Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 37
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
AUÐUR í KRAFTI
KVENNA
*
ATAK það sem hleypt var af stokkunum í fyrradag, til
að virkja kraft kvenna til atvinnusköpunar og hags-
bóta fyrir þjóðfélagið, er ánægjulegt framtak og ugglaust
fyrir margt löngu tímabært.
Að þessu þriggja ára verkefni, Auður í krafti kvenna
standa Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, íslandsbanki,
Morgunblaðið og Deloitte&Touch og Háskólinn í Reykja-
vík sem annast framkvæmd þess.
Konur á Islandi hafa sótt fram á öllum sviðum þjóðlífsins
á undanförnum árum og áratugum, sem betur fer. En sam-
anburður við það sem gerst hefur í þeim löndum, sem við
íslendingar miðum okkur helst við, sýnir svo ekki verður
um villst að enn eiga konur hér langt í land með að standa
körlum jafnfætis að því er varðar þátttöku í atvinnurekstri
og stjórnun stofnana og fyrirtækja.
Við athöfn í Háskólanum í Reykjavík á mánudag, þegar
verkefninu var hleypt af stokkunum, kom fram í ávarpi
Guðrúnar Pétursdóttur, formanns verkefnisstjórnar, að á
íslandi væru skráð fyrirtæki í eigu kvenna um átján af
hundraði en til samanburðar upplýsti hún að hlutfallið í
Bandaríkjunum væri þrjátíu og átta af hundraði, þar sem
það reyndist hæst, en í öðrum viðmiðunarlöndum okkar var
hlutfall fyrirtækja í eigu kvenna einnig umtalsvert hærra
en hér á landi eða tuttugu og fimm af hundraði og þaðan af
hærra.
A bak við þetta verkefni liggur mikill metnaður. Þær
konur sem haft hafa forystu um að koma því á fót eru fyrst
og fremst Guðrún Pétursdóttir, Guðfinna Bjarnadóttir,
rektor Háskólans í Reykjavík, og Halla Tómasdóttir sem
sér um framkvæmd þess. Þeim hefur tekizt með inn-
blæstri, bjartsýni og stórhug að ná saman umtalsverðum
fjármunum til þess að standa straum af verulegum kostn-
aði í þrjú ár. Hér er farið af stað með miklum krafti og tak-
izt að halda honum yfir þriggja ára tímabil er nánast full-
víst að árangurinn verður verulegur.
Menntun kvenna verður sífellt meiri og betri og skilning-
ur í þjóðfélaginu á nauðsyn þess að atvinnuþátttaka kvenna
sé öflug, vex jafnt og þétt. Því er nú lag til að ýta úr vör
þessu verkefni sem getur átt eftir að hafa mikil áhrif á líf
ungra stúlkna og kvenna á næstu árum og marka náms- og
starfsferil þeirra með ýmsum hætti.
FARSIMAKERFI
SEM DUGAR
LANDSSIMINN hefur gert samninga við sænska símafyr-
irtækið Ericsson um kaup á 60 nýjum GSM-símstöðvum
sem dreifa á um landið. Munu símstöðvar kerfisins þá verða
samtals 210. Takmarkið er að Landssíminn nái til 97% allra
landsmanna með GSM-símakerfinu. Þetta átak, sem Lands-
síminn ræðst nú í, er hið mesta, sem gert hefur verið í GSM-
símamálum á einu ári til þessa, að mati forráðamanna Lands-
símans. Útbreiðsla GSM-síma hér á landi hefur nú náð því
marki að fleiri virk símanúmer eru í farsímakerfunum en í
fastlínukerfi Landssímans.
