Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Umferðarljós óvirk í 4 daga vegna þess að stjórnbúnaður eyðilagðist Tjónið 12 til 13 millj. kr. Reykjavík UMFERÐARLJÓS á gatna- mótum Kringlumýrarbraut- ar, Suðurlandsbrautar og Laugavegar komust í lag í gærmorgun, eftir að hafa verið óvirk frá því mánudag, en þá ók ungur maður á stjórnbúnað ljósanna. Dagbjartur Sigurbrandsson, umsjónarmaður umferðar- ljósa, sagði að kostnaður vegna óhappsins væri e.t.v. um 12 til 13 milljónir. „Innifalið í þeim kostnaði er nýr stjórnkassi, skemmd á bílnum og vinna við viðgerð- ina,“ sagði Dagbjartur Hann sagði að búnaðurinn sem hefði eyðilagst væri mjög flókinn og því tæki það tíma að koma nýjum búnaði í gagnið. „Bara stjórnkassinn kost- ar eina milljón og það var al- gjör tilviljun að við skyldum eiga einn slíkan á lager. Það átti að skipta gamla kassan- um, sem keyrt var á, út, en sem betur fer var ekki búið að því. Bara það að keyra niður svona kassa getur þýtt 3 mánaða bið, þar sem bún- aðurinn er pantaður frá Morgunblaðið/RAX Lögreglan stjörnaði umferðinni á gatnamótum Kringlumýrarbrautar, Laugavegar og Suðurlandsbrautar, þegar álagið var mest. Þýskalandi og hver kassi er sérstakur." Að sögn lögreglunnar hafði ungi maðurinn, sem ók niður stjórnkassann, fengið ökuskírteini þremur dögum fyiir óhappið. Hún sagðist telja að ökumaðurinn hefði misst stjórn á bifreið sinni vegna glannaaksturs, en at- vikið er enn í rannsókn. Að sögn Dagbjarts er kassinn, sem ungi maðurinn ók á, á suðausturhorni gatna- mótanna, þónokkuð frá göt- unni. Hann sagði því alveg ljóst að ökumaðurinn hefði ekið út af á nokkuð mikilli ferð enda hefðu bremsuförin mælst 98 metra löng. Þar sem ljósin voru óvirk í fjóra sólarhringa, var hám- arkshraða breytt úr 50 kmh/ klst í 30 kmh/klst og stjórn- aði lögreglan umferðinni á gatnamótunum á meðan álagið var mest. Allir 3-6 ára boðnir í Höllina Laugardalshöll ÖLLUM 3-6 ára börnum í borginni er boðið í íþróttaleikskóla í Laugardalshöll á laugar- dag. Þangað geta þau komið með pabba og mömmu, leikið sér við þau, fengið leiðsögn frá einhverjum 23 leiðbeinenda. í þokkabót verður íþróttaálfurinn á staðnum og allir fá mjólk og prins póló. Hjördís Guðmundsdóttir hjá íþrótta- bandalagi Reykjavíkur segir að þetta sé lið- ur í dagskrá Reykjavíkur sem menningar- borgar árið 2000. Dagskráin stendur frá kl. 14-16 og að sögn Hjördísar verður „öll Laugardalshöllin undirlögð af alls konar dóti“. Fjölmörg 3-6 ára börn í borginni sækja nú þegar einhvern íþróttaleikskólanna sem sjö íþróttafélög í borginni reka en Hjördís segir að þetta sé hrein viðbót og ekki síður ætluð þeim börnum, sem þar eru, en öðrum. „Það eru allir velkomnir,“ segir hún. Framkvæmdir á Blikastaðalandi bíða Mosfellsbær Byggingaframkvæmdir á Blikastaðalandi í Mosfellsbæ hefjast ekki á þessu ári þar sem óheimilt er að hefja þar framkvæmdir fyrr en endur- skoðun aðalskipulags lýkur. Samkvæmt gildandi aðal- skipulagi bæjarins, sem nær til ársins 2012, er ekki gert ráð fyrir því að Blikastaða- landið verði tekið undir íbúð- arbyggð fyrr en eftir þann tíma. Að sögn Ásbjörns