Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 60
80 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ IDAG Safnaðarstarf 11. aldar é messa í Neskirkju SVONEFND 11. aldar messa verður í Neskirkju nk. sunnudag kl. 14. Tilefnið er þúsund ára afmæli kristni á íslandi og er þessi messa fyrst í röð nokkurra sem prófasts- dæmin í Reykjavík standa fyrir og munu messurnar hver um sig minna á aldirnar frá kristnitöku. Ekki er vitað með vissu hvernig messuhald var við kristnitökuna eða við upphaf kristni á íslandi en hin klassíska messa sem sungin er að jafnaði af söfnuðum þjóðkirkjunnar er í meginatriðum sú sama og verið hefur frá því snemma á miðöldum. Messan verður með sígildu tónlagi, svokölluðum gregoríönskum söng. Sungnir verða gamlir íslenskir sálm- ar og einnig nýir sálmar sem eru sömu ættar og hinn forni messusöng; ur, kenndir við Taizé í Frakklandi. í foririrkjunni verða til sýnis gamlir gripir, t.d. altarissteinn úr kirkju Brynjólfs biskups í Skálholti, en lík- legt er að messað hafi verið við slíkan stein á Þingvöllum árið 1000. Ennfremur verða gamlir altaris- gripir til sýnis auk messubókarinnar Graduale Romanum og mynd úr " handritinu Stjórn. Þessir gripir eru lánaðir af Þjóðminjasafninu, Arna- stofnun og séra Georg í Landakoti. Engin rafljós verða í kirkjunni, aðeins kertaljós, og enginn orgelleikur. Kór og klerkdómur gengur til kirkju syngjandi inngöngusálm og söfnuður tekur undir og fagnar nú sem fyrr yfir þeim leyndardómi sem sífellt gerist í heilagri messu að „konungurinn kon- unganna, kemur nú til sinna manna". Harmonikkusveit í s Hafnarfjarðarkirkju Harmonikkusveit, félag úr Har- monikkufélagi Reykjavíkur, undir stjórn Arnar Falkners organista, mun leika harmonikkutónlist og ljúfa taizésöngva við taizémessu í Hafnar- fjarðarkirkju sunnudaginn 30. janúar kl. 17. Prestur er sr. Gunnþór Inga- son. í taisémessum er lögð áhersla á bænir, hljóðar stundir og hugleiðslut- ónlist. Taizetónlist er upprunnin í Frakklandi og er mjög nærandi fyrir huga og sálu og skapar innri frið og gleði og falla harmonikkutónarnir einkar vel að henni og draga fram áhrifamátt hennar. Messa fer fram fyrr um daginn sem hefst kl. 11. Prestur er sr. Þór- hallur Heimisson. Fermt verður í þeirri messu. Prestar Hafharfjarðarkirkju. Langholtskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 11-13. Létt hreyfing, slökun og kristin íhugun.Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni kl. 12. Orgel- leikur, sálmasöngur. Fyrirbænarefn- um má koma til sóknarpresta og djákna. Kærleiksmáltíð, súpa, salat og brauð eftir helgistundina. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Mömmumorgunn kl. 10. Kaffi- spjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar- stund. Ffladelfia. Unglingasamkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðisherinn. Kl. 20 gospel- samkoma. Gospelkórinn frá Jelöy- lýðháskóla syngur undir stjórn Tone Odegaard. Aðgangur ókeypis, allir hjartanlega velkomnir. Boðunarkirkjan, Hlfðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11 og á sunnudögum kl. 17 er námskeið í Daníelsbók. Allir hjartanlega vel- komnir. Á laugardag sér Ragnheiður Ólafsdóttir Laufdal um prédikun en biblíufræðslan er í höndum Steinþórs Þórðarsonar. Samkomunum er út- varpað á FM 107. Barna- og ungl- ingadeildir á laugardögum. Súpa og brauð eftir samkomuna. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 12.30 Litlir lærisveinar, eldri deild. Kl. 13.15 Litlir lærisveinar, yngri deild. Hofskirkja á Skaga. Kirkjuskóli kl. 14. Víkurprestakall í Mýrdal. Samvera í Kirkjuskólanum á laugardags- morgnum kl. 11.15 íVíkurskóla. Sjöundadags aðventistar á íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl- íufræðsla kl. 10.15.Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður: Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla eftir guðsþjón- ustu. Ræðumaður Guðný Kristjáns- dóttir. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Erie Guðmundsson. Aðventkirkjan, Brekasti'g 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 11. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafh- arfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíu- fræðsla að guðsþjónustu lokinni. Ræðum.: Björgvin Snorrason. Yfírlýsing frá Ræstingu hf. Fréttir byggðar á misskiningi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Ræstingu hf.: „ISS í Danmörku óskar vinsam- legast eftir að koma að eftirfarandi leiðréttingum vegna umfjóllunar í fjölmiðlum undanfarnar vikur, sem virðist byggjast á misskilningi. ISS hefur keypt Ræstingu ehf. eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Fréttaflutningur og umræða um að fyrirtækið sé að hefja rekstur hjúkr- unarheimilis á íslandi er ekki frá ISS.komið og villandi umræða hefur verið í gangi um mál sem upp kom á hjúkrunarheimili sem ISS rekur í Solna í Svíþjóð. Hið rétta í málinu er: 1. Það er ekki á áætlun ISS að fara að reka hjúkrunarheimili á íslandi, að minnsta kosti ekki næstu 5 árin. 2. ISS er ekki á neinn hátt tengt samningi við Seeuritas um rekstur hjúkrunarheimilins Sóltúns. 3. Áhugasvið ISS ísland er mark- aður vegna daglegra ræstinga og hreingerninga - sérstaklega ræst- ingar í matvælafyrirtækjum og aðr- ar sérhæfðar ræstingar. 4. Málið sem kom upp fyrir 3 árum í bænum Solna í Svíþjóð - sem nokkrum sinnum hefur verið til um- fjöllunar í fréttum - var rannsakað af yfirvöldum í Svíþjóð. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að ábyrgð þeirra mistaka og vandamála sem upp komu á Polheimsgaarden-heim- ilinu lá að mestu leyti hjá bæjaryfir- völdum í Solna. Vandamálin mátti rekja að mestu leyti til þess að hús- næðið sem bæjaryfirvöld útveguðu var enn í byggingu og ekki tilbúið þegar rekstur átti að hefjast, einnig voru settir inn sjúklingar sem þörfn- uðust meiri umönnunar en samið hafði verið um. Þar að auki fékk ISS ekki sjúkraskýrslur um sjúklinga heimilins í upphafi, sem að sjálf- sögðu olli vandamálum í byrjun. Þjónusta ISS á umönnunarsviði í Svíþjóð í dag gengur mjög vel og hefur hún hlotið fjölda viðurkenn- inga fyrir gæði einnig á heimilinu í Solna. Fyrirtækið hefur gert marga samninga bæði við hið opinbera og einkafyrirtæki." VELVAKANDI Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Frjálsan sparnað í VELVAKANDA þriðju- daginn 25. janúar sl. gagn- rýnir Katrín Halldórsdóttir skatt og innstæður í banka. Ég er sammála henni með það, að þessi lúsarlaun sem almenningur fær á ekki að skattleggja, þótt fólk kjósi að leggja nokkrar krónur inn á banka. Það þótti góð dyggð hér áður að spara, en núna þarf helst að eyða öllu fyrirfram eins og eyðsla á greiðslukortum sýnir. Kaupmáttur, eins og stjórnvöld hæla sér af, er að miklu leyti greiðslu- kortakaupmáttur. Ég er líka sammála Katrínu um það, að því miður er mörg- um þingmönnum sama um hag okkar þjóðfélagsþegn- anna og auðvitað þarf að stokka upp í þessum þing- sætum eins og Katrín bendir á. Ríkisstjórnin lof- aði stöðugleika fyrir síð- ustu kosningar, en samt hafa dunið yfir okkur mikl- ar hækkanir undanfarið. Það er mörg manneskjan orðin vonlítil nú, en slíkt dugir ekki. Rísum upp úr eymdinni og fátæktinni, sem dunið hefur yfir okkur. Að lokum vil ég segja, að ég er líka sammála gagnrýni um það, að safna undir- skriftum til þess að fella þessa ríkisstjórn sem svo illa hefur farið með