Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 66
66 FÖSTUDAGUR28.JANÚAR2000 MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM Kvikmyndahátíðin í Gautaborg 1 j Fljúgandi Islendingar í nærmynd Kvikmyndahátíðin í Gautaborg hefst í dag. Kristín Bjarnadóttir segir frá aðdraganda hennar og áherslu á íslenska kvikmynda- vorið sem kannski er orðið að heitu sumri. KVIKMYNDAHATIÐIN í Gauta- borg hefst í dag með sýningu á ís- lensku myndinni Englar alheimsins. Á morgun er myndin Eyjabakkar eft- ir Helgu Brekkan á dagskrá og á sunnudaginn verða Ungfrúin góða og húsið og 101 Reykjavík sýndar. Myrkrahöfðinginn verður sýndur á þriðjudaginn auk heimildarmyndar um Friðrik Þór Friðriksson, The Vik- ings Gaze, eftir Jjýska leikstjórann Alexander Bohr. Islenska hljómsveit- in Sigur Rós mun troða upp á sunnu- »dagskvöldið á djassklúbbnum Nefert- ití. íslenski Gautaborgarinn Arn- grímur Bjarnason dansar tvö kvöld í röð á móti Janni frá Hollandi í verk- inu „The Frozen Ones" eftir sænska danshöfundinn Evu Ingemarsson. Verkið er skUgreint sem heimildar- dans eða dönsuð heimildarmynd, „ein áhugaverðasta uppfærsla á árinu", samkvæmt Dagens Nyheter fyrr í vetur. AUt er þetta undir hatti sömu há- tíðar, sem leggur undir sig 13 kvik- myndahús í tíu daga og býður upp á ^nyndir frá 55 þjóðlöndum, 50 um- ræðufundi (cinemix), 10 sænskar bíó- myndir sem verða frumsýndar, ásamt uppákomum og sögulegum sýningum af ýmsu tagi. Góðæri í íslenskri kvikmyndagerð íslensk kvikmyndagerð er í brenni- depli á hátíðinni í ár, en það hefur ver- ið siður að gefa einni Norðurlanda; þjóð sérstakt rými hverju sinni. I desember sl. sagði Gunnar Bergdahl, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, þau tíðindi að hingað kæmu hvorki meira né minna en 25 myndir ofan af ísl- andi, bæði nýjar og gamlar, ásamt leikstjórum þeirra í eigin persónu, því hugmyndin væri að gefa nærmynd af íslenskri kvikmyndagerð síðastliðin 20 ár. Hann kvað það viðeigandi að halda veglega upp á afmæh' íslenska kvikmyndavorsins og gefa boðbera þess gaum, þ.e. myndinni Land og synir, sem var frumsýnd í febrúar ár- ið 1980. „Og svo grunar mig," sagði Bergdahl, „að nú sé góðæri í íslenskri kvikmyndagerð, með þremur mynd- um eftir leikstjóra sem við þekkjum Ingvar Sigurðsson sem Páll í Englum alheimsins, opnunarmynd hátíðarinnar í Gautaborg, en hún og Úngfrúin gtíða og húsið eru íslensku myndirnar sem keppa um Kvikmyndarefinn. vel úr sögunni: Friðrik Þór Friðriks- son, Guðnýju Halldórsdóttur og Hrafn Gunnlaugsson, auk þeirra sem eru að ganga til liðs við hana um þess- ar mundir, eins og Baltasar Kormák- ur og Ragnar Bragason." Hunangsfluga á ekki að geta flogið Bergdahl lætur gjarnan hafa eftir sér líkingu til að lýsa afstöðunni til ís- lenskrar kvikmyndagerðar. „Hun- angsfluga á ekki að geta flogið. Það er vísindalega sannað. En flugan veit ekki af því, svo hún flýgur. Það er eins með íslenska kvikmyndagerð. Þjóð sem er innan við 300 þúsund manns á ekki að geta haidið uppi stöðugri bíó- myndaframleiðslu. En íslendingar hafa bersýnilega ekki hugmynd um það og gera því myndir á heimsmæli- kvarða! Mitt heimafólk mætti alveg taka íslendinga sér til fyrirmyndar stundum og ég ímynda mér að svona heimsókn getí orðið mörgum í kvik- Ása Kr. Óskarsdóttir, verslunarstjóri Hans Petresen í Kringlunni Arnar Jan Jónsson, Eskihlíð 23,105 Reykjavík. Fjölmargir gestir mbLis sendu vinum sínum og vandamönnum jóla- og áramótakveöju á mbJLjs. Að þessu sínni gátu alíir sem sendu jóla- og áramótakveðju á mbl.ís lent í lukku- potti og unnið veglega vinninga. Frá Hans Petersen var hægt að vinna Kodak stafræna myndavél DC 215 að verðmæti 49.000 kr., Canon Ixus X1 myndavél, vatnshelda, að verðmæti 16.900 kr. og Kodak Millenium einnota myndavél með ávísun á framköllun og myndir á diskettu. Visa gaf sérstakar Visa klukkur. Stóra vinninginn vann Arnar Jan Jónsson, sem tekur hér við Kodak stafrænni myndavél frá Ásu Kr. Óskarsdóttur, versiunarstjóra í Krínglunni. Öllum vinningshófum hefur verið sendur tölvupóstur og vilja aðstandendur lukkupottsins óska vinningshöfum til hamingju. (^mbl.is myndabransanum ágæt vítamín- sprauta... Svo vil ég helst fá fyrrver- andi forseta ykkar, frú Vigdísi Finnbogadóttur, til að