Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 28Í JANÚAR 2000 55 stoð þegar eitthvað bjátar á. Elsku mamma, þú varst svo yndis- 1 leg og hjálpleg, svo ótrúlega dugleg, iðin og samviskusöm. Þú vannst alla tíð svo mildð, bæði heima og utan heimilis. Ég held að flestir hefðu guggnað á svo mitólli vinnu, en ektó þú, konan sem allir dáðu fyrir dugn- að og atorku. Eftir að ég flutti á Langholtsveg fannst mér svo gott að koma niður á Laugarnesveg til þín, þú tókst alltaf svo vel á móti mér. Én eftir að ég Jkynntist Ásgeiri og við eignuðumst okkar yndislegu dætur, þá var jafn- vel ennþá skemmtilegra að koma til þín, því það var svo mitól upplifun að sjá hvað þær heilluðust af þér, þú sem varst svo hrifin af þeim og góð við þær. Adda Mist vildi svo oft fara til þin og Isold Gunnur brosti svo mikið og rétti út hendurnar á móti þér. Mamma mín, ég vil trúa því að andlát þitt hafi haft þann tilgang að sameina ykkur pabba á ný. Þá er 1 auðveldara að sætta sig við þetta. Það er virtólega falleg tilhugsun að hugsa um ykkur tvö sem elskuðuð hvort annað svo heitt, saman á ný. Ég trúi því að þið séuð með okkur. Við kveðjum ykkur með miklum söknuði en við eigum vonandi eftir að vera saman á ný seinna meir. Við er- um afar þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með ykkur í þessu lífi. Ykkar Karen. Fyrir utan alla þá sorg sem maður upplifir ósjálfrátt þegar andlát for- eldris ber að held ég að flestir leiði hugann að því, meðvitað eða ómeð- vitað, hversu mitól ítök hinn látni eigi í raun og veru í manni. Flest böm mótast að mestu leyti af því uppeldi sem foreldrar þeirra hafa veitt þeim. Sumt af því sem foreldrar hafa fyrir bömum sínum telst til góðra siða og eftirbreytni, annað ekki. Það er óhætt að fullyrða að nánast allt sem móðir mín tók sér fyrir hendur í lífinu hafi verið til mik- illar fyrirmyndai-. Það á við hvort sem rætt er um fjölskyldumál eða vinnu. Þeir sem hafa unnið með henni á lífsleiðinni geta ekki annað en tetóð hana sér til fyrirmyndar hvað varðar vinnusemi, samvisku- semi og stundvísi. Við sem emm tengd henni fjölskylduböndum get- um ektó annað en borið lotningu fyr- ir heiðarleika hennar, reglusemi, ósérhlífni, gjafmildi, umhyggju og fórnfýsi og svo mætti lengi áfram telja. Flestir vilja eflaust hafa slíka manneskju sér til fyrirmyndar. Það kann því að vera nokkuð þversagna- kennt þegar ég segi að persónuleiki hennar eða mannkostir hafi ektó að öllu leyti verið til eftirbreytni. Með þessu á ég við að það er engum hollt að vera eins gersamlega óeigingjarn og hún var. Hún beindi öllum sínum kröftum að því að gleðja aðra fjöl- skyldumeðlimi og létta undir með þeim, halda heimilinu snyrtilegu og fallegu og síðast en ekki síst að standa sig vel í vinnu. Þegar svo ber undir er hætt við því að fólk einangr- ist félagslega, eins og raunin varð á með móður mína. Maður tók einkum eftir því þegar eiginmaður hennar og faðir okkar, Lárus, lést fyrir rúmum ellefu árum. Þau höfðu alla tíð verið í mjög ástríku hjónabandi en eftir andlát hans myndaðist gríðarlegt tómarúm í lífi hennar. Auðvitað gat hún deilt sorg sinni með okkur systtónunum og haft félagsskap af okkur og reyndum við eftir fremsta megni að veita henni þann stuðning sem til þurfti. En til annarra leitaði hún ektó. Ektó vitum við systkinin enn hvað olli því. Það virtist duga henni eða henta að vinna oft myrkr- anna á milli. Það hefur ef til vill staf- að af þvi að hún hafði litla reynslu af félagslegum samstóptum, því eins og áður segir þá var fjölskyldan og vinnan í algerum forgangi hjá henni. Ég gæti haldið langa tölu um allt hið góða sem móðir mín fram- kvæmdi í lífinu en þess gerist ektó þörf. Þeir sem þekktu hana gerðu það að góðu einu. Eftir