Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ + W^t0»uM$Aíb STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AUÐURIKRAFTI KVENNA ATAK það sem hleypt var af stokkunum í fyrradag, til að virkja kraft kvenna til atvinnusköpunar og hags- bóta fyrir þjóðfélagið, er ánægjulegt framtak og ugglaust fyrir margt löngu tímabært. Að þessu þriggja ára verkefni, Auður í krafti kvenna standa Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, íslandsbanki, Morgunblaðið og Deloitte&Touch og Háskólinn í Reykja- vík sem annast framkvæmd þess. Konur á íslandi hafa sótt fram á öllum sviðum þjóðlífsins á undanförnum árum og áratugum, sem betur fer. En sam- anburður við það sem gerst hefur í þeim löndum, sem við íslendingar miðum okkur helst við, sýnir svo ekki verður um villst að enn eiga konur hér langt í land með að standa körlum jafnfætis að því er varðar þátttöku í atvinnurekstri og stjórnun stofnana og fyrirtækja. Við athöfn í Háskólanum í Reykjavík á mánudag, þegar verkefninu var hleypt af stokkunum, kom fram í ávarpi Guðrúnar Pétursdóttur, formanns verkefnisstjórnar, að á íslandi væru skráð fyrirtæki í eigu kvenna um átján af hundraði en til samanburðar upplýsti hún að hlutfallið í Bandaríkjunum væri þrjátíu og átta af hundraði, þar sem það reyndist hæst, en í öðrum viðmiðunarlöndum okkar var hlutfall fyrirtækja í eigu kvenna einnig umtalsvert hærra en hér á landi eða tuttugu og fimm af hundraði og þaðan af hærra. Á bak við þetta verkefni liggur mikill metnaður. Þær konur sem haft hafa forystu um að koma því á fót eru fyrst og fremst Guðrún Pétursdóttir, Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, og Halla Tómasdóttir sem sér um framkvæmd þess. Þeim hefur tekizt með inn- blæstri, bjartsýni og stórhug að ná saman umtalsverðum fjármunUm til þess að standa straum af verulegum kostn- aði í þrjú ár. Hér er farið af stað með miklum krafti og tak- izt að halda honum yfir þriggja ára tímabil er nánast full- víst að árangurinn verður verulegur. Menntun kvenna verður sífellt meiri og betri og skilning- ur í þjóðfélaginu á nauðsyn þess að atvinnuþátttaka kvenna sé öflug, vex jafnt og þétt. Því er nú lag til að ýta úr vör þessu verkefni sem getur átt eftir að hafa mikil áhrif á líf ungra stúlkna og kvenna á næstu árum og marka náms- og starfsferil þeirra með ýmsum hætti. FARSIMAKERFI SEM DUGAR LANDSSÍMINN hefur gert samninga við sænska símafyr- irtækið Ericsson um kaup á 60 nýjum GSM-símstöðvum sem dreifa á um landið. Munu símstöðvar kerfisins þá verða samtals 210. Takmarkið er að Landssíminn nái til 97% allra landsmanna með GSM-símakerfinu. Þetta átak, sem Lands- síminn ræðst nú í, er hið mesta, sem gert hefur verið í GSM- símamálum á einu ári til þessa, að mati forráðamanna Lands- símans. Útbreiðsla GSM-síma hér á landi hefur nú náð því marki að fleiri virk símanúmer eru í farsímakerfunum en í fastlínukerfi Landssímans. Með GSM-símum hefur símanotkun fólks gjörbreytzt. Lið- inn er sá tími er menn höfðu eingöngu fastlínusíma, sem bund- inn var fastri búsetu manna eða vinnustað. I staðinn er kominn farsíminn sem er persónulegur sími hvers og eins þar sem hægt er að nálgast viðkomandi hvar sem hann er staddur inn- an seilingar símakerfisins. Þetta er í raun gríðarleg bylting í fjarskiptum milli manna. Þróunin er ör og nú er svo komið að með GSM-símum geta menn farið inn á heimasíður á Verald- arvefnum og í framtíðinni munu koma fram nýjungar í kerfinu sem menn munu í dag ekki geta látið sér detta í hug hverjar verða. En þessir persónulegu símar, GSM-símarnir, eru vissulega mjög takmarkaðir. Drægni þeirra er mjög lítil sem þýðir að menn geta yfirleitt ekki farið neitt út fyrir þjóðvegakerfið eða þéttbýliskjarna, þá er ekkert samband. Þrátt fyrir þessa miklu vankanta eru gjöldin af þessum símum í raun mjög há því að mínútan í GSM-kerfinu kostar 16 krónur á almennum taxta frá 8 til 18 á daginn en 12 krónur