Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 53 + Sigríður J. Breið- fjörð fæddist á Mýrarlóni við Eyja- Qörð 21. maí 1914. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Sunnu- hlíð, Kópavogi, 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónasína Helga- dóttir og Jón Ólafs- son. Sigríður átti 14 alsystkini og 7 hálf- systkini. Eftirlifandi bræður Sigríðar eru Þorsteinn Jónsson og Jóhannes G. Jónsson. Hinn 13. mars 1943 giftist Sig- ríður Guðmundi E. BreiðQörð, trésmið, f. 8. maí 1888, d. 21. febr- úar 1964. Eignuðust þau fimm börn, fyrir átti Sigríður einn son. 1) Sturla Snorrason, rafvirkja- meistari, f. 27. janúar 1940, kvæntur Maríu Ingibergsdóttur, f. 5. desember 1945, börn þeirra eru: a) Sigríður, gift Aðalsteini Aðalsteinssyni, eiga þau Aðalstein Emil, fyrir á Sigríður Tinnu. b) Emilía, gift Gunnari Norðdahl, eiga þau Hrafn, Sturlu og Heklu. c) Þórður, kvæntur Guðrúnu Bjamadóttur, fyrir átti Sturla, d) Ásmund Hrafn, kvæntan Unni Rán Halldórsdóttur, eiga þau Atla Snæ, Kára Fannar og óskírða dóttur. 2) Anna, f. 5. febrúar 1944, lést barnung. 3) Guðmundur Breiðfjörð, rafvirkjameistari, f. 15. mars 1945, kvæntur Kolbrúnu Kristinsdóttur, f. 8. júlí 1948, börn þeirra eru: a) Guðjóna, gift Gunn- þóri Sigurgeirssyni, eiga þau El- ísabetu Ósk og Alex Tristan. b) Alda Björg, unnusti hennar er Ragnar Þórhallsson, eiga þau Elskuleg tengdamóðir mín er lát- in, komið er að endanlegri kveðjust- und. En það eru nokkur ár síðan við urðum að sjá á eftir hinni lífsglöðu og glaðbeittu Siggu. Heilasjúkdóm- ur tók hana frá okkur og smám saman hvarf hún okkur í sinn eigin heim. Þess vegna á kveðjustund viljum við trúa að hún sé hvíldinni fegin. Mig langar að minnast þess þegar ég kynntist henni fyrst, þegar ég og Sturla vorum að kynnast. Það var fastur liður í lífi okkar að koma á Kársnesbrautina á laugardögum, þar sem systkinin fimm og makar þeirra og vinir voru samankomin. Þá sé ég Siggu fyrir mér við sauma- vélina í borðstofunni að sauma eitt- hvað fínt, annaðhvort á sig eða stelpurnar, en við stelpurnar að setja rúllur hvor í aðra og strákarn- ir úti fyrir að dást að köggunum og sumir að gera við þessa skrjóða. Þegar dætur okkar fæddust með 14 mánaða millibili, Sísí og Emmý, þótti þér ekki mikið mál að létta undir með okkur með því að leyfa nöfnu þinni að gista nótt og nótt. Sigga hafði sérlega gaman af því að hafa ungt fólk í kringum sig sem einkenndist af því að hún leigði allt- af út herbergin á efri hæðinni til ungra námsmanna sem urðu eins og hluti af fjölskyldunni. Ég og fjölskylda mín viljum koma fram þakklæti til starfsfólks og hjúkrunarfólks í Sunnuhlíð sem annaðist hana af alúð síðustu árin hennar. Minningarnar eru of margar til þess að setja þær niður á blað. Elsku Sigga, ég og Sturla viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið okkur. Guð veri með þér, hvíl þú í friði. Þín tengdadóttir, María. Hvernig er hægt að minnast ömmu sinnar í nokkrum orðum? Þessar litlu konur verða stærri en allt annað í lífinu og það besta í manni sjálfum er frá þeim komið. Með einum eða öðrum hætti. Þótt ég skrifaði mörgþúsund blaðsíðna Andreu Rán, fyrir á Alda Björg Kötlu Liv. 4) Sigríður J. Breiðfjörð, húsmóð- ir, f. 11. apríl 1946, gift Stig Lauridsen, f. 10. ágúst 1943, börn þeirra eru: a) Stig, unnusta hans er Sigrún Sigur- geirsdóttir, dóttir þeirra er Indiana Rán, fyrir á Stig, El- ís Breiðfjörð og An- ítu Björgu. b) Oskírð dóttir, f. 25. október 1976, lést í desember sama ár og c) Gerhard Hans, fyrir átti Sigríður d) Guðmund B. Krist- jánsson, unnusta hans er Margrét Blöndal, á hann tvö börn af fyrra hjónabandi, Áslaugu og Harry Frey. 5) Anna E. Breiðfjörð, hús- móðir, f. 4. september 1947, gift Ámunda Friðrikssyni, f. 22. apríl 1946, börn þeirra eru: a) Friðrik, unnusta hans er Harpa Skúladótt- ir, eiga þau Aron Snæ og Ámunda, fyrir á Friðrik Andra Heimi. b) Agnar og c) Agnes. 