Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR 69 stóðust próf á fyrsta misseri í hjúkr- unarfræði við HI en 60 fá að halda áfram Unnið að því að fleiri komist í gegn FÉLAG íslenskra hjúkrunarfræð- inga og forráðamenn námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands þrýsta nú á yfirvöld að stækkaður verði sá hópur sem leyft verður að stunda nám í hjúkrunarfræði. Náms- brautin er takmörkuð við 60 nemend- ur en 69 nemar á fyrsta ári náðu til- skildum árangri í prófum í desember síðastliðnum. Herdís Sveinsdóttir, formaður Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga, tjáði Morgunblaðinu að nauðsynlegt væri að útskrifa milli 120 og 130 hjúkrunarfræðinga á ári til að anna þörfinni. Nú eru um 90 hjúkrunar- fræðingar útskrifaðir, 60 frá Háskóla íslands og nærri 30 frá Háskólanum á Akureyri. Herdís segir að forráða- menn Háskólans, spítalanna og heil- brigðisráðuneytisins séu sammála um nauðsyn þess að fjölga hjúkrun- arfræðingum sem útskrifast. Er nú leitað lausnar á því. Til að hægt sé að stækka þann hóp sem útskrifast frá Háskóla íslands þarf að breyta náms- skipulagi, fá aukið fjármagn og fá inni fyrir fleiri nema á ákveðnum spítala- deildum. Segir Herdís einkum skorta fleiri námspláss á mjög sérhæfðum deildum, svo sem barnadeildum, fæð- ingardeildum og geðdeildum. Vonast til að mega halda áfram Nemarnir níu sem náðu tilskildu lágmarki á prófum í Háskóla íslands í desember munu flestir reiðubúnir að halda áfram náminu í þeirri von að MikiII viðbúnaður vegna lendingar Hringbraut varlokað um tíma MIKILL viðbúnaður var á og við Reykjavíkurflugvöll í gær þegar til- kynnt var að tveggja hreyfla flugvél væri að lenda og hjólin færu ekki niður. Lögreglan í Reykjavík lokaði göt- um í nágrenni flugvallarins, meðal annars Hringbraut, en hjól vélarinn- ar komu niður áður en hún lenti og tókst lendingin með ágætum. þeim verði hleypt áfram. Verður reynt að hliðra til á yfirstandandi önn og vinna að því á meðan að tryggja þeim áframhaldandi nám en ekM reynir svo mikið á þörf á aðstöðu á deildum fyrr en á þriðja og fjórða námsári. Herdís segir mikilvægt að fá úrræði til að nemarnir níu geti haldið áfram og mjög brýnt sé að finna varanlega lausn til að stækka megi útskriftarhópinn. Fleiri eigendur Is- landsnets eftir útboð LOKUÐU hlutafjárútboði í Islands- neti ehf., sem rekur þjónustugáttina Strik.is, er nýlega lokið og eru stærstu hluthafar nú íslandssími hf. og Morgunblaðið. Meðal annarra stórra hluthafa eru Sjóvá-Almennar, Baugur, bankastofnanir og aðrir fjárfestar en fyrir útboðið var hluta- féð allt í eigu íslandssíma. f hlutafjárútboðinu var alls aflað 80 milljóna króna. Seld voru hluta- bréf að nafnvirði 40 milljónir króna á genginu 2,0 en heildarhlutafé fyrir- tækisins er 100 milljónir. Fjárfestar buðust til að kaupa bréf fyrir samtals 246 milljónir króna og var eftir- spurnin því þrefalt meiri en framboð- ið. MP Verðbréf hf. annaðist útboðið. íslandsnet hóf að reka Strik.is fyr- ir tveimur vikum. Megintilgangur gáttarinnar er að auðvelda netnot- endum aðgang að efni á hinum ís- lenska hluta veraldarvefjarins, en það er gert m.a. með persónusniðinni þjónustu og einföldu leiðarkerfi. Atta þúsund hafa skráð sig Ásgeir Friðgeirsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins og einn stjórnarmanna, segir að um átta þús- und manns hafi skráð sig og sniðið Strikið að eigin þörfum. Geta þeir þar með nálgast eigin vefpóst, dag- bók og ýmsa aðra persónubundna þjónustu. Heimsóknir hafa verið milli 12 og 17 þúsund á sólarhring. Ásgeir segir að á næstunni verði þjónusta aukin mjög og reynt að gera hana sem fjölbreyttasta með því að fá fleiri samstarfsaðila. Helstu samstarfsaðilar Striks.is eru Morgunblaðið, íslandsbanki, ís- lenskar getraunir, Sjóvá-Almennar, Hagkaup, Sl.is, netdoktor.is, Tölvu- heimur, Gula línan, Netveisla Sigga Hall og fieiri. M er Strikið aðgengilegt þeim farsímanotendum sem hafa svo- nefnda WAP-síma og telur Ásgeir að slíkum notendum eigi eftir að fjölga mjög á árinu. Auk Ásgeirs eru í stjórn íslan- dsnets ehf. þeir Páll Kr. Pálsson og Eyþór Arnalds. Hvanngræn túnum þorrakomu Vaðbrekku, Jökuldal Það ber vott um gdða tíð á Jökuldal nú um þorrakomuna að tún koma iðgræn undan snjónum sem hlánaði nánast allur síðast á mörsugi. Ný- ræktin á Langagerði hjá Sigvalda Ragnarssyni, bónda á Hákonarstöð- um, ber vott um þetta og það mvnd- ast skemmtilegar andstæður þar sem skaflrendurnar ná að túninu. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Hæstiréttur segir refsiheimild skorta í tollalög Skipstjórinn ber ekki ábyrgð á smygli DEí Desfgn Df rectory Scandlnavia Norðurlandaþjóðir hafa getið sér heimsfrægð fyrir nútímalega, notadrjúga og hagkvæma hönnun. Bókin er uppslittarrit um hönnun á Norðurlöndum, ómissandi handbók fyrir þá sem vilja kynnast hinu besta á þessu sviði. .Scantíinavií 1.995 kr. Bridget Jones The Tae Bo Way TAE^BO Erlendar bækur daglega m> s Jw l.yrruiiidsson hin\unUmi\ MI 1110 • Ci .iifii'Vl ',','1 UW. HÆSTIRETTUR telur skipstjóra flutningaskips ekki bera ábyrgð á smygli, sem fannst um borð í skipinu og enginn eigandi fannst að. Hæsti- réttur segir að undantekningar frá þeirri meginreglu refsiréttar, að refsiábyrgð verði aðeins byggð á sök brotamanns, yrðu að vera skýrt orð- aðar í lögum, en því væri ekki að heilsa í tollalögum. Héraðsdómur hafði hins vegar dæmt skipstjórann til að greiða 600 þúsund króna sekt. í aprfl á síðasta ári kom m/s Hvíta- nes til Hafharfjarðar með saltfarm sem lestaður hafði verið í skipið í Torrevieja á Spáni. Við komu skipsins fannst smygl og lagði toll- gæslan alls hald á 1.222,5 lítra af sterku áfengi, auk rauðvíns, bjórs og 2.180 vindlinga. Nokkrir skipverjar voru handteknir og ákærðir, þar á meðal skipstjórinn sem hafði siglt skipinu frá Spáni til íslands. Nokkrir skipverjanna játuðu að hafa átt hluta áfengisins, en enginn vildi kannast við töluvert magn spíra og sterks áfengis. Þar sem enginn eigandi fannst að hluta smyglsins var sMpstjórinn í umræddri ferð ákærður, þar sem hann bæri ábyrgð á farminum. Hér- aðsdómur taldi hann bera refsi- ábyrgð samkvæmt tollalögum, en tók tillit til þess að hann hefði tekið óvænt við skipinu í miðri ferð vegna veikindaforfalla skipstjórans, en þá var að öllum líkindum búið að koma áfenginu og spíranum fyrir í skipinu. Héraðsdómur taldi því ekki ótrú- verðugt að hann hefði ekki vitað af smyglvarningnum og benti auk þess á, að hann hefði tekið við skipinu með áhöfn og því ekki haft áhrif á ráðningu manna um borð. Hann var samt dæmdur til greiðslu 600 þús- und króna sektar. Sjö aðrir skipverj- ar voru dæmdir fyrir sinn hlut í smyglinu. Undantekningar verða að vera skýrt orðaðar Hæstiréttur vísar til 69. gr. stjórn- arskrárinnar, um að engum verði gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða megi fullkomlega jafha til slíkrar háttsemi. Þá vísar Hæstiréttur einn- ig til mannréttindasáttmála Evrópu, sem kveður á um að engan skuli telja sekan um afbrot hafi verknaður sá eða aðgerðaleysi, sem hann er bor- inn, ekki varðað refsingu að lands- lögum eða þjóðarétti þegar meint brot voru framin. Hæstiréttur segir að reglur þessar verði að skýra á þann hátt, að undantekningar frá þeirri meginreglu refsiréttar að refsiábyrgð verði aðeins byggð á sök brotamanns, verði að vera skýrt orð- aðar í lögum. Krafan um skýrleika refsiheimilda, sé henni fullnægt, úti- loki þó ekki hlutlæga refsiábyrgð einstaklinga. Hæstiréttur segir að í 123. grein tollalaga komi ekki skýrlega fram, að stjórnandi fars beri hlutlæga refsi- ábyrgð, heldur segi þar einungis að ef eigandi vöru verði ekki fundinn beri stjórnandinn ábyrgð á brotinu. Þá komi heldur ekki berum orðum fram í 124. grein laganna að refsi- ábyrgð geti byggst á hlutlægum grundvelli, heldur aðeins, að brot varði tilteknum viðurlögum og að sama refsing liggi við því að sejja, af- henda, kaupa eða veita viðtöku vöru, enda viti sá, sem í hlut á, eða megi vita að hún sé ólöglega innflutt. Hæstiréttur segir að athugasemd- ir með frumvarpi, sem varð að tolla- lögum árið 1969, hafi verið misvís- andi og þær hafi ekki verið leiðréttar í frumvarpi því sem varð að núgild- andi tollalögum frá 1987. Hvergi komi heldur berum orðum fram í at- hugasemdunum að stjórnandi fars beri hlutlæga ábyrgð á broti ef eig- andi finnst ekM eða að refsiábyrgð hans sé reist á öðrum grundvelli en annarra. Því verði ekki talið að 123. gr. tollalaga feli í sér nægilega skýra refsiheimild til þess að heimilt sé að sakfella skipstjórann fyrir tollalaga- brot, sem ekkert liggi fyrir um að hann hafi átt hlut að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.