Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 41 MINNINGAR kenndu hana alla tíð, ekki síst núna síðustu árin þegar verulega reyndi á. Tíminn er græðari og eftir nokkur ár fann Lóla ástina á ný. Og það var hamingjusöm, geislandi kona sem kynnti mig fyrir Helmut, skíðakenn- ara frá Austurríki. Þau kynntust í Kerlingarfjöllum og upp frá því gengu þau saman lifsins veg. Óskar Jósef, sonur þeirra er aðeins 14 ára gamall þegar hann missir mömmu sína. Það er mikið lagt á unga og óharðnaða sál að ganga í gegnum slíka raun. Það er reiðarslag að greinast með krabbamein, ekki síst fyrir unga konu og móður sem er svo mikilvæg fjölskyldu sinni. Lóla tók veikindum sínum af miklu æðruleysi. Létt lund og viturt hjarta vega þungt við slíkar aðstæður, en annað og meira kom henni til hjálpar, en það var trúin á Guð. Á Hann setti hún allt sitt traust, til Hans leitaði hún þegar vonleysið ætlaði að sækja á hana og hjá Honum fékk hún huggun og hug- hreystingu. Þau fimm ár sem hún lifði með sjúkdómnum voru ekki einungis dimm ár, heldur var sem kviknaði ný sýn á lífið, þar sem allt sem áður var talið sjálfsagt varð að verðmætum. Hún var staðráðin í því að gefast ekki upp. Og að mörgu leyti nutu sín nú fyrst sumir hæfileikar hennar sem hún áður hafði ekki gefið sér tíma til að rækta. Hún var listakona sem allt lék í höndunum á. Og þegar orðið var erfitt með hreyfingu sat hún löngum stundum við handa- vinnu af ýmsu tagi og var margt af því hrein Ust. Það var undursamlegt hvað Lóla var söm við sig, þrátt fyrir veikindin, alltaf stutt í gamansemina og bjart bros, hún vildi ekkert vol og væl, enda ætlaði hún að sigrast á þessu, var ekkert á leiðinni frá strákunum sínum. Það var á síðasta sumri sem henni versnaði verulega, eflaust vissi hún að hverju dró og að baráttan væri töpuð en samt gafst hún ekki upp. Dollý frænka, móðir hennar, tók sér frí frá vinnu og sat hjá henni alla daga, ég veit hvað það var Lólu dýr- mætt. Ninna systir hennar, hennar nánasta vinkona sem býr í Vigur á ísafjarðardjúpi, kom í bæinn eins oft og hún gat til að vera hjá henni. Og Helmut maðurinn hennar stóð sem klettur við hlið hennar allt til enda- loka. í sorg og erfiðleikum sprettur blóm fegurðar, og það fagra blóm sorgar er í hjörtum nánustu ástvina hennar, sem umvöfðu hana kærleika og ást til hinstu stundar. Nú þegar ég sit hér í stofunni minni og horfi í kringum mig er svo margt sem minnir mig á Lólu. Það er svo merkilegt að gjafir frá henni áttu sér strax sinn stað hér, eins og hún vissi uppá hár hvað mig vantaði og hvað færi vel hjá mér. Blómateppið fallega á sófanum, engillinn í glugg- anum mínum, bjölluspilið i dyra- gættinni sem ég strýk létt við hendi þegar ég geng hjá og klingir svo fal- lega eins og andblær úr öðrum heimi. Það er svo ótalmargt sem minnir á hana og þó ég sakni hennar sárt þá finn ég að það er hægt að hugga sig og jafnvel gleðjast við yndislegar minningar. I gegnum þær verður hún alltaf hluti af lífi mínu og ég er þakklát fyrir að hafa átt hana að vin- konu. Kom, huggari, mig hugga þú, kom hönd og bind um sárin, kom dögg og svala sálu nú, kom sól og þerra tárin, kom hjartans heilsulind, kom heilög fyrirmynd, kom ljós og lýstu mér, kom líf er ævin þver, kom eilífð, bak við árin. (Þýð. V. Briem) Eg votta fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja þau í sorginni. Ingunn Thorarensen. í dag þegar við