lá- glaunafólk, öryrkja og elli- lífeyrisþega. Góðærið hefur ekki skilað sér til þessa hóps. Sigrún. Ofnotkun á orðum MIKIÐ finnst mér orðin einstaklingar og aðilar vera ofnotuð, mest finnst mér fréttafólk í útvarpi og sjón- varpi hafa gert til að gleyma orðum sem hingað til hafa verið notuð um fólk. Ég hef heyrt í útvarpinu þulinn tala um fjögur hundruð einstaklinga í staðinn fyrir fjögur hundr- uð manns og í sjónvarpinu þúsund einstaklinga. Hing- að til hefur verið talað um þúsund manns. Ég hef þurft að hringja í opinberar skrifstofur og hef þá verið spurð, ertu einstaklingur? Var þá átt við hvort ég væri gift eða einhleyp. Svo eru það kveðjurnar, hæ og bæ, sem bæði börn og fullorðn- ir nota. Gætu ekki foreldr- ar og leikskólakennarar og aðrir reynt að breyta þessu og notað íslenska kveðju? Lijja Magnúsdtíttir. Menningarborgin MIKIL eru afrek R-listans í menningarborginni Reykjavík. Um daginn voru borin út, í vonsku- veðri, einstæðar mæður, börn og öryrkjar og annað fátækt fólk úr íbúðum borgarinnar. Nú er það hel- fór að köttum. Allir kettir verða teknir og líka merkt- ir heimiliskettir og settir í búr. Farið verður með þá upp í Kattholt. Kettir eru góð og mannelsk dýr, sem gera engum mein. Þau geta ekki talað sínu máli né var- ið sig. Ég vil hvetja dýra- vini til þess að láta í sér heyra. Hver verða svo næstu afrek R-listans? Er það að taka jaðarfólkið og setja það í búr og fara með í einhvers konar búðir? Hallgrfmur Krisl insson. Herferð gegn köttum VEGNA þeirra umfjöllun- ar í fjölmiðlum um ketti sem á að fara að veiða, hvort sem þeir eru merktir heimiliskettir eða ekki, vil ég sem dýravinur harðlega mótmæla. Það að taka dýr sem merkt eru af eigendum sínum er þjófnaður, eftir því sem mér er tjáð. Finnst mér mál til komið að katt- areigendur og aðrir dýra- vinir hittist og ræði saman, því umræðan um þessi litlu sætu dýr hefur verið afar neikvæð. Lausaganga katta er ekki bönnuð í Reykjavík. Borgarar hljóta að hafa þau sjálfssögðu réttindi að hafa merkta heimilisketti úti við. Ég veit dæmi þess að fólk sem hefur átt við erfiðleika að stríða, hafa dýrin haft góð áhrif á. Þegar kettirnir fara að mala á kvöldin þá er það á við margar svefntöflur, því þeir hafa svo róandi áhrif. Engin borg er mann- eskjuleg, ef dýrin fá ekki að vera þar. Það hefur lengi verið vitað mál að kettir halda rottum og músum í skefjun. Sigrún Reynisdóttir. Dýrahald Tinni er týndur SVARTUR sjö ára labra- dor-hundur (geldingur) hvarf frá heimili sínu Vind- heimum á Kjalarnesi sunnudaginn 23. janúar sl. um kl.14. Tinni er mjög gæfur og hann er með silf- urlitaða keðju um hálsinn með nafni og símanúmeri á. Ef einhver hefur séð Tinna þá vinsamlegast hafið sam- band við Birgittu eða Dag í símum 566-6557, 861-3006 eða 566-8188. Fundarlaun. Heimilislaus hvítur köttur ÁGÚSTA hafði samband við Velvakanda og vildi láta vita af því, að hvítur köttur, með gráum deplum, greini- lega heimilisköttur, sækir svo heim til hennar að Lindarflöt 36 í Garðabæ. Hann er lasinn. Ef einhver kannast við kisu, er hægt að hafa samband við hana í síma 565-8488 eða 544- 8080. SKAK Ims jiíii Ilelgi íss Grétarsson ÞESSI staða kom upp á milli eina stórmeistarans frá Quatar, Al-Modiahki, og Smeets á opna mótinu í Groningen sem haldið var í desember sl. 20.Bxf7+! Kxf7 21.Rg5+! Kf8 22.Dc4 Rb6 23.Bxc5+ Svartur gafst upp. 1P B ¦a'Ba ¦a| lápi ' BAB 1 fcÉiA ¦VB' Hvítur á leik. Nú er loksins komið jafhrétti heima hjá mér. I gærkvöldi var EG með höfuðverk. Víkverji skrifar... VIKVERJI hefur heyrt virtan lögfræðing segja að á myrkustu öldum íslandsbyggðar hafi stans- lausar landamerkjaþrætur tryggt að þjóðin héldi við gömlum hefðum