Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS DANÍELSSON + Magnús Daníels- son fæddist í Reykjavík 3. raars 1913. Hann lést á öldrunardeild Sjúkrahúss Reykja- víkur á Landakots- spítala 21. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Daníel Jóhann Daníelsson frá Sel- látrum í Helgafells- sveit, verkamaður í Reykjavík, f. 2. 8. 1881 og kona hans Arnbjörg Sigmun- dsddttir, f. 24. 5. 1875 á Kambi, Villingaholtshreppi í Árnessýslu. Bróðir Magnúsar er Páll Jakob Daníelsson, f. 16.11.1915, en hálf- systir þeirra, sammæðra, var Guðjóna Guðjónsdóttir Olsen, f. 12.10.1906, en hún er nú látin. Magnús kvæntist hinn 5. júlí 1941 Margréti Kristinsddttur, f. 29. 11. 1922, dóttur hjónanna Kristins Eyjólfssonar, símamanns í Reykjavík, f. 18. 6. 1895 og Kat- rínar Guðnadóttur, f. 27. 12. 1897. Börn Magnúsar og Margrétar voru fjögur: 1-2) Þau eignuðust dreng og stúlku, sem létust bæði skömmu eftir fæðingu. 3) Ólöf Guðrún Magnúsdóttir, f. 25. 11. 1944, gift Örlygi Þórðarsyni. Börn þeirra eru tvö; 3.1) Brynja, gift Olafi Guðlaugssyni og eiga þau tvö börn og 3.2) Þórður, kvæntur Sesselju Þóru Gunnarsdótt- ur. 4) Katrín Arn- björg Magnúsdóttir, f. 7. 7. 1954, gift Braga Björnssyni. Börn þeirra eru fjög- ur; 4.1) Magnús Daníel, 4.2) Björn Jón, 4.3) Margrét Hanna og 4.4) Arna Björt. Magnús ólst upp í foreldrahúsum á Skólavörðustíg og Klapparstíg í Reykjavík. Árið 1930 hdf hann nám í húsgagna- smíði hjá Árna J. Árnasyni, hús- gagnasmíðameistara í Skólast- ræti í Reykjavík. Við andlát Árna stofnuðu Magnús og tveir vinnufé- lagar hans Húsgagnavinnustof- una Nýmörk og ráku hana saman í áratugi. Magnús starfaði á vinn- ustofunni allt fram á sl. ár, eða í 65 ár á sama vinnustaðnum. Magnús var víðlesinn og marg- fróður. Þekking hans á landinu og náttúrunni naut sín vel í tómst- undum hans, því fáir eru þeir staðir landsins sem hann hefur ekki heimsótt um ævina. Þá hafði Magnús mikið yndi af Ijósmyndun og var einn af stofnendum Litla Ijósmyndaklúbbsins í Reykjavík. Utför Magnúsar fer fram í dag frá Langholtskirkju og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Fyrstu kynni mín af Magnúsi Daníelssyni hófust sumarið 1954. Skömmu síðar tengdumst við nánum böndum, þegar við urðum svilar. Öll samskipti okkar Magnúsar upp frá því styrktu mig í þeirri virðingu sem ég hefi borið fyrir mannkostum hans. Aldrei skipti hann skapi og lét ekki á því bera þótt honum hafi e.t.v. mislíkað einhvemtíma. Framkoma hans einkenndist ætíð af hógværð, hjálpsemi og velvilja til annarra. Magnús var ávallt reiðubúinn til aðstoðar, er til hans var leitað. Eg minnist fyrstu leiðsagnar hans í sil- ungsveiði, sem hann veitti mér við Þingvallavatn og seinna ánægju- legra stunda með honum og félögum hans úr Nýmörk, þeim Ólafi og Valdimar, sem við áttum árlega á ár- unum 1960 til ’70 á silungsveiðum við Hlíðarvatn. Þær stundir eru mér minnisstæðastar af öllum stundum mínum við veiðar. Einnig var hann fús að leiðbeina mér við myndatökur, en hann hafði mikinn áhuga á ljósmyndatökum og átti nokkrar góðar myndavélar og mikið magn ljósmynda, sem hann hafði unnið sjálfur. Hann var einn af stofnendum Litla