Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 85
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 8^
FOLKI FRETTUM
toga en verðlaunin vekja forvitni al-
mennings og það er af hinu góða því
kvikmyndir þurfa áhorfendur."
Því næst spyr blaðamaður
Fiennes af hverju hann hafi tekið að
sér þetta hlutverk. „Myndir Istváns
hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá mér
og mér barst handrit frá honum sem
hvaða leikari sem er hefði gripið feg-
ins hendi,“ svarar hann.
„Sólskin fjallar um þrjár kyn-
slóðir ungverskrar gyðingafjöl-
skyldu. Pótt á yfirborðinu sé fjallað
um síðustu 100 ár í sögu Ungverja-
lands skjóta tilfinningar, samhugur,
traust, sjálfstæði og heiðarleiki rót-
um í þeim jarðvegi; hugrekki ein-
staklinganna til að rísa upp og
heimta viðurkenningu á grundvall-
arréttindum sínum en ekki aðhyllast
hreyfingar eða berjast fyrir að vera
teknir í sátt af ráðandi öflum og hug-
myndafræði þeirra. Það heillaði mig.
Þessi grundvallarheimspeki er
nokkuð sem ég hrífst af auk þess að
vera aðdáandi Istváns.“
Fyndið ef ég talaði íslensku?
Hefðirðu getað leikið hlutverkið á
ungversku, - eða jafnvel íslensku?
spyr blaðamaður Fiennes.
„Ég held að leikarar geti alltaf
lært sitt annað tungumál en sama
hversu vel þeir læra það þá tala þeir
það aldrei frá hjartanu. Tungumál
lærast í æsku og ég held að það þurfi
til að tala af tilfinningu. Það þarf svo
margt til að læra nýtt tungumál, t.d.
að þjálfa nýja vöðva; mér finnst jafn-
vel erfitt að tala eigið tungumál með
nýjum hreim. Svo þetta yrði mikil
áskorun. En ef ég talaði slæma ís-
lensku yrði það kannski bara fynd-
ið.“
Var erfitt að leika þrjár persónur í
myndinni?
„Vissulega, en seigla Istváns og
nákvæmni hjálpaði mér að komast í
gegnum myndina. Hann skapaði
persónurnar og þegar ég tapaði
þræðinum eða var á villigötum út-
skýrði hann fyrir mér nákvæmlega
Cecilia Roth er leikkona ársins í mynd ársins Allt um móður mína.
tilfinningarnar að baki, hugsanirnar
og jafnvel svipinn á persónunum.
Hann var aldrei að trana sér fram en
sá hvert augnablik skýrt fyrir sér.
Og það hjálpaði mér að móta þessar
þrjár persónur.“
Nóg af bijálæðingoim
Spænski leikstjórinn Pedro Al-
modovar fékk ásamt Sean Connery
og Catherine Zeta Jones áhorfenda-
verðlaunin, sem m.a. voru valin á
mbl.is, og einnig verðlaun kvik-
myndaakademíunnar fyrir kvik-
mynd ársins Allt um móður mína.
Hann virðist þvi bæði falla í kramið
hjá kollegum sínum og almenningi,
sem ekki fer alltaf saman.
„Það hefur ekki alltaf verið þann-
ig,“ segir Almodovar. „Þegar ég
gerði mína fyrstu kvikmynd fyrir 20
árum ákvað fólk að fara á hana þrátt
fyrir alla þá neikvæðu gagnrýni sem
það las í blöðunum. Ég ákvað því að
halda áfram að gera myndir á minn
hátt og áhangendur mínir héldu
tryggð við mig; það finnast brjálæð-
ingar um allan heim sem langar til að
horfa á myndir mínar. Auðvitað þyk-
h- mér afar vænt um verðlaunin í
kvöld,“ segir hann um stytturnar
tvær og bætir við armæðulega: „en
þau eru mjög þung.“
Nœturqalinn
í kvöld leika Hilmar Sverrisson og
Anna Vilhjálms. Sími 587 6080. plj*1
Konum finnast þær persónur sem
þú skapar trúverðugar, hef ég eftir
áreiðanlegum heimildum frá kær-
ustunni minni. Hvernig hefurðu náð
þcssari innsýn í reynsluheim kvenna
sem að þeirra eigin sögn er óskiljan-
legur kai'lpeningnum.
„Konur eru ekki svo furðulegar,"
svarar Almodovar. „Það eru til
myndir um geðsjúklinga, geimverur
og jafnvel talandi leikföng sVo konur
eru ekki svo furðulegt viðfangsefni.
Þær eru helmingur mannkyns og því
miður er alltof lítið um myndir sem
fjalla um kvenpersónur; ætli ástæð-
an sé ekki sú að stórmyndir í Banda-
ríkjunum ná aðeins til yngsta áhorf-
endahópsins.
Myndir í Evrópu kosta sem betur
fer ekki eins mikið og eru ekki jafn
uppfullar af tæknibrellum sem þýðir
að við verðum að tala um lífið og ef
við gerum það verðum við að skapa
kvenpersónur. Það er mun ódýrara
og dásamleg leikkona á borð við
Ceciliu [Roth] tekur öllum tækni-
brellum fram. Konur eru ekki svo
furðulegar. Ég horfi á þær, ég hlusta
á þær og stundum eiga þær í sömu
vandræðum og við. Mér finnst ein-
faldlega skemmtilegra að fást við
kvenpersónur en karlpersónur.“
MMðúrvalaf
hinkUtrstóhmt
verð frá kr. stgt
* 29.900
meðtauáklæði
MörUinni 4- * 108> RevUjavíU
Sími: 533 3500 • l'nx: 533 3510 • www.inareo.is
Við sfcyöjum við bakið á þér!
0:
r
|hd'M
fi&'
i\ *
/
:U \ ,
M
Í
%
r®
Kynningarverð á nýrri gerð af “Posturepedic" 1 heilsudýnu frá Secdy af gerðinni Newberry |
Rétt verð Kynningarverð
Ttoin 97x190 cm. 82.000,- 69.700,-
TwinXl 97x203 cm. 84.000,- 71.400,-
Full 135x190 cm. 104.000,- 88.400,-
FullXl 135x203 cm. 108.000,- 91.800,-
Queen 152x203 cm. 114.000,- 96.900,-
King 193x203 cm. 158.000,- 134.300,-
W-King 183x213 cm. 158.000,- 134.300,-
Láttuþér Jíða vcl
...umjólin
Verð með stálgrind
Scalij - steersti dýnuframlciðetndi handaríkjanna
Sealy dýnurnar cru hannaðar í samt innu \ ið (atrustu hcinascrlraiðinga 1
bandaríkjunum, cnda ]x:kkt fyrir dýnukcrfi scm gcia rcttan bakstuöning.
lni gctur trcyst Scalv á nýrri öld.
,i: 531 3500
inni 4 ■ 1()S Rcyhjavíli
) ■ Pax: 5.3.3 3510 • ww
www.inareo.is