Með GSM-símum hefur símanotkun fólks gjörbreytzt. Lið-
inn er sá tími er menn höfðu eingöngu fastlínusíma, sem bund-
inn var fastri búsetu manna eða vinnustað. I staðinn er kominn
farsíminn sem er persónulegur sími hvers og eins þar sem
hægt er að nálgast viðkomandi hvar sem hann er staddur inn-
an seilingar símakerfisins. Þetta er í raun gríðarleg bylting í
fjarskiptum milli manna. Þróunin er ör og nú er svo komið að
með GSM-símum geta menn farið inn á heimasíður á Verald-
arvefnum og í framtíðinni munu koma fram nýjungar í kerfinu
sem menn munu í dag ekki geta látið sér detta í hug hverjar
verða.
En þessir persónulegu símar, GSM-símarnir, eru vissulega
mjög takmarkaðir. Drægni þeirra er mjög lítil sem þýðir að
menn geta yfirleitt ekki farið neitt út fyrir þjóðvegakerfíð eða
þéttbýliskjama, þá er ekkert samband. Þrátt fyrir þessa miklu
vankanta eru gjöldin af þessum símum í raun mjög há því að
mínútan í GSM-kerfinu kostar 16 krónur á almennum taxta frá
8 til 18 á daginn en 12 krónur utan þess tíma, eða um kvöld og
helgar. Þetta eru dýr samtöl í samanburði við 3,32 króna upp-
hafsgjaldið í fastlínusímakerfinu. Það hlýtur því að vera krafa
neytenda miðað við verð þeirrar þjónustu, sem verið er að
selja, að GSM-kerfið nái til sem flestra landsvæða.
Eftir að þetta símakerfi er orðið svo snar þáttur í daglegu
lífi og starfi fólks, sem raun ber vitni, er það óviðunandi með
öllu að símasambandið rofni hvað eftir annað þegar komið er
út fyrir mesta þéttbýli. Krafa almennings og símanotenda er
um farsímakerfi sem virkar nánast hvar sem er.
Ljósmynd/Páll Geirdal
Varnargarðarnir ofan við byggðina á Flateyri. Snjóflóðavarnir um land allt hafa verið endurmetnar í kjölfar snjóflóðanna á Vestfjörðum.
Rannsakar stjórnun eftir snjóflóðin á Súðavík og Flateyri
Skortur á upplýsingum háði
forvörnum og aðgerðum
VÍSINDAMENN hafa á síð-
ari árum gefið almanna-
vörnum og því sem kallað
er áfallastjórnun aukinn
gaum en með henni er átt við hvern-
ig stjórnendur meðhöndla aðstæður
þegar hvers konar neyðarástand rík-
ir. Áður beindist sú athygli einkum
að viðbúnaði og viðbrögðum vegna
hernaðarátaka en með æ marg-
slungnari tækni og örum vexti þjóð-
félaga hafa margbreytileg áföll kraf-
ist sífellt meiri athygli. Áföll eins og
náttúruhamfarir, tæknióhöpp,
hryðjuverk og mótmælaaðgerðir
hafa verið rannsökuð.
Ásthildur E. Bernharðsdóttir við-
skiptafræðingur hefur síðustu miss-
erin unnið að meistaraprófsverkefni
í stjórnmálafræði og tók að sér að
sér að meta almannavarnir og áfalla-
stjórnun hér á landi, greina viðbrögð
og ferli stjórnsýslunnar gagnvart al-
varlegri ógn sem undir tímapressu
og mikilli óvissu kallar á nauðsyn
þess að afdrifaríkar ákvarðanir séu
teknar. Tók hún fyrir atburðarásina
og ákvarðanatökuferlið í tengslum
við snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri
árið 1995. En af hverju valdi hún
þetta viðfangsefni?