lifir minning um yndislega móður. Það sem svíður þó mest er það að ég held að ég hafi aldrei náð að meta hana fyllilega að verðleikum þegar hún var á lífi. Allt of sjaldan lét maður hana vita af því hversu frábær hún væri. En það eru svo sem ektó ný sannindi að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef- ur. Hennar ástkæri sonur, Bjarni. Það var 16. janúar og ég var á leið til ömmu minnar. Það var 16. janúar þegar Bjarni frændi sagði að þú værir látin. Ég fór að gráta og vildi ektó trúa því að þú værir látin. Ég hlakkaði svo til að hitta þig og eiga skemmtilega stund með þér. Ég vildi segja þér frá því hvað ég er búin að gera og hvað mig langar að gera. Eg kveð þig núna. Mér þytór inni- lega vænt um þig og hugsa alltaf um þig- Kalliðerkomið, kominernústundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimirkveðja vininnsinnlátna er sefur hér hinn síðasta blund. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín sonardóttir, Vaka Dögg. Signý vinkona mín, ekkja Lárusar föður míns, er fallin frá langt um ald- ur fram. Þegar við kynntumst var hún orð- in tveggja barna móðir. Ég kom í heimsókn til þeirra Signýjar og pabba og fékk að halda á Bjössa bróður. Hann var þá komabarn, ég unglingur. Bömunum fjölgaði og fyrr en varði átti ég orðið sjö systtóni til viðbótar þeim sem ég átti fyrir. I hefðbundnum stólningi em þessi systtóni að sönnu mismikið skyld mér og sum raunar alls óskyld bæði mér og hvert öðm innbyrðis. Og víst er að ektó emm við, þessi stóri systk- inahópur, öll sammæðra eða sam- feðra, enda koma nokkrar mæður og feður við þessa sögu og ekki ævin- lega gerður skýr greinarmunur á feðmm og fóstrum, mæðmm og stjúpum. Þegar tímar liðu gerðist ég enda leikin í að útskýra tengsl mín við bæði foreldra og systtóni og tal- aði t.d. lengi um börn Jóns, fóstra míns, af fyrra hjónabandi, sem systtóni mín á ská. Eftir á að hyggja hafa sennilega fáir stólið þessa röks- emdafærslu, þótt mér fyndist hún rökheld. Því rifja ég þetta upp hér að Signý kunni öðram fremur að takast á við það sem flestum hefðu fundið marg- slungin fjölskyldutengsl. Fyrir henni virtist fátt flótóð við það að tengjast eldri bömum pabba, hans börn vom hennar börn, hans afaböm urðu hennar ömmuböm. Þetta staðfesti Signý fyrir nokkr- um ámm þegar við gerðum okkur dagamun og fengum okkur kaffi og meðlæti á Hótel Borg. Margt bar á góma, en þó helst fjölskylduna og ég notaði tætófærið og þakkaði Signýju fyrir hvað hún hefði ævinlega haldið vel utan um okkur systkinahópinn. Hún horfði á mig harla skilnings- vana en sagði svo: „Já, en Steinunn, þetta er ekkert til að tala um, þetta mundu allir gera.“ Þegar ég leyfði mér að efast minnti hún mig á að við væmm öll börn Lámsar og þar með hluti af fjölskyldu þeirra hjóna. í samræmi við þessa skoðun kallaði hún systkinahópinn saman í sífellt fjölmennari fjölskylduboð á heimili þeirra á Laugamesvegi. Húsinu breyttu þau smám saman og stækk- uðu af myndarskap og smekkvísi og þegar fram liðu stundir rúmaði það vel hinn stóra hóp bama og barna- barna. Ekki verður Signýjar minnst öðm vísi en víkja að einstöku hjónabandi hennar og pabba. Þótt aldrei byggi ég á þeirra heimili fór ektó framhjá mér hversu samstópti þeirra vom kærleiksrík Aldrei efaðist ég um að þau raunvemlega virtu og elskuðu hvort annað. Og fyrir kom að þau óafvitandi heilluðu með einhverju sem kalla mætti ungæðislega ást- leitni sem þrátt fyrir orðanna hljóð- an var langt yfir efni og aldur hafin. Síðasta minningin þessarar tegund- ar tengist sjúkrahúsvist pabba, skömmu áður en hann lést. Þá sat Signý við rúmstokkinn, hélt í hönd- ina á pabba, strauk honum um kinn og svo kysstust þau litlum kossum og hlógu hvort við öðm. í ljósi