og kunnáttu, héldi áfram að velta fyrir sér lögum og rétti þótt vfirvaldið sjálft væri erlent og kóngurinn í Kaupmannahöfn. Það er því með blendnum huga sem hann fylgist með mótmælum bænda í Arnessýslu. Þeir segja að ríkisvaldið hunsi aldagamlan rétt þeirra til afréttanna og ætli að hrifsa af þeim verðmæti í krafti lag- anna um þjóðlendur. Að þessu sinni er ekki um að ræða dæmigerðar og þjóðlegar nágrannadeilur um jarð- amörk heldur standa bændur and- spænis yfirvaldinu, ríkisstjórn og Al- þingi. Vfkverji er ekki lögspekingur og treystir sér ekki til að meta forsend- urnar sem ríkið gefur sér en honum óar við því sem raunverulega er á ferð, eignaupptökunni. Þótt honum finnist að þjóðin öll hljóti að hafa ein- hvern rétt til að tryggja að óbyggðu svæðin séu varðveitt og þeim ekki raskað um of með framkvæmdum eða ofbeit má ekki gleyma því að eignar- rétturinn er undirstaða réttarríkis- ins. Þegar kommúnistar hrófluðu við honum í löndum sínum hrundu fleiri réttindi í kjölfarið. Þess vegna er ekki hægt að af- greiða mótmæli bændanna sem þetta venjulega eiginhagsmunapot, mikil- vægir grundvallarþættir eru í húfi. Víkverja finnst að menn ættu að hugsa sig vel um áður en þeir rétta ríkisvaldinu litla fingurinn í slfkum efnum því að fordæmið getur verið hættulegt. Og þá skiptir ekki öllu þótt bændastéttin hafi því miður síðustu áratugi lent í faðmlögum við ríkis- valdið og oft barist við hlið þess gegn neytendum. VIKVERJI hefur oft furðað sig á því hvað hægt gengur að fá stofnanir til að nýta sér ýmiss konar samtengingu um tölvur til að spara fólki sporin. Oft hefur hann haft á til- fínningunni að opinberar stofnanir í höfuðborginni væru alls ekki í sömu borginni, jafnvel ekki í sama landinu, samskiptin minna frekar á tíma rits- íma og hestvagna. Skrifræðið hefur þybbast við, heimtað sinn gamla og góða pappír þótt hvarvetna ætti að vera hægt að fá upplýsingar um t.d. veðbönd og fleira af því tagi með því að kalla upp gagnasöfn á tölvuskjá. Að sjálfsögðu getur verið nauðsynlegt að aðgangur- inn sé takmarkaður til að verjast mis- notkun á upplýsingum en óhjá- kvæmilegt er að þær stofnanir sem mest þurfa á upplýsingunum að halda geti nálgast þær, hafi til þess lykilorð. Nú virðist vera að rofa til, segja heimildarmenn Víkverja. Ætlunin er að færa upplýsingar um skuldir og launatekjur beint inn á eyðublöð frá skattinum og einfalda þannig það sem Víkverja finnst alltaf jafn óbæri- legt, að útfylla skýrsluna sína. Og fleira jákvætt er að gerast. Þegar sótt er um greiðslumat vegna húsbréfalána þarf ekld lengur að fara til sýslumanns og fá þar veð- bókarvottorð, bankinn lætur senda sér þær upplýsingar með rafrænum hætti. Hins vegar þarf viðskiptavin- urinn enn að fara niður á skattstofu og fá þar staðfest ljósrit af skatta- skýrslunni sinni. Hver veit, kannski rennur upp sú tíð að kerfið leysi það vandamál með tölvutengingu banka og skattstofu. VIKVERJI er áhugamaður um hljóðlátari umferð og finnst hugmyndirnar um að koma upp vetn- issamfélagi hér mjög spennandi. Strætisvagnar sem eru næstum hljóðlausir að undanskildum hvin í dekkjum, hvergi mengandi reykur úr þeim, aðeins vatnsgufa. Þetta yrði gerbreytt umhverfi. En hinu má ekki gleyma að til að framleiða raforkuna verður að reisa virkjanir með tilheyr- andi jarðraski og því Ijóst að ekkert fæst ókeypis. Víkverji minnist þess líka að á fjórða áratugnum afskrifuðu margir vetnið sem eldsneyti þegar loftskipið Hindenburg brann. Vetni er mjög eldfimt en nú mun vera búið að finna tæknilegar lausnir sem duga til að minnka eldhættuna svo mikið að talið er óhætt að nota það í bíla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.