„Rannsóknin á atburðarásinni
tengdri snjóflóðinu á Súðavík er
unnin sem hluti af verkefni fyrir
sænsku utanríkismálastofnunina en
markmið þess er að stuðla að sam-
vinnu vísindamanna og þeirra sem
koma að almannavörnum og áfalla-
stjórnun innan Evrópu. Faglegur
stjórnandi þess, Bengt Sundelius,
prófessor í Uppsölum, kom hingað
til lands til að kynna verkefnið fyrir
íslenskum stjórnvöldum. Ræddi
hann einnig við Gunnar Helga Krist-
insson prófessor, sem er umsjónar-
aðili meistaranámsins í stjórnmála-
fræðinni, um hvernig hægt væri að
koma af stað rannsóknarvinnu í al-
mannavörnum og áfallastjórnun hér
á landi. Þar sem ég var um það leyti
að velja verkefni fannst mér þetta
viðfangsefni áhugavert sem slíkt,“
segir Ásthildur. Hún kveðst fljótlega
hafa fengið þá hugmynd að gera út-
tekt á málum varðandi snjóflóðin á
Vestfjörðum og fékk til þess styrk
frá Almannavarnaráði. Hún er nú að
einbeita sér að Flateyri _________
lærdóm
á milli
hamfara
Með rannsóknum á gangi mála í snjóflóðun-
um í Súðavík kemst Asthildur E. Bernharðs-
dottir að því að styrkur almannavarna og
björgunarsveita hafí komið vel í ljós. Hún
segir Islendinga hafa sofíð á verðinum í snjó-
flóðavörnum en þær nú verið endurmetnar.
ser
og líta á þann
sem draga má
þessara tveggja
og eftir þær. ________
Ásthildur dvaldi um
nokkurra mánaða skeið í Stokkhólmi
þar sem hún hafði vinnuaðstöðu í
sænsku utanríkismálastofnuninni. „I
tengslum við verkefnið fór ég gegn-
um ákveðna þjálfun í rannsóknar-
vinnu þar sem þeirri aðferðafræði
var beitt sem ég nota í minni rann-
sókn. Einnig var boðið upp á mál-
þing og ráðstefnur. Var ómetanlegt
að fá tækifæri til að vinna í þessu
umhverfi en samtímis mér voru
Svíar sem voru að rannsaka hin
ýmsu áföll eins og morðið á Olof
Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar,
Estoníu-slysið, Ásthildur segir að í
Almanna-
varnakerf ið er
vel uppbyggt
tengslum við verkefnið
hafi verið komið á fót
„áfallabanka" sem mis-
munandi rannsóknanið-
urstöður frá fjölda þjóða
eru lagðar í. „Hugmynd-
in er sú að hægt sé að
sækja í hann til að nota
við forvarnavinnu í þágu
almannavarna. Draga
lærdóm með því að
greina reynslu af fyrri
áföllum. Þannig er hægt
að nota hann í þjálfun, til
að finna munstur í við-
brögðum milli áfalla,
milli geira þjóðfélags og
jafnvel milli þjóða. Slíkt
nýtist til að útskýra af-
leiðingar og að vissu leyti til að meta
frammistöðu. Hvers vegna reynast
viðbrögð við einu áfalli heilladrýgri
en í öðru? Fyrir utan notagildi
áfallabankans hefur hann líka mikil-
vægt vísindalegt gildi. Sameinast er
um að byggja upp þekkingu, auka
innsæi í eigin fortíð og þróa almenna
þekkingu sem nýtist í að bregðast
við áföllum sem framtíðin leggur á
okkur, til að nýta í þjálfun og skipu-
lagi.“
Röð af brýnum vandamálum
I bankann hafa þegar verið lagðar
rannsóknaniðurstöður áfalla sem
hafa átt sér stað í Danmörku, Eist-
landi, Finnlandi, Frakklandi, ísl-
andi, Kanada, Lettlandi, Nýja Sjál-
andi, Perú, Póllandi, Spáni og
Svíþjóð. Sænska öryggismálastofn-
unin hefur fjármagnað verkefnið af
miklum metnaði og er ætlunin að
unnið sé áfram að því næstkomandi
árin.
