Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yfírlæknar öldrunarsviðs og handlækningadeildar um yfírvofandi þjónustuskerðingu Ákvarðanir í engu samræmi við raun- veruleika og þörf Morgunblaðið/Ami Sæberg Skurðaðgerðum fækkar liklega um 700 á árinu. Öllum tegundum aðgerða verður fækkað, engum sérstaklega meira en öðrum. Yfírlæknar við sjúkra- húsin í Reykjavík telja fyrirhugaðan samdrátt á öldrunar- og hand- lækningadeildum mjög alvarlegan. Fækkun rúma á öldrunardeildum muni aðeins auka vand- ann á öðrum deildum og á heimilum. UM MÁNAÐAMÓTIN verða fjár- hagsáætlanir stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík lagðar fram. Stefnt er að því að skipuleggja þjónustu þeirra þannig að reksturinn verði innan ramma fjárlaga og liggur fyrir að skerða þurfi þjónustu á ýmsum svið- um til að það markmið náist. Á öldrunarlækningadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur í Fossvogi verður plássum fækkað í tvennu lagi á þessu ári. Þeim hefur þegar verið fækkað úr 25 í 15 og er ætlunin að fækka þeim um níu til viðbótar í október, þannig að einungis sex verði eftir. Pálmi V. Jónsson, forstöðulæknir öldrunarsviðsins, segir að þeim hrjósi hugur við þeirri tilhugsun um að fækka plássum ennfrekar. Hann segist vona að ákvörðunin um seinni hluta fækkunarinnar komi aldrei til framkvæmda, en Magnús Péturs- son, forstjóri sjúkrahúsanna í Reykjavík, hafi gefið fyrirheit um að húnverði endurskoðuð. „Ég verð að trúa því að það verði reynt að taka á móti veiku fólki á spítalanum. En með þessari fækkun á plássum hækkar þröskuldurinn fyrir innlögnum og það hlýtur að skila sér sem aukið álag bæði í heimahúsum og á öðrum deildum sjúkrahússins. Þama er því verið að taka ákvarðanir sem eru í engu sam- ræmi við raunveruleikann og þörf- ina,“ segir Pálmi. Til þess að mæta fyrri hluta fækk- unarinnai- segist Pálmi vona að hægt verði að taka upp sjúkrahústengda heimaþjónustu, þar sem annast yrði um fólk með sértæk vandamál heima tímabundið á meðan þess væri þörf. Þannig yrði til dæmis hægt að senda fólk fyrr heim eftir aðgerðir og gæti hluti af endurhæfingu þannig farið fram heima. Fækkun plássa fyrir aldraða hefur áhrif á alla starfsemi Hann segir það jafnframt alvar- lega staðreynd að 180 aldraðir séu á biðlista eftir hjúkrunarrými og að 30 til 40% þessa hóps séu of veik til að bíða heima hjá sér. Pálmi bendir á að fækkun plássa á bráðaöldrunarlækningadeildinni hafi áhrif á starfsemi alls spítalans því erfiðara verði að koma fyrir því aldraða fólki, sem komi í bráðatilfell- um inn á spítalann. Reynt sé að koma fólki fyrir á göngum eða þá á öðrum sérhæfðum deildum sjúkra- hússins. „En það er mjög slæmt, bæði fyrir starfsemi sérhæfðu deildanna og líka fyrir aldraða fólkið, en það er mjög mikilvægt að aldraðir fái þá sérhæfðu þjónustu sem veitt er á öldrunarlækningadeildinni. Við er- um að sinna fólki sem er með mjög flókna sjúkdóma, með marga sjúk- dóma og á mörgum lyfjum. Það er jafnvel bæði með andlega og líkam- lega sjúkdóma og sem dæmi getur fólk verið of andlega veikt til að vera á hjartadeild og of hjartveikt til að vera á geðdeild. Þannig fólki er best þjónað á öldrunarlækningadeild.