Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Loðnan dreifðari en áður FREKAR rólegt var á loðnumiðun- um fyrir austan land í gærmorgun. Veiði gekk illa árla dags og svo virt- ist sem loðnan hefði dreift sér en seinnipartinn fór að rofa til á ný. Viðar Karlsson, skipstjóri á Víkingi AK, segir að ástandið sé eðlilegt og vonast til að loðnan verði komin að Hornafirði innan viku. Hólmaborg SU fékk um 400 tonn í fyrsta hali um miðjan dag í gær, en skipið var út af Litla dýpi. „Þetta hefur verið frekar dapurt undan- farnar klukkustundir en virðist vera að lagast," sagði Þorsteinn Kristjánsson skipstjóri við Morgun- blaðið. Hann sagði að hvesst hefði í fyrrinótt en veðrið hefði lagast eftir því sem liðið hefði á gærdaginn. Sjö önnur skip voru á sama bletti og Hólmaborgin og öll með flottroll. „Hún kemur fljótt í trollið hitti maður á hana en það er ekki hægt að kasta nót hérna,“ sagði Þor- steinn og bætti við að þeir væru að trolla niður á 130 faðma. Við Hornafjörð innan viku Víkingur AK veiðir loðnuna í nót og landaði um 900 tonnum af loðnu í bræðslu á Akranesi í fyrradag en var væntanlegur aftur á miðin í nótt sem leið. Þetta var fyrsti túr skips- ins sem var frá veiðum í hálfan mánuð vegna vélarbilunar. „Það er ekkert óeðlilegt ef eitthvað breyt- ist, að það komi leiðinda vika,“ segir Viðar Karlsson, skipstjóri á Vík- ingi, um stöðuna á miðunum. „Þetta er allt mjög hefðbundið. Hún er að brjótast inn í heita vatnið og koma inn að ströndinni. Þessu fylgja erf- iðir dagar en við ætlumst til að hún verði komin við Hornafjörð innan við viku, fyrir 5. febrúar." Loðnan var komin suður í Beru- fjarðarál og var auk þess fyrir utan. „Hún hverfur þegar hún kemur syðst á svæðið, dreifir sér þannig að við sjáum hana ekki og yfirleitt vit- um við ekkert um hana síðustu dag- ana en vel má vera að hægt sé að fara aftur norður á meðan.“ Meiri kvóti væntanlegur Loðnuveiðin hefur annars gengið mjög vel í janúar og í gær hafði ver- ið tilkynnt um landanir á samtals um 130.000 tonnum. Á vertíðinni í heild hafa borist rúmlega 212.500 tonn og eru því eftir um 360.000 tonn af upphafskvótanum en gera má ráð fyrir að kvótinn verði auk- inn fljótlega. ----------- Hrekjast undan hafísnum Á ANNAN tug rækjuskipa hraktist undan hafís norður af Húnaflóa fyrr í vikunni. Skipin eru nú að veiðum norður af Grímsey og bíða þess að komast aftur að á vestara veiðisvæðinu en þar hefur afli verið að glæðast að undanförnu. Að sögn Hrólfs Ólafssonar, skip- stjóra á rækjutogaranum Nökkva HU, var allur rækjuflotinn, alls 10 til 12 skip, að veiðum norður af Grímsey í gær. Nokkur skip voru íyrr í vikunni á veiðum norður af Húnaflóa en urðu frá að hverfa vegna hafíssins. „Aflabrögðin á rækjunni hafa ekki verið mjög burðug að undanförnu. Hins vegar hefur veiðin aðeins verið að glæðast á vestara veiðisvæðinu að undan- förnu. Þar höfum við líka fengið mun stæi-ri og betri rækju og erum því hálfsvekktir yfir því að þá skuli svæðið lokast vegna íss. En hins vegar getur ísinn verið jafn fljótur að hopa eins og hann er að koma og vonandi getum við farið aftur á þetta svæði eftir helgi,“ sagði Hrólfur. FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 25 Ferskir vindar leika um heimilið ÚTSALAN ER HAFIN stendur til 13. febrúar habitat Heimaerbest, Borgaðu ekki meira en þú þarft fyrir símtöl til útlanda DaBml tjm veröl Bandaríkin Frjáls fjarskipti 23 kr./mín. Landssíminn 35 kr./mín. (52% hærra verð) Danmörk 23 kr./mín. 30 kr./mín. (30% hærra verð) Frakkland 27 kr./mín. 36 kr./mfn. (33% hærra verð) ftalfa 27 krJmín. 42 kr./mín. (56% hærra verð) Japan 45 kr./mín. 66 kr./mín. (47% haerrá verð) Astralíá 23 kr./mín. 58 kr./mín. (152% hærra verð) FRJÁLS'J^'FJARSKIPTI Frjáls fjarskipti hf. ♦ Skúlagötu 19*101 Reykjavlk * Slmi 53 50 500 * Fax 552 5051 * halloOhallo.is * www.hallo.is ...en gerðu samt kröfur um raunveruleg gæði. Þú hringir í 00 eins og venjulega og velur svo erlenda númerið. Sama verð allan sólarhringinn. Engin áskriftargjöld! Enginn stofnkostnaður! Þú greiðir aðeins mínúturnar. Skráðu þig í síma 53 50 500 eða á hallo.is! Ódýr samtöl til útlanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.