eigin reynslu finnst mér nú miður að þrátt fyrir góð tækifæri láðist mér að biðja þau að leiða mig í allan sannleika um leyndardóminn að bató þessum töfr- um. Eftir að Signý hætti að vinna sem dagmóðir og færði sig út á vinnu- markaðinn kom vel í ljós hversu dug- andi og góður starfsmaður hún var. Af orðum hennar mátti ráða hversu mitólvæg vinnan var henni, hversu mikla alúð hún lagði í starfið og hversu holl hún var vinnuveitendum sínum í Hagkaupum. Hún fór þó ei- lítið hjá sér þegar hún var valin starfsmaður mánaðarins, þótt hún hafi án efa kunnað að meta þann þakklætisvott. Síðustu árin var Signý ektó heilsuhraust og vafalítið hefur hún oft á tíðum sótt vinnu meir af vilja en mætti. Signý hringdi í mig milli jóla og nýárs og við ákváðum að hittast fljót- lega og fá okkur góðan kaffisopa. Það er trúa mín að þótt nú sé ljóst að sopinn bíði þá höfum við stöllur ein- hver ráð til þess að koma slíkum fundi á, þótt síðar verði. Ég stend í mikilli þakkarskuld við Signýju iyrir umhyggju hennar í minn garð, dóttur minnar og ætt- ingja okkar, fyrir elskusemi hennar við Láms föður minn, fyrir að brúa bilið milli mín og eldri systtóna minna, Guðmundar og Önnu, og síð- ast en ektó síst fyrir að tryggja að ég kynntist þeim, Bimi, Grétu, Karenu, Karli, Marteini, Bjarna og Lars Iv- ari, þessum vönduðu ungmennum sem ég er stolt af að eiga sem systk- ini. Ég sendi öllum ættingjum og vin- um Signýjar samúðarkveðjur. Sér- stakar kveðjur sendi ég öllum Lár- usarbörnunum og fjölskyldum þeirra og bið Guð og góða menn að styrkja þau og umvefja kærieika sín- um. Steinunn Helga Lárusdóttir. Stórbrotin kona er gengin, sann- kölluð kjamorkukona, þó hún væri ektó mikil né há í loftinu. Einhvern veginn held ég að Signý hafi verið fmmkvöðull í dagmömm- ustarfinu og naut ég þeirra forrétt- inda sem mjög ung móðir fyrir rúm- um þrjátíu ámm að hafa aðgang að viskubmnni hennar og mannkær- leika. Hún gætti ektó aðeins dóttur minnar í nokkur ár, heldur tók hún mig líka í handleiðslu og margar Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útmnninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. stundirnar átti ég í eldhúskróknum hennar, hún kenndi mér ótrúlegustu hluti, að prjóna, sem varð mitt aðal- starf um árabil, allskyns handavinnu spjölluðum við um og stúdemðum. Og matseldina, enn í dag bý ég að uppskriftatillögum hennar, hún hafði þetta bara í kollinum. Hún kenndi mér líka að vera nýtin á mat og nauðsynjar og vera hagsýn í inn- kaupum, hvað væri betra en annað. Dóttir mín eins og allir búa að fyrstu gerð og hefur án efa nýtt sér það sem Signý kenndi henni og var skrítið að rifja upp hversu vel hún sáði góðum siðum og kurteisi til tátunnar minn- ar. Þó að hafi sambandið orðið minna með ámnum þá fylgdumst við að og þau stópti sem við hittumst var eins og við hefðum spjallað saman í gær nema krakkarnir okkar orðið full- orðið fólk og barnabömin komin, jafnvel þau að verða fullorðin, þó var áhuginn alveg sá sami. Hún var ótrúlegur vinnuþjarkur og nákvæm í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, okkur konunum sem leituðum til hennar hér í gamla daga fór strax að þykja vænt um hana, hún var einhvern veginn þannig, svo tilfinningarík og tók fljótt svo miklu ástfóstri við börnin, og það kunnum við svo sannariega að meta og þakka fyrir. Ég sem aldrei hafði heyrt neitt né vissi nokkuð um seinni heimsstyrj- öldina fékk að heyra sögur frá fyrstu hendi hvað hún hafði upplifað og hvað hún saknaði fjölskyldunnar sinnar í Danmörku, allt stóldi þetta eftir spor í sálartetri mínu sem mér þykirvænt um. Mig langar að kveðja vinkonu mína og veit að ástvinir hennar sem á undan em gengnir breiða faðminn á móti henni og bjóða hana