“ Auk þess sem þjónustan við þá öldruðu verði lakari segir Pálmi að aukið álag á aðrar sérhæfðar deildir sjúkrahússins verði til að minnka skilvirkni þeirra hvað varðar þau sérhæfðu vandamál sem þeim sé ætlað að leysa. Aldraðir muni einnig taka upp legurými þar og þannig lengist biðlistar fyrir aðra. Pálmi leggur áherslu á mikilvægi bráðaöldrunarlækningardeildarinn- ar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Foss- vogi og segir að deild sem getur brugðist brátt við með rannsóknum og tækni, en sé einnig sérhæfð á sviði öldrunar, verði að vera til. Skurðaðgerðum fækkar um allt að 20% á árinu „Við erum með góða öldrunar- þjónustu á Landakoti, en það er ekki eðlilegt að reikna með að hægt sé að sinna þörfum allra þar, því þar er ekki sama bráðaþjónustan og sami aðgangur að tækni og í Fossvogi. Þess vegna verður ákveðinn hluti af þeim hópi sem á heima á öldrunar- lækningadeild að vera á bráða- sjúkrahúsinu fyrst um sinn,“ segir Pálmi. Á handlækningadeild Landspítal- ans stefnir einnig í mikla þjónustu- skerðingu og mun skurðaðgerðum fækka um allt að 20% á árinu. Jónas Magnússon, sviðstjóri handlækningadeildarinnar, segir að við þeim blasi lokun heillar legu- deildar og skurðstofu, þannig að að- gerðum fækki líklega um sjö hundr- uð. Hann segir að utan dagvinnutíma verði ekki mögulegt að gera neinar aðgerðir nema bráða- aðgerðir. Jónas segir að samkvæmt saman- tekt Landlæknis, sem gerð var í des- ember síðastliðnum, voru tæplega 2.200 manns á biðlista eftir skurðað- gerð, en í stað þess að gerðar verði um 5.000 aðgerðir á árinu verði þær rúmlega 4.000. Hann segir stefnt að því að öllum tegundum aðgerða verði fækkað, engum sérstaklega meira en öðrum. „Mér finnst dapur- legt að þurfa að koma með svona til- lögur en við höfum bara ekki úr meiri peningum að spila. Svona eru aðstæður, það er orðið alvanalegt að fólk með lífshættulega sjúkdóma þurfi að bíða lengi eftir aðgerð og er- um við orðnir mjög órólegir með ákveðinn fjölda sjúklinga á biðlistun- um. Við höfum bara ekki önnur ráð.“ Fresta aðgerðum sem er bara hægt að gera á spítölum Jónas segir að margir séu það lengi á biðlistum að þeir veikist þannig að gera þurfi á þeim bráðaað- gerð og það sé ekki aðeins hættu- legra heldur einnig óhagkvæmara en að gera aðgerð í dagvinnu við skipulegar aðstæður. Aðspurður segist Jónas ekki sjá neinar lausnir fyrir það fólk sem þarf nú að bíða enn lengur eftir að- gerðum. „Það er ekki hægt að gera þær aðgerðir sem við gerum hér á spítalanum, á læknastofum. Þær að- gerðir sem er mögulegt að gera á stofum eru allar farnar héðan fyrir löngu síðan. Það er því verið að stoppa aðgerðir sem hvergi annars staðar eru gerðar en í spítalaum- hverfi." Aðspurður segir Jónas hugsan- legt að fólk sem sé orðið langþreytt á því að bíða eftir skurðaðgerð leiti til útlanda. „Það er hugsanlegt að það leiti annað, ég veit ekki til hvaða ráða fólk tekur sjálft. Við tókum hjartaaðgerðir inn í landið á sínum tíma, öllum til ánægju og má segja að allar aðrar aðgerðir séu einnig gerðar hér. Það er náttúrlega aftur- för ef fólk þarf að leita til útlanda eft- ir aðgerðum á nýjan leik.“ Að Qármagn fylgi verkum Jónas telur að fjármögnunarkerfi sjúkrahúsanna hafi gengið sér til húðar og að starfsemin þeirra sé í greipum fastra fjárlaga. „Það tala allir um að það eigi að reka ríkisstofnanir eins og fyrirtæki. En það vantar gjörsamlega í fjár- mögnungarkerfið eins og það er, að peningar fylgi verkunum. Það vant- ar sátt um að hver aðgerð, kosti ákveðna upphæð. Árlega fáum við bara flata summu og þegar þjóðinni fjölgar eða þegar aukin veikindi eru, þá aukast bara fjárhagsvandræðin. Þannig að ef ég framkvæmi fleiri að- gerðir en í fyn-a eykst vandinn og er þetta gjörsamlega úr sér gengið kerfi í nútímaþjóðfélagi.