Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 61 ÍDAG BRIDS IJmsjón (iuðmundur Páll Ariiiirsou Næst síðasta umferð Reykjavíkurmótsins var með eindæmum fjörug og full af hættulegum spilum. Hér er eitt, saklaust á yf- irborðinu en varasamt við nánari kynni. Lítum fyrst á tvær hendur og setjum lesandann í suðursætið: Norður gefur; AV á hættu. Norður A ÁG108 *9 ♦ ÁD9 * D9875 Suður A KD9654 VG ♦ G1083 *ÁK Veslur Norður Aiistur Suður llauf 4kjörtu 4spaðar o kjörU) 5spaðar Pass Pass Pass Þetta voru algengar sagnir og ekki er hægt að segja annað en að samn- ingurinn líti vel út. Slemma er meira að segja vænn kostur. Útspilið er hjartaás og austur lætur drottninguna. Vestur spil- ar þá smáum tígli. Yfir til lesandans. Þegar svona þraut er sett á blað gefa menn sér yfirleitt tíma til að hugsa og yfirfara stöðuna. En við spilaborðið er hætt við að menn fyllist falskri ör- yggiskennd og spili oí hratt. Hugsi kannski sem svo að vömin megi fá slag á tígul og þvi sé skynsam- legt að fara upp með ás- inn til að koma í veg fyrir tígulstungu. Og í reynd stungu ótrúlega margir upp tígulás og fengu áfall þegar austur trompaði: Vcstur A 3 VÁ1062 ♦ K76542 * 102 Norður ♦ ÁG108 V 9 ♦ ÁD9 ♦ D9875 Austur * 72 ¥ KD87543 ♦ - + G643 Suður ♦ KD9654 V G ♦ G1083 + ÁK Enn var sá möguleiki fyrir hendi að laufið gæfi fimm slagi, en sú von brást og þar með var þessi “pottþétti” samning- ur kominn niður. Hjartadrottning aust- urs átti auðvitað að vara sagnhafa við, því greini- lega lá austri lífið á að kalla í tígli. Vissulega gat hann verið að panta tígul með kónginn, en til að svíningin kosti spilið, þarí austur að eiga fimm tígla til hliðar við 7-8 hjörtu. Sem ekki er mjög líklegt, auk þess sem vestur hefði hugsanlega komið út í tígli ef svo væri. Nei, við skoðun sést að mesta hættan felst í tíguleyðu austurs. Spilið hefur marga aðra fleti: Á austur að dobla fimm spaða til að tryggja útspil í tígli? Það er vissulega freistandi hugmynd, en ekki hættu- laus, því ekki er nein trygging fyrir því að makker eigi skjóta inn- komu til hliðar. Önnur spuming: Er hjarta- drottningin of áberandi? Hún reyndist svo sem ekki vera það í mörgum tilfellum, en kannski er áttan lúmskara spil, en þó nægi lega skýrt. Árnað heilla QA ÁRA afmæli. Á i/V/morgun, laugardag- inn 29. janúar, verður ní- ræð Anna Pálmey Hjart- ardóttir. Hún tekur á móti gestum í Safnaðarheimili Bústaðakirkju á afmælis- daginn klukkan 16. pf A ÁRA afmæli. t) Næstkomandi sunnudag, 30. janúar, verður fimmtugur Böðvar Gíslason, múrari, Hafnar- bergi 9, Þorlákshöfn. Hann og eiginkona hans, María Sigurðardóttir, taka á móti vinum og ættingj- um laugardaginn 29. jan- úar í hátíðarsal Grunn- skóla Þorlákshafnar milli kl. 17 og21. pf A ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 29. janúar, t/ ” verður fimmtugur Guðmundur H. Pétursson, Akurgerði 50. Eiginkona hans er Kristín Krisljánsdótt- ir, sem varð fimmtug 20. maí sl. í tilefni afmælis beggja taka þau á móti ættingjum og vinum á heimili sínu, Ak- urgerði 50, milli kl. 17 og 20 á afmælisdaginn. Með morgunkaffinu Pósturinn er kominn. Viltu sækja hann fyrir mig? LJOÐABROT SJÁLAND OG ÍSLAND Kaupmannahöfn, 1809 Þegar hárri höllu í heyri ég söngva gjalla og bæði dans og gígna gný til gleði oss að kalla - þegar lít ég fögur fiey flýta rás með ströndum og í hægum hlaupa þey að hafnar þreyðum böndum - þegar loft og hauðrið hlær hýrum þakið blóma og sæla unun sjónum fær sunnu fegrað ijóma - þegar ljósar líða um grund liljum fegri sætur og gyðjum líkar glansa sprund í guðvefsklæðum mætum. Bjarni Thorarensen STJÖRIVUSPÁ eftir Frances Drake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert svo hæfileikaríkur, að þú átt erfít með að vclja þér leið. Reyndu samt að tak- marka þig til þess. Hrútur (21. mars -19. apríl) ^ Þegar um sameiginleg mál er að ræða þýðir ekkert fyrir þig að ætla að stjórna öllu. Samkomulag er iykilorðið og það er þitt að leita eftir því. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú átt að geta komið þínum málum fram með lempni. Gefðu þér nægan tíma, því enginn árangur næst með því að beita aðra þvingunum. Tvíburar . (21. maí - 20. júní) W Þótt allt hljómi vel skaltu kynna þér smáa letrið til hins ýtrasta svo ekkert komi í bakið á þér. Bíddu svo róleg- ur eftir úrslitunum. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Það þýðir ekkert að sitja með hendur í skauti og vorkenna sjálfum sér, þótt margt sé á döfinni. Hristu af þér slenið og taktu til hendinni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Það er ekkert rangt við það að þig skuli langa tii þess að létta á hjarta þínu. Vertu bara vandlátur i vali á trún- aðarvini; það borgar sig. Mðyja (23. ágúst - 22. sept.) <CÍL Þegar þú stendur frammi fyrir vandasömu verkefni, eins og núna, er gott að byrja á því að greina kjarnann frá hisminu. Hitt kemur svo. (23. sept. - 22. október)4* A Fyrirhyggja í fjármálum er nauðsynleg þessa dagana. Allir hlutir kosta sitt en það er forgangsröðin sem skiptir máli. Sporðdreki ™ (23. okt. - 21. nóv.) MK Ekki er alit gull sem glóir. Það á alltaf við og því skaltu fara þér hægt, þótt gylliboð- unum sé veifað framan í þig. Þú hefur tímann fyrir þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) ffaO Þú getur ekki skipulagt tíma þinn án þess að reikna með öðrum fjölskyldumeðlimum. En þú getur líka ætlast til þess að þeir reikni með þér. Steingeit „ (22. des. -19. janúar) Sá vægir sem vitið hefur meira. Það er allt í lagi að hafa þetta bak við eyrað og leyfa sjónarmiðum annarra að ráða, þegar þannig stend- ur á. Vatnsberi , , (20. jan. -18. febr.) Ýmsir nýjir möguleikar opn- ast þér, en þú þarft að sýna mikinn sveigjanleika til þess að nýta þér þá til fulls. Flýttu þér ekki um of. Fiskar imt (19. feb. - 20. mars) Þegar óvænt tækifæri bjóð- ast, er réttast að hugsa sig vel um áður en ákvörðun er tekin. Það er ágætt að vera heimakær en of mikið má af öllu gera. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindaTegra staðrcynda. brother saumavélarnar komnar - mjög gott verð! ® VOLUSTEINN fyrír fima fingur Mörkinni I / 108 Reykjavík / Sími 588 9505 UTSALA E n n m e i r i verðlækku n Laugavegi 20 - sími 562 6062 Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 10-16. JOSS Hugo Þórisson Wilhelm Norðfjörð sálfrceðingur sálfrceðingur FORELDRA OG BARNA Nýit námskeið að hefjast Upplysingar og skráning í s: 562 1132 og 562 6632 Á námskeiðinu verður m.a. íjallað uni: • Þroska bama, sjálfsmynd og samskipti. • Vandamál sem geta komið upp í samskiptum innan fjöiskyldunnar. • Aðferð til þess að kenna bömum að taka ábytgð. • Hvemig hægt er að tala við böm og tiyggja að þau vilji hlusta. ■ Aðferðir til þess að kenna bömum tillitsemi og sjálfsaga. • Aðferðir til að komast út úr samskiptum þar sem eru sigurvegarar og taparar. • Hugmyndir um hvemig er hægt að hafa jákvæð áhrif á gildismat bama. eftir kl. 16 og um helgar Electrolux á he í Húsasmiðjurmi Eö Electrolux • Þvottavél • 850 snúninga • 4,5 kg. • Sérstakur ullarþvottur • Fjölþætt hitastilling • Einföld og sterk HÚSASMIDJAN Sími 525 3000 • www.husa.is <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.