-------- Aðferðafræðin er
þriggja þrepa nálgun þar
sem á fyrsta þrepi er lýst
nákvæmlega atburðarás
áfalls stig af stigi. Greint
er niður í mínútur og
daga hvað gerðist til að fá bestu
mögulega lýsingu. „Á öðru þrepi
þegar fengist hefur eins góð mynd af
atburðarásinni og mögulegt er þá er
hún krufin til mergjar og dregnar út
afdrifaríkar ákvarðanatökur. Frá
sjónarhóli ákvarðanatakanda sem
þarf að bregðast við er áfallið röð af
brýnum vandamálum sem þarf að
leysa samstundis: Hvað er að gerast
nú? Hvað á ég að gera nú? og svo
framvegis. Hugmyndin er sú að
komast eins nærri atburðarásinni og
mögulegt er og sjá hana frá sjónar-
hóli ákvarðanatakandans. Loks er
Ásthildur E.
Bemharðsdóttir
efnið greint út frá ólíku
sjónarhorni. Spurt er
hvers vegna útkoman
varð sú sem raunin
varð.“
Samhliða aukinni tíðni
áfalla um allan heim hef-
ur krafan um að
stjórnsýsla þjóða beiti
sér í forvörnum aukist.
„Eðli málsins sam-
kvæmt er ekki vinsælt
af stjórnvöldum að beina
athyglinni að einhverju
óvæntu og jafnvel
óhugsandi sem gerist í
framtíðinni," segir Ást-
hildur. „Því þarf oft
hrinu áfalla til að tekið
sé á almannavörnum með varanleg-
um hætti. í Evrópu er Holland eitt
skýrasta dæmi um land sem hefur
brugðist við þessum kröfum en
stjórnsýslan hefur af auknum þunga
beitt sér í almannavörnum og áfall-
astjórnun. Landið er hátæknivætt
með íbúa af ólíkum þjóðarbrotum
auk þess sem megin hluti þess liggur
neðan sjávarmáls. Þannig að ákveðin
vitund um nauðsyn almannavarna og
áfallastjórnunar hefur verið til stað-
ar. í byrjun síðasta áratugar urðu
þeir fyrir margskonar áföllum en
strax í kjölfar þeirra var ákveðið að
vísindamenn skyldu rannsaka þau.
Beittu þeir rannsóknaraðferðum
sem þeir höfðu lært af kanadískum
vísindamönnum. Síðan hafa hol-
lenskir vísindamenn unnið fjölda
rannsókna fyrir opinberar stofnanir,
bæði ríkisstjórn og sveitarfélög. Sví-
þjóð, sem var ekki þekkt af glímu við
stórvægileg áföll, hefur þurft að
horfa á nýjan veruleika síðustu ára-
tugina, sbr. morðið á Olof
Palme, Chernobyl kjarn-
orkuversslysið, glímuna
við rússnesku kafbátana í
skerjagarðinum, Estóníu-___________
slysið og fleira. Sænska
öryggismálastofnunin hefur breytt
áherslum í starfi sínu samkvæmt því
og er fyrrnefnt verkefni hluti
þeirra.“
Hjá íslendingum markaði árið
1995 djúp spor í almannavarnir að
mati Ásthildar. „Við höfðum sofið á
verðinum í snjóflóðavarnamálum í
áratugi, en urðum að horfast í augu
við þau og endurmeta allar forvarn-
ir. Þar brann fyrst og fremst á fjár-
veitingavaldinu að tryggja nægilegt
fjármagn til framfara. Mikilvægt er
að við höldum vöku okkar, ekki ein-
ungis gagnvart snjóflóðum, heldur
Sameinast er
um að byggja
upp þekkingu
og gagnvart öllum þeim öðrum nátt-
úruhamförum sem íslendingar hafa
þurft að glíma við sem og þeim áföll-
um sem fylgja nýjum tímum. Hin
aukna áhersla á forvarnaaðgerðir
vegna mögulegs Kötlugoss er vafa-
laust vísbending um að árið 1995
hafi fært okkur lærdóm um mikil-
vægi þess að halda vöku okkar.“
Hvað þyrftum við helst að bæta?