utan þess tíma, eða um kvöld og helgar. Þetta eru dýr samtöl í samanburði við 3,32 króna upp- hafsgjaldið í fastlínusímakerfinu. Það hlýtur því að vera krafa neytenda miðað við verð þeirrar þjónustu, sem verið er að selja, að GSM-kerfið nái til sem flestra landsvæða. Eftir að þetta símakerfi er orðið svo snar þáttur í daglegu lífi og starfi fólks, sem raun ber vitni, er það óviðunandi með öllu að símasambandið rofni hvað eftir annað þegar komið er út fyrir mesta þéttbýli. Krafa almennings og símanotenda er um farsímakerfi sem virkar nánast hvar sem er. Varnargarðarnir ofan við byggðina á Flateyri. Snjóflóðavarnir um land allt hafa verið endurmetnar í kjölfar snjó Rannsakar stjórnun eftir snjóflóðin á Súðavík og F Skortur á upplýsingui forvörnum og aðger VISINDAMENN hafa á síð- ari árum gefið almanna- vörnum og því sem kallað er áfallastjórnun aukinn gaum en með henni er átt við hvern- ig stjórnendur meðhöndla aðstæður þegar hvers konar neyðarástand rík- ir. Áður beindist sú athygli einkum að viðbúnaði og viðbrögðum vegna hernaðarátaka en með æ marg- slungnari tækni og örum vexti þjóð- félaga hafa margbreytileg áföll kraf- ist sífellt meiri athygli. Aföll eins og náttúruhamfarir, tæknióhöpp, hryðjuverk og mótmælaaðgerðir hafa verið rannsökuð. Ásthildur E. Bernharðsdóttir við- skiptafræðingur hefur síðustu miss- erin unnið að meistaraprófsverkefni í stjórnmálafræði og tók að sér að sér að meta almannavarnir og áfalla- stjórnun hér á landi, greina viðbrögð og ferli stjórnsýslunnar gagnvart al- varlegri ógn sem undir tímapressu og mikilli óvissu kallar á nauðsyn þess að afdrifaríkar ákvarðanir séu teknar. Tók hún fyrir atburðarásina og ákvarðanatökuferlið í tengslum við snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri árið 1995. En af hverju valdi hún þetta viðfangsefni? „Rannsóknin á atburðarásinni tengdri snjóflóðinu á Súðavik er unnin sem hluti af verkefni fyrir sænsku utanríkismálastofnunina en markmið þess er að stuðla að sam- vinnu vísindamanna og þeirra sem koma að almannavörnum og áfalla- stjórnun innan Evrópu. Faglegur stjórnandi þess, Bengt Sundelius, prófessor í Uppsölum, kom hingað til lands til að kynna verkefnið fyrir íslenskum stjórnvöldum. Ræddi hann einnig við Gunnar Helga Krist- insson prófessor, sem er umsjónar- aðili meistaranámsins í stjórnmála- fræðinni, um hvernig hægt væri að koma af stað rannsóknarvinnu í al- mannavörnum og áfallastjórnun hér á landi. Þar sem ég var um það leyti að velja verkefni fannst mér þetta viðfangsefni áhugavert sem slíkt," segir Asthildur. Hún kveðst fljótlega hafa fengið þá hugmynd að gera út- tekt á málum varðandi snjóflóðin á Vestfjörðum og fékk til þess styrk frá Almannavarnaráði. Hún er nú að einbeita sér að Flateyri _________________ og lil.ii á þann lærdóm Aimanna- sem draga má á milli varnakerfid er þessara tveggja hamfara og eftir þær. Ásthildur dvaldi um Með rannsóknum á gangi mála í snjóflóðun- um í Súðavík kemst Ásthildur E. Bernharðs- dóttir að því að styrkur almannavarna og björgunarsveita hafí komið vel í ljós. Hún segir Islendinga hafa sofíð á verðinum í snjó- flóðavörnum en þær nú verið endurmetnar. veluppbyggt nokkurra mánaða skeið í Stokkhólmi þar sem hún hafði vinnuaðstöðu í sænsku utanríkismálastofnuninni. „I tengslum við verkefnið fór ég gegn- um ákveðna þjálfun í rannsóknar- vinnu þar sem þeirri aðferðafræði var beitt sem ég nota í minni rann- sókn. Einnig var boðið upp á mál- þing og ráðstefnur. Var ómetanlegt að fá tækifæri til að vinna í þessu umhverfi en samtímis mér voru Svíar sem voru að rannsaka hin ýmsu áföll eins og morðið á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, Estoníu-slysið, Ásthildur segir að í tengslum við verkefnið hafi verið komið á fót „áfallabanka" sem mis- munandi rannsóknanið- urstöður frá fjölda þjóða eru lagðar í. „Hugmynd- in er sú að hægt sé að sækja í hann til að nota við forvarnavinnu