vel- komna. Bömum hennar, tengda- bömum, barnabömum og ömm ást- vinum sendum við fjölskyldan innilegar samúðarkveðjur og biðjum almættið að styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Ásta Sigvaldadóttir. Kveðja frá samstarfs- mönnum í Hagkaupi Um leið og við kveðjum Signe (Signýju) Jónsson viljum við minnast hennar góðsemi, ótrúlegrar atorku og nákvæmni. Signý hóf störf á Sér- vömlager Hagkaups 1. september 1987. Fljótlega kom í ljós þvílík ná- kvæmnismanneskja var þar á ferð og var hún fljótlega komin í af- stemmingar á nótum og sjá um sam- stópti við vömsala ásamt því að vera svæðisstjóri afgreiðslu pantana ung- barnadeildar á lagemum. Signý var fyrsti starfsmaður Hagkaups sem var útnefndur Starfsmaður mánað- arins í fyrirtækinu. Sem samstarfsmaður og félagi var Signý einstök, glettin og snögg með tilsvör en var næm á að finna ef ein- hver vinnufélagi átti erfiða tíma og bjóða fram hjálp sína en átti að sama skapi erfitt með að þiggja hjálp handa sjálfri sér því hún vildi ekkert láta fyrir sér hafa. Það var með ólík- indum hverju þessi smávaxna og granna kona gat komið í verk þvi fyr- ir utan vinnuna átti hún stóra fjöl- skyldu sem hún bar mikla umhyggju fyrir eins og greinilega kom fram í umræðum í kafftímum. Það er komið stórt skarð í um- ' ræðuhópinn á kaffistofunni sem hitt- ist upp úr klukkan sjö á morgnana þar sem spjallað var um daginn og veginn fram að vinnutíma enda hafði sá hópur haldið saman í rúm tólf ár. Fyrir hönd samstarfsmanna fær- um við fjölskyldu Signýjar okkar samúðarkveðjur. Guðmundur O., Anna Lísa og Bjöm. SOFFÍA ÁSGEIRSDÓTTIR + Soffía Ásgeirs- dóttir fæddist á Akureyri 21. janúar 1949. Hún lést 13. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrar- kirkju 24. janúar. Mágkona okkar, Soffía Ásgeirsdóttir, Sossa, er látin langt fyrir aldur fram. Við finnum fyrir tómleika og minningamar hrannast upp. Rödd hennar hljómar enn í eyram okkar, glaðvær og hress. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Sossu. Hún lét sig allt og alla varða og var oftar en ekki hrókur alls fagn- aðar þegar komið var saman á góð- um stundum. Hún var ektó alltaf sammála síðasta ræðumanni og spunnust því oft út frá því fjömgar umræður og Sossa lét sitt ektó eftir liggja. Sossa fylgdist vel með öllum systkinum sínum og Steina, en þau áttu samtals fimmtán systkini og hafa flest þeirra átt miklu barnaláni að fagna. Oftar en ekki var Sossa með þeim fyrstu á fæðingardeildina færandi hendi, eitthvað fallegt heimasaumað, sængurföt með upp- hafsstöfum og annað í þeim dúr. Það var mikil guðsblessun þegar Sossa og Steini fengu sólargeislann sinn, hana Irisi, sem hefur verið þeirra augasteinn og gleðigjafi. Við minnumst Sossu með söknuði og virð- ingu, því þrátt fyrir að hún mætti meira mót- læti í lífinu en margur annar stóð hún ávallt sterk uppi, uns hún varð að mæta ör- lögum sínum. Það er okkur huggun harmi gegn að vita af henni í björtum hlýjum heimkynnum hjá foreldmm og tengdaforeldram og ektó síst hjá litla drengnum sínum sem hún þráði svo að eiga en missti aðeins fjögurra daga gamlan. Elsku Steini bróðir, Iris og Friðr- ik, kveðjan er sár. Megi góður guð styrkja ykkur á erfiðri stund. Systkini Þorsteins og fjölskyldur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát og útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, SÓLVEIGAR D. JÓHANNESDÓTTUR, Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar Seljahlíðar fyrir frábæra umönnun. Ögmundur Guðmundsson, Kristín Guðjónsdóttir, Þórhildur Guðmundsdóttir, Páll Franzson, Hallberg Guðmundsson, Guðfinna Jónsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Kristján Gunnlaugsson. *■ l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.