ljósmyndaklúbbs- ins og virkur félagi þar í góðum fé- lagsskap, m.a. með Kristni Sigur- jónssyni og Rafni Hafnfjörð er ráku prentstofuna Litbrá. Arin upp úr 1980 reisti ég og son- ur minn sumarbústað í Grímsnesi. Við leituðum ráða hjá Magnúsi, sem lét ráðgjöf ekki eina duga, heldur lagði dygga hönd að verki við smíð- ina. Hann naut þess með okkur mörgum stundum, en þó of fáum, að slaka á í hinu fallega umhverfi bú- staðarins. Þar kom greinilega í Ijós hversu víðlesinn og margfróður Magnús var. Öll kennileiti í um- hverfinu þekkti hann. Allir fuglar voru honum kunnir, hvort sem um útlit, hljóð eða hegðun var að ræða. Þótt við leituðum í ýmsum bókum upplýsinga um fugla og önnur dýr, sem ekki áttu sér samastað hérlend- is, þá hafði Magnús ætíð svar við spurningum okkar, þegar bókin gaf ekki tæmandi svar. Þessi þekking Magnúsar náði langt út fyrir nátt- úru- og landafræði, enda var hann víðlesinn og sjálfmenntaður á mörg- um sviðum. Þessi þekking nýttist honum oft, hvort sem var í starfi eða á ferðalögum hérlendis og erlendis. Hann hafði mjög góða frásagnar- hæfileika og naut þess að segja frá. Eg minnist margra frásagna hans. Þar kom hann víða við í að lýsa at- vikum, mönnum og málefnum. Frá- sagnir hans og viðtöl við menn ein- kenndust af visku og góðvild, því aldrei hefi ég heyrt hann hallmæla neinum, enda var hann góðum gáf- um gæddur. Magnúsi var mjög minnisstæður sá tími sem hann dvaldist í Öræfa- sveit á aldrinum 9-10 ára, en hann var þar í sveit í hálft annað ár. Oftar en einu sinni heyrði ég lifandi frá- sagnir hans af lífsháttum þar, skips- ströndum og björgun úr þeim. Hann minntist oft góðra stunda á ferðalögum hérlendis með vinafólki sínu, Óskari í Óðni og Maddý konu hans. Það má segja, að þar hafi farið tveir góðir saman. Annars vegar var Óskar, léttur og með sinn sérstaka frásagnarstíl og hins vegar Magnús við endursögn atburðanna. Margar ferðir fóru þeir saman og man ég einna helst frásagnir Magnúsar af ferð að Sellátrum íyrir vestan. Það eru svo ótalmargar stundim- ar sem við hjónin og börn okkar minnumst frá samferðinni með Magnúsi Daníelssyni og þær eru all- ar minningar um góðan mann sem við munum ætíð minnast með þakk- læti og virðingu. Við sendum Möggu, Ollu, Kötu og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Grétar Geir Nikulásson. Hann afi okkar, Magnús Daníels- son, er látinn á 87. aldursári. Við systkinin höfðum öll mikið dálæti á honum afa okkar og ævinlega var gaman að koma í heimsókn til afa og ömmu. Ferðir okkar til þeirra voru tíðar, enda heimili þein-a ekki nema steinsnar heiman frá okkur. Afi þreyttist aldrei á að segja okk- ur sögur, einkanlega frá bernsku sinni. Atburðir eins og Kötlugosið 1918 og Alþingishátíðin 1930 voru honum enn í fersku minni. Mestur ævintýraljómi var þó yfir sögunum úr Öræfasveitinni, en j)angað fór afi í sveit vorið 1923. I Öræfasveitinni gekk fólk berfætt við sláttinn og þann tíma sem afi dvaldist þar fór- ust tvær franskar skútur. Afi kunni líka ýmsar skemmtilegar sögur af kynlegum kvistum í henni gömlu Reykjavík. Sömuleiðis var einkar ánægjulegt að líta inn til afa á húsgagnavinnust- ofuna Nýmörk