„Ef ég ætti að draga eitt út fram-
ar öðru þá myndi ég benda á hversu
mikilvægt er að við styrkjum upp-
lýsingaferlið á öllum stigum al-
mannavarna. I því ferli þarf að taka
tillit til ólíkra þátta. Við þurfum að
leita upplýsinga, túlka og spyrja
hvaða þýðingu þær hafa í sambandi
við það áfall sem er verið að glíma
við. Bæði ofgnótt upplýsinga og
skortur á þeim geta háð almanna-
vörnum og áfallastjórnun. í rann-
sókn minni kemur í ljós að skortur á
upplýsingum háði okkur í forvörn-
um, á viðbúnaðarstigi áður en hörm-
ungarnar dundu yfir og milli stjórn-
unareininga í neyðaraðgerðum. Við
getum dregið af því þann lærdóm
hversu mikilvægt er að safna upp-
lýsingum um þær náttúruhamfarir
sem á okkur hafa dunið til að bæta
upplýsingaferlið. Það hjálpar okkur
til að takast á við þær hamfarir sem
framtíðin mun leggja á okkur. En
jafnframt verðum við að vera þess
meðvituð að engin tvö áföll eru eins
og til að öðlast haldbæra þekkingu á
þeim þurfum við að rannsaka fjölda
þeirra, frá ýmsum stöðum og sem
hafa átt sér stað á löngu tímabili."
Styrkleikinn kemur líka í ljós
En Ásthildur segir að jafnframt
því að ýmislegt megi bæta komi
styrkleikinn í ljós er áföllin dynja á.
„Almannavarnakerfið er vel upp-
byggt og við eigum björgunarfólk
sem er vel þjálfað og þekkir vel kerf-
ið. Þá eigum við einstaklinga sem
sýna ótrúlegt frumkvæði og aðlög-
unarhæfni við nærri óhugsandi að-
stæður eins og íbúar Súðavíkur og
Flateyrar sýndu er þeir urðu sjálfir
að stjórna fyrstu aðgerðum á vett-
vangi.
Það er vissulega til mikils gagns
að geta sótt í reynslu og þekkingu
annarra þjóða til að nýta
í rannsóknir á almanna-
vörnum og áfallastjórnun
hér á landi líkt og við höf-
um gert við uppbyggingu
almannavarna. En hver
þjóð á sín þjóðareinkenni sem end-
urspeglast í stjórnsýslukerfum
þeirra og hefur þannig áhrif á við-
brögð við áföllum af ýmsu tagi. Því
er mikilvægt að við þekkjum okkar
eigið samfélag til að þekkingin geti
nýst því á sem skilvirkastan máta.“
Að lokum má geta þess að Ásthild-
ur hefur kynnt rannsóknarverkefnið
og íslenskar almannavarnir á ráð-
stefnum erlendis en á vordögum
munu Almannavarnir ríkisins boða
þá sem tengjast almannavarnakerf-
inu til að hlýða á niðurstöður rann-
sóknarinnar.
„Njósnarinn“ leynir á sér
og kann að koma á óvart
Vladímír Pútín, settur
forseti Rússlands, er
gamall njósnari og gef-
inn fyrir að leyna áform-
um sínum, skrifar
Alexander Malkovítsj,
sem telur að Pútín
kunni að koma á óvart
þegar hann hefst handa
við að leysa fjölmörg
vandamál Rússlands.
JELTSÍN fór með reisn,“ sögðu
fjölmiðlar heimsins á fyrstu
dögum aldamótaársins eftir að
fyrsti forseti Rússlands lét af
völdum. Því fer fjani! Reyndin var sú
að hann vék aðeins fyrir eftirmanni
sínum, Vladímír Pútín forsætisráð-
herra, og varð að lesa ræðu, sem aðrir
skrifuðu, á skjá sem stillt var fyrir
framan hann.
Maðurinn sem hefur verið kallaður
„njósnarinn“ (Pútín er fyrrverandi yf-
irmaður öryggislögreglunnar FSB,
sem var stofnuð fyrir tæpum áratug úr
rústum KGB) var valinn af „fjöl-
skyldu“ Jeltsíns til að bjarga henni.
