Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Stærsta dag-
bók á Islandi!
Morgunblaðið/Kristinn
Hlynur Hallsson við verk sitt á Kjarvalsstöðum.
MÁNUDAGUR 24.1. 2000.
Vekjaraklukkan hringir
hálfátta en ég slekk á
henni og við sofum áfram alveg til
hálfníu og svo kúrum við til níu.
Lóa er eitthvað að pæla í sópara-
bíl sem er fyrir utan og síðan er
hún litla barnið og spriklar í rúm-
inu og sparkar nokkrum sinnum í
andlitið á mér þrátt fyrir aðvar-
anir.“ Dagbókarskrif eru nokkuð
sem margir Islendingar hafa
stundað um styttri eða lengri
tíma og flestum hefur örugglega
einhvern tíma dottið í hug að
setjast niður með penna og stíla-
bók og skrá niður ævintýri hvers-
dagsins.
Setningarnar hér á undan gætu
í raun verið úr hvaða dagbók sem
er, svo hversdagslegar eru þær,
en þær koma úr dagbók Hlyns
Hallssonar myndlistarmanns sem
rituð er á 24 metra langan og 5
metra háan vegg í miðrými Kjar-
valsstaða. Lóa Aðalheiður, hin
söguhetjan í dagbókinni, er
tveggja ára dóttir Hlyns sem
hjálpar föður sínum við gerð
verksins en óhætt er að segja að
verkið sé stærsta dagbók íslands.
Hlynur er fyrsti listamaðurinn í
röð sex listamanna sem hafa tekið
að sér að vinna listaverk beint á
þennan langa og bjarta vegg og
er þeim uppálagt að vinna á
staðnum daglega í tvær vikur en í
þriðju viku verður verkið til sýnis
í endanlegri mynd sinni, eða þar
til starfsmenn Kjarvalsstaða mála
yflr það með innanhússmálningu
og næsti listamaður getur hafist
handa á auðum veggnum.
Hefur skrifað dagbók
frá 12 ára aldri
Hlynur Hallsson segir í samtali
við Morgunblaðið að hann hafi
ákveðið að vera á staðnum og
vinna á vegginn allar þrjár vik-
urnar og leyfa verkinu þannig að
vera í stöðugri þróun allt til enda.
Hlynur er enginn nýgræðingur
í dagbókarskrifum og hefur hald-
ið dagbók að eigin sögn síðan
hann var tólf ára. Pví til staðfest-
ingar sýnir hann blaðamanni
þrjár þéttskrifaðar bækur og þar
er meðal annars að finna þetta
dagbókarbrot sem sýnir að dagar
í lífi fólks eru miseftirminnilegir,
og það á við um dagana í lífi
Hlyns Hallssonar myndlistar-
manns eins og annarra.
„Sunnudagur 13. apríl 1997.
Veit ekki almennilega hvað ég
gerði þennan dag.“
„Þar sem ég hef skrifað dag-
bækur síðan ég var barn fannst
mér tilvalið að skrifa dagbækur
mínar beint á vegg Kjarvalsstaða.
Mér fannst það strax áhugavert
sem viðfangsefni þegar mér var
boðin þátttaka og tilgangur sýn-
ingarinnar, að gefa almenningi
tækifæri til að fylgjast með lista-
fólki að störfum og svipta þannig
að einhverju leyti dulúðinni af
sambandi listar og almennings,
var mjög svipað því sem ég er að
vinna með í list minni, þ.e. við-
brögð fólks við hlutum og atburð-
um.“
Viðbrögð gesta á Kjarvalsstöð-
um hafa heldur ekki látið á sér
standa að sögn Hlyns, fólk les
textann af áhuga og er ófeimið að
ganga til hans þar sem hann situr
við lítið föndurborð í miðjum
salnum. „Eg hef eytt meiri tíma
hérna niðurfrá en ég ætlaði mér í
fyrstu." Aðspurður hversu ná-
kvæmlega hann skrái líf sitt á
veggina segir hann að hann skrái
ekki allt, enda opinberi fáir öll
smáatriði í dagbókum sínum.
