Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 46
46 FOSTUDAGUR 28. JANUAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SNJOLAUG GUÐRUN * STURLUDÓTTIR -1 + Snjólaug Guðrun Sturludóttir fæddist f Reykjavík 12. janúar 1955. Hún lést á Líknardeild Landspitalans í Reykjavík 21. janúar sfðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Sturla Eiríksson, fram- kvæmdastjóri, f. 21.10.1933 og kona hans Solveig Thorar- ensen, kennari, f. 9.9. 1933. Systkini Snjó- laugar eru 1) Ingunn Ösk Sturludóttir, söngkona, f. 23.12. 1959, gift Birni Baldurssyni, bönda í Vigur, f. 2. 7. '66. 2) Steinunn Rósa Sf urludóltir, flugfreyja, fædd 11.2. 1964, var gift Sigurði Ragnarssyni, markaðsfræðingi, f. 24.5. '68. 3) Óskar Sturluson, tölvunarfræðing- ur og heimspekingur, f. 9.4. '66, í sambúð með Þorgerði Jörun- dsdóttur, myndlistarmanni, f. 24.7. '69. Hinn 15. nóvember 1975 gtftist Snjólaug Ólafi Kristjáni Ólafs- syni, viðskiptafræðingi, f. 5. jan- úar 1954. Hann fórst í bflslysi 10. október 1981. Foreldrar Ólafs Kristjáns eru Ólafur Helgason, f'rkv.slj., f. 5.12. '21 og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir, kaup- maður, f. 17.10. '29. Sonur Ólafs Kristjáns og Snjólaugar er Eirík- ur Sturla, fæddur 7. maí 1976, stundar nám við háskólann í Kiiln, Þýskalandi. Seinni maður Hún þótti víst hafa fengið flott- pstu jólagjöfina það árið - litla syst- ur. Frá upphafi urðum við nánar. Hún eldri, gætti af þolinmæði þeirr- ar litlu og beið þess að hún yrði nógu stór og þroskuð til að deila með gleði og gjöfum lífsins. Og það gerði hún svo sannarlega. Lóla var gædd mikl- um hæfileikum á mörgum sviðum og komu þeir fljótt í ljós. Hún var mús- ikölsk með afbrigðum, og hafði næmleik fyrir rituðu máli og miMnn áhuga á ljóðum. Heilu vetrarkvöldin sátum við vafðar inn í sængurnar okkar, og hún las upp úr skólaljóð- unum sínum fyrir systur sína, sem sat opinmynnt og hlustaði af andakt á frábæran lesturinn, sem stundum varð svo magnaður, að sú stutta fór að hrína. Mátti þá greina brosviprur -ifcjá Lólu, hún var nefnilega fljót að komast að því hvernig best væri að halda óhemjunni, systur sinni, í skefjum. Hún byrjaði snemma að læra á píanó og spflaði strax af leikni svo eftir var tekið, og auðvitað vildi syst- irin unga taka þátt í því sem öðru. Þá var Lóla snögg, spilaði Gamla Nóa í moll, samdi og söng sorglegan texta við, svo að sú litla varð óðara mát og hljóp grátandi burt og Lóla fékk frið tH æfinga. Ekki leið á löngu þar til bættist í systkinahópinn, þegar Rósa fæddist og tveimur árum síðar Ósk- ar. Systkmahópurinn var orðinn dá- góður og Lóla stjórnaði honum af miMUi röggsemi. Við litum öll þrjú Jipp til hennar, enda virtist allt leika í höndunum á henni. Æska okkar var yndisleg, leið fljótt, og fyrr en varði var Lóla orðin glæsileg ung stúlka í menntaskóla og komin með kærasta. Það var Óli, sem seinna varð eiginmaður hennar. Þegar svo var komið, var ég hrædd um að missa vinkonu mína, en það reyndist óþarft, því Óli átti eftir að verða góður vinur okkar allra. Þau giftu sig 1975 og eignuðust yndisleg- an dreng, Eirík Sturlu. Hann var augasteinninn þeirra og fjársjóður. I>au voru natin við drenginn og þeir ¦•ícðgar sérlega nánir. Ég fékk hlut- verk á nýja heimilinu þeirra, varð nokkurs konar heimilisköttur. Gætti Snjólaugar er Helm- ut Maier, skíðaþjálf- ari og deildarstjóri, fæddur 18. nóv- ember 1956 í Neu- kirchen am Gross- venediger í Austur- ríki. Foreldrar Helmuts eru Jósef Maier, frkvstj. í Neukirchen og kona hans Maria Maier, hótelstjóri sama stað. Sonur Helmuts Ojg Snjólaugar er Oskar Jósef Maier, fæddurl2.júlíl985. Snjólaug Guðrún varð stúdent frá Menntaskóianum í Reykjavik vorið 1975. Hún hdf störf hjá Flugfélagi Islands, síðar Flug- leiðum, þá um sumarið og starf- aði þar sem flugfreyja allt til ár- sins 1995. Þá tók hún við starfi á skrifstofu Flugleiða, og