„Fjölskyldan“ er fámennur hópur
nánustu samstarfsmanna forsetans
sem stóðu oft á bak við ákvarðanir
hans og tóku þær jafnvel íyrir hann.
Hún valdi Pútín vegna þess að „hann
er enginn þungavigtarmaður og eng-
inn þekkir hann“ og taldi að hann
myndi standa í þakkarskuld við hana
ef hún kæmi honum til valda.
Fjölskyldan hafði á réttu að standa
að einu leyti - aðeins örfáir rússneskir
stjómmálamenn vita hver þessi Pútín
er í raun og veru.
Hann er í fyrsta lagi maður sem
kann að safna að sér völdum og
stjórna (var í nokkur ár aðstoðarborg-
arstjóri Sankti Pétursborgar, næst-
stærstu borgar Rússlands, og var þá
reyndar kallaður „grái kardinálinn"
vegna þess að mikilvægustu ákvarðan-
irnar voru ekki teknar nema hann
legði blessun sína yfir þær).
Allir þeir sem líta á Pútín sem leik-
ara í leikriti eftir aðra hafa varla rangt
fyrir sér. Sannir „njósnarar" ana þó
ekki að neinu og vilja auðvitað leyna
áformum sínum. Jafnvel fyrh- þeim
sem eru taldir (og telja sig) eiga þá.
Brotthvarf Jeltsíns
var þaulskipulagt
Atburðirnir í Rússlandi á gamlárs-
dag koma mönnum auðvitað fyrir
sjónir sem þaulundirbúin aðgerð sem
kallast „afsögn“. Brotthvarf Jeltsíns,
sem varð til þess að Vladímír Pútín
varð forseti fram að kosningum 26.
mars (og líklega fjögur næstu árin),
hafði verið skipulagt lengi.
Nú eiga vinsældir Pútíns (23-36%
eru ánægð með störf hans ef marka
má skoðanakannanir) að fleyta honum
í forsetaembættið. Hugsanlegt er að
bandalag Jevgenís Príma-
kovs (leiðtoga Föðurlands-
Alls Rússlands og fyrrver-
andi forsætisráðherra),
Jabloko-flokksins (sem að-
hyllist ftjálslynda umbóta-
stefnu og lítur á sig sem
„lýðræðislegu stjórnarand-
stöðuna“) og kommúnista
geti farið með sigur af hólmi í kosning-
unum. Sá möguleiki er hins vegar að-
eins fræðilegur og ekki raunhæfur.
Þessum öflum verður ekki leyft að
sigra.
Persónulegur metnaður Prímakovs,
Grígorís Javlinskís, leiðtoga Jabloko,
og Gennadís Zjúganovs, leiðtoga
kommúnista, er augljósasta vanda-
málið en ekki stærsta. Staðan er mjög
einföld - sérfræðingar í almanna-
tengslum (sem eru nú mjög vinsæl í
Rússlandi) hafa ráðskast með öll þessi
forsetaefni. Eina markmið þessara
Vladímír Pútín, settur forseti Rússlands, sýnir leikni sína í júdú við setningu unglingamóts í Sankti Pétursborg.
Pútín er með svarta beltið í íþróttinni.
sérfræðinga varðandi kosningarnar er
að sannfæra öll forsetaefnin (önnur en
Pútín) um að nú sé stuðningurinn við
framboð þeirra meiri en annarra
hugsanlegra bandamanna.
Afsprengi skrif-
ræðiskapítalisma
Fyrir forsetakosningamar árið
1996 urðu Rússar að velja á milli „lýð-
ræðissinnans" Jeltsíns og kommúnist-
ans Zjúganovs. Rússar standa nú
einnig frammi fyrir mikilvægu vali því
þeir þurfa að ákveða hvers konar
kapítalisma þeir vilji: frjálslyndan
kapítalisma eða skrifræðiskapítalisma
„fj ölskyldunnar“.
