Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGNE MARIE JÓNSSON tSig'ne Marie Jónsson (Signý) fæddist í Stadil í Dan- mörku 16. jan. 1934. Hún varð bráðkvödd á heimili smu hinn 16. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru séra Lars Amby og Elinor Amby. Þau eru bæði látin. Signý var elst átta systkina. Tvö þeirra, þ.e. Kirsten og Per, eru látin. Önnur systkini eru Hanne, sem býr í Noregi, Lars Per, sem er á Græn- landi og Ellen, Kristen og Sören, sem öll búa í Danmörku. Tveir sí- ðastnefndu eru hálfbræður Signýjar, samfeðra. Signý var búsett á íslandi frá árinu 1955. Upphaflega kom hún hingað í vist en úr varð að hún settist hér að. Hún vann hin ýmsu störf en fór svo í Fósturskólann og lauk þaðan námi 1960. Hún starf- aði í 25 ár sem dagmamma en frá árinu 1987 vann hún á lager í Hag- kaup. Hinn 3. sept. 1960 giftist Signý Guðjóni Lárusi Jónssyni (f. 3. sept. 1915, d. 14. okt. 1988). Börn þeirra eru: 1) Karl Pétur, f. 26. feb. 1957, kjörsonur. Hann var kvæntur Ingibjörgu Sveinbjörnsdóttur. Þau eiga saman eitt barn, Daníel, f. 15. maí 1983. Karl og Ingibjörg skildu. Nú- verandi sambýlis- kona Karls er Watt- anee Boodudom. 2) Björn, f. 7. mars 1962, kvæntur Sig- rúnu Láru Jónsdótt- ur. Þeirra börn eru Vaka Dögg, f. 1. mars 1985, og Lárus Jón, f. 13. maí 1990. 3) Gréta, f. 19. jan. 1963, gift Benedikt, Th. Jónatanssyni. Þeirra börn eru Signý Björk, f. 9. mars 1990, Bjarki Már, f. 21. feb. 1992, og Anna Margrét, f. 6. jan. 1994. 4) Sigríður Karen, f. 12. okt. 1964, sambýlismaður Ásgeir Bjarni Jóhannsson. Þeirra börn eru Arnbjörg Mist, f. 14. okt. 1996, og ísold Gunnur, f. 17. feb. 1999. 5) Marteinn Amby, f. 25. apríl 1967. 6) Bjarni Amby, f. 30. júlí 1970.7) Lars fvar Amby, f. 3. mars 1975, unnusta Aðalheiður Þóris- dóttir. Auk þess átti Lárus þrjú börn fyrir: 1) Guðmundur Júlíus, f. 1. ágúst 1942.2) Anna, f. 28. jan. 1944. 3) Steinunn Helga, f. 12. mars 1949. Signý verður jarðsungin frá Laugarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Nú er hún mamma mín látin og mig langar að minnast hennar í nokkrum orðum. Orð sem mér dett- ur helst í hug þegar ég hugsa til hennar er ósérhlífni, vinnusemi og heiðarleiki. Sem dagmamma var mamma allt- ‘ af með húsið fullt afbörnum. Við vor- um nú ekki svo fá systkinin á heimil- inu en samt sem áður var mamma alltaf með mörg börn í gæslu, sinnti húsi og garði óaðfínnanlega, auk þess að sjá um heildsöluna sem þau pabbi ráku. Alltaf hugsaði mamma um aðra fremur en sjálfa sig. Sumar- frí tók hún ekki nema á nokkurra ára fresti þegar hún fór að heimsækja ættingja í Danmörku. Henni fannst nefnilega svo erfitt fyrir foreldra barnanna sem hún passaði að þurfa að haga sínu sumarfríi eftir hennar fríi. En mömmu er ekki hægt að minn- ast án þess að minnast pabba um leið. Þeim þótti svo ótrúlega vænt um hvort annað og áttu gott og far- sælt hjónaband. Pabbi vann lengi hjá varnarliðinu í Keflavík og í fríunum hafði hann nóg að gera við að byggja og breyta í húsinu. Alltaf hafði hann samt nægan tíma fyrir okkur börnin. Hann var svo barngóður og hlýr og mér hefur alltaf þótt leiðinlegt að börnin mín náðu ekki að kynnast honum. Á svo stóru heimili var að sjálfsögðu fjör við matarborðið. Mamma lagði áherslu á að allir væru mættir á réttum tíma í mat. Þar voru ýmis mál rædd, en ef pabbi og