Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 27 ERLENT Eftirlit með Net inu hert í Kína Hryðju- verk á Sri Lanka AÐ minnsta kosti 11 manns létust er sprengja sprakk á pósthúsi í bænum Vavuniya á Sri Lanka í gær. Bendir flest til, að tamflskir aðskilnaðar- sinnar beri ábyrgð á hryðju- verkinu en þeir hafa barist í 17 ár fyrir stofnun tamílsks ríkis á eyjunni. Stjórnarhermenn í borginni fengu launin sín fyrir nokkrum dögum og í gær voru þeir margir á pósthúsinu til að senda peninga til fjölskyldna sinna. Norsk sendinefnd ræddi í fyrradag við stjórnvöld í Col- ombo, höfuðborg landsins, en Norðmenn hafa hug á að bera sáttarorð á milli þeirra og að- skilnaðarsinna. Talið er, að 61.000 manns hafí týnt lífi í átökunum í landinu. „Her guðs“ á flótta STJÓRNARHERINN í Myanmar hefur náð á sitt vald búðum skæruliðahreyfingar- innar, sem stóð að gíslatökunni í Taflandi fyrir nokkrum dög- um. Eru skæruliðarnir, „Her guðs“ eins og þeir kalla sig, lík- lega um 100 talsins, á flótta í þremur flokkum, tveimur und- ir stjórn 12 ára gamalla tví- bura, Johnnys og Luthers Htoo, og einum undir stjórn Su Bia, gamalreynds skæruliða. Fyrir þremur dögum voru 10 menn úr hreyfingunni, sem tekið höfðu nokkur hundruð manns í gíslingu á sjúkrahúsi í Taílandi, skotnir til bana af taí- lenskum hennönnum. Segja vitni, að skæruliðarnir hafi ver- ið teknir af lífi eftir að hafa gef- ist upp og hafa mannréttinda- samtök krafist rannsóknar á því. Ekki þykir líklegt, að taí- lensk stjórnvöld verði við því. A snærum bin Ladens TALIÐ er, að tengsl séu á milli sádi-arabíska hryðjuverka- mannsins Osama bin Ladens og nokkurra Alsírmanna, sem grunaðir eru um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Banda- ríkjunum. Kom þetta fram í The New York Times í gær en þar sagði, að maður, sem hand- tekinn hefði verið í Senegal, Mohambedou Ould Slahi, hefði verið tengiliður milli bin Lad- ens og Alsírmannanna, sem voru handteknir í Bandaríkj- unum og Kanada í síðasta mán- uði. Vinna Bandaríkjamenn að því að fá Slahi framseldan. Seinagangur í Haag CLAUDE Jorda, forseti stríðsglæpadómstóls Samein- uðu þjóðanna í Haag, hét því í gær að herða á framgangi mála við réttinn. Var honum komið á fót til að dæma í málum manna, sem sakaðir eru um stríðs- glæpi á Balkanskaga, en Jorda sagði, að sakborningar hefðu yfirleitt mátt bíða í hálft annað ár eftir að réttarhöld hæfust. Pekin^, Tókýó. Daily Telegraph. STJORNVÖLD í Kína hafa stórhert eftirlit með Netinu og nú verða allar vefsíður að gangast undir sérstaka öryggisskoðun. Með aðgerðum sínum hafa kín- versk stjórnvöld í raun fært Netið og notkun þess undir þær reglur, sem gilda um ríkisleyndarmál, en þær eru jafn víðtækar og þær eru loðnar og hafa lengi verið notaðar til að hafa hemil á blaðamönnum og andófs- mönnum. „Samtökum og einstaklingum er bannað að birta eða fjalla um ríkis- leyndarmál á Netinu,“ segir í nýju reglunum en frá þeim var skýrt í Dagblaði alþýðunnar, málgagni kín- verska kommúnistaflokksins. Getur brot á lögunum um ríkisleyndarmál varðað dauðarefsingu. Framvegis verður allt efni, sem sett verður á Netið, að fá blessun yf- irvalda, hafi það ekki áður verið birt í rfldsfjölmiðlunum. Raunar hafa kín- versku netfyrirtækin verið dugleg við að ritskoða sig sjálf en nú mega þau eiga von á harðri refsingu verði þeim á í messunni. Eru þessar nýju reglur um Netið liður í auknu eftirliti með fjölmiðlum en á því var slakað mjög fyrir nokkrum árum. Sem dæmi um þetta má nefna, að Jiang Yiping, ritstjóri dagblaðs, sem frægt er fyrir djarfan fréttaflutning, var nýlega „fluttur til annarra starfa“ en þá höfðu embættismenn kvartað yfir fréttaflutningi blaðsins af spillingu, félagslegum vandamál- um og jafnvel skemmtanahaldi. Mörg dagblöð eru með netútgáfu, sem oft er miklu djarfari í frétta- flutningi en sú, sem kemur á prenti. Vil kynnast stjornanda með náið samband í huga! Jafnvel vönduðustu tölvukerfi kreQast eftirlits, viðhalds og endurbóta. Rekstrarþjónusta EJS felur í sér almennt og fyrirbyggjandi eftirlit með vélbúnaði, álagi og öryggiskerfum. Kostnaði og töfum vegna bilana er haldið I lágmarki. Fræðsla og ráðgjöf bætir kunnáttu starfsmanna og eykur afköst þeirra. Pannig getur EJS hjálpað þér að lækka rekstrarkostnað og vernda gárfestingu þína í tölvukerfinu. Við leggjum til langtíma samband byggt á gagnkvæmu trausti. Ej% EJS vinnur samkvæmt ISO 9001 vottuðu gæðakerfl EJS hf. + 563 3000 + www.ejs.is + Grensásvegi 10 + 108 Reykjavík Nú hafa 10.342 skráð sig á Strik.is og geta nýtt möguleika þess til fulls. Það er líka pláss fyrir þig. strikis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.