Allir hugsanlegu forsetaframbjóð-
endumir segja auðvitað kjósendunum
að Jeltsín hafi komið á „fjölskyldu"-
kapítalismanum - og það er rétt. Öll
forsetaefnin era (í orði) hlynnt lýðræði
og umbótum en vita í raun ekkert um
hvað felst í þessum orðum - eru af-
sprengi skrifræðiskapítalismans. Þau
sjá ekki neinn annan kost.
Vladímír Pútin er engin undantekn-
ing en hann verður að gera eitthvað til
að bæta (ef ekki endurreisa) Rússland.
Tengsl ríkisvaldsins og héraðs-
leiðtoganna verða fyrsta úrlausnar-
efnið. Jeltsín leitaði eftir aðstoð rúss-
nesku héraðsstjóranna í nokkur ár;
ráðabragg sem kallað var „atkvæði og
skattar fyrir frelisskammta" heppnað-
ist og nú er ómögulegt fyrir ríkisvaldið
að skipta um héraðsstjóra. Rússnesk-
ur héraðsstjóri er jafnvel meira en
keisari á landsvæði sínu - hann á það.
Ef Pútín vill verða sterkur leiðtogi
þarf hann að breyta þessu og efla rík-
isvaldið.
Annað vandamálið er lágt gengi
rúblunnar, fjárlagahallinn
og skuldir ríkisins. Helsta
spurningin er: „Hvernig er
hægt að bjarga rúblunni og
hugsa ekki um heimsmark-
aðsverðið á olíu?“ (vegna
þess að Rússar fá megnið
af gjaldeyristekjum sínum
með olíuútflutningi).
Tsjetsjnía lögð í rúst
og endurreist
Þriðja vandamálið er Tsjetsjnía.
Eftir komandi kosningar þarf Pútín að
svara þeirri erfiðu spurningu hvað
gera eigi við uppreisnarhéraðið. Hann
segir að Tsjetsjnía sé og verði hluti af
Rússlandi. Svo kann að vera - en hann
verður fyrst að leggja öll byggðarlögin
í suðurhluta héraðsins í rúst (vegna
þess að þau era krökk af svokölluðum
,,illvirkjum“) og síðan að endurreisa
þau til að íbúarnir geti sest þar að aft-
Leggur sig
fram við að
vera ímynd
„sterka
mannsins"
ur. Ekki er vitað hvort efnahagur
Rússlands ráði við svo kostnaðarsamt
verkefni en ég tel að svo sé ekki.
Reyndar bíða fjölmörg önnur erfið
vandamál úrlausnar. Rússar þurfa til
að mynda að hefjast strax handa við að
endurreisa og endurnýja kjarnork-u-
ver sín, stórar efnaverksmiðjur og
fleiri iðjuver til að afstýra mengunar-
slysum og bæta samskiptin við önnur
ríki (eftir alla neikvæðu umræðuna um
skuldir Rússlands og hernaðaraðgerð-
irnar í Tsjetsjníu þarf Pútín að hafa
samskipti við Evrópusambandið, Atl-
antshafsbandalagið og önnur ríkja-
samtök og fjármálastofnanir).
Sigurinn kostar
milljarða
Rússneska þjóðin gerir sér ekki
vonir um farsæld í náinni framtíð og
ekki er hægt að segja að nýársdagur
hafi verið mikill hátíðisdagur í hugum
Rússa eftir yfirlýsingu Jeltsíns. Þeir
búa sig undir að vöraverðið hækki um
10-15% í lok janúar vegna nýrra
skatta og margir telja t.a.m. að bensín-
verðið í Rússlandi verði innan tíðar hið
sama og í Vestur-Evrópu þótt Rússar
vinni bensínið úr eigin olíu og það eigi
því að vera miklu ódýrara. Öll stórfyr-
irtækin reyna að komast hjá því að
greiða skatta og flytja fjármagnið úr
landi. Og forsetakosningar vora alls
ekki framarlega á óskalista Rússa um
áramótin.