“ Jónas telur nauðsynlegt að breyta stjórnkerfi sjúkrahúsanna og segir að ekki gangi að reka þau eins og gert sé í dag. „Það vita allir að spítölunum næg- ir ekki sú fjárveiting sem þeir fá, miðað við þær kröfur sem eru gerðar til þeiira. Það verður að fara að horfa á spítalana eins og hvert annað þjónustufyrii-tæki og reka þá þannig og stjórna þeim þannig," segir Jón- as. Telur dómskerfíð verða að að- hlátursefni ef Briggs fær bætur SKARPHÉÐINN Þórisson ríkis- lögmaður sagði í varnarræðu sinni í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur í skaðabótamáli Kios Briggs á hend- ur ríkinu, að íslenskt dómskerfi yrði að aðhlátursefni um allan hinn sið- menntaða heim ef Briggs yrðu dæmdar bætur frá íslenska ríkinu vegna gæsluvarðhalds Og farbanns, sem Briggs sætti á meðan rannsókn á meintu e-töflusmygli fór fram. Ríkislögmaður sagði að hin 27 milljóna króna krafa væri óeðlileg af siðferðilegum ástæðum og ekki í neinu samræmi við réttarvitund al- mennings. Helgi Jóhannesson, lögmaður Briggs, sagði að útiloka þyrfti dóm- stól götunnar í málinu og gætu dómarar og lögmenn ekki leyft sér að þóknast almenningi við meðferð þess. Briggs sjálfur væri ekki til umræðu í málinu heldur fyrst og fremst sýkna hans. Jafnvel væri krafa Briggs of lág enda væri hvorki til verðlisti yfir frelsissvipt- ingu né yfir hvað það kostaði að vera frægasti maðurinn á Islandi að endemum. Ekki skylt að dæma Briggs bætur Ríkislögmaður lagði á það áherslu að dómara væri samkvæmt lögum ekki skylt að dæma saklaus- um mönnum skaðabætur vegna frelsisskerðingar eins og þeirrar sem hér um ræddi og sagði ekkert liggja fyrir um að aðgerðir gegn Briggs hefðu verið ólögmætar enda hefðu uppkveðnir gæsluvarðhalds- úrskurðir verið undir smásjá Hæstaréttar á meðan hann var í haldi lögreglunnar. Allar þvingun- araðgerðir hefðu því verið eðlilegar og lögmætar og því lögmæti hefði Briggs ekki hnekkt. Við rannsókn málsins hefði Briggs ítrekað verið staðinn að ósannindum og drepið rannsókn málsins á dreif. Með öðr- um orðum hefði Briggs ekki getað dregið lögmæti gæsluvarðhaldsins í efa og því ætti hann ekki rétt á bót- um úr hendi ríkisins. Sagði ríkislög- maður að dómari ætti að leggja á það mat hvað hefði raunverulega gerst og meta málið út frá stað- reyndum um hið mikla magn e-taflna, sem fannst á Briggs, og allt hans atferli í málinu. Krafa Briggs á hendur ríkinu væri án allra dómafordæma og viðmiðana og ekki væri ástæða til að bæta Briggs upp mannorðsmissi, því mannorð hans væri að engu orðið eftir handtöku hans og fangelsisrefsingu í Dan- mörku vegna e-töflusmygls í haust. Lögmaður Briggs lagði á það áherslu að dómara væri óheimilt að endurmeta sök Briggs og öll með- ferð þessa máls yrði að taka mið af því að Briggs hefði setið saklaus í gæsluvarðhaldi frá 1. september til maíloka og verið í farbanni fram til 16. júlí þegar Hæstiréttur sýknaði hann af ákæru ríkissaksóknara. I stjórnarksrá lýðveldisins væru skýlaus ákvæði um að dæma bæri saklausum mönnum skaðabætur og hefðu slík mannréttindaviðhorf ver- ið sett í lög fyrir áratugum. Með því að saklausir menn ættu rétt á skaðabótum vegna frelsissviptingai- væri ríkinu sýnt nauðsynlegt aðhald og yrði samfélagið að takast á við þann kostnað sem hlytist af því að hneppa saklausa menn í gæsluvarð- hald. Yekur at- hygli á líf- færagjöfum HAFINN er undirbúningur bækl- ings á vegum landlæknisembættis- ins til að vekja athygli á þýðingu líf- færagjafar. Mörg líffæri hafa undanfarin ár fengist úr látnum Is- lendingum sem miðlað hefur verið til líffæraþega gegnum noixæna sam- starfið í Scandiatransplant í Gauta- borg. Sigurður Guðmundsson landlækn- ir sagði í samtali við Morgunblaðið að íslendingar væru fúsir til að gefa líffæri sín og allt að 75% ættingja lát- inna samþykktu slíka gjöf. Hann sagði nauðsynlegt að vekja á ný at- hygli á þýðingu líffæragjafa en slíkt var gert fýrir nokkrum árum með út- gáfu sérstakra korta sem menn bera á sér. Sagði landlæknir koma til greina að menn bæru á sér einhvers konar yfirlýsingu þar sem þeir gæfu þennan vilja sinn til kynna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.