Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ 26 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 ERLENT Skæruliðarnir í Grosní láta engan bilbug á sér fínna þrátt fyrir linnulaust sprengjuregn Geta Rússar unnið fullnaðarsigur í Tsjetsjníu? Átökin í Tsjetsjníu hafa nú staðið í rúma fjóra mánuði og fátt bendir til þess að rússnesku hersveitunum takist að brjóta tsjetsjensku skærul- iðana á bak aftur á næstunni því þeir hafa þvert á móti sótt í sig veðrið á síðustu vikum. Tæpir tveir mánuðir eru liðnir frá því Rússar sögðust hafa umkringt Grosní, höfuðstað Tsjetsjníu, og skipuðu borgarbúun- um að hafa sig á brott, ella ættu þeir á hættu að falla í lokaárásum rúss- neskra hersveita á borgina. Síðan hafa þeir skotið þúsundum sprengna og flugskeyta á borgina en hvorki hefur gengið né rekið í sókn hersins í Grosní. Margir efast því um að Rúss- um takist að vinna fullnaðarsigur á skæruliðunum nema þeir breyti að- ferðum sínum og hætti á að mann- fallið meðal rússnesku hermannanna stóraukist. Hersveitirnar hófu sókn inn í mið- borg Grosní fyrir tólf dögum en hjarta borgarinnar er enn á valdi Miami Beach. AFP, AP. ÖMMUR kúbverska flóttadrengs- ins Elians Gonzalez héldu til Was- hington í gær til að freista þess að fá bandaríska þingmenn til að viður- kenna forræði föður hans og láta af tilraunum sínum til að gera dreng- inn að bandarískum ríkisborgara. Daginn áður höfðu konurnar hitt drenginn á Flórída í fyrsta sinn frá því hann fannst á hjólbarðaslöngu í sjónum undan strönd Bandaríkj- anna 25. nóvember. Ömmumar hittu drenginn á „hlutlausum stað“ á Miami Beach, heimili nunnunnar Jeanne O’La- ughlin, rektors Barry-háskóla. Kon- urnar færðu drengnum albúm með myndum af fjölskyldu hans og vin- um á Kúbu. Þau léku sér einnig að uppstoppuðum dýrum og teiknuðu, að sögn nunnunnar Peggy Albert, sem fylgdist með endurfundunum. „Það tók hann dálítinn tíma að átta sig á hlutunum en hann varð mjög kátur eftir smástund,“ sagði Albert. „Þær tóku hann upp og föðmuðu hann. Þær skulfu dálítið,“ sagði önnur nunna og bætti við að ömmurnar hefðu verið í sjöunda himni þegar þær sáu drenginn, knúsað hann og kysst. Um 200 manns stóðu fyrir utan húsið þegar konurnar komu þangað; nokkrir þeirra köstuðu blómum á bíl þeirra og fögnuðu en aðrir púuðu. Konurnar fóru til Bandaríkjanna í því skyni að knýja á um að dreng- urinn yrði sendur til föður síns sem skæruliðanna. Rússar hafa lagt áherslu á að leggja undir sig Min- utka-torg í miðborginni en það hefur gengið mjög hægt vegna leyni- skyttna á þökum bygginga í grennd- inni. Nokkrir rússneskir fjölmiðlar segjast hafa heimildir fyrir því að á degi hverjum falli allt að 50 hermenn í átökunum í Grosní. Lærðu af mistökunum í fyrra stríðinu Þegar hernaðaraðgerðirnar hóf- ust lögðu rússnesk stjómvöld áherslu á að forðast mikið mannfall, enda höfðu þau lært af mistökum hersins í stríðinu á árunum 1994-96 sem lauk með auðmýkjandi ósigri Rússa. Rússneskar hersveitir urðu fyrir miklu mannfalli þegar þær réð- ust inn í Grosní árið 1994, m.a. vegna þess að hermennimir höfðu ekki fengið næga þjálfun í hemaði gegn skæraliðum, auk þess sem Rússar höfðu ekki aflað sér nægra upplýs- hefur krafist þess að fá hann tafar- laust til sín á Kúbu. Bandarísk inn- flytjendayfirvöld hafa úrskurðað að senda eigi drenginn