Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 V--------------------------- MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR < ÞURIÐUR E. - BALDVINSDÓTTIR + Þuríður E. Bald- vinsddttir fædd- ist á fsafirði 15. mars 1912. Hún lést á heimili síhu aðfara- ndtt 20. janúar sío- astliðinn. Foreldrar hennar voru Baldvin Jdnsson og Ingibjörg Bendnýsddttir. Systkini Þuríðar voru 1) Unnur Ingi- björg, 2) Bendný, 3) Sigurður Stefán, 4) Ólöf, 5) Margrét, 6) Magnús, 7) Þdrdís, 8) Sigríður (uppeldis- systir). Þuríður dlst upp á Isafirði og hóf ung að árum að vinna fyrir sér. Hún gætti barna og hóf síðan störf í verslun og vann við af- greiðslustörf. Síðan lá leið hennar til Reykjavíkur þar sem hún hóf nám í hágreiðslu og snyrtingu og lauk því námi með gdðum árangri. Hún starfaði við þá iðn þar til hún giftist Jóni Bjarnasyni, bryta, f. 12. apríl 1905, d. 6. ágúst 1982. Þau hjón bjuggu í Reykjavík allan sinn búskap. Þeim varð 5 barna auðið. 1) Gréta Jdnsddttir, gift Vögg Jónssyni, þau eiga einn son en Gréta var gift Baldri Sigurðssyni (látinn) og áttu þau þrjú börn. 2) Unnur I. Jdnsddttir, gift Hall- dóri Einarssyni, þau eiga eina dóttur. 3) Áslaug E. Jónsdótt- ir, gift Sigurði Sig- urjónssyni, þau eiga eina ddttur. 4) Hulda Jdnsddttir, dgift og barnlaus. 5) Baldvin Jdnsson, kvæntur Ásgerði Guðbjörnsddtt- ur, þau eiga tvo synien áður átti Baldvin einn son og Ásgerður tvö börn. Einnig dl Þuríður upp ddtt- urddttur sína Þuríði E. Baldurs- ddttur, gift Jdhanni S. Erlends- syni, þau eiga einn son. Þuríður átti 9 barnabarnabörn. Útför Þuríðar fer fram frá Ddmkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. . Mig langar að minnast tengda- móður minnar, Þuríðar E. Baldvins- dóttur, sem lést á heimili sínu, Rán- argötu 35,Reykjavík, 20. janúar sl. Ég kynntist Þuríði árið 1964, fljót- lega eftir að ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir dóttur hennar, Áslaugu Emilíu. Þuríður var far- mannskona sem stjórnaði heimilinu af röggsemi og myndarskap í fjar- veru eiginmanns síns Jóns heitins Bjarnasonar bryta, sem lést árið 1982. Það var alltaf gott að koma á Ránargötuna, fá kaffisopa og ræða ¦swálin. Þuríður var vel að sér um öll þjóðmál og fylgdist vel með fram á síðasta dag. Oft sátum við og rædd- um pólitík, og vorum oftar en ekki sammála um þau mál. Hún var mikil prjónakona og prjónaði býsnin öll af lopapeysum af miklum myndarskap á meðan sjónin var þokkaleg. Ég minnist í huganum ferðalaga bæði innanlands og utan. Arið 1989 fórum við saman, Þuríður, dætur hennar, makar og barnabörn til Daun Eifel í Þýskalandi, vorum þar í orlofshúsi og keyrðum um Rínar- og Móseldal, og mun það hafa verið síð- asta ferð Þuríðar á erlenda grund. Seinni part sumars 1998 ferðuðumst við hjónin með tengdamóður minni -j"» hennar æskustöðvar ísafjörð. Við vorum á ísafirði í nokkra daga, keyrðum um og Þuríður upp- lýsti okkur um ýmsa hluti sem við vissum ekki um. Síðan við fórum þessa ferð hefur hún oft minnst á þessa daga á ísafirði, sem ég veit að hún naut mjög vel. Eftir því sem árin liðu tók Þuríður mig sem son sinn og var stöðugt að spyrja um heilsu mína og líðan. Vegna áhuga míns á golfi og knattspyrnu