gegndi því með hvfldum um þriggja ára skeið. Snjólaug stundaði tónlist- arnám, bæði í pfanó- og flautuleik auk hljómfræði og söng með Pólýfónkórnum og Fflharmóníu- kórnum. Balletnám stundaði hún um árabil við Listdansskóla Þjóð- leikhússins og tók þátt í sýning- um þar. Hún smfðaði úr tré, vann í gler, prjónaði og saumaði út, auk þess sem hún lærði þá sérk- ennilegu list að vinna skraut- myndir úr mannshári. Útför Snjólaugar fer fram frá Langholtskirkju / dag, og hefst athöfnin kl. 15.00. Eiríks með ánægju, þegar Lóla var að fljúga og ÓIi var í skólanum, og auðvitað ef þau fóru eitthvað út. Að launum hlaut ég frábærar stundir með litlu fjölskyldunni og þeirra vin- um. Það var gestkvæmt á heimili þeirra, vinir og vandamenn ávallt velkomnir og oft glatt á hjaUa. En skjótt skipast veður í lofti. Öli fórst í bflslysi og eftir stóð Lóla, 26 ára, buguð af sorg með drenginn litla föð- urlausan. Við grétum saman systk- inin, en hún bjó yfir hugprýði og styrk og beindi athygli sinni og ást að drengnum. Arin liðu og einu sinni sem oftar var ég stödd hjá henni. Mæðginin voru á leið í Kerlingarfjöll, því sá litli hafði fengið skíði í jólagjöf og átti nú að læra á skíði. Lóla var nú ekkert sérlega hrifin, allt var á síðustu stundu, ég keyrði í rútuna, ýmislegt var látið fjúka á leiðinni. Viku síðar, þegar ég næ í þau, tek ég eftir glampa í augum hennar, göngulagið óvenju létt, „það var svo gaman". Hún hafði kynnst Helmut. Þau rugl- uðu saman reytum sínum og 1985 leit dagsins ljós fallegur sonur þeirra, Oskar Jósef og Eiríkur eign- aðist bróður. Þau voru ánægð saman og fóru reglulega til Austurrflris að hitta fjölskyldu Helmuts. Ég var nú komin á kaf í sönginn og hélt utan til náms. Það voru sann- arlega gleðistundir þegar Lóla kom í heimsókn til mín, fyrst til London og síðar Amsterdam. Það var gaman að fá fréttir að heiman, hún sagði svo skemmtilega frá. Hún sá spaugileg; ar hhðar á ótrúlegustu hlutum. í neðanjarðarlestinni eða jafnvel ein- hverju virðulegu safninu áttum við til að engjast af hlátri. Ég kom heim aftur og eitt sumarið tók Lóla mig með í afmæli Röggu vinkonu sinnar í Vigur. Þá var það ég sem kom til baka með glampa í augum. Og nú mátti Lóla þola heim- sóknir mínar dag hvern, ekki til að tala við hana, heldur til að sjá allar gömlu Vigurmyndirnar hennar, það væri nú örugglega mynd af Birni bónda í Vigur á einhverri þeirra. Hún sýndi mér mikla þolinmæði og brosti útí annað. En brátt urðu blikur á lofti. Lóla mín fór að yerða slöpp og ómöguleg. Ekkert fannst að henni þrátt fyrir ítrekaðar læknisheimsóknir. Rétt eftir fertugsafmælið sitt fær hún loks fréttirnar um sjúkdóminn ógur- lega sem engu eirir. Lóla mín sat ekki auðum höndum þessi fimm ár. Hún var listræn og lærði að vinna í gler, saumaði út og prjónaði. Hún lærði að vinna myndir úr hári hjá tengdamóður minni, Sigríði Salvar- sdóttur, og fórst það einkar vel úr hendi. Það voru ótal hlutir sem hún vann þennan tíma, hlutir sem eru okkur mikils virði. Hún kom nokkrum sinnum í heim- sókn til okkar 1 Vigur, það þótti henni gott þó að ferðalagið væri henni erfitt. Hún naut þess að vera ein með náttúrunni og fylgjast með fuglunum sem hún hafði mikinn áhuga á. Síðustu tvö ár komst hún ekki til múij og þótti okkur það báð- um miður. I heil fimm ár sýndi hún fádæma þrek og sótti mikinn styrk í trú á Jesú Krist. Helmut, maður hennar, stóð óbilandi við hlið hennar allan tímann og hjálpaði henni að halda reisn sinni til hinstu stundar. Fyrir það er þakkað. Nú standa þeir eftir beygðir, Helmut, Óskar og Eiríkur: Megi Guð styrkja þá og foreldra okkar í sorginni. Eg kveð hjartkæra systur með trega og söknuði. Ingunn Ósk (Ninna). Þótt ég talaði tungum manna og engla, enhefðiekkikærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væriégengubættari. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Harm hegðar sér ekM ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekM, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allL Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn hugsaði eins og barn og ályktaðieinsogbarn En þegar ég var orðinn fiilltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn. Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjórþekktur orðinn. En nú varir trú, von og kærleikur, þettaþrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (Úrl.Korintubréfi,13.kap.) Tvær systur liggja á stofugólfinu heima í Hjalló. Ónnur þeirra 15-16 ára, undurfalleg, ljóshærð, grönn, með þykkt, sítt hár. Hin 6-7 ára, lítil, dökkhærð budda. Þær liggja á milli tveggja hátalara og hlusta á Lifun Trúbrots. Sú stutta skilur nú ekki vel þessa tónlist, en finnst hún flott, og hún er svo glöð að vera þarna. Hún horfir á Lólu og finnst hún svo heppin með stóru systur. Það er allt svo spennandi í kringum hana. Tíu árum seinna. Ég vakna við umgang snemma á sunnudags- morgni. Fer fram, lít upp á stigapall. Þar stendur Lóla í flugfreyjubúning- num sínum með grátbólgið andlit. Hún horfir á mig og sorgin blikar í augum hennar. Hún er orðin ekkja aðeins 26 ára gömul. Eg get ekkert nema grátið með henni. Þrítugsafmælið hennar Lólu. Það er mikil veisla hjá henni. Hún kynnir mig fyrir mörgum sem nýju vinkon- una sína. Okkur finnst svo gaman, hvað við erum einhvern veginn orðn- ar nær hvor annarri í þroska. Ég er jú orðin fullorðin, 21 árs. Mér þykir svo vænt um nýju vinkonu mína, á eftir að eiga margar gleðistundir með henni og Ninnu og Oskari. Ég man einn aðfangadag. Við systkinin hittumst heima hjá Lólu, ákveðum að slappa aðeins af, og Lóla býður okkur upp á púrtvín úr fallegu jólakaröflunni sinni. 0, það er svo gaman. Við syngjum jólalögin mar- graddað, hlæjum og rifjum upp öll jólin okkar. Ég man fyrir fimm árum einn grá- an, ljótan rigningardag í San Francisco. Símtal frá íslandi. Rödd mömmu segir mér, að nú sé vitað hvað hafi verið að kvelja Lólu svona mikið. Hún hefur greinst með krabbamein. 0, nei, ekki elsku Lóla mín. Hún sem hefur gengið í gegn- um allar þessar þrautir í lífinu. Loksins, um vorið hitti ég hana, tek utan um hana og við grátum saman. Hún harkar samt fljótt af sér og segir, að sér líði nú bara ágæt- lega. Og það var hún reyndar vön að segja allt til hins síðasta. Núna fyrst fáum við að vita, að hún var í raun- inni alltaf kvalin. En þrátt fyrir það hélt hún stöðugt reisn sinni og feg- urð. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt hana fyrir systur og fyrir allar minningarnar. Takk Lóla. Rósa. Það kom mér ekki á óvart þegar hringt var í mig, og mér sagt að hún Lóla væri dáin. Síðustu dagana hafði hún háð lokabaráttuna við hinn ill- víga sjúkdóm sem engum eirir. Nú er hún laus úr fjötrum hans, og vafa- laust komin til annarra starfa á betri stað. Eg kynntist Lólu fyrst fyrir um 18 árum. Þá kom hún í heimsókn vestur í Vigur, með Eiríki, eldri syni sínum, og Ingu frænku. Síðar kynntumst við nánar þegar leiðir okkar Ninnu, systur hennar, lágu saman sumarið 1994. Eftir það kom Lóla til okkar nokkrum sinnum. Hún var mikill gönguhrólfur, og naut þess að geta farið ein út í óspUlta náttúruna, fylgst með fuglum, kúm og kindum, og andað að sér tæru sjávarloftinu. AUtaf var góða skapið með í för, og stutt í léttan og smitandi hláturinn. Hún hafði alveg einstaklega góða nærveru. Hún hafði ákveðnar skoð- anir á öllum hlutum, og var ófeimin að láta þær í ljós, og verja ef þurfti. Eftir að sjúkdómurinn ágerðist urðu heimsóknir hennar stopulli, en minningin um margar góðar stundir mun lifa. Stolt og virðuleiki, það voru eiginleikar sem fylgdu Lólu allt til enda. Þótt hún væri svo veik sem raun bar vitni fór hún yfirleitt fram í stofu á hverjum degi, sat þar í sínum hægindastól, og stýrði heimUishaldi svo sem henni var unnt. Helmut, eig- inmaður hennar, stóð við hlið hennar sem traustur klettur í veikindum hennar, sem og synir hennar tveir, og aðrir fjölskyldumeðlimir. Þeirra missir er mikill. Kæri Helmut, Eiríkur og Óskar Jósef, foreldrar og systkini. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Minningin um stórbrotna konu lifir áfram meðal okkar allra. Björn Baldursson. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Af eilífðarljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir, og upphiminn fegri en auga sér, mót öllum oss faðminn breiðir. (E.Ben.) Kæra vinkona, þakka þér aUa vin- áttu og elskulegheit frá okkar fyrstu kynnum, því marga stund áttum við saman við spjall yfir handavinnu. Nú sakna ég þess sárt að fá ekki að hitta þig meir. Ég varpa kveðju vina mín, til vina hvar sem er, ég veit að margur man til þín, og metur tryggð hjá þér. Sem endast mun um alla tíð þóokkurhorfinsért, sú lifir minning, ljúf og blíð, það ljós er eilíft gert. (N.N.) Eg sendi manni þínum, sonum, foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum hugheUar samúðar- kveðjur. Guð styrki okkur og styðji í okkar miklu sorg. Sigríður Salvarsdóttir. Elskuleg frænka mfn, jafnaldra og vinkona frá barnæsku, Snjólaug Guðrún Sturludóttir, Lóla, verður jarðsungin í dag. Hún hafði lengi strítt við erfiðan sjúkdóm en varð að lokum að lúta í lægra haldi. Það er sárt að horfa á eftir henni og erfitt að sætta sig við, að hún skuli vera horfin héðan, en því fær enginn breytt. Lóla mín er laus við þjáning- arnar, sál hennar hefur hlotið hvíld hjá Guði. Við vorum fyrstu barnabörn Ing- unnar ömmu á Fjölnisvegi, og frá fyrstu tíð bestu frænkur svo ekki komst hnífurinn á milli okkar. Lík- lega er ein fyrsta minning mín tengd Lólu þegar við lékum okkur í stóra garðinum hennar ömmu. Hann var okkur heill ævintýraheimur, með há- um trjám til að klifra í og með ótrú- lega fjölbreyttum gróðri og baka tU var gryfjan með bekknum í. Þangað læddumst við á tánum, tylltum okk- ur létt á brúnina og héldum niðri í okkur andanum, því hér átti bústað sinn skógarpúkinn, og hann mátti ekki styggja. Svo hlupum við blað- skellandi upp til ömmu og fengum hvor sinn uppáhaldsgrautinn, ég flauelisgraut og Lóla kaffigraut, mikið var nú dekrað við okkur, Utlu stelpurnar. Lóla var skemmtileg. Með henni var alltaf gaman. Hún var upp- átækjasöm og hugmyndarík, lagin við allt sem hún tók sé fyrir hendur, listræn og hafði næmt auga fyrir all- ri fegurð. Hún söng eins og engill, og var alls staðar hrókur alls fagnaðar. Hún var líka undurfaUeg og heillandi manneskja, alltaf brosandi og glöð. Þær eru margar minningarnar frá bernsku- og uppvaxtarárunum, allar baðaðar sólskini og gleði, svo aldrei bar skugga á. I menntaskóla urðum við bekkjar- systur, en það var langþráður draumur að sitja saman í skóla. I MR kynntist Lóla Óla sínum, yndis- legum og ljúfum dreng. Þau voru bekkjarpar öll menntaskólaárin og giftu sig haustið eftir stúdentspróf. Vorið eftir fæddist þeim sonurinn Eiríkur Sturla. Litla fjölskyldan hreiðraði um sig í notalegn íbúð á Langholtsveginum og þangað var ætíð gott og gaman að koma, enda varð heimiU þeirra fljótt miðstöð stórs vinahóps. AUt lék í lyndi í nokkur ár. Lóla vann sem flugfreyja. Henni þótti vænt um starfið sitt. ÓU var að klára háskólann. Enn höfðum við ekki kynnst mótlæti og sorg, ung og bjartsýn og trúðum því að lífið væri aðeins gott, að ekkert illt gæti hent okkur. En skyndilega knúði sorgin dyra, þegar Óli lést í hræðilegu bflslysi. Það var kannski þá sem ég uppgötv- aði hvað hún var gædd góðum eigin- leikum, áður hugsaði maður ekki svo mikið um slíka hluti. Vissulega var missirinn henni þungbær, hún varð ekkja aðeins 26 ára gömul með lítinn 5 ára dreng. En andlegur styrkur hennar, skynsemi og ró voru aðdáunarverð, þetta voru eiginleikar sem ein- Póstur sem er alltaf tiltækur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.