Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Greiðir bætur
vegna hnésparks
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað
þrjár ungar konur af kröfum um
greiðslu skaðabóta til jafnöldru
þeirra, sem varð fyrir alvarlegri
líkamsárás á Akranesi í janúar 1996,
þegar þær voru 15-16 ára.
Hæstiréttur vísar til þess að í
sakamálinu, sem reis vegna árásar-
innar, hafí þau alvarlegu meiðsl, sem
stúlkan hlaut við árásina, verið rakin
til verknaðar fjórðu stúlkunnar, sem
var 18 ára þegar atburðurinn varð.
Hæstiréttur staðfesti því niðurstöðu
Héraðsdóms Vesturlands um að sú
stúlka skuli ein bera skaðabóta-
ábyrgð vegna meiðslanna og greiða
fórnarlambi sínu um 3,6 milljónir,
auk vaxta.
I sakamálinu dæmdi Hæstiréttur
elstu stúlkuna í tveggja ára skilorðs-
bundið fangelsi fyrir stórfellda
líkamsárás, með því að hafa tekið í
hár stúlkunnar, beygt höfuð hennar
aftur og gefið henni hnéspark í and-
litið. Þurfti stúlkan að gangast undir
aðgerð á höfði, en meiðsli hennar
hefðu dregið hana til dauða ef hún
hefði ekki komist undir læknishend-
ur. Hinar stúlkumar þrjár, sem
höfðu einnig veist að henni en ekki
beitt jafn harkalegum aðferðum,
voru dæmdar í 3-4 mánaða skilorðs-
bundið fangelsi í héraði og áfrýjuðu
þeim dómi ekki.
í kjölfar sakamálsins höfðaði
stúlkan skaðabótamálið og sóttist
eftir að fá alla árásarmennina fjóra
dæmda samábyrga. Héraðsdómur
Reykjavíkur féllst ekki á það og
sagði elstu stúlkuna eina bera
ábyrgð á líkamstjóninu. Hæstiréttur
er þessu sammála og segir árásir
stúlknanna þriggja ekki hafa verið
svo ofsafengnar að líkur séu á því að
þangað megi rekja áverkana. Var
niðurstaða héraðsdóms staðfest á
grundvelli þess að ekki væri unnt að
byggja á því að atlagan í heild teldist
samverknaður stúlknanna fjögurra.
Framferði elstu stúlkunnar teldist
sérstakur verknaður og bæri hún ein
skaðabótaábyrgð.
Seldu tjónabíl til
Dana á Netinu
SALA á tjónabílum á Netinu hjá
Sjóvá-Almennum hefur farið stig-
vaxandi undanfarið. Nýlega keypti
danskur maður vörubifreið eftir að
hafa skoðað myndir og lagt fram
tilboð á vefsíðu tryggingafélagsins.
Slík sala fer vaxandi í Evrópu og
segir Sigurjón Andrésson hjá
tjónadeild Sjóvár-Almennra að
Évrópa sé í raun orðin einn mark-
aður.
Tvö ár eru síðan félagið hóf að
selja tjónabíla á Netinu. Síðan hafí
þetta farið að kynna sig vel og sal-
an farið smám saman vaxandi. Sig-
urjón segir að boðnir séu út um 24
bílar að meðaltali á viku og að nú
séu rúmlega 2/3 bílanna seldir í
gegnum Netið.
Á vefsíðunni er listi yfir bílana
sem í boði eru og geta menn skoðað
fjórar myndir af hverjum bíl. Lítist
mönnum á geta þeir sent inn tilboð,
en tekið er á móti tilboðum frá
klukkan átta á föstudagskvöldum
og fram til klukkan níu á þriðju-
dagsmorgnum. Hægt er að fylgjast
með tilboðunum, þar sem hæstu til-
boð í hvern bíl eru birt á Netinu
fljótlega eftir að þau berast. Sigur-
jón segir að nýlega hafi vörubifreið
verið seld til Danmerkur eftir að
tilboð barst á Netinu í bifreiðina.
Hann ákvað þá að koma fljúgandi
frá Danmörku til að skoða gripinn.
I framhaldi af því ákvað hann að
festa kaup á bifreiðinni, sem hann
flutti út með sér til niðurrifs.
FRÉTTIR
Heill skips-
farmur
BYKO fékk nýlega til landsins
skipsfarm af kambjárni sem notað
er til steypustyrkingar í
mannvirkjum.
Mikil sala hefur verið á steypu-
styrktarjárni undanfarin misseri
og mikið er til dæmis notað af þess-
ari vöru við virkjunarframkvæmd-
ir sem mikið hefur verið um að
undanförnu. Myndin er tekin þeg-
ar verið var að landa farmi af
steypustyrktarjárni nýlega.
Morgunblaðið/RAX
afjárni
Fundur með ASI
líklega eftir helgi
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
segir að ríkisstjórnin muni verða við
óskum landssambanda og stærstu
aðildarfélaga Alþýðusambands ís-
lands um viðræður um skattamál.
Það verði að koma í ljós hvort
grundvöllur sé fyrir því að koma til
móts við hugmyndir þessara aðila en
ASÍ hefur m.a. bent á að skattleysis-
mörk hafí ekki fylgt eftir launaþróun
í landinu. Geir segir að líklega verði
ekki af fundi þessara aðila íyrr en
eftir helgi.