6) Gunnar B. Breiðfjörð, kaupmaður, f. 1. des- ember 1949, kvæntur Huldu Ing- ólfsdóttur, f. 12. júní 1953, sonur þeirra er Huldar, unnusta hans er Silja Hauksdóttir. Sigríður vann meðal annars á Gimli, Vífilsstöðum og í Kársnes- skóla, en lengst af var hún mat- ráðskona á barnaheimilinu Kópa- steini Kópavogi. Sigríður og Guðmundur bjuggu mestallan sinn búskap á Kársnesbraut 56 f Kópavogi. Utför Sigríðar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. doðrant væri hann aðeins daufur endurómur af því sem amma á Kársnesbrautinni stóð fyrir. Og sá sem færi mest hjá sér væri hún. Ömmur vilja ekki þakkir. Þær vilja bara að maður fái sér svolítið meira á diskinn og sé glaður. Ég ætla samt að fá að kveðja ömmu Siggu með örlitlum þökkum fyrir þrennt: a. Að spila við mig alla þessa æsi- spennandi Rússa. b. Að kenna mér að hafa smekk fyrir kandís og fréttunum í RÚV. c. Að minna mig á að vera skept- ískur á flest það sem Sjálfstæðis- flokkurinn kemur nálægt. En umfram allt þakka ég fyrir að hafa fengið að alast upp við þá vissu að amma væri í næsta herbergi. Og henni lofa ég að halda áfram að vera glaður og fá mér aðeins meira á diskinn. Því ég veit, elsku amma mín, að þú fylgist ennþá með okkur, úr næsta herbergi. Huldar. Elsku besta amma mín. Sigga amma, eins og ég og öll hin barna- börnin kölluðum þig, þú varst svo yndisleg kona. Minningar mínar um þig, þessa litlu, fallegu, fíngerðu konu eru ekkert nema góðar. Þær eru ekki margar, þær virðast allar renna út í eitt þegar að maður ætlar að reyna að koma einhverju niður á blað. En það var alltaf gaman að koma til þín, í stóra húsið á Kársn- esbrautinni, þar voru svo ótal marg- ir spennandi hlutir að skoða og fikta í fyrir litla fingur. Dótaskúffan var alltaf á sínum stað og ófá voru her- bergin sem hægt var að leika sér í og bralla ýmsa hluti og skóskápur- inn, hann var nú ekkert venjulegur, hann var æðislegur, en besti staður- inn í minningu minni var búrið hennar ömmu. Það var alltaf jafn spennandi að stelast þangað inn, fá sér sæti við litla gluggann og horfa út og þar var nú ýmislegt geymt sem gott var að næla sér í. En elsku amma mín, hafragraut- urinn þinn var alltaf bestur og hans mun ég minnast alla tíð. Það hefur verið erfitt að horfa upp á þig, þessa lífsglöðu konu fjara út smátt og smátt undanfarin ár, og sérstaklega finnst mér erfitt að hafa ekki getað kvatt þig eins og ég vildi vegna búsetu minnar erlendis, en ég geri það nú, elsku amma. Ég græt sárum tregatárum, en ég reyni að hugga mig við það að nú hefur þú öðlast hina langþráðu hvíld og frið í hjarta þínu og ég efast ekki um það eina mínútu að þér líður betur, þú ert nú komin á vit nýrra ævintýra og ég veit að þú munt fylgjast grannt með okkur öllum. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar að þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Elsku pabbi, Sturla, Sirrý, Anna, Gunni og fjölskyldur, megi algóður Guð geyma ykkur og styrkja í sorg- inni. Hvíl í friði. Þín Alda Björg. Elsku amma mín. Það er erfitt að lýsa því með orðum hve sárt er að kveðja þig, það er búinn að vera erf- iður tími undanfarið og undanfarin ár að horfa upp á þig fjara smátt og smátt út, en ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera með þér al- veg fram að því síðasta. Það er margs að minnast og alltaf gat mað- ur gengið að þér vísri, hvort sem það var á barnaheimilinu, þar sem það voru forréttindi að eiga ömmu í eldhúsinu, eða bara heima á Kársn- esbrautinni í stóra húsinu þínu með öllum herbergjunum, skóskápnum, svo ekki sé minnst á búrið, það var nú spennandi staður. Já, elsku amma mín, það var ým- islegt brallað. Það var svo ánægju- legt að sjá þig þegar ég kom með börnin mín í heimsókn til þín á Sunnuhlíð, það glaðnaði svo yfir þér, og nú síðast fyrir mánuði þegar þú sást hann Alex minn í fyrsta skipti. Jæja, amma mín, það er komið að kveðjustund í bili, takk fyrir allt og allt. Þegar ég leystur verð þrautunum frá, þegar ég sólfagra landinu á íifi ogverð mínum lausnara hjá það verður dásamleg dýrð handa mér. (Lárus Halldórsson.) Elsku pabbi, Sturla, Sirrý, Anna, Gunni og fjölskyldur, megi algóður guð styrkja okkur og vernda í þess- ari sorg. Hvíl í friði. Þín Guðjóna. Elsku Sigga amma, nú ert þú far- in og mig langar að minnast allra góðu stundanna sem við áttum sam- an. Amma mín, ég man hvað það var gott að koma til þín í ævintýrahúsið á Kársnesbrautinni, með fullt af skemmtilegum skápum, stórum- garði og spennandi fjöru. Það var oft mikið fjör og margt fólk, en þó áttum við líka góðar og rólegar stundir saman, þá helst við saumavélina þar sem þú, elsku amma mín, varst mér mikil hjálp og ég lærði mikið hjá þér. Ég man sér- staklega eftir fyrsta jólakjólnum sem ég saumaði mér þegar ég var 12 ára, hann hefði aldrei orðið til ef þú hefðir ekki hjálpað mér. Þegar ég hugsa til baka þá man ég líka hvað mér þótti gaman þegar vinkonur mínar komu með mér til þín. Það var alltaf svo flott, frostp- innar, kleinur og djús, og á sumrin máttum við borða eins mikið af rab- arbara með sykri og við vildum, þú varst sko flott amma. Nú veit ég að þér líður vel og það gefur mér styrk í minni sorg. Guð geymi þig, amma mín. Þín Emilía. Elsku amma. Mig langar að minnast þín í nokkrum orðum. Nú ert þú búin að kveðja okkur í bili - þú varst búin að lifa þína ævi og ég minnist þín sem lítillar, grannvax- innar og afskaplega snyrtilegrar ömmu. Þú varst alltaf svo puntufín og fórst til útlanda á hverju ári. Það þótti okkur systrunum nú heldur flott, þú varst svona heimskona. Ég leit alltaf upp til þín því þú varst ótrúlega sjálfstæð kona, sem var ekki algengt á þessum árum. Alltaf komst þú með einhverja minjagripi úr þessum ferðum þínum og átti ég stórt safn af þjóðbúningadúkkum sem ég hafði á langri hillu inni í her- berginu mínu. Alltaf var líf og fjör á Kársnes- brautinni, fullt hús af fólki og börn- um. Ég man þegar ég, mamma, pabbi, Emmý og Doddi bjuggum hjá þér í 6 mánuði þegar ég var 15 ára gömul á mínu versta gelgjuskeiði. Oft vor- um við ósammála því við vorum kannski helst til of líkar, báðar þverar og nokkuð skapmiklar. Þú svona mikill snyrtipinni en ég aftur ekkert nema kæruleysið og skildi skó og föt eftir um allt. Núna þegar þú ert farin þá finnst mér gott að ylja mér við þessar minningar og hugsa um hvað ég var heppin að fá að kynnast þér svona náið þá. Ég hefði mátt vera duglegri að heimsækja þig seinni árin, því finnst mér það ómetanlegt að hafa fengið að vera hjá þér síðustu ævi- dagana. Ég veit að þú fannst að það var hugsað vel um þig og fórst sátt við lífið, til æðri máttar. Elsku amma, þú varst full af orku og lífsgleði, alltaf á flakki og hafðir nóg fyrir stafni. Þú varst alltaf svo fin til fara og þó að sjúkdómur þinn hafi verið farinn