í Skólastrætinu, en þar hóf hann störf alþingishátíðarár- ið. Hann hafði nýlega látið af störf- um er hann lést. Þeir eru líklega ekki margir sem unnið hafa á sama vinnustaðnum í nærfellt sjö áratugi. Afi smíðaði flestöll húsgögn á vel búnu heimili þeirra ömmu, sem og á okkar eigin heimili. Allur húsbúnað- ur sem afi smíðaði er gerður af miklu listfengi og smekkvísi. Vafa- laust mun minning okkar um afa lifa í öllum þeim vönduðu húsgögnum sem við notumst við dags daglega. Fyrir fáeinum misserum veiktist afi, en hann hafði alla tíð verið heils- uhraustur og vart kennt, sér meins síðan í spönsku veikinni. Þrátt fyrir langar legur á sjúkrahúsum náði hann sér aldrei að fullu. Okkur þótti því einkar vænt um að hann skyldi hafa komist heim nú um jólin. Við systkinin kveðjum afa okkar með hlýhug og þakklæti. A skilnaðarstund er við hæfi að rifja upp fyrsta erindi hins kunna sálms Kolbeins Tumasonar; Heyr himna smiður: Heyr himna smiður, hversskáldiðbiður, komi mjúk til mín miskunnin þín. Þvíheitegáþig, þú hefir skaptan mig, egerþrællinnþinn, þú ert Drottinn minn. Björn Jón, Magnús Daníel, Margrét Hanna, Arna Björt. Hann Magnús afi, eins og ég tala um hann í daglegu lífi, er látinn. Þessi næstum fjögur ár sem ég fékk að kynnast Magnúsi hafa verið yndisleg. Ég hafði alltaf gaman af að hlusta á hversu fróður og skemmti- legur maður hann var. Alltaf þegar við Maggi komum í heimsókn upp í Sólheima til ömmu og afa var tekið á móti okkur með ást og hlýju. Mér er það minnisstætt og það sýnir hversu mikið hraustmenni og dugnaðar- maður hann var, 85 ára gamall á leiðinni niður á verkstæði, hljóp hann á eftir strætó niður að Glæsi- bæ ef hann missti af honum í Sól- heimunum, mér fannst þetta alveg ótrúlegt. Það eru mörg einstaklega falleg húsgögnin sem hann hefur gert, Magnús var sannur listamað- ur. Þrátt fyrir veikindi Magnúsar virtist hann alltaf fylgjast með okk- ur úti í Færeyjum. Hann spurði okk- ur mikið út í færeysku þjóðina og hafði gaman af þeim fróðleiksmolum sem við vissum um Færeyjar. Síðustu mánuðir voru erfiðir í lífi Magnúsar, hann sem alltaf var svo hraustur. Það hvarflaði ekki að okk- ur að svona hraustmenni myndi yfir- Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. gefa okkur svona snögglega. Ég veit að honum llður betur núna, sál hans mun ætíð vaka með okkur. Elsku Magnús minn. Þakka þér fyri allt. Takk fyrir að vera þú. Ég og fjölskylda mín sendum ykk- ur innilegustu samúðarkveðjur. Sveinlaug Isleifsdóttir. Það leita nú á hugann ýmis minn- ingarbrot þegar Magnús Daníels- son, afi minn, er látinn. Hann átti því láni að fagna að vera heilsuhraustur fram undir það síðasta. A yngri ár- um fór hann flestra sinna ferða fótg- angandi eða á reiðhjóli. Þegar hann var kominn langt yfir miðjan aldur var hann enn lipur og léttur í spori eins og unglingur. Þó fór svo að lok- um að fætumir tóku að gefa sig og hefur það eflaust veist honum erfið- ara en við gerðum okkur grein fyrir enda bar hann sín vandamál ekki á torg. Afi talaði ætíð vel um annað fólk og gaman þótti honum að skoða fugla og önnur fyrirbæri í náttúr- unni. Þegar talið barst að slíku var áhugi