Fjármálaráðherra segir að svig-
rúm til skattabreytinga sé þó mjög
takmarkað. Hann kveðst hafa túlkað
ummæli þessara aðila og annarra að-
ila á vinnumarkaðnum um ríkisfjár-
málin á þann veg að þeir telji aðhald-
ið í ríkisfjármálum ekki nægilegt.
Það segði sig því sjálft í ljósi þessa að
lítið hefðist upp úr því að rýra tekjur
ríkissjóðs með skattalækkunum.
Ráðherra kveðst þó bíða spenntur
eftir því hvað menn hafa fram að
færa.
Vill úrskurð ráðuneytis um
fjárhagsáætlun borgarinnar
Dæmdir í fangelsi fyr-
ir að ræna pítsusendil
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson
borgarfulltrúi telur að nýsamþykkt
fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
fyrir árið 2000 brjóti í bága við
ákvæði 61. gr. sveitarstjórnarlaga
þar sem segir að í fjárhagsáætlun
skuli koma fram áætlun um efna-
hag í upphafi og lok árs.
Segir Guðlaugur Þór í samtali við
Morgunblaðið að engin slík áætlun,
sem hér var vitnað til, hafi fylgt
fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir
þetta ár og hið sama hafi verið uppi
á teningnum fyrir árið 1999. Með
öðrum orðum, segir hann, er ekki
nokkur leið að sjá hvort skuldir
borgarinnar muni aukast eða
minnka á þessu ári. Hefur hann því
sent félagsmálaráðuneytinu bréf
þar sem hann óskar eftir því að úr
því verið skorið hvernig túlka beri
fyrrgreint lagaákvæði.
I bréfi Guðlaugs Þórs til ráðu-
neytisins bendir hann m.a. á að
fyrrgreint ákvæði í sveitarstjórnar-
lögunum nr. 45/1998 sé ekki að
finna í eldri sveitarstjórnarlögunun
nr. 8/1986 en hann segir nýmælinu
ætlað að styrkja fjárhagsáætlun
sem mikilvægt stjórntæki í rekstri
sveitarfélaga. „Einnig felur áætlun
um efnahag í upphafi og lok árs í
sér mikilvægar vísbendingar um
árangur við stjóm fjármála sveitar-
félags," segir í bréfinu. í samtali við
Morgunblaðið segir hann ennfrem-
ur að það hljóti að vera eitt af
markmiðum fjárhagsáætlunar
borgarinnar að almenningur sjái
hver þróunin verði í fjármálum
borgarinnar. „Og það markmið
næst ekki nema það liggi ljóst fyrir
hvort um skuldaaukningu verði að
ræða eða ekki,“ segir hann
Skuldaaukning um
3 milljarðar á síðasta ári
Guðlaugur Þór segir að sam-
kvæmt sínum útreikningum hafi
borgin aukið skuldir sínar um 3
milljarða á síðasta ári og telur hann
að skuldaaukningin verði um 500
milljónir á þessu ári. Þá segir hann
að borgin hafi aukið skuldir sínar
að meðaltali um sjö milljónir króna
á dag frá því R-listinn tók við völd-
um árið 1994.
TVEIR piltar um tvítugt hafa ver-
ið dæmdir í fjögurra og sex mán-
aða skilorðsbundið fangelsi fyrir að
ráðast á pítsusendil og ræna hann í
október síðastliðnum.
Sendillinn var gabbaður að fjöl-
býlishúsi við Hraunbæ með þrjár
pítsur og gos og sátu piltarnir þar
fyrir honum. Réðst annar þeirra á
hann, hrinti honum þannig að hann
hrasaði við og skipaði honum að af-
henda sér peninga. Hinn pilturinn
stóð álengdar án þess að aðhafast.
Upp úr krafsinu höfðu ræningjarn-
ir eitt þúsund krónur.
Við rannsókn málsins kom í ljós
að hringt hafði verið í Domino’s
Pizza úr óskráðum GSM-síma þar
sem notandinn er ekki á skrá nema
hann óski þess sérstaklega. Eftir
að hafa kannað notkun á úthring-
ingum úr símanum tókst lögreglu
að hafa uppi á notanda hans og við-
urkenndi hann að hafa framið rán-
ið. Kvaðst hann hafa ætlað að nota
peningana sem hann hefði upp úr
ráninu til að greiða gamla fíkni-
efnaskuld.
Hinn pilturinn gaf sig fram við
lögreglu af sjálfsdáðum og skýrði
skilmerkilega frá þætti sínum í
ráninu.
Skilorð þótti eðlilegt
Með hliðsjón af ungum aldri
ákærðu og því að þeir hafa ekki
hlotið refsidóma áður, auk þess
sem tjónið sem þeir ollu með hátt-
erni sínu þótti ekki stórfellt, þótti
hæfilegt að setja þá á skilorð.
m mmsi
ALLTAFÁ FÖSTUDÖGUM
íslendingar luku riðlakeppninni í
Króatíu án sigurs/Cl
Haukar unnu nauman sigur á ís-
landsmeisturum Keflavíkur/C3
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is