Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Landnám og kristnitaka verkefni þemadaga í Giljaskóla Skemmti- legt í skólanum NEMENDUR Giljaskóla hafa síð- ustu daga verið að vinna við þema- verkefni sem tengist árþúsundi og er litið til baka í túnann um 1000 ár. Helstu verkefni þemadaganna eru þar af leiðandi landnám og kristni- taka og er horft til þessara þátta frá ýmsurn sjónarhomum. Börnunum er skipt niður í hópa þvert á aldur þannig að böm á ýmsum aldri vinna saman að verkefnunum. Alls er unn- ið við ellefu verkefhi og em þau afar fjölbreytileg. Meðal þess sem unnið er að er goðatrú, kristnitaka, einn hópur er að útbúa bænahús, annar skoðar skipakost og siglingar og enn annar húsakost og í því skyni er útbúið hlóðareldhús. Þá em fþróttir fornmanna til umfjöllunar, sem og leikir til foma, en þeir sem þann hóp fylla útbúa taflborð og skera menn út í tré. Tónlist og dansi em gerð skil og myndmennt einnig svo fleiri dæmi séu tekin af því sem hinir at- orkusömu nemendur Giljaskóla hafa verið að vinna að í vikunni. í einni skólastofunni var hópur barna í 1. til 6. bekk að vinna að ýmsu því er tengist goðafræði. Bömin höfðu gert ótal teikningar sem sýndu atburðina Ijóslifandi en þau höfðu líka búið til eins konar leikbrúður, þannig mátti sjá Hel sitja í sæti sínu og Fenrisúlfurinn gnæfði í öllu súiu veldi uppi á borði við hlið hins eineygða Óðins. Þær Silja og Vigdís vom að leggja loka- hönd á gerð einnar slíkrar brúðu. „Þetta er Baldur,“ sögðu þær og klipptu í óða önn niður hár til að setja á höfuð hans. Þeim þótt hár hans nokkuð sítt en kennarinn benti á að allar hetjur hefðu verið með sítt hár og létu þær gott heita. „Við er- um búnar að klæða hann í föt, mála beltið hans og fullt fleira," sögðu vinkonumar. „Það er miklu skemmtilegra í skólanum þegar em þemadagar," bættu þær svo við. Morgunblaðið/Kristján Silja og Vigdís í óðaönn að klippa niður hár á Baldur en að baki þeim má m.a. sjá Óðin og Fenrisúlfinn ógurlega. Landnám og kristnitaka eru helstu verkefni nemenda í Giljaskóla á þemadögum sem staðið hafa yfir þar í vikunni. Hér em ungar stúikur að mála veggmynd. Dæmdur fyrir árás á konu KARLMAÐUR á fimmtugsaldri , sem gegnir embætti sóknarprests á Möðruvöllum í Hörgárdal ,hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 45 daga fangelsi , skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir líkamsárás. Þá var honum gert að greiða brotaþola tæplega 160 þús- und krónur auk vaxta sem og sakar- kostnað. Höfðað var mál á hendur mannin- um fyrir líkamsárás fyrr í þessum mánuði, með því að hafa um mið- nætti miðvikudagskvöldið 8. sept- ember síðastliðinn og aðfaranótt 9. september ráðist að konu í sumar- bústað að Snorrastöðum í Borgar- firði, tekið hana hálstaki, barið höfði hennar við gólf auk þess að sparka í kvið hennar, bak og fætur. Síðar eft- ir að hún hafði veitt honum kinnhest tók hann hana aftur hálstaki og lamdi höfði hennar ítrekað í gólfið, sneri upp á handlegg hennar og sparkaði í hana jafnframt því sem hann dró hana fram og til baka á ökklunum. Hlaut konan áverka í kjölfar árásarinnar. Málsatvik eru þau að maðurinn og konan dvöldu í nokkra daga í sumar- bústaðnum, en urðu ósátt umrætt kvöld og kom til átaka þeirra á milli. Fljótlega að þeim loknum yfirgaf maðurinn bústaðinn en konan dvaldi þar áfram um nóttina, en ók í Borg- ames daginn eftir og leitaði þar læknis. Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að til átaka hefði komið milli þeirra, en hann kvað lýsinguna á þeim hins vegar fjarri lagi, en vildi ekki lýsa þeim að öðru leyti en hann teldi kon- una eiga upptökin að þeim. Framburður konunnar lagður til grundvallar Dómnum þótti mega leggja fram- burð konunnar til grundvallar og taldi því sannað að maðurinn hefði veist að henni með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka af. Konan gerði kröfu um skaða- og miskabætur að upphæð tæplega 900 þúsund krónur. í Héraðsdómi Norðurlands eystra þóttu miskabætur hæfilega ákveðn- ar 80 þúsund krónur en samtals með rökstuddum bótakröfum nemur upphæðin um 160 þúsund krónur. 