hans óskiptur. Á ferðalögum um landið á sínum yngri árum hafði hann gaman af að taka ljósmyndir og velta fyrir sér birtu og litbrigðum í því sambandi. Afi las mikið og var margfróður, einkum um hugðarefni sín. Hann var nægjusamur, kvartaði aldrei og sjaldan talaði hann um sjálfan sig. Honum fannst lítið til þess koma og var ekkert að segja frá því að fyrra bragði þegar tekið var viðtal við hann í útvarpi eða verkstæðið hans notað sem leikmynd í sjón- varpi. Húsgagnavinnustofan Nýmörk við Skólastræti var drjúgur hluti af lífshlaupi afa, enda vann hann þar í næstum 60 ár, allt þar til fæturnir tóku að gefa sig þannig að erfitt varð um gang. Afi hafði yndi af að segja okkur sögur og þá sérstaklega frá ungl- ingsárum sínum þegar hann dvaldist austur í Öræfasveit. Það var ávallt gaman að hlusta á hann segja frá lífi fólksins á þeim tíma enda var hann gæddur skemmtilegum frásagnar- stíl og kímni. Tilsvör afa vora mörg skemmtileg og jafnan stutt í léttu hliðamar. Ég minnist með þakklæti þeirra góðu stunda sem við afi áttum sam- an. Þórður. Ég held að við afi höfum bæði vit- að að við mundum ekki hittast aftur þegar við kvöddumst síðastliðið sumar. Daginn sem afi dó sagði Ör- lygur sonur minn, mér til huggunar, að nú væri langafi alltaf hjá okkur. Bryndís, litla dóttir mín, bætti því síðan við að á himnum liði honum langafa svo miklu betur. Fyrstu minningar mínar af afa era frá húsgagnaverkstæðinu hans í Skólastrætinu. í blágráum vinnus- lopp, umkringdur sagi, góðum vin- um og vinnufélögum, eyddi hann langri starfsævi sinni við að smíða og laga húsgögn af mikilli lagni og alúð. Frítíma sinn notaði hann við lestur bóka og Ijósmyndaáhuga hafði hann mikinn. Hann naut þess einnig að ferðast á sínum yngri ár- um um Island og seinna til annarra landa í Evrópu. Ég held að afi hefði haft gaman af því að heimsækja okk- ur til Ameríku, en aldrei fékk hann tækifæri til þess. Elsku amma, nú þykir okkur Óla leitt að vera svo langt í burtu. Guð veri með þér. Brynja. Látinn er Magnús Daníelsson, húsgagnasmíðameistari, hátt á 87. aldursári. Með honum hverfur af okkar tilverasviði mikill heiðurs- maður og um hann varðveiti ég í huga mínum minningar liðlega sex áratuga, sem hvergi ber skugga á. Milli foreldra Magnúsar, Arn- bjargar Sigmundsdóttur og Daníels J. Daníelssonar, og móður minnar ríkti góður kunningsskapur og vin- átta með tíðum samgangi milli heim- ila. Af þeim sökum leit ég á ungum aldri á þá bræðurna Pál og Magga, eins og hann var ávallt kallaður í kunningjahópi, sem einskonar frændur. Ég leit upp til þeiiTa beggja og eftir að hafa uppgötvað vinnustað Magga í Skólastrætinu, og ég hafði aldur og getu til að heim- sækja hann þangað af eigin ramm- leik, var ég staðráðinn í að verða smiður eins og hann. Af því varð að vísu ekki, en vináttu og trausts Magga naut ég áfram og alla tíð síð- an. Árið 1930 hóf Magnús nám í hús- gagnasmíði hjá Árna J. Árnasyni, sem starfrækti verkstæði í Skóla- stræti la. Eftir að námi lauk vann hann áfram hjá meistara sínum, sem svo lést seint á sjötta áratugnum. Þá keyptu þeir þrír vinnufélagar, Magnús, Ólafur Guðfinnsson og Valdimar Jónsson, vélarnar