Morgunblaðið - 11.12.1999, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 11.12.1999, Qupperneq 68
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SVAR TIL LÆKNA- FÉLAGS ÍSLANDS ÉG VIL þakka Lækna- félagi Islands fyrir að svara opnu bréfi mínu til félagsins í Morgun- r jjlaðinu föstudaginn 19. nóvember. Ég er sam- mála félaginu um mikil- vægi þess að ná sátt um framkvæmd laganna um miðlægan gagna- grunn. Ég er einnig sannfærður um að aðil- ar málsins hljóta að vera sammála um að það verði gert í sam- ræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og reglur sem íslendingar eru aðilar að. Það hlýtur að vera kappsmál fyrir LI að áhersl- ur félagsins séu í anda þessara sam- þykkta, og þess eðlis að þær neyði ekki stjómvöld til að þrengja að vís- "Sflastarfsemi, sem allir eru sam- mála um að skipti sköpum fyrir framfarir á sviði heilbrigðismála. Reglurnar verða að vera almennar Mér þykir fyrir því að LI skuli líta svo á að ég sé að saka félagið iim tvöfalt siðgæði. Ef bréf mitt til LÍ er lesið gaumgæfilega, hygg ég að í ljós komi að svo sé ekki. Eg bendi hins vegar á að stjórnvöld hljóti að meta kröfu LI um upplýst samþykki sem -Sfcnenna kröfu, hvort sem félagið gerir það eða ekki. Það þýðir að krafan hlýtur að verða túlkuð af op- inberam aðilum, þar með af löggja- fanum og framkvæmdavaldinu, sem almenn krafa um mannréttindi og vísindasiðfræði. Hvorki löggjafinn né framkvæmdavaldið geta, í ljósi al- þjóðlegra samþykkta um þessi mál, litið svo á að þeir hafi svigrúm til þess innan laga eða reglugerða að beita hentugleikaregum, sem gilda um suma en ekki aðra. Þetta er kjarni málsins. Stjórnvöld setja reglurnar Ég tel að það sé mál stjórnvalda að ákveða reglur um meðferð upplýsinga í sjúkraskýrslum. Læknafélag Islands telur að það sé rangt. Hér er um mikilvægt ágreiningsmál að ræða, sem ég mun fjalla um hér á eftir. Það er hins vegar mjög brýnt að taka fram, að ég hef ekki sagt „að stjórnvöld geti farið sínu fram án tillits til afstöðu eða siðareglna lækna ef þeim sýnist svo“ eins og fullyrt er í svari LÍ. Hygg ég að við vand- lega yfirferð komi það skýrt í ljós að engar slíkar fullyrðingar er hægt að eigna mér. Opið bréf mitt til LÍ ætti í raun að vera vísbending um hið gagnstæða. Ég vil ræða við félagið á eins málefnalegum grunni og mér er unnt. Ég hef farið yfir þá alþjóðlega samninga og skuldbindingar, sem fjalla beint eða óbeint um vernd læknisfræðilegra upplýsinga (Council of Europe, Committee of Ministers, Recommendation No. R (97) 5 um vernd læknisfræðilegra uppýsinga; Council of Europe, Committee of Ministers, Recomm- endation No. R (91) 10, um aðgang þriðja aðila að persónuupplýsingum í vörslu opinberra aðila; samningur um vernd einstaklinga varðandi vél- ræna vinnslu persónuupplýsinga, Council of Europe, 28. janúar 1981, fullgiltur 1. júní 1991; samningur um mannréttindi og líflæknisfræði, Council of Europe, Committee of Ministers, nóv. 1996). í öllum þess- um gögnum er gert ráð íyrir því að reglur um meðferð slíkra upplýsinga séu málefni löggjafa og fram- kvæmdavalds. Engar undantekn- ingar má gera á grundvallarreglum um meðferð upplýsinga um sjúkl- inga öðru vísi en að kveðið sé á um það sérstaklega í lögum. Engar Á sama tíma er ljóst að gildi upplýsinga úr sjúkraskrám er svo mik- ið fyrir heilbrigðisyfír- völd, fyrir læknavísindin og þar með fyrir skjól- stæðinga heilbrigðis- kerfisins, segir Tómas Ingi Olrich, að það er með öllu óábyrgt og óviðunandi að meina vís- indunum aðgang að þessum gagnabönkum. stofnanir geta heimilað nýtingu heilsufarsupplýsinga í rannsóknum án þess að hafa fengið til þess skýra lagaheimild. I ljósi þessa heyra þær framkvæmdaheimildir, sem löggja- finn hefur veitt til notkunar upplýs- inga úr sjúkraskrám, undir heib brigðisráðuneytið. í bréfi mínu til LI segir: „Trúnaðarsamband (læknis) við sjúkling veitir honum sem slíkt ekki umboð til að nota upplýsingar um sjúklinginn í rannsóknum. Til þess verða að liggja almennar heim- ildir um undanþágur, sem heilbrigð- isyfirvöld bera ábyrgð á.