Þor- varðarsonar, byggingarfull- trúa Mosfellsbæjar, má gera ráð fyrir því að nýtt og breytt aðalskipulag verði til- búið á næsta ári og þá fyrst má fara út í gerð nýs deili- skipulags fyrir Blikastaða- landið, sem er um 180 hekt- arar að stærð. Það er Úlfarsfell hf. sem á landið og á fyrri hluta síðasta árs lögðu forsvarsmenn þess fram hugmyndir um að reisa þar um 2.000 manna byggð. Morgunblaðið/Kristinn Pylsuvagninn við Sundhöll Reykjavikur verður fjarlægður á næstu dögum. Pylsuvagn fjarlægður Austurbær PYLSUVAGNINN, sem staðið hefur á lóð Sundhall- ar Reykjavfkur í mörg ár, verður íjarlægður innan tíðar, en eigandi hans hef- ur þrívegis verið beðinn um að fjarlægja hann, en ekki sinnt beiðnum borgarinnar. Borgarráð samþykkti þvf á fundi sínum í síðustu viku tillögu bygginganefndar um að fjarlægja pylsuvagn- inn á kostnað eiganda og verður hann fluttur á geymslusvæði í Kapellu- hrauni. Samkvæmt upplýsingum frá Byggingafulltrúa Reykjavíkur, stendur pylsu- vagninn á lóð Sundhallar- innar án tilskyldra leyfa og hefur ekki verið starfsemi í honum frá því síðastliðið vor og þykir hann vera til óprýði á staðnum. Framkvæmdastjón bflastæðasj'óðs um allt að þreföldun stöðumælagjalds í Reykjavík Odýrara að leggja í hliðargötum Miðborgin FRAMKVÆMDASTJÓRI Bílastæðasjóðs og borgar- verkfræðingur leggja til breytingar á skipulagi og gjaldskrá stöðumæla í mið- borginni í tillögu sem lögð verður fyrir borgarráð nk. þriðjudag. í þeim felst m.a. hækkun gjalds fyrir stæði við Laugaveg og í Kvosinni úr 50 kr. í 150 kr. fyrir hverja klukkustund. Þá er gert ráð fyrir að byggja þurfi bílastæðahús á mið- borgarsvæðinu fyrir um 2 milljarða króna á næstu ár- um. Stefán Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Bílastæða- sjóðs, segist telja að skiln- ingur sé fyrir því milli hagsmunaaðila og borgaryf- irvalda að gjaldskrá Bíla- stæðasjóðs sé of lág og þarfnist endurskoðunar. Bendir hann á að nær engin hækkun hafi orðið á gjald- skránni í ellefu ár og þörf sé á viðhaldi núverandi stæða og uppbyggingu nýrra í miðborginni. Um leið sé vilji fyrir því að stýra notkun stæðanna í auknum mæli, svo greitt sé hærra gjald fyrir eftirsóttustu stæðin og lægra fyrir stæði í hliðar- götum. Þá sé verið að auka þjónustu við bíleigendur, því eftir breytingarnar verði hægt að greiða með 10, 50 og 100 kr. mynt og lág- marksgjald verði 10 kr. Bygging bflastæðahúsa „Þörf fyrir fleiri stæði í miðborginni er mjög brýn og kannaðar hafa verið ýms- ar leiðir til úrbóta, annars vegar uppbygging fleiri skammtímastæða við götu- kanta og á opnum svæðum og hins vegar bygging bíla- stæðahúsa ofanjarðar eða neðan,“ segir Stefán og nefnir tvo staði sem helst hafi verið nefndir sem ákjósanlegir fyrir slík hús, annars vegar austan við Tollhúsið í Kvosinni og hins vegar við Hlemm, ofarlega við Laugaveg. í tillögum samráðshóps Bílastæðasjóðs, borgarverk- fræðings og miðborgar- stjórnar, sem liggja til grundvallar tillögu forstöðu- manns Bílastæðasjóðs, er gert ráð fyrir að gjaldsvæð- um sjóðsins í miðborginni verði skipt í þrjá flokka. í þeim fyrsta og dýrasta sé Laugavegur, Kvos og að einhverju