til Kúbu en ætt- ingjar hans í Miami hafa óskað eftir því að dómstóll á Flórída hnekki þeim úrskurði. Þeir hafa einnig skorað á þingið að veita drengnum ríkisborgararétt eða varanlegt dval- arleyfi í Bandaríkjunum. Móðir drengsins og stjúpi drakknuðu ásamt átta öðrum Kúbu- mönnum þegar bát þeirra hvolfdi á flótta til Bandaríkjanna. Drengur- inn fannst hins vegar á hjólbarða- slöngu undan strönd Flórída og ætt- ingjar hans þar segja að virða beri þá ósk móður hans að hann dvelji í Bandaríkjunum. Forræðisdeilan varð að hitamáli í Bandaríkjunum og kúbverskir útlagar hafa lagt fast að þinginu að veita honum ríkis- borgararétt eða dvalarleyfi í Banda- ríkjunum en skoðanakannanir benda til þess að þorri Bandaríkja- manna vilji að hann verði sendur til föður síns á Kúbu. Var ekki leyft að hringja til Kúbu Lögfræðingur ættingjanna í Mi- ami sagði að ömmumar hefðu sýnt lítinn áhuga á að hitta þá. Önnur þeirra hefði reynt að hringja til Kúbu, hugsanlega í því skyni að fá Elian til að tala við föður sinn. O’Laughlin hefði hins vegar komið í veg fyrir það og sagt að konumar inga um varnir Tsjetsjena. Rússar sendu þá skriðdreka inn í Grosní og margir þeirra reyndust auðveld skotmörk, nánast dauðagildrar, á götum borgarinnar. Rússneski herinn er nú mun var- færnari í árásunum á Grosní og hef- ur einkum reitt sig á lofthemað og stórskotaliðsárásir úr mikilli fjar- lægð. Herinn beitir einnig brynvögn- um sem era hentugri til bardaga í borgum en skriðdrekar. Skæraliðamir veita enn harða mótspyrnu þrátt fyrir sprengjuregn- ið og hafa komið sér vel fyrir í byrgj- um og háhýsum í borginni. Dæmi era jafnvel um að skæraliðar hafist við á millihæðum bygginga þótt her- mennimir hafi náð jarðhæðum og þökum þeirra á sitt vald. Sprengju- og loftárásir hafa því ekki dugað til að hrekja skæraliðana frá Grosní. Yfirmenn rússnesku her- sveitanna vita að þær verða að her- taka alla borgina og til þess þurfa mættu ekki tala í farsíma meðan þær væra hjá drengnum. Konumar ætluðu að hitta dreng- inn á mánudag en af því varð ekki þar sem samningaviðræður um end- urfundina bára ekki árangur. Ætt- ingjar drengsins óttuðust að kon- urnar hefðu skjöl sem sýndu að faðirinn hefði veitt þeim forræði yfir drengnum, þannig að þær gætu tek- ið hann með sér til Kúbu. Eftir langt þóf blandaði bandaríska dómsmál- aráðuneytið sér í deiluna og fyrir- skipaði ættingjum drengsins að fara með hann á heimili O’Laughlin til að ömmur hans gætu hitt hann. þær að berjast í návígi. Það er þó hægara sagt en gert því hermenn- imir era ekki nógu vel þjálfaðir og skæraliðarnir erfiðir viðureignar. Nota holræsin til að Iaumast á milli staða Tsjetsjenar halda sig við sömu að- ferðina og þeir hafa beitt í átökum við Rússa síðustu tvær aldimar; gera áhlaup og hörfa á víxl. Skæraliðarnir í Grosní laumast milli staða með því að nota holræsi, skotgrafir og jafnvel jarðgöng á milli bygginga. Hermennirnir hafa einnig átt í vandræðum vegna þess að erfitt er fyrir þá að gera greinarmun á skæraliðum og saklausum borgur- um. Rússneskir hermenn hafa til að mynda kvartað yfir því að þeir hafi orðið fyrir árásum manna, sem þótt- ust vera flóttamenn. AP Um tíma var talið að ekkert yrði af endurfundunum í fyrradag þar sem konumar biðu í tvær klukku- stundir á flugvellmum í Miami eftir komuna þangað. Ástæðan