fór hún að fylgjast með þessum íþróttum í sjónvarpi til þess að geta sett sig betur inn í málin og rætt þau. Oft kom það til tals að ef hún væri ung manneskja hefði hún örugglega lagt golf fyrir sig. Eg þakka með virðingu og hlýhug fyrir að fá að kynnast jafn góðri konu og Þuríði E. Baldvinsdóttur. Blessuð sé minning hennar. Sigurður Sigurjdnsson. Ég var vakin upp um nótt og látin vita að hún elsku amma mín væri nú að kveðja okkur. Það tók mig nokkra stund að átta mig á því að nú væri kominn tími til að kveðja hana því ég var ekki viðbúin þessum frétt- um. Hugur minn fylltist hugsunum um þig, amma mín, og þær birtust mér eins og allt hefði gerst í gær. Ég man það svo vel þegar ég var í pössun hjá þér og Huldu frænku þegar ég var lítil. Alltaf hlakkaði ég jafn mikið til að fara á Ránargötuna. Þar lenti ég alitaf í svo skemmtileg- um ævintýrum í bakgarðinum eða uppi á háalofti. Þar var sko nóg að skoða og hægt að fela sig á mörgum stöðum, gramsa í gömlum fötum og klæða sig í búninga til að leika leikr- it fyrir ömmu. Svo var nú alltaf freistandi að fá eitthvað gott í svanginn hjá þér og alltaf varst þú að traktera okkur, eins og þú sagðir alltaf, á einhverju góðgæti. Ein besta stundin sem ég átti með þér var einn sumardag þegar ég var sautján ára og ég kom upp á Ránó í heimsókn til þín. Við sátum allan daginn og töluðum um hvernig þú og afi kynntust og mömmu og öll systk- inin þegar þau voru lítil, allar minn- ingarnar um heyskapinn á ísafirði og líka gamla húsið þar sem þið bjugguð. Þura með öll börnin sín og fleiri sem eltu því 811 börnin löðuðust að þér. Svo var það ekki alls fyrir löngu að ég var stödd á ísafirði og fór sérstaklega til að sjá hvar þú bjóst. Ég einfaldlega gat ekki yfir- gefið ísafjörð án þess að hafa staðið á sama stað og hún amma mín á sín- um yngri árum. Sérstaklega út af þeim sögum sem þú sagðir mér þennan umrædda sumardag. Amma mín, þú varst ávallt góð kona og barst hlýjan hug til allra. Alltaf vildirðu hjálpa til ef einhverj- um leið illa. Það kenndirðu mér að minnsta kosti og ég mun ávallt reyna að lifa samkvæmt því. Elsku amma, ég veit að þú ert komin á góðan stað þar sem ljósið mun ávallt skína á þig hvort sem sá staður er í þessum heimi eða öðrum. Eitt veit ég þó að þú munt ætíð gæta mín og vera verndarengillinn minn. Ég bið Guð þig vel að geyma, elsku amma mín, og vil fá að kveðja þig með þessum orðum. Ég kveð þig hjartans amma mín, með söknuð í hjarta til annarra heima. Ljósið alitaf á þig skín, og sólskinsenglar þar þig geyma. Ég mun aldrei gleyma þér. Þín Þdrdís. Elsku amma mín er látin. Mér fannst alltaf eins og hún amma ætti að vera eilíf en þarf að sætta mig við að svo er víst ekki. Nú sitja eftir ótal minningar sem ég ætla að geyma vel; I huga mínum er sterkust myndin af ömmu sitjandi í stólnum sínum inni í stofu prjónandi lopapeysu. Peysurnar hennar eru þær allra fal- legustu sem ég hef séð, enda lagði amma allan sinn metnað í þær og hafði vandvirknina ofar öllu. Þegar ég fór sjálf að prjóna, um það leyti sem ég átti mitt fyrsta barn, kom ég stundum með prjónadótið til ömmu, fékk hjá henni góð ráð og hafði gam- an af að spjalla við hana um þessa