,Auðvitað eru alltaf ákveðnir
hlutir sem eru of persónulegir til
skrifa þá í dagbók og það á við
þetta verkefni sem og dagbókar-
skrif almennt. Þó held ég að fólk
fái nokkuð góða innsýn í hvað á
daga mína drífur með því að
skoða verkið,“ segir Hlynur og
grípur myndavél af borðinu og
myndar fólk sem í sakleysi sínu
hafði gefið sig á tal við hann.
Þessar ljósmyndir límir Hlynur
svo hjá skrifunum og þannig eru
dagarnir bæði skráðir í máli og
myndum.
„Þetta verður svona eins og
Fólk í fréttum- og Hverjir voru
hvar-dálkarnir í dagblöðunum.
Allir sem hingað koma verða hluti
af verkinu og lenda á veggnum.11
Eins og fytr sagði tekur Lóa
dóttir hans þátt í gerð veggmynd-
arinnar og notar til þess vaxliti.
„Lóa sér um að skreyta. Hún unir
sér vel á Kjarvalsstöðum, enda er
hún miðpunktur athyglinnar,"
segir Hlynur og brosir.
Eitt markmið Veggja er að
leyfa almenningi að hitta lista-
menn í eigin persónu og fylgjast
með þeim að störfum. „Ég held
samt að íslendingar þekki flestir
einhverja myndlistarmenn pers-
ónulega, eða hafi í það minnsta
talað við einhvern slíkan. Ég held
að fæstir sem koma til mín á
Kjarvalsstaði séu að hitta mynd-
listarmann í fyrsta skipti.“
Auk verksins á Kjarvalsstöðum
hefur Hlynur gert mörg og ólík
verk og sýnt þau víða, bæði hér
heima og í Évrópu. Til dæmis
stillti hann upp íslenskum heitum
potti á gangstétt á aðalgötunni í
Hannover í Þýskalandi fyrii-
nokkrum árum í þeim tilgangi að
varpa ljósi á hvernig aðstæður
breytast þegar hlutir eru færðir í
nýtt samhengi. Einnig hefur hann
gert verk sem er einfaldlega op-
inn gluggi! Þá fer Hlynur inn í
sýningarsalinn, opnar gluggana,
hleypir fersku lofti inn og gefur
fólki kost á að skoða ný sjónar-
horn með því að líta út um glugg-
ann.
Þeir sem hafa áhuga á að hitta
Hlyn og skoða verkið geta komið
á Kjarvalsstaði milli kl. 10 og 18
alla daga til 3. febrúar nk., en þá
lýkur sýningunni með hátíðlegum
hætti.
Færeysk heims-
menning
Opið hús
hjá Arki-
tektafélagi
Vitundin opnuð
upp á gátt
BÆKUR
Ljiíð
TRAÐARBÓKIN. KVÆÐA-
BÓKIN HJÁ TRÓNDI Á
TR0Ð
I avskrift við inngangi og viðmerk-
ingum eftir Eyðun Andreassen.
Tungulist. Tórshavn. Færeyjum
1999 - 351 bls.
EITT mikilvægasta framlag
Færeyinga til heimsmenningarinn-
ar er varðveisla fornra danskvæða
og dansa. Dansar stóðust betur ár-
ásir lærðra manna og leikra í Fær-
eyjum en á Islandi. Danskvæðalist-
in stóð í töluverðum blóma frá
1300-1600 og danskvæði voru raun-
ar ort fram á 20. öld. Efni þeirra var
svo sem ekki ýkja frábrugðið efni
íslenskra danskvæða og rímna.