mamma voru að ræða eitthvað sem við máttum ekki skilja, þá töluðu þau saman á dönsku. Eg man hvað okkur fannst sniðugt hvað þau lentu í mikl- um vandræðum eftir að við fórum að læra dönsku í skólanum. Við lærðum ekki dönskuna á heimilinu. Mamma hafði ákveðið að fyrst hún ætlaði að búa á landinu, þá þyrfti hún líka að læra málið almennilega. Hún talaði bara við okkur íslensku og gerði það vel. Eftir að pabbi veiktist, fannst mömmu of mikið fyrir hann að hafa öll þessi börn á heimilinu. Þá fór hún að vinna í Hagkaupi. Mamma missti mjög mikið þegar pabbi dó. Eftir það lifði hún fyrir börnin sín, barnabörn- in og vinnuna. Hún var mjög illa far- in vegna beinþynningar og var með stöðuga verki en samt vann hún allt- af langan vinnudag og missti varla dag úr. Hún var mjög ánægð í vinn- unni og það gladdi hana mikið þegar vinnuveitendur sýndu það í verki að þeir kunnu að meta dugnað hennar og samviskusemi. Á frídögum lá mamma svo sem ekki í neinni af- slöppun því þá vorum við börnin hennar mætt á staðinn. Það var svo gott að koma til hennar og við eigum eftir að sakna þess ótrúlega mikið að hafa ekki þann möguleika lengur. Það var okkur mikið áfall að missa mömmu svo óvænt, en svona eftir á að hyggja er ég líka þakklát fyrir það að hún skildi ekki þurfa að upplifa það að verða óvinnufær sjúklingur. Það hefði hún aldrei þolað. Eg kveð þig elsku mamma og treysti því að þú hafir það gott þar sem þú ert núna. Gréta. Ég ætla ekki að reyna að lýsa því hversu mikið mér var brugðið þegar Bjarni bróðir hringdi til mín sunnu- daginn 16. janúar sl. og sagði mér að móðir okkar væri látin. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu. Mamma var aldrei mikið fyrir það ræða um sjálfa sig en þó vissum við systkinin það að hún hafði ekki verið mjög heilsuhraust í mörg ár. Samt lét hún aldrei á neinu bera. Mamma kom til íslands 1955. Hún lauk námi við Fósturskólann 1962. Fyrstu æskuminningarnar tengjast einmitt fullu heimili af börnum. Hún passaði börn á heimili okkar og auk þess ól hún upp okkur systkinin. Það þarf líklega ekki að taka það fram að það var oft mikill handagangur í öskjunni. Það er ótrúlegt hvað hún komst yfir á hverjum degi. Meðan faðir okkar lifði ráku þau auk þess heildverslun heima. Úm það leyti sem hann dó í október 1988 hætti mamma fóstrustörfum og byrjaði að vinna á lager í Hagkaupi, Skeifunni. Fór mjög gott orð af henni þar. Heimili móður okkar stóð okkm' systkinunum og bömum okkar alltaf opið eftir að við fluttum að heiman. Eg hef ekki tölu á öllum heimsókn- um okkar þangað og alltaf tók mamma jafn vel á móti okkur. Þar var engin logmolla þegar við vomm þar saman komin. Barnabömin vora í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Hún setti það aldrei fyrir sig að halda veislur innan fjölskyldunnar, hvort heldur afmæli, skírnar-, fermingai'- eða giftingarveislm'. Við systkinin og mamma héldum alltaf upp á jól og áramót saman. Þegar við komum saman af því tilefni fyrh' nokkram vikum hvarflaði ekki að okkur að stutt væri í að mamma myndi kveðja þennan heim. En fyrst það þurfti að gerast þykir mér svo vænt um það að hafa náð að hvísla því nokkram sinn- um í eyra hennar um síðustu hátíðar að hún væri besta mamma í heimi. Ég hef dvalið úti á landi frá því í ágúst 1994. Það var svo yndislegt að geta hringt til hennar og