iðju. Hún lagði mikla áherslu á að ég tæki hana sér til fyrirmyndar í prjónaskapnum og sagði mér að rekja frekar upp en að láta frá mér eitthvað sem ekki væri í fullkomnu lagi. Alltaf var jafn notalegt að sitja í stofunni hjá ömmu og njóta nærveru hennar. Amma fylgdist mjög vel með því sem var að gerast og hafði skoðanir á málum líðandi stundar. Hún fræddi mig um ýmislegt sem hún hafði heyrt markvert og miðlaði af reynslu sinni. Hún átti margar minningar frá ísafirði og af og til sagði hún mér sögur þaðan. Hún sagði mér frá því að í huga sumra sem þekktu hana á ísafirði hefði hún verið vorboði, því alltaf þegar skól- um lauk í Reykjavík á vorin var hún komin til ísafjarðar með börnin sín og dvaldi þar sumarlangt. Mér er það miMls virði að börnin mín skuli hafa fengið að kynnast langömmu sinni og að hún hafi feng- ið að njóta þeirra. Hún var alltaf svo ánægð þegar við heimsóttum hana og lét okkur vita af því hversu þakk- lát hún væri fyrir innlitið. Hún naut þess greinilega að horfa á lan- gömmubörnin leika sér á gólfinu fyrir framan sig og hafa þau nálægt sér; Ég kveð nú ömmu mína með mikl- um söknuði. I hjarta mínu geymi ég ailt sem hún gaf mér. Ingibjörg B. Sigurðarddttir. THEODORA HJARTARDÓTTIR + Thedddra Hjartarddttir fædd- ist á Jaðri í Hrútafirði 22. iiuií 1913. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 21. janúar síðast- liðinn og fdr útför hennar fram frá Stað í Hrútafirði 27. janúar. «s* Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel '¦'* gengin, vélrituð eða töivusett. Sé handrit tölvu- sett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokaliaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einníg auðveld f úrvinnslu. Senda má greinar til biaðsins 1 bréfasfma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinaamleg- ast sendið greinina inni f bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg titmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallfnubil og hæfilega lfnulengd - eða 2.200 siög. Höfundar eru beðnir að hafa skfrn- tfcöfn sfn en ekki stuttnefni undir greinunum. í minninganna digrum sjóði glitra fögur djásn. Sumardagar á Jaðri eru þar skærustu perlurnar. Það var farsælt fyrir drengi að komast af Reykjavíkurmölinni í sveit hjá góðu fólki. Þegar komið var norður yfir Stapann, fyrir ofan Reykjaskóla, gaf að líta reisulegt hvítt hús bæjarleið framundan. Ferðinni úr Þingholtunum að Jaðri var að Ijúka. Þar bjuggu Hjörtur Björnsson og Hólmfríður Jónsdóttir ásamt syni sínum Sigurði og konu hans Kri- stínu Jónsdóttur. Til heimilis voru líka Óli Valgeir, Jón og Theódóra, fullorðin börn Hjartar og Hólmfríð- ar. Allt var þetta aðlaðandi og skemmtilegt fólk á besta aldri, sem bauð 9 ára snúningastrák velkominn til sumardvalar. Sumrin á Jaðri reyndust þrjú. Hvert öðru ánægju- legra og viðburðaríkara. Það er hverjum einum vorkunn að átta sig ekki á því nógu snemma hversu lífið er í raun og veru ósköp stutt. Perl- urnar skæru hrúgast upp. En það vill gleymast að þakka forsjóninni fyrir gjafir hennar í dagsins önn. Nú er síðust heimilisfólksins á Jaðri, Theódóra Hjartardóttir, gengin á vit hinna sem horfin eru eitt af öðru. Eftir stendur