Vandamáhð er að frambjóðandi í
forsetakosningum má ekki nota meira
en andvirði 67 milljóna króna í kosn-
ingabaráttunni samkvæmt opinberam
reglum. Því sem næst allir Rússar vita
hins vegar ósköp vel að sigur í kosn-
ingunum kostar að minnsta kosti and-
virði 1,8 milljarða króna. Allir
rússneskir kjósendur vita
einnig (þökk sé rússnesku
fjölmiðlunum!) að sigur Jelts-
íns í kosningunum 1996 kost-
aði hann, „fjölskyldu" hans og
„valdaklíkuna“ andvirði 21-
36 milljarða króna.
Vantreysta
stjórnmálamönnum
Eg þekki ástandið í Rússlandi nú
um stundir og get sagt að fólk hefur
litla trú á kosningum og stjórnmála-
mönnum almennt. í fyrsta lagi vegna
þess að Rússar era orðnir þreyttir á
kosningum; þeir ganga líklega mörg-
um sinnum að kjörborði á ári hverju -
og allir frambjóðendurnir í kosningum
til dúmunnar, neðri deildar þingsins,
héraðsþinga, héraðsstjóraembætta og
sveitarstjórna segja alltaf það sama
(aðallega lygar). í öðra lagi hefur spill-
ing grafið undan trausti rússneskra
kjósenda á stjórnmálamönnunum; því
sem næst hver einasti frambjóðandi
sem kjörinn er í opinbert embætti not-
færir sér það strax til að komast yfir
íbúðir, bfla og fleira í eigu ríkisins_
Fólk lítur því svo á að frambjóðend-
umir hafi aðeins áhuga á einu - pen-
ingum - og láti sig hagsmuni venju-
legra borgara engu varða.
Þarf að losa sig við
„fjölskyldu" Jeltsíns
Vladímír Pútín þarf að leysa öll
þessi vandamál og ef til vill tekst hon-
um það. Helsta verkefni hans í náinni
framtíð verður hins vegar að losa sig
við „fjölskyldu" Jeltsíns.
Pútín hefur komist til æðstu met-
orða og vill ekki deila völdunum með
fámennri valdaklíku. Hann hefur völd-
in og getur losið sig við hvern þann
sem vill stjórna með honum. Pútín vill
hins vegar ekki ana að neinu og óvinir
hans fá ekki að vita af uppsögninni'
fyrr en daginn sem þeir verða reknir.
Pavel Borodín, skrifstofustjóri
Kremlar og náinn vinur Jeltsíns, og
Níkolaj Aksenenko, aðstoðarforsætis-
ráðherra, vora til að mynda reknir í
byrjun janúar. Borodín er granaður
um að hafa dregið sér miklar fjárhæð-
ir í tengslum við endurbyggingu
Kremlar og Aksenenko er að margra
mati talinn viðriðinn spillingu valda-
klíkunnar.
Aksenenko sóttist einnig tvisvar
sinnum eftir embætti forsætisráð-
herra en tapaði í bæði skiptin og Pútín
mundi auðvitað hver hafði ásælst stól-
inn hans. Pútín er hvorki hávaxinn né
gæddur miklum persónutöfram. í
huga margra Rússa er hann þó öflug-
ur leiðtogi. Hann var
njósnari KGB en er einnig
með háskólapróf í hag-
fræði og þegar hann starf-
aði í Sankti Pétursborg á
áranum 1991-96 vann
hann ötullega að því að
_________ laða erlenda banka að
borginni.
Myndir af honum í rússneskri orr-
ustuþotu hafa vakið mikla athygli og
hann er með svarta beltið í júdó. Hann
leggur sig fram við að vera ímynd
„sterka mannsins" sem er fær um aðfc
bjarga Rússlandi og afstýra algjöra
stjórnleysi. Og Rússar hafa alltaf beð-
ið eftir því að slíkur maður komi fram
á sjónarsviðið.
Höfundur er ritstjári tfmarits í
Sankti Pétvrsborg.
Rússar gera
sér ekki von-
ir um far-
sæld í náinni
framtið