínu og Mumma. Börn komu „að sunnan" til sumar- dvalar og undu sér vel, lærðu að vinna, skildu tilgang vinnunnar í bland leikja, lærðu jafnframt að bera ábyrgð á gerðum sínum. Vafalaust býr þetta fólk, sem nú þyngist í spori, að þessu veganesti. Það var mann- bætandi að umgangast Stínu og Mumma. Ég geymi þetta allt og miklu, miklu fleh’a þakklátui', glaðm' - sorg- bitinn á þessum degi en veit að það mun Stínu þykja mesti óþarfi: „Nú bíðégbara." Já, við bíðum öll en reynum á með- an að lyfta huganum yfir kaldar stað- reyndh'. Nú læt ég nótt sem nemur. Orð mín kveðja og þakklæti sem lítið álegg í nestið hennar Stínu sem hún ber á göngu sinni upp fjallið er teygir tind sinn inn í bláa eilífðina. Við hjónin biðjum vandamönnun- um blessunai'. ... Kvæði mín em kveðjur. Brimið brotnar við naust. Ég kom að sunnan í sumar og sigli í haust. (Davíð Stef.) Guðjón Sveinsson í Mánabergi. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og iangamma, ODDNÝ SESSELÍA SIGURGEIRSDÓTTIR, Álfabyggð 22, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstu- daginn 3. desember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Guðný Ögmundsdóttir, Knú Margrét Ögmundsdóttir, Sno barnabörn og barna t Frænka okkar, SÓLVEIG EINARSDÓTTIR frá Húsatóftum í Grindavík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirðir föstudaginn 19. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram. Alúðarþakkir til starfsfólks á Hrafnistu í Hafnarfirðir fyrir frábæra um- önnun. Fyrir hönd aðstandenda, Ólöf Guðsteinsdóttir Champion, Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Kristinn Þórhallsson, Helga Hrönn Þórhallsdóttir, Margrét Valdimarsdóttir. t Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem sýndu samúð, hlýhug og hjálp í veikindum, andláti og útför JAKOBSJÓNSSONAR, Faxabraut 17, Keflavík. Sérstakar þakkir til Guðmundar Inga Eyjólfs- sonar læknis og hjúkrunarfólks deildar 7A á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Kristín Gestsdóttir, Hilmar Bjarnason, Svavar Bjarnason, Richard D. Woodhead og systkini hins látna. t Elskulegu vinir. Hinni einstöku hlýju og hugarþeli, sem að okk- ur hefur streymt í undangengnum erfiðleikum og við hinn sára missi, verður best líkt við sunnanþey á íslensku vori. Það styrkir þá trú okkar að Herdís hafi reynst vel í þessu lífi og mun veita henni byr undir vængi sálarinnar á nýrri vegferð. Megi hinn mikli höfundur lífsins blessa ykkur öll. Hafið hjartans þökk. Þór Sigurðarson, Stefán Þórsson, Sigurður Þórsson, Þórdís Þórsdóttir, Þuríður Pétursdóttir, Anna Sjöfn Stefánsdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, fósturföður og bróður, HJARTAR M. SVAVARSSONAR, Langholtsvegi 11. Sólrún Sigurðardóttir, Davíð Örn Hjartarson, Ingvi Arnar Halldórsson, Gísli Guðmundsson, Kristín Svavarsdóttir, Sveinn Svavarsson, Árni G. Svavarsson, Hulda Jónsdóttir og fjölskyldur. .....—....... rs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.