í þágu almannavarna. Draga lærdóm með því að greina reynslu af fyrri áföllum. Þannig er hægt að nota hann í þjálfun, til að finna munstur í við- brögðum milli áfalla, milli geira þjóðfélags og jafnvel milli þjóða. Slíkt nýtist til að útskýra af- leiðingar og að vissu leyti til að meta frammistöðu. Hvers vegna reynast viðbrögð við einu áfalli heilladrýgri en í öðru? Fyrir utan notagildi áfallabankans hefur hann líka mikil- vægt vísindalegt gildi. Sameinast er um að byggja upp þekkingu, auka innsæi í eigin fortíð og þróa almenna þekkingu sem nýtist í að bregðast við áföllum sem framtíðin leggur á okkur, til að nýta í þjálfun og skipu- lagi." Röð af brýnum vandamálum I bankann hafa þegar verið lagðar rannsóknaniðurstöður áfalla sem hafa átt sér stað í Danmörku, Eist- landi, Finnlandi, Frakklandi, ísl- andi, Kanada, Lettlandi, Nýja Sjál- andi, Perú, Póllandi, Spáni og Svíþjóð. Sænska öryggismálastofn- unin hefur fjármagnað verkefnið af miklum metnaði og er ætlunin að unnið sé áfram að því næstkomandi árin. ----------- Aðferðafræðin er þriggja þrepa nálgun þar sem á fyrsta þrepi er lýst nákvæmlega atburðarás áfalls stig af stigi. Greint er niður í mínútur og daga hvað gerðist til að fá bestu mögulega lýsingu. „Á öðru þrepi þegar fengist hefur eins góð mynd af atburðarásinni og mögulegt er þá er hún krufin til mergjar og dregnar út afdrifaríkar ákvarðanatökur. Frá sjónarhóli ákvarðanatakanda sem þarf að bregðast við er áfallið röð af brýnum vandamálum sem þarf að leysa samstundis: Hvað er að gerast nú? Hvað á ég að gera nú? og svo framvegis. Hugmyndin er sú að komast eins nærri atburðarásinni og mögulegt er og sjá hana frá sjónar- Ásthildur E. Bernharðsdóttir efnið greint út frá ólíku sjónarhorni. Spurt er hvers vegna útkoman varð sú sem raunin varð." Samhliða aukinni tíðni áfalla um allan heim hef- ur krafan um að stjórnsýsla þjóða beiti sér í forvörnum aukist. „Eðli málsins sam- kvæmt er ekki vinsælt af stjórnvöldum að beina athyglinni að einhverju óvæntu og jafnvel óhugsandi sem gerist í framtíðinni," segir Ást- hildur. „Því þarf oft hrinu áfalla til að tekið sé á almannavörnum með varanleg- um hætti. í Evrópu er Holland eitt skýrasta dæmi um land sem hefur brugðist við þessum kröfum en stjórnsýslan hefur af auknum þunga beitt sér í almannavörnum og áfall- astjórnun. Landið er hátæknivætt með íbúa af ólíkum þjóðarbrotum auk þess sem megin hluti þess liggur neðan sjávarmáls. Þannig að ákveðin vitund um nauðsyn almannavarna og áfaUastjórnunar hefur verið til stað- ar. í byrjun síðasta áratugar urðu þeir fyrir margskonar áföllum en strax í kjölfar þeirra var ákveðið að vísindamenn skyldu rannsaka þau. Beittu þeir rannsóknaraðferðum sem þeir höfðu lært af kanadískum vísindamönnum. Síðan hafa hol- lenskir vísindamenn unnið fjölda rannsókna fyrir opinberar stofnanir, bæði ríkisstjórn og sveitarfélög. Sví- þjóð, sem var ekki þekkt af glímu við stórvægileg áföll, hefur þurft að horfa á nýjan veruleika síðustu ára- tugina, sbr. morðið á Olof Palme, Chernobyl kjarn- orkuversslysið, glímuna við rússnesku kafbátana í skerjagarðinum, Estóníu- slysið og fleira. Sænska óryggismálastofnunin hefur breytt áherslum í starfi sínu samkvæmt því og er fyrrnefnt verkefni hluti þeirra." Hjá íslendingum markaði árið 1995 djúp spor í almannavarnir að mati Ásthildar. „Við höfðum sofið á verðinum í snjóflóðavarnamálum í áratugi, en urðum að horfast í augu við þau og endurmeta allar forvarn- ir. Þar brann fyrst og fremst á fjár- veitingavaldinu að tryggja nægilegt fjármagn til framfara. Mikilvægt er að við höldum vöku okkar, ekki ein- of Úl Þ> Ul ai V( la hi ai m ly m ti le b vi vi sl v< s( »1 Ul g< lT iý Sí uj ti fr js m o| Þ< Þ hi Þ st »i b; S( ið sj u: st F Sameina um að by upp þekfc Þ. n Þ b: ei ei n 0| st Þ hóli ákvarðanatakandans. Loks er ungis gagnvart snjóflóðum, heldur s<
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.