rætt við hana um það sem mér lá á hjarta. Faðir okkar dó í október 1988. Hjónaband foreldra okkar var ein- stakt. Þau voru svo ástfangin, sam- heldin, samstillt og heiðarleg. Ég er viss um að mamma saknaði pabba óskaplega mikið alla tíð. Pabbi vann um áraraðir sem skrifstofumaður á Keflavíkurflugvelli. Hann hélt af stað til vinnu snemma á morgnana og þegar hann kom heim um kvöld- matarleytið faðmaði hann mömmu alltaf. Svona lifa minningarnar um þetta í mínum huga. Mikill hluti af frítíma föður okkar í mörg ái' fór í það að stækka æskuheimili okkar. Meðan á því stóð blómstraðu nokkrir af hans fjölmörgu hæfileikum, t.d. vinnusemi og vandvirkni. Ég vona og veit að núna era pabbi og mamma saman uppi á himnum. Elsku pabbi og mamma, hetjurnar í lífi mínu. Ég sakna ykkar svo mikið. Hvílið í guðs friði. Björn. Söknuðurinn er mikill og sorgin ristir djúpt í hjörtu okkar, elsku mamma og pabbi. Samheldnin og t Okkar ástkæri HLYNUR ÞÓR SIGURJÓNSSON, Heiðarholti 4, áður Hraunsvegi 6, Reykjanesbæ, sem lést laugardaginn 15. janúar, verður jarð- sunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 29. janúar kl. 14.00. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BERGSTEINN SNÆBJÖRNSSON, Stekkum 8, Patreksfirði, verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 29. janúar kl. 14.00. Hafdís Perla Hafsteinsdóttir, Guðfinna Arngrímsdóttir, Sigurjón Þórðarson, Arnar Þór Sigurjónsson, Bryndís B. Guðmundsdóttir, Adda Þ. Sigurjónsdóttir, Sævar Guðmundsson, Ása Hrund Sigurjónsdóttir, Viktor B. Kjartansson og systkinabörn. t Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNLAUGUR JÓNSSON verksmiðjustjóri, sem lést fimmtudaginn 20. janúar, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 31. janúar kl. 13.30. Anna Soffía Óskarsdóttir, Jónína Hulda Gunnlaugsdóttir, Steinn Þórarinsson, Jón Elías Gunnlaugsson, Þórhildur Rúnarsdóttir, Guðrún Erla Gunnlaugsdóttir, Heiðar Reynisson, Ósk Gunnlaugsdóttir, Friðþjófur Helgi Gunnlaugsson, Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir, Berglind Sigurðardóttir og barnabörn. Sigurður Bergsteinsson, Esther Kristinsdóttir, Lilja Bergsteinsdóttir, Guðni Kolbeinsson, Guðmundur Bergsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, systur, mágkonu og frænku, SOFFÍU ÁSGEIRSDÓTTUR, Háalundi 7, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar FSA fyrir góða aðhlynningu. Þorsteinn Friðriksson, íris Þorsteinsdóttir, Friðrik B. Kristjánsson, Ólafur Ásgeirsson, Bente Lie Ásgeirsson, Halldór Ásgeirsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sigríður Óladóttir, Gunnar Ásgeirsson, Ásrún Ásgeirsdóttir, Halldór Þórisson, Haukur Ásgeirsson, Guðrún Ásgeirsdóttir og frændsystkini. kærleikurinn var mikill í fjölskyld- unni og oft var fjör við matarborðið þar sem skipst var á bröndurum. Mikið var um faðmlög og kossa, hvort heldur sem var verið að hittast að kveldi dags, bjóða góða nótt eða eitthvað annað. Okkur börnunum var kennd kurteisi og heiðarleiki, en allt þetta höfum við tekið með okkur út í lífið að meira eða minna leyti og kennum bömum okkar það sama. Svona mun þetta síðan ganga mann fram fram af manni. Þetta er mjög dýrmæt reynsla sem við búum að alla okkar ævi. Ekki var þó þakklæt- ið ætíð til staðar, því það er nú einu sinni þannig að við eram svo gjörn á að finnast foreldrarnir