Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 13 Innflutningur 67 smaragða leiðir til siðbúinnar dómsmeðferðar LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykja- vík hefur höfðað opinbert mál á hendur 31 árs gömlum íslendingi, Eilífi Friði Edgarssyni, sem ákærð- ur er fyrir tollalagabrot með því að hafa flutt inn 67 smaragða við komu hingað til landsins í október 1997. Eilífur fór í gegnum tollhlið fyrir farþega án tollskylds varnings og við Ieit tollvarða fundust steinarnir, sem metnir voru tvisvar, fyrst á 25 þúsund krónur samkvæmt tollseðli Tollgæslunnar í Reykjavík og svo á tæpar 83 þúsund krónur. Ákæran var tekin fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær og neitaði Eilífur sök enda telur hann málatil- búnað yfirvalda með ólíkindum og hyggst verjast ákærunni eins og kostur er með lögmanni sínum. Eilífur er fæddur í Kólumbíu en hefur búið hér siðastliðin tólf ár. Hann tók sér nafnið Eilífur Friður Edgarsson fyrir fáeinum árum er hann hlaut íslenskan ríkis- borgararétt en kólumbi'skt nafn hans er Jorge R. Cabrera Hidalgo. Taldi að ekki þyrfti að framvísa steinunum Eilífur kom til íslands ásamt ungri dóttur sinni frá Kólumbi'u þar sem hann keypti steinana á 200 dollara. Hann stóð í þeirri trú, eftir að hafa kynnt sér reglur um toll- fijálsan varning, að ekki þyrfti að framvísa steinunum við komuna enda væru þeir langt innan þess tollkvóta sem þau feðginin máttu hafa meðferðis. Lagt var hald á steinana og þeir sendir til verð- mætamats hjá gullsmiði. Þar kom í ljós að þeir voru metnir á 25 þúsund krónur utan söluskatts. Tollakvóti „Bíð eftir svörum frá tollyfirvölduma Eilífs og dóttur hans nam hins veg- ar rúmum 50 þúsund krónum. í skýrslu tollgæslunnar á Keflavíkur- flugvelli er greint frá því að Eilífur hafi verið með ýmsan varning sem uppfyllt hafi tollkvótann. „Ég hef ítrekað leitað eftir svör- um um hvað hafi verið átt við með „ýmsum varningi", en engin svör fengið og bíð því eftir þeim frá toll- yfirvöldum," segir Eilífur í samtali við Morgunblaðið. Eilífur greiddi 12 þúsund króna sekt hjá tollstjóranum í Reykjavík vegna innflutnings á steinunum og bjóst þá við að fá þá afhenta en var neitað um það. „Þá gerði ég mér grein fyrir því að steinarnir höfðu verið gerði upptækir. Ég hafði ekki hugsað mér að samþykkja slíkt enda voru steinarnir langt innan þess tollkvóta sem við feðginin máttum hafa með okkur til lands- ins.“ Eilífi var send uppboðsbeiðni þar sem honum var boðið að greiða rúmlega 30 þúsund krónur eða láta steinana fara á uppboð en hafnaði því. Hann fór síðar fram á að sektar- gerðin yrði felld úr gildi og var Morgunblaðið/Golli Eilífur Friður hefur íslenskan og kólumbískan ríkisborgara- rétt og heitir Jorge R. Cabrera Hidalgo öðru nafni. málið sent ríkissaksóknara sem fékk sektina fellda úr gildi hjá Hér- aðsdómi Reykjavíkur á þeim for- sendum að fulltrúi tollstjórans hefði ekki verið löglærður. Málið var tekið upp að nýju hjá tollstjór- anum eftir úrskurð héraðdsóms, sektin endurgreidd og málið sent lögreglunni til