Upprunalega kemur danskvæðast-
efna frá hástéttum í Frakklandi en
til Norðurlanda berst hún frá Eng-
landi og Þýskalandi. Af þessu mót-
ast efniviðurinn. Sótt eru föng til
franskra miðaldakvæða jafnt sem
norrænna fomsagna og staðbund-
inna sagna.
Tróndur í Trpð (1846-1933) var
mikill listamaður á sínum tíma,
kvæðamaður, útskurðarmaður og
skáld og ólst raunar upp við dans-
kvæði og tók við langri danskvæða-
hefð. Kannski er það framlag hans
að skrifa niður kvæðin einna mikil-
vægast. Fyrirferðarmesta kvæðið
sem hann varðveitti er ílints táttur
eða þáttur og er hans uppskrift sú
eina sem varðveist hefur. Kvæðið er
dálítið tröllslegt og fyrirferðarmik-
ið. Þáttarformið er dálítið yngra en
eldri danskvæði og er rakið aftur til
17. aldar. Kvæðinu svipar nokkuð
til fornaldarsagna. Tróndur var
einnig skáld og orti m.a. sjálfur
Gunnars kvæði sem byggt er á
Njáls sögu og Uffa rímur. Synir
Tróndar, þeir Jóvgan og Leifur
Tróndarsynir héldu uppi merki föð-
urins og varðveittu kvæðin, söngv-
ana og dansana fram á okkar öld.
Traðarbókin, sem út kom í Þórs-
höfn í Færeyjum á síðasta ári, hefur
kvæði þessi að geyma. Þau era 13
samtals. Eyðun Andreassen stend-
ur fyrir útgáfunni af miklum mynd-
arskap og ást á viðfangsefninu og
gerir jafnframt grein fyrir starfi og
ævi Tóndar og sona hans jafnframt
því að fjalla um kvæðin í inngangi.
Ljóst er af kvæðunum og inngangi
Eyðuns að kvæðahefðin í Troð hef-
ur verið sterk og raunar ómetanleg.
Um sumt minna vitaskuld færeysku
kvæðin á íslensk danskvæðastef,
t.a.m. viðlagið í Fuglaljómunum um
„Fuglin í fjoruni.
Um kvæðin sjálf verður ekki fjöl-
yrt hér. Efni þeirra er sótt víða,
jafnt til riddarakveðskapar, nátt-
úru, íslendingasagna og og fornal-
darsagna. Hér er á ferðinni ljóð-
rænn frásagnarskáldskapur sem
einkennist af þulukenndum endur-
tekningum og stefjaleikjum. En
kvæðin standa ekki ein og óstudd.
Það er kannski mestur munur fær-
eyskra og íslenskra danskvæða.
Þau eru hluti lifandi hefðar.
I tengslum við Trpðarbókina er
einnig gefinn út geisladiskur með
kvæðasöng sona Tróndar, þeirra
Jógvans og Leifs. Diskurinn eykur
gildi bókarinnar og raunar er
merkilegt til þess að hugsa að alda-
gamall kveðskapur úr munnlegri
geymd og danslög af sama toga
skuli hafa varðveist á þennan hátt
og birtast nú á geisladiski. Þannig
styður nýjasta tækni við varðveislu
ævafornrar hefðar.
Skafti Þ. Halldórsson
Islands
í TILEFNI af því að Reykjavík er
ein af níu menningarborgum Evrópu
árið 2000, hefur Arkitektafélag Is-
lands ákveðið að gefa út kynningar-
og leiðsögurit um íslenska bygging-
arlist. Rit þetta verður hið fyrsta
sinnar tegundar hér á landi. Mark-
miðið með útgáfu leiðsöguritsins er
að bjóða íslendingum og erlendum
gestum þeirra rit sem er nokkurs
konar sýningarskrá að lifandi bygg-
ingarlistarsýningu í Reykjavík og á
landsbyggðinni. Ritið verður
litprentað í þúsundum eintaka bæði
á íslensku og ensku. Ritið kemur út á
vordögum og nefnist „Leiðsögn um
íslenska byggingarlist" - úrval 250
verka sem endurspegla fjölbreytni
og grósku íslensks arkitektúrs.