“ Hlutverk tölvunefndar, sem heyrir undir dómsmálaráðuneyti, og vísindasið- anefndar, sem heyrir undir heil- brigðisráðuneyti, breytir engu um ábyrgð löggjafans á setningu leikr- eglna og um ábyrgð framkvæmda- valdsins á framkvæmd. Um þetta at- riði er ekki mögulegt að mig greini á við Læknafélag íslands. Raunar er rétt að taka fram að á öðrum stað í bréfi LÍ kemur skýrt fram að af- staða lækna til meðferðar upplýs- inga úr sjúkraskrám byggist á siðar: eglum lækna og landslögum. í Tómas Ingi Olrich BÚNAÐARBANKINN Tilkynning um hlutafjárútboð Ríkissjóður íslands • Kt. 540269-6459 • Arnarhváli »150 Reykjavík Fjárhæð útboðs Fjárhæð útboðsins er 525 m.kr. að nafnverði sem skiptist í tvo hluta. Annars vegar almennt útboð að fjárhæð 350 m.kr. að nafnverði og hins vegar tilboðssala að fjárhæð 175 m.kr. að nafnverði. Útboðsgengi Almennt útboðsgengi er4,1. Lágmarksgengi í tilboðssölu er4,1. Tilgangur útboðs Tilefni útboðsins er sala ríkissjóðs (slands á 15% af hlut sínum í Búnaðarbanka fslands hf. Með sölunni er ætlunin að uppfylla skilyrði Verðbréfaþings fslands um að a.m.k. 25% hlutafjár og atkvæðisréttar sé í dreifðri eign. Sölutímabil Sölutímabil almenna hluta útboðsins er 15.-17. desember 1999 og þurfa áskriftarblöð að hafa borist til Búnaðarbankans Verðbréfa, fyrir 17. desember kl. 16.00. BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF - byggir á trausti Tilboðum í tilboðshluta útboðsins skal skilað til Búnaðarbankans Verðbréfa, eigi síðar en 17. desember 1999 fyrir kl. 16.00. Greiðsludagur Síðasti greiðsludagur er þriðjudagurinn 11. janúar 2000. Umsjón með útboði Umsjón með útboðinu hefur Búnaðarbankinn Verðbréf, kt. 490169-1219, Hafnarstræti 5, 3. hæð, 155 Reykjavík, sími 525 6050. Nálgast má útboðslýsingu hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum og útibúum Búnaðarbankans sem einnig eru sölustaðir útboðsins. Jafnframt má nálgast útboðslýsingu og skrá áskriftir á vefnum: www.bi.is Þegar áskriftarblaði hefur veríð skilað inn er tilboðið bindandi fyrir áskrifanda og óbreytanlegt. Bindandi samningur um kaupin telst kominn á þegar greiðsluseðill hefur verið sendur út sem verður innan viku frá lokun áskriftartímabils. Framksœmdimcfnd mn einkavieóinyu ráðleggingum Alþjóðafélags lækna er tekið fram með mjög skýrum hætti að hegðunarreglum lækna sé ætlað að vera læknum til leiðbein- ingar en leysi þá ekki undan gildandi lögum í viðkomandi landi. Það fer því ekki milli mála hverjir setja reglurnar. Hins vegar er afar mikils virði að löggjafinn og læknar skerpi skilning sinn á málum og leiti allra leiða til sameiginlegs skilnings á því mikilvæga verkefni, sem nýting upp- lýsinga í sjúkraskýrslum í vísinda- skyni er. Rannsóknir á mönnum - endurnýting upplýsinga í bréfi mínu til LÍ fór ég nákvæm- lega yfir þann mikilvæga mun sem er á vísindarannsóknum á mönnum og nýtingu - í rannsóknaskyni - á upplýsingum, sem safnað er í þeim tilgangi einum að stuðla að bættri heilsu sjúklings og meðferðarúrræð- um. Ég legg á það áherslu að það kemur ekki skýrt í ljós í svari LÍ hvort við erum sammála um þessa skilgreiningu. Hér er um grundvall- armun að ræða, enda er lögð á þenn- an mun mikil áhersla í Helsinkiyfir- lýsingu Alþjóðafélags lækna en þar segir: „I læknisfræðilegum vísinda- rannsóknum verður að gera glöggan greinarmun á þeim rannsóknum sem í eðli sínu miðast að greiningu á kvilla hins sjúka og lækningu hans og á læknisfræðirannsóknum sem gerðar eru í vísindaskyni eingöngu og hafa ekki beint gildi fyrir sjúk- dómsgreiningu hans eða meðferð þess sem undir rannsóknina gengst.