Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 65 FOLKI FRETTUM . i MYNDBONP Sérlega léleg Sporödrekabær (Scorpion Spring) Spennumynd Leikstjórn og handrit: Brían Cox. Aðalhlutverk: Alfred Molina og Ruben Blades. (92 niín.) Banda- ríkin. Skífan, desember 1999. Bönn- uð innan 16 ára. ÞAÐ er líklegast ástæða til að vara við þessari kvikmynd þar sem einhverjir gætu látið blekkjast af myndinni utan á hulstrinu sem er sæmilega aðlaðandi og gefur fyrir- heit um einhvers konar töff og óháða eyðimerkurspennumynd. Þetta er hins vegar einhvers konar útvötnuð nútíma-noir-glæpamynd, skrifuð af manni sem augljóslega kann ekki að ^m^kh skrifa sögu. Henni er líka leikstýrt af sama manninum sem greinilega kann ekkert að leikstýra kvik- mynd. En tilburð- irnir til að búa til harðsvíraða glæpa- mynd eru nógir og eru því klisjur ósp- art notaðar. Leikarar eru í samræmi við myndina, lélegir fram í fingur- góma, en mest kom mér á óvart að sjá Matthew McConaughey dúkka upp undir lokin í hálf-fáránlegu hlut- verki. Fólki er sem sagt bent á að forðast að leigja þessa mynd. '•"¦"•.........------------.......¦.—,...¦.,,..........-'"¦'¦ Forvitnilegar plötur Töffara- tregi Mark Ribot and the Prosthetic Cub- ans. Atlantic Recording corpora- tion New York. NYJASTI diskur ameríska gítar- leikarans Mark Ribot krefst þess að fólk stilli alla ofna í botn, svitni, reyM og drekki romm. Hér eru á ferðinni töffaralegar útsetningar á tónlist kúbverska tónskáldsins Arsenios Rodrigues. Mark Ribot er snilldarlegur gítarleikari frá New York sem starfað hefur með hetjum ems og Tom Waits og John Zorn. Ri- bot hefur áður gefið út nokkrar sólóplötur og hafa þær flestar verið með tilraunakenndum og hrá- um brag. En á þessum diski hefur hann ákveðið að vera sveittur og þýður. Hann hefur safnað í kringum sig nokkrum töffurum til að reykja, drekka og spila kúbverska tónlist og útkoman er fallegur og tilfinningar- íkur diskur. Ribot hefur fengist meira við dekkri og þyngri tónlist í gegnum árin og því fær þessi þýða Kúbutónlist yfir sigsársaukafullan og kraftmikinn blæ. Hljóðfæraleik- arar eru aðeins fjórir en hver öðrum betri og útsetningarnar eru einfaldar en hug- myndaríkar. Diskurinn er „pródúseraður" á snilldarlegan hátt, hljómurinn er hlýr og stemningin falleg. Mark Ribot syngur líka smávegis á plöt- unni á spænsku með hrjúfri rödd og amer- ískum töffarahreimi. Gítarleikur Ribots er ástleitinn, ein- faldur og algerlega laus við alla sólóstæla, hér er engri nótu ofaukið. Ribot blandar saman glæsilegum og mjúkum Kúbutónum við harða, rokkaða og oft á tíðum drungalega stemningu. Þetta er mjög ólíkt þeim túristalegu salsasveifludiskum sem maður heyrir venjulega. Hér ræður treginn ríkjum og ég hef séð hörð- ustu leðurbuxnagæja gráta við þessa tónlist. Tilvalinn diskur á bar-* - inn og í svefnherbergið. Ragnar Kjartansson Hvað kallar maöur Irska Joa þegar iiann líggur undip hjólbnpum? ^EVmSPACEY ANNETTE BENING "AMERONBEAUTY'THORABIRCH AliiSONIANNfl PETERGAUAÖ WES8ENTIEY BCHRtSCOOPER -RTHOMAS HEWMAN •^*^ BRUCE COHEN s OÁN JtNKS "SALAfíBALl1" Dke»íW«k s MCTUÍUiS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.