að hrjá þig alltof snemma þá hélstu þínum karakter alveg fram á síðasta dag. Nú veit ég að þú ert farin til Guðs, eins og Alli sonur minn segir, og þér líður vel og þið Emilía amma vakið yfir sæng okkar og passið okkur sem eftir stöndum. Hvíl þú í friði. Þín nafna, Sigríður. Elsku langamma. Nú er Guð búinn að koma og ná í þig. Mamma segir að nú sé þér batnað og sért orðin engill sem verndar okkur. Snert hörpu mína, himinboma dís, svo hlusti englar Guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf, og festi hann á streng og rauðan skúf. Ur furutré sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. í huganum til himins oft ég svíf, og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjöm, og sumir verða alltaf lítil böm. En sólin gyllir sund og bláan fjörð, og sameinar með töfram loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinboma dís, og hlustið, englar Guðs í Paradís. (Dav. Stef.) Hvíl í friði, elsku langamma. Þín Elísabet Ósk og Alex Tristan. Elsku langamma. Nú ert þú hætt að vera lasin og búin að loka augun- um þínum, þú ert dáin, nú ert þú engill og ætlar að fljúga á himninum með Guði og passa okkur og vernda. Hvíl í friði. Þín Katla Liv og Andrea Rán. Frænka mín, Sigríður Breiðfjörð, er látin eftir langa sjúkdómslegu. Mig langar til að minnast hennar og er mér efst í huga þakklæti fyrir þann hlýhug og móttökur sem ég fékk hjá henni frá unglingsaldri. Þegar ég fór frá ísafirði og suður sautján ára gömul varð heimili Siggu frænku mitt annað heimili og réði því samgangur við dætur henn- ar, Ónnu og Sirrý. Sigga var kát og hress kona en samt ákveðin og veitti stundum ekki af en hún missti mann sinn, Guðmund, frá fimm börnum. Oft var margt um manninn þegar ættingjar og vinir komu utan af landi og gistu hjá henni. Alltaf var opið hús hjá Siggu. Ég votta börnum hennar og öðr- um aðstandendum mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu henn- ar. Steinunn K. Arnórsdóttir. Með nokkrum orðum langar mig að minnast góðrar samstarfskonu til margra ára, Sigríðar Breiðfjörð, sem kvödd er í dag. Kynni okkar hófust árið 1973 þegar undirrituð hóf störf í leikskólanum Kópasteini við Hábraut í Kópavogi þar sem Sigríður var matráðskona um langt árabil. Það var stór og samheldinn hópur sem starfaði þar allt frá upp- hafsárum leikskólans og höldum við margar hópinn enn í dag og köllum okkur gjarnan „hinar gömlu“. Sig- ríður er sú þriðja frá þessum árum sem kveður þessa jarðvist. Að vera matráðskona í stórum leikskóla er krefjandi og afar mikilvægt starf, sem Sigríður rækti af alúð og sam- viskusemi. Þau voru ófá börnin sem laumuðu sér í eldhúsið til Sigríðar og Helgu og fengu þar góðar og hlýjar móttökur. Við starfsfólkið minnumst frábæru réttanna sem galdraðir voru fram í eldhúsinu á Kópasteini og gleðinnar og kátín- unnar sem ríkti í sláturtíðinni þegar þær stöllur komu saman Sigríður, Helga og Valgerður en þær hafa nú allar kvatt þetta líf. Það er bjart yfir minningunni og fyrir hönd þess stóra hóps sem vann með Sigríði á Kópasteini vil ég þakka samfylgd- ina. Við minnumst hennar með hlýhug og þakklæti og kveðjum með þessu fallega versi: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Aðstandendum sendum við sam- úðarkveðjur. Heiðrún Sverrisdóttir. Birting afmælis- og minmngargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvan- gsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamleg- ast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. SIGRÍÐUR J. BREIÐFJÖRÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.