“ Þessi skilningur er mikil- vægur því reglur um upplýst sam- þykki sjúklings er grundvallarfors- enda þess að leyft sé að stunda vísindarannsóknir á mönnum. Upp- lýst samþykki er hins vegar ekki grundvallarskilyrði fyrir endurnýt- ingu upplýsinga í sjúkraskrám. Er það byggt á þeirri skiljanlegu ástæðu að það er óframkvæmanlegt að krefjast upplýsts samþykkis af ýmsum ástæðum. Upplýsinga- skrárnar ná yfir langt tímabil og hafa gildi langt umfram lífshlaup einstaklingsins, rannsóknir breytast með tímanum og því óframkvæman- legt að upplýsa sjúklinga um eðli þeirra og umfang. Á sama tíma er ljóst að gildi upplýsinga úr sjúkra- skrám er svo mikið fyrir heilbrigðis- yfirvöld, íyrir læknavísindin og þar með fyrir skjólstæðinga heilbrigðis- kerfisins, að það er með öllu óábyrgt og óviðunandi að meina vísindunum aðgang að þessum gagnabönkum. Heimildir til að nýta upplýsingar úr sjúkraskrám I ályktun Evrópuráðsins um vernd læknisfræðilegra upplýsinga er sérstaklega um þetta fjallað. Þar er heimilað að nýta læknisfræðileg- ar upplýsingar um sjúklinga í vís- indarannsóknum ef þær eru nafn- lausar. Skilgreint er hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að upplýsingar teljist nafnlausar. Samkvæmt ákvæðum laganna um miðlægan gagnagrunn um dulkóðun uppfylla þau ákvæði skilyrði ályktunarinnar. Persónuupplýsingar má einnig í vissum tilfellum nýta til rannsókna, þótt svigrúm til þess sé mjög þröngt. Ég sé ekki ástæðu til þess að fara nánar út í þær skilgreiningar að svo komnu máli, þar eð þær snerta ekki miðlægan gagnagrunn eins og hann er skilgreindur í lögum. Regla eða undantekning I bréfi LI segir: „Réttur sjúklings er ótvíræður til að heilsufarsupplýs: ingum um þá sé haldið leyndum. I siðareglum lækna eru ákvæði um að ekki megi veita þriðja aðila aðgang að slíkum upplýsingum nema með raunverulegu og gildu samþykki hlutaðeigandi sjúklings. Fáeinar undantekningar eru frá þessari ann- ars skýlausu reglu.,, Hér hygg ég að þessi fullyrðing fái ekki staðist. Þessi yfirlýsing verður ekki skilin öðru vísi en að „raunverulegt og gilt samþykki" sé það sem yfirleitt er skilgreint í alþjóðlegunysamningum sem upplýst samþykki. Otaldar fara- Idsfræðilegar rannsóknir hafa verið gerðar á Islandi á sviði sjúkdóma og heilsu þar sem nýttar hafa verið sjúkraskýrslur. Ég hygg að mér sé óhætt að fullyrða að sjaldnast sé leit- að eftir upplýstu samþykki sjúklinga fyrir notkun upplýsinga úr sjúkra- skýrslum í þessum faraldsfræðilegu rannsóknum. Eftir því sem ég best veit, og fram kemur í svari heilbrigð- isráðherra við fyrirspurn minni, er það regla en ekki undantekning, að allar upplýsingar úr sjúkraskrám um krabbameinssjúklinga fara í krabbameinsskrá Krabbameinsfé- lagsins, án þess að sjúklingar viti af því eða fyrir liggi upplýst samþykki þeirra. í ættfræðiskrá erfðafræðin- efndar Háskóla Islands eru, með milligöngu Hagstofu Islands, skráð dánarmein allra Islendinga án þess að aðstandendur séu um það spurð- ir. Fyrir notkun þeirra upplýsinga, sem Hjartavemd hefur undir hönd- um og komnar eru úr sjúkraskýrsl- um, liggur ekki upplýst samþykki. Þetta hefur tíðkast áratugum saman sem regla en ekki undantekn: ing. Mér er ekki kunnugt um að LI hafi talið þetta fyrirkomulag vera brot á siðareglum lækna. Ég hef ver- ið mjög fylgjandi þessu fyrirkomu- lagi og talið að það væri undirstaða mikilvægra framfara, t.d. í krabba- meinsrannsóknum. Hins vegar við- urkenni ég að líklegt er að þessi ráð- stöfun standist tæplega þær viðmiðanir sem fram koma í ályktun ráðherraráðs Evrópuráðsins (Council of Europe, Committee of Ministers, Recommendation) No. R (97) 5. Verður að skrifast á ábyrgð löggjafans að ekki hefur enn verið tekið á því máli. Hver gagnagrunnur er með sínu sniði Læknafélag íslands telur miðlæg- an gagnagrunn ólíkan öllum öðrum erlendum gagnagrunnum. Það er ef- laust rétt. Hins vegar ber að athuga að engir tveir erlendir gagnagrunn- ar eru fyllilega sambærilegir. I Dan- mörku er mikið safn gagnagrunna um heilsufarsmál. Stærstur þeirra er Landspatientregistret (LPR). Tilgangur þess grunns er að afla heilbrigðisyfirvöldum efnis til töl- fræðilegra rannsókna og byggja upp grundvöll fyrir áætlanir í heilsu- gæslumálum og rannsóknir í lækna- vísindum. I grunninum eru upplýs- ingar um alla sjúklinga sem hafa SKOLAVORÐUSTIGURR 3 USTHÚS REKIN AF ** 15 LISTAMÖNNUM INGA ELÍN ÓFEIGUR MEISTARIJAK0B ýdéendá. Ccot
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.