rannsóknar. Þegar lögreglan fékk málið til rannsóknar sendi hún steinana i' endurmat þar sem gullsmiður taldi verðmæti þeirra nema 82.700 krónum. Eilífi var boðið að Ijúka málinu með greiðslu rúmlega 40 þúsund króna sektar hjá lögreglustjóra eða sæta ti'u daga varðhaldi. Undrandi á vinnubrögðum lögreglustjórans „Ég er mjög undrandi á þeim vinnubrögðum lögreglustjóra að láta endurmeta steinana, en það leynir sér ekki að fyrra mat stein- anna hjá gullsmiði var embættinu ekki að skapi. Ég held að þessi vinnubrögð geti varla stafað af öðru en að lögreglustjóra hafi þótt illt að þurfa að viðurkenna að verð- mæti steinanna væri innan við þau mörk, sem ég mátti koma með toll- frjálst inn í landið," segir Eilífur. „Auk alls þessa var framkoma tollvarða i' Leifsstöð á si'num tíma heldur einkennileg því þeir spurðu mig spurninga eins og þeirra hví ég byggi ekki í Kólumbiu því þar væri svo hlýtt og hvernig ég hefði efni á að eiga bifhjól og íbúð fyrst ég væri launþegi hjá ríkinu," segir Eilífur sem unnið hefur á sambýli fyrir ein- hverfa síðastliðin fimm ár. Hann segir að það sé umhugsun- arefni hvernig samskiptum borg- ara og yfirvalda sé háttað og ekki síst hvort framkoma tollgæslunnar og spurningar hennar hafi átt ræt- ur að rekja til gruns um að hann stæði í fíkniefnaviðskiptum. Vefsíða með fréttum af tsjetsjenskum skæru- liðum hýst á Islandi FRETTASIÐA sem styður málstað tsjetsjneskra skæruliða, og birtir fréttir á ensku af baráttu þeirra gegn Rússum, er hýst á íslenskum vefþjóni. Einar Örn Eiðsson netumsjónar- maður segist hafa ákveðið að hýsa fréttasíðuna vegna þess að Þjóðverji sem þýðir fréttirnar úr rússnesku hafi lent í erfiðleikum með að hafa hana á eigin heimasíðu. Hún var á háskólaneti, og hægt var að rekja hana til hans, og honum bárust stöð- ugt hótanir. Hátt í tíu þúsund manns heimsækja síðuna á hverjum degi. Umrædd síða, http:/Avww.chechn- ya.xnet.is/ birtir fréttir af gangi mála í bardögum Rússa og Tsjet- sjena. Þær eru þýddar af síðunni http://www.kavkaz.org, sem flytur nýjustu fréttir af átökunum á rúss- nesku, og er tengd opinberri heima- síðu ríkisstjórnar Tsjetsjníu. Einar segist hafa skoðað síðu Þjóðverjans, og í framhaldi af því skrifast á við hann og ákveðið að taka að sér að hýsa hana. Hann segir að hún fái nú hátt í tíu þúsund heimsóknir á dag. „Ég er ekki endilega sammála þeim skoðunum sem koma fram á síðunni, og sumt er beinlínis rangt, enda var það ekki ástæðan fyrir þvi að ég ákvað að hýsa hana,“ segir Einar. Hreyfilhitari dregur úr mengun og eyðslu NOTKUN hreyfilhitara í bíla er talin geta stuðlað að lægri eldsneyt- iskostnaði, minna vélarsliti og minni mengun, að því er fram kom á blaðamannafundi í gær. Hreyfilhitari er tæki sem sett er í bílvélina til þess að stuðla að því að vélin nái ákjósanlegu hitastigi skömmu eftir að akstur hefst. Hreyfilhitarinn er tengdur raf- magni og tímarofa sem tryggir að hitun eigi sér stað áður en bílvélin er ræst. Við hreyfilhitara er hægt að tengja hitablásara sem hitar bíl- inn að innan og eyðir móðu