A opnunardegi menningarborgar-
innar, laugardaginn 29. janúar, verð-
ur opið hús hjá Arkitektafélagi ís-
lands, þar sem leiðsöguritið verður
kynnt með myndum ásamt dreifi-
bréfi um ritið. Einnig verður sýnt
myndband um íslenska byggingar-
list.
Ogið hús verður hjá Arkitektafé-
lagi íslands, Hafnarstræti 9, 2. hæð.
Húsið verður opið frá kl. 14-17.
Sýnir í
Hár og list
KRISTBERGUR Pétursson
opnar sýningu á málverkum
laugardaginn 29. janúar kl. 14 í
Hár og list, Strandgötu 39,
Hafnarfirði.
Sýningin stendur til 13. febr-
úar.
KVIKMYNDIR
Stjörnubfó/Kringlu-
b í«
Stir ofEchos ★★
Leikstjóri: David Koepp. Handrit:
David Koepp eftir samnefndri bók
Richards Mathesons. Aðalhlutverk:
Kevin Bacon, Katheryn Erbe, Liza
Weil, Zachary David Cope og 111-
eana Douglas. Artian 1999.
í STIR of Echoes segir frá Tom
Witzky, konu hans Maggie og
skyggna syninum Jake. Tom er efa-
semdarmaður, en tekur samt áskor-
un Lísu, mágkonu sinnar, um að láta
hana dáleiða sig. Óskiljanlegar og
hryllingslegar sýnir birtast honum
strax og halda áfram eftir að hann
kemur úr dáinu, og Lísa skýrir það
með því að hann hafi opnað dyr að
undirmeðvitundinni. Lífið verður
óbærilegt fyrir greyið Tom, sem lifir
sínu lífi og öðru í hálfgerðum hryll-
ingsheimi. Hann fer að raða saman
myndunum sem birtast honum, og
ásamt upplýsingum frá syninum
tekst að lokum að upplýsa óhugnan-
legan glæp.
Kynning í
Samlaginu
ANNA Sigríður Hróðmarsdóttir
opnar kynningu sína í Samlaginu
listhúsi, Listagilinu á Akureyri,
laugardaginn 29. janúar.
Kynningin verður út febrúar-
mánuð. Samlagið listhús er opið
alla daga nema mánudaga og
þriðjudaga í febrúar.
Sem spennumynd. virkar þessi
með eindæmum vel á köflum, og þeir
sem þurfa að hrista aðeins upp í
taugakerfinu ættu að njóta hennar
vel. Spennan mætti þó vera meira
stigmagnandi, því segjast verður að á
hápunktinum eru áhorfendur eigin-
lega búnir að finna út lausnina, og
það er ekkert sem kemur á óvart.
Já, ágætis spennuvaldur en að
öðru leyti er þessi mynd afskaplega
ófrumleg í alla staði; bæði handritið
og leikstjómin, og bregður fyrir
þykkum klisjum hér og þar. Undir-
meðvitundin, og það að geta nálgast
upplýsingar í gegnum hana, er sér-
lega áhugavert fyrirbæri og það
hefði mátt vinna meira úr þeim þætti.
Það hefði gert myndina áhugaverð-
ari og sérstaka á einhvem hátt.
Ég verð að segja að Kevin Bacon
kom mér á óvart í aðalhlutverkinu,
og er bara býsna traustur á köflum,
en það sama verður ekki sagt um
hina leikarana, sem eru í meðallagi.
Nema Illena Douglas sem leikur dá-
valdinn Lísu. Hún er svolítið sérstök
og alltaf gaman að sjá henni bregða
fyrir.
Ágætis afþreying fyrir spennu-
fíkla ef svo má segja.
Hildur Loftsdóttir
Anna Sigríður Hróðmarsdóttir