var sú að þær voru hræddar við að fara á heimili O’Laughlin þar sem þær höfðu frétt að kúbverskir andstæð- ingar Fidels Castros væra í næsta húsi. Þeir féllust á að fara úr húsinu. Konumar héldu strax til Washington eftir endurfundinn til að ræða við þingmenn og skora á þá að hafna því að drengnum yrði veitt- ur ríkisborgararéttur í Bandaríkj- unum. Tsjetsjenar skiptust einnig á um að berjast í fyrra stríðinu, þannig að maður sem var venjulegur heimilis- faðir einn daginn varð að skæraliða daginn eftir þar til hann sneri aftur heim til að safna kröftum. Margir telja því að ógjörningur verði fyrir Rússa að vinna fullnaðar- sigur á skæruliðunum nema þeir breyti aðferðum sínum og veigri sér ekki við því að berjast í návígi. Með því að reiða sig minna á sprengju- og lofthemað taka þeir hins vegar mikla áhættu því líklegt er að mann- fallið haldi þá áfram að aukast. Hermenn seldu skæruliðum vopn Ein af ástæðum þess að auðvelt er fyrir skæraliðana að halda hernaðin- um áfram er að vopnin sem þeir nota era ódýr og auðfengin. Þeir beita einkum sjálfvirkum rifflum og sprengjum og talið er að megnið af vopnunum sé úr rússneskum her- stöðvum sem skæraliðarnir lögðu undir sig í fyrra stríðinu. Einnig eru mörg dæmi um að rússneskir her- menn hafi selt skæraliðunum vopn. Til að mynda era liðsmenn rúss- neskrar skriðdrekasveitar sagðir hafa selt sprengjur úr skriðdrekum sínum eftir að innrásin í Tsjetsjníu hófst í haust. Ennfremur er talið að Tsjetsjenar hafi fengið vopn frá grannríkjunum Georgíu og Aserbaídsjan, meðal annars úr rússneskri herstöð í Georgíu. Fjármagnað með glæpastarf- semi og stuðningi múslima Skæraliðamir hafa fjármagnað hernaðinn með skipulagðri glæpa- starfsemi, svo sem peningafölsun, eiturlyfjasölu og gíslatöku. Þeir hafa einnig fengið fé frá auðugum stuðn- ingsmönnum sínum, sem stunda lög- leg viðskipti, og róttækum múslim- um erlendis sem hafa lýst yfir „heilögu stríði" við Rússa. Áætlað er að fjárhagsstuðningur íslamskra hreyfinga við Tsjetsjena nemi hundraðum milljóna króna. Múslimaleiðtoginn Omar Bakri- Mohammed, sem býr í London, hef- ur sagt að stuðningsmenn sínir hafi ekki aðeins sent peninga heldur einnig hundrað sjálfboðaliða til Tsjetsjníu. Sjálfboðaliðarnir era sagðir ganga í íslamska hreyfingu undir stjórn Sádi-Arabans Osama Bin Laden, sem er granaður um að hafa staðið fyrir sprengjuárásum á bandarísku sendiráðin í Kenýa og Tansaníu sem urðu 224 að bana árið 1998. Talið er að sjálfboðaliðarnir séu þjálfaðir í Pakistan. Rússar hafa reynt að loka landa- mæranum að Tsjetsjníu til að koma í veg fyrir að skæraliðunum berist vopn, fé og liðsauki frá stuðnings- mönnum sínum erlendis. Þeir hafa aðeins náð fjórðungi landamæranna að Georgíu á sitt vald og talið er að mjög erfitt verði fyrir þá að loka þeim algjörlega þar sem þau liggja um einn hæsta fjallgarð Evrópu. Ólíklegt þykir að það verði reynt í vetur meðan enn er barist í Grosní og öðrum svæðum í Tsjetsjníu. Ömmur kúbverska flottadrengsins hitta hann á Flórída Skora á þing- menn að viður- kenna forræði föðurins Elian Gonzalez kemur á heimili ættingja sinna í Miami með frænda sín- um og frænku eftir að hafa hitt ömmur sínar í fyrsta sinn frá því honum var bjargað undan strönd Flórída. Ert þú á strikinu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.