og hrími af rúðum áður akstur hefst. Orkuveita Reykjavíkur vill stuðla að því að rafmagn leysi aðra og mengandi orkugjafa af hólmi. Fyr- irtækið hefur metið að miðað við um 1,5 klukkustunda daglega með- alnotkun hreyfilhitara noti hann um 180 kWh á ári. Sé hitablásari í bfln- um og hann notaður í 180 daga á ári er áætluð viðbótar orkunotkun um 180 kWh. Samtals gæti orkunotk- unin því orðið um 360 kWh og ár- legur orkukostnaður því um 2.700 kr. Orkuveita Reykjavíkur hefur ákveðið að veita þeim bflaeigend- um, sem skráðir eru raforkukaup- endur á svæði Orkuveitunnar og sem setja hreyfilhitara í bíl sinn, fjárstyrk sem jafngildir þessari upphæð. Með afslættinum kostar einfaldasti búnaðurinn liðlega 14 þúsund krónur. Á fundinum var vitnað til danskr- ar rannsóknar þar sem fram kemur að venjulegur fólksbfll sem settur er í gang við frostmark eyðir um 1,6 lítrum af bensíni við akstur fyrstu 5 km. Við 20 gráða hita eyðir sami bíll um 1,2 lítrum en við ákjósanlegan vélarhita ætti bensíneyðsla við sömu aksturslengd að vera innan við 0,5 lítrar. Talið er að 50% alls aksturs á íslandi séu vegalengdir sem eru innan við 5 km. FIB telur að unnt sé að draga úr eldsneytis- notkun um 100-200 lítra á ári með notkun hitablásara sem er sparnað- ur upp á 9-18 þúsund krónur miðað við núverandi bensínverð. Silfurpottar í Háspennu frá 13.jan. til 26.jan. 2000 Dags. Staður Upphæð 13. jan. Háspenna, Hafnarstræti........67.365 kr. 14. jan. Háspenna, Laugavegi...........56.206 kr. 14.jan. Háspenna, Laugavegi...........82.178 kr. 14.jan. Háspenna, Laugavegi...........80.119 kr. 14.jan. Háspenna, Laugavegi.........65.136kr. 16.jan. Háspenna, Laugavegi...........99.280 kr. 16.jan. Háspenna, Skólavörðustíg..52.945 kr. 16.jan. Háspenna, Hafnarstræti........53.920 kr. 18. jan. Háspenna, Laugavegi...........93.971 kr. 19. jan. Háspenna, Hafnarstræti...143.659 kr. 20. jan. Háspenna, Laugavegi......134.915 kr. 20.jan. Háspenna, Laugavegi.......85.167 kr. 23.jan. Háspenna, Skólavörðustíg..53.072 kr. 23. jan. Háspenna, Skólavörðustíg..53.716 kr. 24. jan. Háspenna, Laugavegi...........77.297 kr. 26.jan. Háspenna, Laugavegi...........79.935 kr. 26.jan. Háspenna, Laugavegi.......79.935 kr. 567 2277 crsŒEEEEfilia Funahðfða 1, www.notadirbilar.is la ■ ■ Si, árg. 97, ek. 38 liM. vinr, I toppl., cd. Verð 1.09D þús. ÉOlSf+v ðrg. 2000, ek. 2 tr.km., blár, 33", I m/öllu, Verö 4.290 bús, áhv.lán 2.550 þús. Benz 3B0e-4malÍC, árg. 89. ek. 153 þ.km, tveir e endur, toppl, ssk., r-r. Verð 1.290 þús. Subaru lnpeza G1 turba 4x4, m ek so m. svartur. Verð 1.530 þús, áhv. lán 450 þús. Ath. gon stgr.verfl. I Toyota Hilux D/C dísel turbD, árg. 98. ek. 2B þ.km. | Verfl 2.270 þús. SEF171 i Gl)i Sedan, svartur árg. 88. ek. 61. km. grar, ssk, r-r, r j árg. 88, ek. 73 þ.km. boflsverð 1.280 þús. Toyota Land Cruiser VX dísei, árg. 93. ek. 138 þ.km, vínr, 5g„ leflur, toppl. Verð 2.898 þús, toppbill. f 94, ek. 85 þ.km, 5d. blðr, sumar- og vetrardekk. Verð 79D þús. Ath. Visa/Euro.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.