leyti Skólavörðu- stígur, aðrar hliðargötur, plön og bílastæðahús séu í öðrum flokki og í þeim þriðja íbúðahverfi. Lægsta tímagjald 80 krónur Kemur fram að nýting stæða á svæði 1 sé um og yfir 95% að jafnaði, nýtingin sé helmingi lægri að jafnaði á svæði 2 og í íbúðahverfum geti hún á köflum orðið mjög há. Með ákveðinni stýringu megi minnka mis- notkun eftirsóttustu skamm- tímastæðanna og auka um leið nýtingu stæða á öðrum svæðum í næsta nágrenni. Hámarkstími á svæði 1 verður, samkvæmt hug- myndum hópsins, ein klukkustund og gjald fyrir það verður 150 kr., 100 kr. fyrir 40 mín., 50 kr. fyrir 20 mín. og 10 kr. fyrir 4 mín. Lægsta tímagjald verður hins vegar 80 kr. á gjald- svæði 2, samkvæmt tillögun- um, og á því svæði verður samræmdur hámarkstími tvær klukkustundir. Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri miðborg- arinnar, segir að vinna við tillögurnar hafi staðið yfir í nokkra mánuði og kveikjan hafi verið hin mikla þörf fyr- ir bílastæði í miðborginni. „Það hefur legið fyrir að aukið fjármagn þarf til rekstrar núverandi stæða, svo ekki sé minnst á þörfina fyrir byggingu nýrra. Það er hins vegar lítið fjármagn til og vilji borgaryfirvalda hef- ur ekki staðið til að taka al- mennt skattfé úr borgar- sjóði í þennan málaflokk. Því þarf að hækka gjald- skrána svo þeir sem nýta sér þjónustuna greiði fyrir hana. Um leið er vilji til að auka þjónustu með meiri sveigjanleika en verið hefur, t.d. með því að greiða megi með fleiri myntum en áður og lágmarksgjald verði ekki lengur 50 kr. heldur 10 kr.,“ segir hún. Fulltrúi kaupmanna seg- ir þetta framfaraspor Bolli Kristinsson, kaup- maður í versluninni Sautján, var einn þriggja kaupmanna við Laugaveg sem sæti átti í samráðshópnum fyrir hönd miðborgarstjórnar. Hann segist telja fyrirhugaðar breytingar mikið framfara- spor og í raun byltingu í bílastæðamálum miðborgar- innar þar sem ríkt hafi stöðnun um árabil. „Ýmsum kann að virðast þessi gjaldskrárhækkun rosaleg, en á móti má benda á að gjald í flesta stöðumæla hefur ekki hækkað síðan 1988 og eftir breytingu verður boðið upp á meiri sveigjanleika. Til dæmis verður hægt að leggja fyrir framan verslun og skjótast inn og greiða 10-20 kr. í samræmi við það, í stað 50 kr. áður,“ segir Bolli. Að hans sögn er mikill vilji meðal kaupmanna fyrir fjölgun bílastæða og ekki síður fyrir því að þeir sem leggja ólöglega verði sektað- ir fyrir það. „Við höfum séð að undanförnu að bílum er jafnvel lagt að blómabeðum á Austurvelli og slíkt er auð- vitað bæði hættulegt og til óprýði. Við viljum uppræta þetta og fjölga í staðinn lög- legum bílastæðum." Bolli segir að kaupmenn taki hugmyndunum almennt vel, enda þótt einhverjir setji einstaka þætti fyrir sig. „Við viljum breytingar og gerum okkur grein fyrir því að þær nást ekki fram án aukinna þjónustugjalda. Borgaryfirvöld munu ekki taka fé úr öðrum málaflokk- um, t.d. dagvistunarmálum, til að fjölga bílastæðum og þess vegna viljum við finna aðrar leiðir. Fyrir kaup- menn í miðborginni eru þessar breytingar afar að- kallandi," segir Bolli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.