kveðjum Snjó- laugu, kæra frænku okkar og vin- konu, hinstu kveðju, langar okkur að minnast hennar með fáeinum orðum. Það var oft langt á milli samveru- stunda en kærleikurinn var alltaf samur. Myndir birtast úr fylgsnum hug- ans - myndir af óvenju glæsilegri og geislandi unglingsstúlku í glöðum hópi systkina og foreldra, sem skapa svo þétta heild, að það er erfitt að greina þau hvert frá öðni í minning- unni - myndunum fylgir tónlist, allt- af einhver tónlist, sem er allri fjöl- skyldunni í blóð borin. Oft er það píanóleikur og söngur. Peter; feiminn unglingur, í heim- sókn á Islandi. Hann trúir vart sín- um eigin eyrum þegar honum er sagt að fallega frænka hans og jafn- aldra æth að taka hann undir sinn verndarvæng og sýna honum Reykjavík. Ur verður ævilöng vin- átta. Snjólaug, kankvís stúlka með stú- dentshúfu, sem kynnir unnusta sinn Ólaf, bjartleitan, sviphreinan, ungan pilt. Snjólaug, tíguleg ung kona í brúð- arskarti við hlið Ólafi. Snjólaug, móðir með frumburðinn Eirík Sturlu í fanginu og mildina í augunum. Snjólaug, bamung ekkja - sorgin hefur knúið dyra - unga konan tekst á við hana æðrulaus. Snjólaug í flugfreyjubúningi, lífið heldur áfram og á ný ber hún gæfu til að finna verðugan lífsförunaut, Helmut, sem reynist syni hennar sem besti faðir. Snjólaug og Helmut í gleði yfir fæðingu sonarins Óskars Jósefs og lífinu sjálfu. Eiríkur Sturla hefur eignast bróður. Síðasta myndin er frá liðnu sumri. Snjólaug, fallega stolta Snjólaug, veit að hún á ekki langt eftir en hún vill ekki tala um sjúkdóminn. Hún vill heyra um eitthvað skemmtilegt, vita hvemig við hin höfum það og hvemig bömunum vegnar. Helmut stendur við hlið hennar og hún er æðrulaus og heldur þeirri reisn sem alltaf hefur einkennt hana. Þetta er Snjólaug sem við þekkj- um. I hugum okkar er hún og verður hluti af þéttofinni fjölskyldu vina okkar Solveigar og Sturlu sem okk- ur hefur hlotnast að vera með í gleði og sorg á liðnum ámm. Við biðjum algóðan guð að blessa þau öll. Svala, David og Peter Pitt. Nú er Lóla, fyrrum mágkona mín, búin að kveðja og eftir sitja óta- lmargar góðar minningar og stundir sem aldrei munu gleymast. Það var alltaf svo gott að vera í kringum hana vegna þess að hún bjó yfir miklum lífskrafti og lífsgleði, og frá henni streymdu kærleiksstraumar. Hún var svo björt að það geislaði af henni og þegar ég las eftirfarandi úr Guðs bók, þá birtist Lóla strax í huga minn: „Auga þitt er lampi líka- mans. Þegar auga þitt er heilt, þá er og allur líkami þinn bjartur, en sé það spillt, þá er og líkami þinn dimmur. Gæt því þess, að ljósið í þér sé ekki myrkur. Sé því líkami þinn allur bjartur og hvergi myrkur í hon- um, verður hann allur í birtu, eins og þegar lampi lýsir á þig með loga sín- um.“ Elsku Lóla, geislar þínir munu alltaf skína á okkur því nafn þitt er ritað í himnaríki og þar átt þú fjár- sjóð sem aldrei þrýtur. Eins og ritað er einnig í Guðs bók: „Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta þitt vera.“ Elsku Helmut, Eiríkur, Óskar, foreldrar, systkini og fjölskylda. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð gefi ykkur styrk og huggun á þess- um erfiðu tímum. Sigurður Ragnarsson. Affegurðblóms verður aldrei sagt aldrei sagt með orðum né þinni með neinum orðum (Stefán Hörður Grímsson.) Elsku Lóla mín, takk fyrir allt. Berðu Óla kveðju okkar Hafþórs. Krabbamein getur tekið lífið frá okkur en aldrei minninguna un^. þann sem er okkur kær. * ~ Minningin lifir með okkur, minn- ing um hnarreista, kjarkmikla og glaða Snjólaugu. Megi hún hjálpa Helmut, Eiríki og Óskari, foreldrum þínum og systkinum, yfir alla þröskulda sorg- arinnar. Lífið er eitt augnablik. Bless í bili. Sigríður V. Bragadóttir. • Fleiri minningargreinar um Snjrílaugii Guðrúnu Sturludrítt- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ./HLŒIDO I am your skín's strength. Rely on me. www.shiseido.com Heimskynning á nýrri byltingarkenndri kremlínu frá JHLŒIDO föstudag og laugardag frá kl. 13.00. H Y G E A jnyrtivöruvertlun Kringlunni, sími 533 4533. I am The Skincare. HAPPDRÆTTI vanmngamirfást Vinningaskrá 36. útdráttur 27. janúar 2000 Bif reiðavinningur Kr. 2,000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 2 9 2 3 // F erðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 854 17990 3 1543 72303 Ferða' Kr. 50.000 l 9 u r 6 16904 25300 27180 46988 68806 9619 21017 25651 36425 50641 73077 Húsbúnaðarvinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 ítvöfaldu 865 8535 19129 38007 43219 55182 61833 71029 1055 8989 20674 38102 43701 55638 61869 71581 2042 10446 22019 38450 44765 55887 61962 71678 2273 10914 23734 38675 44986 56202 62218 74141 2469 12045 26654 38807 45951 56300 62618 74481 3047 12551 29376 39618 46032 56303 64247 75296 4664 14036 30506 40010 49446 56383 66108 76193 4905 15425 32179 40800 50043 56519 66637 77029 4956 15896 33944 41021 51469 57846 66986 79256 5248 17120 34594 41430 51928 58586 67151 6001 17500 34915 41934 53352 60566 68487 6814 17654 35153 43176 53575 60654 69301 7456 18981 35804 43193 54852 61544 69574 Húsbú Kr. 5.000 naðarvinningur 33 10729 21587 31623 41449 51110 61497 71714 73 11847 21748 31958 41797 51443 62092 71729 237 12107 21943 32049 42105 52383 62437 72215 576 12335 22599 32574 42586 52420 62785 72669 1144 12514 22668 32727 42807 52473 62864 72745 1783 12751 23817 33008 42887 52600 63184 73305 2276 12798 23997 33023 43053 53324 63505 73968 3519 13079 24698 33479 43496 53506 64350 74319 3620 13113 24728 35045 44202 53732 64587 74499 3647 13182 24760 35143 44378 53768 65232 74507 3897 13254 24909 35247 44642 53913 65825 74930 3981 13284 24910 35528 44890 54226 66052 74932 4081 13397 25258 35538 45006 54621 66161 75093 4638 13819 26917 35623 45164 55083 66435 75138 4910 13871 27404 35927 45244 55263 66985 75499 5007 14311 27628 36281 45664 55701 67220 76553 5517 14363 27630 36369 45715 55734 67244 77011 5717 14725 27856 37023 45787 56013 67349 78378 6274 15115 27908 37092 45878 56019 67482 78389 6805 15411 28053 37147 45888 56581 68223 78653 6918 17171 28231 37276 45898 56636 68453 78712 7702 17795 28265 37663 46579 57017 68566 78898 7767 17923 28454 37698 47426 57796 68667 79079 7823 18604 28811 38589 47677 57883 68785 79462 8005 18782 28969 38791 48241 57980 68875 79839 8268 18789 29216 39363 48243 58556 69056 79924 8424 18924 29217 39429 48263 59406 69115 9021 19278 29882 39802 48835 59808 69666 9097 19293 29906 40186 49560 60111 70015 9681 19571 30197 40402 50213 60280 70202 9991 20533 30672 40880 50534 60303 70547 10633 20892 31603 41241 50818 61203 71375 Nœstí útdrœttír fara fram 4. feb. 10. feb. 17. feb. & 24. feb. 2000 Heimasíöa á Internetí: www.das.is Dagbók sem þú getur ekki týnt! strikss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.