vera að rausa, alveg sama hversu hjálplegir og raunsæir þeir era. Eftir að ég flutti að heiman á sínum tíma, fann ég hvað það var ótrúlega gott að koma heim á Laugarnesveg. Lengi vel tal- aði ég um að fara heim þegar ég fór þangað, en á Langholtsveg þegar ég fór heim. I rauninni segir maður aldrei alveg skilið við sín foreldrahús þó flutt sé að heiman, því þar sem foreldrar manns era þar er heimilið, jafnt og manns eigið. Laugarnesveg- ur er það heimili sem við bjuggum alla tíð á, þar til við fluttum að heim- an, en það veitti okkur krökkunum mikið öryggi að þurfa aldrei að flytja þaðan fyrr en við tókum ákvörðun um það sjálf á fullorðinsárum. Elsku pabbi, þegar þú lést 14. október 1988, eftir mikil veikindi, fann ég fyrir létti yfir því að þú skyldir hafa fengið hvíldina. Én missirinn var mjög mikill og saknaði ég þín afskaplega. Það var mikil sorg að missa föður sinn eftir 24 ára sam- veru. En við krakkarnir höfðum mömmu og hvort annað að og hún okkur, en vesalings mamma átti al- veg virkilega bágt því þið voruð svo samrýnd og svo innilega ástfangin. En hún stóð sig svo ótrúlega vel í sorginni og stóð upprétt þrátt fyrir allt. Ég dáðist að henni og mun ætíð gera það. Ég er einnig mjög stolt af systkinum mínum fyrir það hvað þau stóðu sig vel þrátt fyrir svo mikla sorg. Eg hugsa oft til þín enn þann dag í dag og mun gera það allt mitt líf. Ég man hversu blíður, góður og skemmtilegur þú varst, og svo frá- bær þúsundþjalasmiður, gast ein- faldlega lagað allt. Þú varst mjög duglegur í vinnu, bæði að heiman og heima. Þú náðir aðeins að kynnast örfá- um af þínum barnabörnum, en þau kynni sem þú hafðir af þeim og þau af þér hafa verið dýrmæt. Ég vildi óska þess að þú hefðir náð að kynn- ast öllum hinum líka og þau þér, það hefði verið svo frábært að sjá ykkur saman, eins bamgóður og þú varst. Þó Signý Björk hafi aldrei kynnst þér, hefur hún grátið af sorg yfir því að afi Láras skuli vera látinn. Og Öddu Mist þykir einnig mjög vænt um þig þó hún hafi aldrei kynnst þér. Eitt sinn er við fóram saman upp í kirkjugarð var hún voðalega sár yfir því að þú skyldir ekki hafa verið þar. Ég hafði nefnilega sagt að við vær- um að fara upp á leiði til afa Lárasar. Hún spurði hvar þú og húsið þitt væri. Hana langað svo mikið til að sjá afa Láras. Hún talar oft um þig og hefur gaman af að skoða myndir af þér. Um daginn málaði hún ramma sem hún sagði að væri handa þér. Börnin heyra okkur tala um þig og af því hvernig við tölum, heyra þau að þú hefur verið alveg yndisleg- ur maður sem gaman hefði verið að kynnast. Elsku mamma, við vorum á leið- inni í afmælisboð til þín 16. janúar sl. þegar Bjarni hringdi og sagði að þú hefðir orðið bráðkvödd. Ég get ekki lýst því hvernig mér leið. Við krakk- arnii' fóram niður á Laugarnesveg þennan dag ásamt börnum okkar, en það var mikil sorg í húsinu og mikið grátið. Við söknum þín svo óskap- lega mikið, en við höfum misst einn af okkar allra nánustu ástvinum svo skyndilega, svo fyrirvaralaust. Á stundu sem þessari verður manni það svo Ijóst hversu háður maður í rauninni er sínum foreldram. En við stöndum saman systkinin, makamir og bömin. Það er alveg ótrúlegur styrkur að hafa þennan stóra, góða hóp í kringum sig auk all- ra traustu vinanna sem era svo mikil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.