Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 41
HESTAR
hrossabænda gerði á sínum tíma
kom fram að yfirgnæfandi meiri-
hluti þeirra sem stunduðu hesta-
mennsku á íslenskum hestum í út-
löndum væru svokallaðir
frístundareiðmenn en ekki keppnis-
fólk. Markaðurinn kallaði því á vel
tamin meðalhross. Hún tók sem
dæmi hest sem fluttur var út til
Bandaríkjanna og hentaði eiganda
sínum ákaflega vel. Hann var að
vísu 12 vetra gamall, lífsreyndur,
mikið taminn og kunni ýmsar æf-
ingar. Slík hross hentuðu vel á Am-
eríkumarkað en auðvitað væri
æskilegt að selja yngri hross.
Hulda benti einnig á að auðvelt
væri fyrir þá sem ættu ung hross,
hvort sem það væru bændur eða
venjulegir hestamenn, að spekja
trippinog vinna í þeim án mikillar
fyrirhafnar til þess að gera eftir-
leikinn auðveldari.
Vel tamdir hestar
bestu kennararnir
Eyjólfur ísólfsson kennari á Hól-
um sagði að byrjendur þyrftu ein-
mitt vel tamda hesta. Slíkir hestai’
væru bestu kennararnir og knöpun-
um þeirra fer mjög hratt fram í
reiðmennsku. Honum sýndist að
fólk væri óðum að taka sig saman
um bætta tamningu. Áður fyrr hafi
allt verið gert með áhlaupi og ár-
angurinn var skemmdur hestur.
Mikilvægt væri að auka kunnáttu
fólks og breyta viðhorfi til hestsins.
Hann nefndi að Hólaskóli hefði tek-
ið þátt í tilraun um hvaða áhrif
meðhöndlun hefði á folöld. Valin
voru 8 folöld um það bil tveggja
vikna gömul og voru þau meðhöndl-
uð í þrjú til fjögur skipti, samtals í
um það bil klukkustund, áður en
þau fóru á fjall síðastliðið sumar. I
haust voru þessi folöld borin saman
við önnur og kom þar fram mikill
munur. Þau voru nokkuð stygg í
fyrstu en um leið og hönd snerti
þau stóðu þau kyrr og hægt var að
klappa þeim og taka upp lappir.
Hann benti á að með því að
skoða hegðun hrossa í stóði gætum
við aukið kunnáttu okkar og breytt
viðhorfi til þess hvernig hesturinn
er taminn. Kenna þyrfti þeim sem
stunda hvers konar tamningar
skipulögð vinnubrögð og leggja
áherslu á að betri tamning þyrfti
ekki að taka lengri tíma og kostaði
því ekki meira- Magnús Lárusson
reiðkennari tók undir það og sagði
að hægt væri að stytta þann tíma
sem fer í tamninguna en nota hann
á annan hátt en nú er oftast gert.
Mikilvægt væri að gera sér grein
fyrir því að hesturinn getur aðeins
lært þegar hugurinn er í því ást-
andi að hann geti tekið við, t.d.
þegar hesturinn er alveg óhrædd-
ur. Magnús telur auðvelt að skapa
þetta viðhorf og þessar aðstæður
og stefna að því að framleiða staðl-
aða vöru sem seld er með leiðarvísi.
í umræðunum kom meðal annars
einnig fram að margir miðlung-
shestar séu eyðilagðir vegna þess
að tamningamaðurinn reynir að
gera þá að gæðingum. Árangurinn
er oftar en ekki sá að hesturinn
nýtist hvorki sem keppnishestur né
reiðhestur og sé þess vegna óselj-
anleg vara. Hefði hann verið tam-
inn á hans eigin forsendum hefði
hann hins vegar getað nýst vel sem
meðalreiðhestur og hentað stórum
hópi fólks.
Einnig var rætt um að auk þess
að staðla tamningu væri hugsanlegt
að þegar kæmi til útflutnings yrðu
hestarnir flokkaðir í ákveðna flokka
með tilliti til hæfileika og getu.
Vinnuhópi komið á fót
Kristinn Guðnason formaður Fé-
lags tamningamanna lagði til að
stofnaður yrði vinnuhópui’ svo unn-
ið yrði áfram með þær hugmyndir
sem vaknað höfðu á málþinginu.
Hann lagði til að þau Eyjólfur ís-
ólfsson frá Bændaskólanum á Hól-
um, Svanhildur Hall frá Landbún-
aðarháskólanum á Hvanneyri og
Einar Öder Magnússon frá Félagi
tamningamanna skipuðu hópinn og
var það einróma samþykkt.
Hákon Sigurgrímsson deildar-^
stjóri í landbúnaðarráðuneytinu og
formaður Útflutnings- og markað-
snefndar lýsti yfir stuðningi nefnd-
arinnar við endurmenntun hrossa-
bænda og tamningamanna víða um
land og sagði að nefndin væri til-
búin til að styðja við bakið á slíkum
vinnuhópi.
flSTuno.
Blaðbera vantar
Hafnarfjörð - Iðnaðarhverfi.
Athugið, aðeins 20 blöð.
^ Upplýsingar í síma 569 1122.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 i Reykjavík þar sem eru yfir
300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar
Kennarar
Vegna forfalla vantar kennara nú þegar í Víði-
staðaskóla. Um er að ræða kennslu í 7. bekk
og bókasafnskennslu.
Allar upplýsingar gefur skólastjóri, Sigurður
Björgvinsson, í síma 555 2912 og 899 8530.
Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.
Skólaskrifstofa
Hafnarfjarðar
Kennarar
Vegna forfalla vantar kennara nú þegar við
Setbergsskóla. Um er að ræða kennslu 6 ára
barna. Allar upplýsingar gefur skólastjóri,
Loftur Magnússon, í síma 565 1011.
Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.
Húsasmíðameistari
Meistari á lausu, fyrir ný verkefni t.d. innveggi,
hurðaísetningar, parket og innréttingar. Fast
verð eða tímavinna.
Nánari upplýsingar í síma 894 2852.
ÁlU GLYSIN
HÚSNÆÐI I BOÐi
6 herb. íb. í Þingholtunum
Til leigu er 6 herb. íb. á 3. hæð í Þingholtunum.
íbúðin, sem er í toppstandi, getur verið fullbúin
húsgögnum og raftækjum. Góð vinnuaðstaða.
Tvennar svalir. Trjágarður. Rólegt umhverfi.
Tilboð sendist á auglýsingadeild Mbl. merkt:
„Toppíbúð — 9196".
Barcelona
íbúðirtil leigu í miðborg Barcelona.
Gott fyrir fjölskyldur og hópa.
Upplýsingar í síma 899 5863 f.h. (Helen).
FUNOIR/ MANNFAGNAÐUR
Verklegar
framkvæmdir 2000
Útboðsþing
Föstudaginn 28. janúar kl. 14:00 til 17:00 verður
haldinn kynningarfundur um verklegar framkvæmdir
ársins. Gefið verður yfirlit yfir öll helstu útboð
verklegra framkvæmda á vegum ríkisins og
Reykjavíkurborgar. Kynntarverða framkvæmdir
þeirra opinberu stofnana sem mest kveður að á
útboðsmarkaði. Verktökum og öðrum gefst á
fundinum einstakt tækifæri til að skyggnast inn
í verkefnaframboð ársins.
Einnig munu þeir Þorbergur Karlsson formaður
Félags ráðgjafarverkfræðinga og Ólafur Helgi
Ámason lögfræðingur Samtaka iðnaðarins fjalla um
kosti og galla þess að hönnun og eftirlit framkvæmda
sé á einni hendi.
Reykjavíkurborg
Landsvirkjun
Vegagerð ríkisins
Framkvæmdasýsla ríkisins
Siglingastofnun Islands
Ingibjörg Sólrún Gistadóttir
Agnar Olsen
Rögnvatdur Gunnarsson
Óskar Valdimarsson
Jón Leví Hilmarsson
Fundurinn verður haldinn að Hallveigarstíg 1.
Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um
verklegar framkvæmdir.
[ fundartok verður boðið upp á léttar veitingar.
(3)
SAMTOK
IÐNAÐARINS
FÉLAG VINNUVÉLAEIGENDA
Létt spjall á
laugardegi
Laugardaginn 29. jan. kl. 10.30
verður Alfreð Þorsteinsson,
borgarfulltrúi, gestur okkar á
léttspjallsfundi. Fundarefni:
Staðan í Reykjavík. Fundarstað-
ur: Hverfisgata 33, 3. hæð.
Félagar fjölmennið.
Framsóknarfélag Reykjavíkur
KENNSLA
Byrjendajóga í hádeginu
Námskeið frá 7. til 28. feb. milli
kl. 12.00 og 13.00 mán. og mið.
í Heilsugarði Gauja litla.
Jógaleikfimi, öndun og slökun.
Fyrirlestur um mataræði,
hreinsanir og jógaheimspeki
16. feb., kl. 20, innifaiinn.
Guðjón Bergmann, jógakennari,
s. 561 8586, 694 5310, gbergmann@simnet.is
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Uppboð munu byrja ó skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum
1, Selfossi, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Arnarheiði 33, Hveragerði, þingl. eig. Sigriður Ragnhildur Helgadóttir,
gerðarbeiðendur Hveragerðisbær og Ibúðalánasjóður, þriðjudaginn
1. febrúar 2000 kl. 10.00.
Álftarimi 5—7, Selfossi, íb. 0205, 89,0 fm, 6,43% húss, þingl. eig.
Hafþór Bragason og Alda Guðný Sævarsdóttir, gerðarþeiðendur
Álftarimi 5—7, húsfélag og Byggingarsjóður verkamanna, þriðjudag-
inn 1. febrúar 2000 kl. 10.00.
Grashagi 5, Selfossi, þingl. eig. Guðlaug Ásgeirsdóttir, gerðarbeiðandi
Ibúðalánasjóður, þriðjudaginn 1. febrúar 2000 kl. 10.00.
Hrauntunga 3B, Hveragerði.þingl. eig. Anna Kristrún Jónsdóttir,
gerðarbeiðandi Landsbanki íslands hf., höfuðst., þriðjudaginn
1. febrúar 2000 kl. 10.00.
Isabakki, Hrunamannahreppi, þingl. eig. Jón Matthías Helgason,
gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf. og Ingvar Helgason hf„ þriðjudag-
inn 1. febrúar 2000 kl. 10.00.
Sunnuvegur 14, Selfossi, neðri hæð, 58,9%, þingl. eig. Karl Ómar
Ársælsson, gerðarbeiðendur Almenna málflutningsstofan sf„ Ibúða-
lánasjóður og Landsbanki íslands hf„ lögfrd., þriðjudaginn 1. febrúar
2000 kl. 10.00.
Túngata 31B, Eyrarbakka, þingl. eig. Jón Gíslason, gerðarbeiðendur
Lifeyrissjóður starfsmanna ríkisins B-deild og sýslumaðurinn á Selfossi,
þriðjudaginn 1. febrúar 2000 kl. 10.00.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
27. janúar 2000.
T!l_ SOLU
Alvöru rakarastólar
með fótpumpu til sölu ásamt veggþurrkum
(Wella), hjólaborðum, hárkollum, plasthausum,
gínum o.fl.
Upplýsingar í síma 896 2415 frá kl. 10 — 18.