75 ára afmæli Akureyrardeildar Rauða krossins AKUREYRARDEILD Rauða kross Islands verður 75 ára á morgun, laugardaginn 29. janúar og af því tilefni gefst bæjarbúum og nær- sveitarmönnum tækifæri á að kynnast starfseminni í húsnæði deildarinnar að Viðjulundi 2 frá kl. 13 til 17 á afmælisdaginn og þiggja þar veitingar um leið. Það var að frumkvæði Stein- gríms Matthíassonar, þáverandi héraðslæknis, að Rauða kross fé- lag var stofnað á Akureyri, 29. janúar 1925. Markmið félagsins hefur allt frá upphafi verið fyrst og fremst að hlúa að þeim sem eiga um sárt að binda og veita sem flestu fólki tækifæri til einhverrar reisnar, þótt eymd og hörmungar hafi steðjað að. Félag eins og Rauði krossinn byggir að miklu leyti á öflugu sjálfboðaliðastarfi sem og velvild og stuðningi al- mennings. Jeppa- málið óupplýst LÖGREGLAN á Akureyri hefur enn ekki upplýst hver það var sem tók jeppann sem fór í gegnum rúðu á Hár- snyrtistofunni Zone við Strandgötu ófrjálsri hendi í fyrrakvöld. Jeppinn, sem er sjálfskipt- ur, hafði Verið skilinn eftir af eigandanum í gangi við fisk- búðina sem stendur á bak við Zone. Þar var hann tekinn óf- rjálsri hendi, ekið fram fyrir hús en skilinn þar eftir í bakkgír með fyrrgreindum af- leiðingum. Starfsfólki og við- skiptavinum Zone varð ekki meint af en nokkrar skemmd- ir urðu á húsnæðinu. Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkju- skóli á morgun, laugardaginn 29. janúar kl. 11. í Svalbarðskirkju. Kyrrðarstund kl. 21 á sunnudags- kvöld, 30. janúar. Kirkjuskóli i Grenivíkurkirkju kl. 13.30 á laug- ardag. MOÐRUVALLAPRESTAKALL: Sameiginleg kvöldguðsþjónusta fyrir allt prestakallið verður í Möðruvallakirkju í Hörgárdal næstkomandi sunnudag, 30. jan- úar, og hefst kl. 20.30. Kór kirkjunnar syngur, organisti Birgir Helgason. Snæfell dregur saman seglin í Hrísey Pökkunarstöðin flutt til Dalvíkur SÍÐASTI vinnudaginn í pökkunar- stöð Snæfells í Hrísey var í fyrradag og hafa vélar og tæki þegar verið fluttar til Dalvíkur, þar sem Snæfell hefur reist um 700 fermetra húsnæði undir pökkunarstöðina. Stefnt er að því að prufukeyra tækjabúnaðinn í nýja húsinu á þriðjudaginn í næstu viku. Að sögn Gunnars Aðalbjörnsson- ar, rekstrarstjóra Snæfells á Dalvík, er síðasti vinnudagurinn hjá Snæfelli í Hrísey nk. mánudag hjá því fólki sem er á þriggja mánaða uppsagnar- fresti en þeir starfsmenn sem eru með lengri uppsagnarfrest munu vinna í laxareykingunni og öðrum til- fallandi verkefnum.Við flutning pökkunarstöðvarinnar til Dalvíkur missa Hríseyingar 12 heil störf í burtu en að sögn Gunnars hafa 8 starfsmenn verið ráðnir í pökkunar- stöðina á Dalvík. „Hríseyingar vilja ekki koma í vinnu til Dalvíkur." Hlutafélag um laxareykinguna Gífurlegur titringur varð í Hrísey sl. haust þegar spurðist út að Snæfell hefði ákveðið að færa pökkunarstöð félagsins til Dalvíkur. Eftir að það var svo gert opinbert, héldu heima- menn borgarafund þar sem stjórn KEA, sem aðaleigandi Snæfells, var harðlega gagnrýnd. Auk þess skor- Morgunblaðið/Kristján Snæfell hefur reist um 700 fermetra húsnæði á Dalvík undir pökkunar- stöðina sem þangað hefur verið flutt frá Hrísey. Hér er Guðmundur Sig- fússon múrameistari að leggja í gólfið á nýja húsinu. uðu Hríseyingar á forsvarsmenn KEA að koma til fundar við heima- menn, sem þeir og gerðu. Önnur starfsemi á vegum Snæ- fells í Hrísey hefur falist í ýmiss kon- ar vinnslu í smáum stíl í frystihúsinu og í því að reykja lax til útflutnings. Stefnt er að því að stofna sérstakt hlutafélag á allra næstu dögum um laxareykinguna. Gert er ráð fyrir að Snæfell muni eiga minnihluta í því hlutafélagi í upphafi en félagið stefn- ir svo að því að draga sig út úr rekstrinum í Hrísey í framtíðinni. Tónleikar í Akur- eyrar- kirkju SIGRÚN Eðvaldsdóttir fiðlu- leikari og Philip Jenkins píanó- leikari halda tónleika á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju á morgun, laugardaginn 29. janúar, kl. 17. Þau flytja þrjár sónötur eftir Mozart, Beethoven og Prokof- ieff. Sigrún Eðvaldsdóttir er einn af okkar snjöllustu fiðluleikur- um og starfar nú sem konsert- meistari Sinfóníuhljómsveitar íslands. Philip Jenkins gegnir stöðu yfirprófessors í píanódeild Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow. Hann kenndi um árabil við Tónlistarskólann á Akureyri og komu þá margir innlendir og erlendir listamenn til tónleika- halds með honum á vegum skólans og Tónlistarfélags Ak- ureyrar. Má þar m.a. nefna fiðluleikarann Ionu Brown. Meðan hann dvaldi hér á Akur- eyri lék Philip Jenkins allar píanósónötur Mozarts á kynn- ingum sem Tónlistarfélag Ak- ureyrar stóð fyrir. Einnig fluttu þau Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari hér á Akur- eyri allar sónötur Beethovens fyrir fiðlu og píanó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.