heiðra okkur með nærveru sinni og ... Nei, bíddu við, sumt er enn á draumórastígi. Eg þarf aðeins að skreppa - tíl íslands." „Jú jú. Við komum!... Eg veit ekki til að nokkurt hinna Norðurlandanna hafi fengið jafn veglegt boð og okkur var gert," sagði Þorfinnur Ómarsson, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, þegar fréttaritari náði taU af honum nú á dögunum. „Okkur var boðið að koma með 25 myndir, þar af fimm nýjar, og mér sýnist öruggt að alls verði sýndar 23. Og 30 manns fara ut- an. Það eru leikstjórar og svo aðrir sem taka þátt í kynningunni. Við verðum með í dagskránni - Cinemix - sem hefst á laugardaginn. Laugar- dagur og sunnudagur er helgaður okkur, þá er ísland í nærmynd." Myndirnar 20 sem spegla skulu söguna eru valdar í samvinnu fram- kvæmdastjóra Gautaborgarhátíðar- innar og framkvæmdastjóra Kvik- myndasjóðs íslands. Efitirtaldar myndir verða væntanlega á dagskrá: Land og synir, Punktur punktur komma strik, Með allt á hreinu, Hús- ið, Hrafninn flýgur, Stella í orlofi, Skytturnar, Foxtrot, Ryð, Magnús, Börn náttúrunnar, Sódóma Reykja- vík, Ingaló, Svo á jörðu sem á himni, Hin helgu vé, Benjamín dúfa, Tár úr steini, Stíkkfrí, Blossi 810551 og Dansinn. Þorfinnur Ómarsson er með fram- söguerindi á laugardag og mun gera \&(/ ^\LL.m/= eiTTHVAO l\l\ grein fyrir grundvelli íslenskrar kvik- myndagerðar, þróun hennar á heima- velli og stöðu hennar í alþjóðlegu samhengi. Sama dag verður leitað svara hjá íslenska liðinu við spurning- um eins og: Hvað er dæmigerð ís- lensk kvikmynd? Hvaða þemu veija íslenskir leikstjórar? Hvernig er hið sérstaka notað, eins og náttúran, sagnaarfurinn og Ijósið? Hvaða hlut- verki gegnir uppruni höfundar og leikstjóra? Og hver er kjarni þræt- unnar miUi landsbyggðaf og borgar? Gunnar Bergdahl hefur verið fram- kvæmdastjóri Gautaborgarhátíðar- innar frá upphafi, en hún var fyrst haldin árið 1979 eða sama ár og ís- ienski kvikmyndasjóðurinn byrjaði að rækta það sem varð „íslenska kvik- myndavorið" eins og Ólafur M. Jó- hannesson nefndi það í hrifningu sinni yfir myndinni Land og synir. Kvikmyndahátíðin í Gautaborg hefur verið í sífelldum vextí, bæði hvað varðar fjölbreytíleika og sem virt B- hátíð í alþjóðlegu samhengi og sú mesta á Norðurlöndum. Sýndar verða myndir frá 55 þjóðlöndum að þessu sinni, þar á meðal frá Filipp- seyjum, Malí og Indónesíu, Norður- og Suður-Kóreu og Suður-Afríku. Meðal nýjunga í ár er deildin „Nordic Event", sem verður markað- storg nýrra norrænna mynda, með lokuðum sýningum fyrir alþjóðlega aðila í greininni, væntanlega kaup- endur og dreifingaraðila. Deildin byggir á samvinnu norrænu kvik- myndasjóðanna fimm. Keppt um Kvikmyndarefinn Tvær nýjar íslenskar myndir eru meðal átta norrænna mynda er keppa til úrslita um Norræn kvikmynda- verðlaun á vegum Göteborgs-Posten í samvinnu við kvikmyndahátíðina. Mynd Guðnýjar Halldórsdóttur, Ungfrúin góða og húsið, og Englar al- heimsins eftir Friðrik Þór og Einar Má eru báðar tilnefndar. Aðrar tilnefndar myndir eru: Evas Öye frá árinu 1999 eftir norska leik- stjórann Berit Nesheim, höfund Sunnudagsengla, sem nýlega var sýnd í íslenska sjónvarpinu; Ballen i Óyet eftir Catarine Telie (Noregur/ Svíþjóð, 2000); finnska myndin The Geography of Fear eftir AuU Mantila (Finnland 2000) en um tónlistina í þeirri mynd sá Hilmar Örn Hilmars- son; danska myndin Bornholms Stemme (Danmörk/Svíþjóð 1999) eft- ir Lotte Svendsen; Knockout eftir hina sænsku Agneta Fagerström- Olsson (Svíþjóð 2000) og loks önnur sænsk mynd, Min mamma hade fjor- ton barn, eftir Lars Lennart For- sberg(Svíþjóð2000). Keppnin er því síður en svo ein- göngu ætluð nýliðum í kvikmynda- gerð, en verðlaunin, 100 þúsund sænskar krónur ásamt styttunni „Kvikmyndarefurinn" eftír lista- manninn Ernst Billgren, eru ætluð leikstgóra þeirrar myndar sem flest atkvæði hlýtur. Einnig verða veitt verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku og besta handrit, til handa listamönn- um í hvorri grein, en einnig þar stend- ur valið milh' tilnefndu myndanna átta. Þær verða sýndar sitt hvert kvöldið í átta daga í kvikmyndahús- inu Draken þar sem hátíðin hefst með Englum alheimsins að lokinni vígslu menntamálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.