og stofnuðu nýtt húsgagnaverkstæði á sama stað og nefndu það Nýmörk. Verkstæðið starfræktu þeir í hátt á fjórða áratug. Þar kom að þeir félag- ar seldu verkstæðið, þá allir komnir á efri ár. Svo samdist um við nýja eigendur að Magnús hefði þar áfram á staðnum vinnuaðstöðu, sem hann naut á meðan honum entust kraftar. Allan hinn langa starfstíma Magga, eða nokkuð á sjöunda áratug, stóð því hefilbekkur hans á sama stað, rétt innan við dyrnar á verkstæðinu í Skólastræti la. Þar gekk maður ávallt að Magga vísum og þar varð margur góður gripur og eigulegur til í höndum hans. Oft bar við að Maggi leit inn hjá okkur, mér og móður minni, á með- an við leigðum í risinu hjá Flosa Sig- urðssyni og Jónínu Jónatansdóttur í Lækjargötu 12a, við hliðina á séra Bjama. Mér þykir í minningunni sem Maggi hafi á þeim áram átt svör og skýringar á öllum hlutum sem mér datt í hug að spyrja hann um og svo held ég að hafi verið í raun og vera. Ég man að á stríðsáranum gat Maggi frætt mig um heiti og eigin- leika nær allra flugvéla sem oft flugu lágt yfir Tjörnina í flugtaki eða lend- ingu. Hann gat til dæmis frætt mig á því, raunar í óspurðum fréttum, hvað bandaríska orastu- og sprengjuvélin Thunderbolt var þung - hún var ansi þung. Magnús var bókamaður og vel lesinn. Hann ferð- aðist um landið, mest í fylgd konu sinnar, Margrétar, og hann þekkti landið okkar öðram betur. Magnús bjó sér fallegt heimili ásamt konu sinni, Margréti Kristins- dóttur, og dætranum tveim, Ólöfu Guðrúnu og Katrínu Ambjörgu, síð- ustu áratugina að Sólheimum 23. Maggi var áhugasamur ljósmynd- ari í frístundum. Hann dró að sér bækur um ljósmyndun og var öðram mönnum fróðari um myndavélar og ljósmyndatækni. Árið 1953 stofnaði Magnús, ásamt undirrituðum og fimm félögum okkar öðram, ljós- myndaklúbb, sem starfaði af nokkr- um krafti í tæpan áratug og vakti at- hygli. Nafn klúbbsins var yfirlætislaust - Litli ljósmynda- klúbburinn. Starfsemi klúbbsins snerist vissulega fyrst og fremst um Ijósmyndir og ljósmyndatökur. En það var víðar leitað fanga. Meðal annars fengum við til okkar á fundi þekkta ljósmyndara, listmálara og listfræðinga, til að nema af þeim lærdóm. Við settum sjálfum okkur íyrir verkefni, sem snerast um það að vinna breytileg „föndurverkefni“ á sviði myndlistar og kom þá mynda- vélin ekki alltaf við sögu. Þannig lærðum við hver af öðram og af mætum mönnum öðram, sem við leituðum til. Maggi undi sér áreiðan- lega vel í þessum hópi og var veit- andi í hópnum allt eins og þiggjandi. Hálfsystir Magnúsar, Guðjóna (Jóna), fluttist til Danmerkur snemma á öldinni og giftist þar Robert Olsen, múrarameistara. Son- ur þeirra er Rudolph Olsen, fyrram framkvæmdastjóri í Kaupmanna- höfn. Þeir frændur Magnús og Rud- olph héldu alla tíð góðu og tryggu sambandi og með þessum línum fylgja samúðarkveðjur til fjölskyldu Magnúsar frá Rudolph og Inger Ols- en og fjölskyldu þeiira í Danmörku. Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar færi ég eftirlifandi konu Magnúsar, Margréti Kristinsdóttur, dætrum og tengdasonum innilegar samúðarkveðjur. Óttar Kjartansson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.