sumardrengurinn með söknuð og trega, án þess að hafa þakkað gæfudagana og hrópar einlæga kveðju til Dóru í þeirri barnslegu von að hún berist áfram til allra þeirra sem fögnuðu komu hans heillaríkan vordag 1934. Guð blessi þau öll. Brynjúlfur. GUÐRUN GUÐGEIRSDÓTTIR + Guðrún Jdsefína Guðgeirsddttir fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1917. Hún lést á Hrafiiisl.ii í Hafnarfirði hinn 19. janúar síðast- liðinn. Foreldrar henn- ar voru hjönin Guðrún Sigurðarddttir, f. 25. sept. 1893 á^ Ásmund- arstöðum í Asahreppi, Árn., d. 17. ág. 1987, og Guðgeir Jdnsson bdkbindari, f. 25. apríl 1893 í Digranesi í Sel- tjarnarneshr. (nú Kdpavogur), d. 7. júní 1987. Hinn 27. júní 1942 giftist Guð- rún Eyjdlfi Jdnssyni lögfræðingi, skrifstofustjdra Tryggingastofn- unar ríkisins, síðast fram- kvæmdastjdra Atvinnuleysis- tryggingasjöðs, f. 13. okt. 1920 á Keldum í Mosféllssveit, d. 11. okt. 1992. Foreldrar Eyjdlfs voru hjdn- in Katrín Eyjdlfsddttir, f. 18. jan. 1891 á Kirkjubdli í Hvítársíðu í Borgarfirði, d. 14. júní 1982, og Jdn Ingimarsson búfræðingur, f. 16. apríl 1894 á Helgustöðum, Saurbæjarhr. Eyjaf., d. 8. jan. 1964. Börn Guðrúnar og Eyjdlfs eru: 1) Katrín, f. 17. des. 1943, maki Armann Gunnlaugsson, f. 26. feb. 1942. Börn þeirra eru: Eyjdlfur, f. 3. jan. 1965, og Ragn- heiður Jdna, f. 28. júh' 1969. Maki Ragnheiðar Jdnu er Trond Are Schelander, f. 28. maí 1973. Barn þeirra: Ármann, f. 30. júní 1998. Þau eru búsett í Noregi. 2) Vigdís, f. 21. des. 1949, maki Guðjdn El- Enda þótt andlát ömmu Rúnu hafi átt sér nokkurn aðdraganda og ég viti að nú er hún komin á stað þar sem henni líður vel, þá er samt erfitt að sætta sig við þá staðreynd að hún er ekki lengur hjá okkur. En við sem eft- ir sitjum huggum okkur við það að vita að hinum megin mun afl taka á móti henni opnum örmum og þau munu sameinast á ný í hamingju sinni. Amma og afi bjuggu alla tíð í höf- uðborginni en ég úti á landi og því var samgangurinn kannski ekki eins mik- ill og ella. En ég man varla eftir þeirri ferð til Reykjavíkur þar sem ekki var litið inn hjá ömmu og afa þó svo að ekki væri nema til þess að þau gætu séð hvað við systkinin höfðum stækk- að mikið síðan síðast. Stundum var stoppað lengur og þá bar oft margt á góma og minningarnar um heimsókn- ir til ömmu og afa eru margar. Einn af föstu liðunum í heimsóknum til afa og ömmu var að skoða dönsku blöðin sem amma las spjaldanna á milli. SunnudagssteiMn hennar ömmu í allri sinni dýrð, sem beið okkar eftir bíltúr með afa á sunnudagsmorgnum er ógleymanleg. Ég man líka þegar ég og amma bökuðum vöfflur á Flókagötunni, við eldhúsborðið sátu afi og Fúsi með rjóma uppá nef, þá var nú mikið hlegið. Mér þótti líka mikið til þess koma að amma gæti bakað tvílita köku án þess að láta lit- ina blandast, ég spáði mikið í það hvernig hún færi að þessu, en að lok- um leiddi amma mig í allan sannleik- ann um það hvernig maður færi að því að baka marmaraköku. Samverustundirnar í Galtalæk þar sem þau undu sér svo vel eru mér líka ógleymanlegar. Tívolíferð á Klambratúnið, heimsóknir til langafa og langömmu á Hofsvallagötunni, þannig gæti ég haldið lengi áfram. Það sem kemur þó alltaf fyrst upp í huga mér þegar ég hugsa um þig, elsku amma mín, er fallega brosið þitt og hvernig fallega andlitið þitt ljóm- aði af gleði þegar þú brostir. Brosinu þínu mun ég aldrei gleyma og brosið sem þú gafst mér þegar ég kvaddi þig í síðasta sinn mun ég geyma á besta steðíhjartamínu. Blessuð sé minning ömmu Rúnu. Sigríður Ásta. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur fasson, f. 13. apríl 1943. Börn þeirra eru: Sigríður Ásta, f. 15. aprfl 1975, Eyrún, f. 13.júlíl978, ogEl- íasJdn,f.9.jan. 1980. Sambýlismaður Sig- ríðar Ástu er Hinrik Jdhannsson, f. 2. ág. 1974. 3) Brynjölfur, f. 2. des. 1951. 4) Guð- geir, f. 13. sept. 1955. Maki Kristfn Ingi- björg Geirsddttir, f. 25. des. 1958. Börn þeirra eru: Guðrún, f. 29. aprfl 1981, Sigurður, f. 13. mars 1985, og Eyjdlfur, f. 22. okt. 1992. Guðrún vann ýmis störf utan heimilisins. Hún afgreiddi lengi í bldmabúðinni Dögg í Álfheimum, vann við vistheimilið í Skálatúni og síðast hjá Dagvist fatlaðra í Hátúni 12. Auk þessa var hún vel virk í félagsmálum. Hún átti sæti í niörguni stjdrnum innan Gdð- templarareglunnar og starfaði þar, ekki síst við uppbygginguna í Galtalækjarskdgi, þar sem hún og Eyjdlfur unnu bæði. Guðrún var einnig fulltrúi í áfengisvarnan- efnd kvenna fyrir kvenfélagið Hvítabandið og var í stjdrn Lands- sambandsins gegn áfengisbölinu um árabil. Þá eru dtalin störf hennar fyrir Alþýðuflokkinn og verkalýðshreyfinguna. Utför Guðrúnar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. mínverivörnínótt Æ, virzt mig að þér taka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð.S.Egilsson.) Það er miðvikudagur og lífið geng- ur sinn vanagang. Armann er kominn í útigallann og tilbúinn að fara í leik- skólann. Þá hringir síminn. Skilaboð sem við höfum búist við í nokkra daga. ,Amma þín dó í morgun." Það er eitthvað sem brestur innra með mér, söknuðurinn og sorgin halda innreið sína. Minningarnar um allar þær stundir sem ég átti með ömmu. Hjá ömmu og afa var ekki alltaf nauð- synlegt að segja svo mikið, félags- skapur án orða er einnig dýrmætur. Fyrir einu og hálfu ári sá ég hana, elskulega ömmu mína, í hinsta sinn, þegar við hjónin komum heim í stutta heimsókn, þá með þriggja mánaða gamlan son okkar, Armann. Það er erfitt að vera svo langt í burtu frá ást- vinum þegar sorgin knýr dyra og einn þeirra er upphafinn héðan til dýrðar- innar. Minning um kærleiksríka og elskulega konu lifir í huga mínum. Um konu sem var hæglát en ákveðin. Elsku mamma, pabbi, Vigdís, Guð- jón, Guðgeir, Kristín og Billó, við biðjum ykkur blessunar Guðs á þess- ari stundu. Ragnheiður Jdna. Nú hefur elsku amma mín fengið sína hinstu hvfld, og sefur nú hinum fallega svefni. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir Íiðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin strfð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V.Briem.) Elsku amma Rúna, ég mun þig alla tíð muna sem fallega og góða ömmu sem ávallt var með bros á vör. Bless- uð sé minning þín. Ég vil koma á framfæri þökk til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða og hlýja umönnun ömmu. Eyrún Guðjdnsddttir. , i 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.