Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 37
+ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 37 r Ljósmynd/Páll Geirdal r snjóflóðanna á Vestfjörðum. g Flateyri im háði rðum og gagnvart öllum þeim öðrum nátt- úruhamförum sem íslendingar hafa þurft að glíma við sem og þeim áföll- um sem fylgja nýjum tímum. Hin aukna áhersla á forvarnaaðgerðir vegna mögulegs Kötlugoss er vafa- laust vísbending um að árið 1995 hafi fært okkur lærdóm um mikil- vægi þess að halda vöku okkar." Hvað þyrftum við helst að bæta? „Ef ég ætti að draga eitt út fram- ar öðru þá myndi ég benda á hversu mikilvægt er að við styrkjum upp- lýsingaferlið á öllum stigum al- mannavarna. I því ferli þarf að taka tillit til ólíkra þátta. Við þurfum að leita upplýsinga, túlka og spyrja hvaða þýðingu þær hafa í sambandi við það áfall sem er verið að glíma við. Bæði ofgnótt upplýsinga og skortur á þeim geta háð almanna- vörnum og áfallastjórnun. í rann- sókn minni kemur í Ijós að skortur á upplýsingum háði okkur í forvörn- um, á viðbúnaðarstigi áður en hörm- ungarnar dundu yfir og milli stjórn- unareininga í neyðaraðgerðum. Við getum dregið af því þann lærdóm hversu mikilvægt er að safna upp- lýsingum um þær náttúruhamfarir sem á okkur hafa dunið til að bæta upplýsingaferlið. Það hjálpar okkur til að takast á við þær hamfarir sem framtíðin mun leggja á okkur. En jafnframt verðum við að vera þess meðvituð að engin tvö áföll eru eins og til að öðlast haldbæra þekkingu á þeim þurfum við að rannsaka fjölda þeirra, frá ýmsum stöðum og sem hafa átt sér stað á löngu tímabili." Styrkleikinn kemur líka í ljós En Ásthildur segir að jafnframt því að ýmislegt megi bæta komi styrkleikinn í ljós er áföllin dynja á. „Almannavarnakerfið er vel upp- byggt og við eigum björgunarfólk sem er vel þjálfað og þekkir vel kerf- ið. Þá eigum við einstaklinga sem sýna ótrúlegt frumkvæði og aðlög- unarhæfni við nærri óhugsandi að- stæður eins og íbúar Súðavíkur og Flateyrar sýndu er þeir urðu sjálfir að stjórna fyrstu aðgerðum á vett- vangi. Það er vissulega til mikils gagns að geta sótt í reynslu og þekkingu annarra þjóða til að nýta í rannsóknir á almanna- vörnum og áfallastjórnun hér á landi líkt og við höf- um gert við uppbyggingu almannavarna. En hver þjóð á sín þjóðareinkenni sem end- urspeglast í stjórnsýslukerfum þeirra og hefur þannig áhrif á við- brögð við áföllum af ýmsu tagi. Því er mikilvægt að við þekkjum okkar eigið samfélag til að þekkingin geti nýst því á sem skilvirkastan máta." Að lokum má geta þess að Asthild- ur hefur kynnt rannsóknarverkefnið og íslenskar almannavarnir á ráð- stefnum erlendis en á vordögum munu Almannavarnir ríkisins boða þá sem tengjast almannavarnakerf- inu til að hlýða á niðurstöður rann- sóknarinnar. einast er ið byggja lekkingu „Njósnarinn" leynir á sér og kann að koma á ó vart Vladímír Pútín, settur forseti Rússlands, er gamall njósnari og gef- inn fyrir að leyna áform- um sínum, skrifar Alexander Malkovítsj, sem telur að Pútín kunni að koma á óvart þegar hann hefst handa við að leysa fjölmörg vandamál Rússlands. JELTSÍN fór með reisn," sögðu fjölmiðlar heimsins á fyrstu dögum aldamótaársins eftir að fyrsti forseti Rússlands lét af völdum. Því fer fjarri! Reyndin var sú að hann vék aðeins fyrir eftirmanni sínum, Vladímír Pútín forsætisráð- herra, og varð að lesa ræðu, sem aðrir skrifuðu, á skjá sem stillt var fyrir framan hann. Maðurinn sem hefur verið kallaður „njósnarinn" (Pútín er fyrrverandi yf- irmaður óryggislögreglunnar FSB, sem var stofnuð fyrir tæpum áratug úr rústum KGB) var valinn af „fjöl- skyldu" Jeltsíns til að bjarga henni. „Fjölskyldan" er fámennur hópur nánustu samstarfsmanna forsetans sem stóðu oft á bak við ákvarðanir hans og tóku þær jafnvel fyrir hann. Hún valdi Pútín vegna þess að „hann er enginn þungavigtarmaður og eng- inn þekkir hann" og taldi að hann myndi standa í þakkarskuld við hana ef hún kæmi honum til valda. Fjölskyldan hafði á réttu að standa að einu leyti - aðeins örfáir rússneskir stjórnmálamenn vita hver þessi Pútán er í raun og veru. Hann er í fyrsta lagi maður sem kann að safna að sér völdum og stjórna (var í nokkur ár aðstoðarborg- arstjóri Sankti Pétursborgar, næst- stærstu borgar Rússlands, og var þá reyndar kallaður „grái kardinálinn" vegna þess að mikilvægustu ákvarðan- irnar voru ekki teknar nema hann legði blessun sína yfir þær). Allir þeir sem líta á Pútín sem leik- ara í leikriti eftir aðra hafa varla rangt fyrir sér. Sannir „njósnarar" ana þó ekki að neinu og vilja auðvitað leyna áformum sínum. Jafnvel fyrir þeim sem eru taldir (og telja sig) eiga þá. Brotthvarf Jeltsíns var þaulskipulagt Atburðirnir í Rússlandi á gamlárs- dag koma mönnum auðvitað fyrir sjónir sem þaulundirbúin aðgerð sem kallast „afsögn". Brotthvarf Jeltsíns, sem varð til þess að Vladímír Pútín varð forseti fram að kosningum 26. mars (og líklega fjögur næstu árin), hafði verið skipulagt lengi. Nú eiga vinsældir Pútíns (23-36% eru ánægð með störf hans ef marka má skoðanakannanir) að fleyta honum í forsetaembættið. Hugsanlegt er að bandalag Jevgenís Príma- kovs (leiðtoga Föðurlands- Alls Rússlands og fyrrver- andi forsætisráðherra), Jabloko-flokksins (sem að- hyllist frjálslynda umbóta- stefnu og lítur á sig sem „lýðræðislegu stjórnarand- stöðuna") og kommúnista geti farið með sigur af hólmi í kosning- unum. Sá möguleiki er hins vegar að- eins fræðilegur og ekki raunhæfur. Þessum öflum verður ekki leyft að sigra. Persónulegur metnaður Prímakovs, Grígorís Javlinskís, leiðtoga Jabloko, og Gennadís Zjúganovs, leiðtoga kommúnista, er augljósasta vanda- málið en ekki stærsta. Staðan er mjög einföld - sérfræðingar í almanna- tengslum (sem eru nú mjög vinsæl í Rússlandi) hafa ráðskast með öll þessi forsetaefni. Eina markmið þessara Vladímír Pútín, settur forseti Rússlands, sýnir leikni sína í júdó við setningu unglingamóts í Sankti Pétursborg. Pútín er með svarta beltið í íþrdttinni. sérfræðinga varðandi kosningarnar er að sannfæra öll forsetaefnin (önnur en Pútín) um að nú sé stuðningurinn við framboð þeirra meiri en annarra hugsanlegra bandamanna. Afsprengi skrif- ræðiskapítalisma Fyrir forsetakosningarnar árið 1996 urðu Rússar að velja á milli „lýð- ræðissinnans" Jeltsíns og kommúnist- ans Zjúganovs. Rússar standa nú einnig frammi fyrir mikilvægu vali því þeir þurfa að ákveða hvers konar kapítalisma þeir vilji: frjálslyndan kapítalisma eða skrifræðiskapítalisma „fjölskyldunnar". Allir hugsanlegu forsetaframbjóð- endurnir segja auðvitað kjósendunum að Jeltsín hafi komið á „fjölskyldu"- kapítalismanum - og það er rétt. Öll forsetaefnin eru (í orði) hlynnt lýðræði og umbótum en vita í raun ekkert um hvað felst í þessum orðum - eru af- sprengi skrifræðiskapítalismans. Þau sjá ekki neinn annan kost. Vladímír Pútin er engin undantekn- ing en hann verður að gera eitthvað til að bæta (ef ekki endurreisa) Rússland. Tengsl ríkisvaldsins og héraðs- leiðtoganna verða fyrsta úrlausnar- efnið. Jeltsín leitaði eftir aðstoð rúss- nesku héraðsstjóranna í nokkur ár; ráðabrugg sem kallað var „atkvæði og skattar fyrir frelisskammta" heppnað- ist og nú er ómögulegt fyrir ríkisvaldið að skipta um héraðsstjóra. Rússnesk- ur héraðsstjóri er jafnvel meira en keisari á landsvæði sínu - hann á það. Ef Pútín vill verða sterkur leiðtogi þarf hann að breyta þessu og efla rík- isvaldið. Annað vandamálið er lágt gengi rúblunnar, fjárlagahallinn og skuldir ríkisins. Helsta spurningin er: „Hvernig er hægt að bjarga rúblunni og hugsa ekki um heimsmark- aðsverðið á olíu?" (vegna þess að Rússar fá megnið af gjaldeyristekjum sínum með olíuútflutningi). Tsjetsjnía lögð í rúst og endurreist Þriðja vandamálið er Tsjetsjnía. Eftir komandi kosningar þarf Pútín að svara þeirri erfiðu spurningu hvað gera eigi við uppreisnarhéraðið. Hann segir að Tsjetsjnía sé og verði hluti af Rússlandi. Svo kann að vera - en hann verður fyrst að leggja öll byggðarlögin í suðurhluta héraðsins í rúst (vegna þess að þau eru krökk af svokölluðum „illvirkjum") og síðan að endurreisa þau til að íbúarnir geti sest þar að aft- Leggur sig fram við að vera ímynd „sterka mannsins" ur. Ekki er vitað hvort efnahagur Rússlands ráði við svo kostnaðarsamt verkefni en ég tel að svo sé ekki. Reyndar bíða fjölmörg önnur erfið vandamál úrlausnar. Rússar þurfa til að mynda að hefjast strax handa við að endurreisa og endurnýja kjarnork-u- ver sín, stórar efnaverksmiðjur og fleiri iðjuver til að afstýra mengunar- slysum og bæta samskiptin við önnur ríki (eftir alla neikvæðu umræðuna um skuldir Rússlands og hernaðaraðgerð- irnar í Tsjetsjníu þarf Pútín að hafa samskipti við Evrópusambandið, Atl- antshafsbandalagið og önnur ríkja- samtök og fjármálastofnanir). Sigurinn kostar milljarða Rússneska þjóðin gerir sér ekki vonir um farsæld í náinni framtíð og ekki er hægt að segja að nýársdagur hafi verið mikill hátíðisdagur í hugum Rússa eftir yfirlýsingu Jeltsíns. Þeir búa sig undir að vöruverðið hækki um 10-15% í lok janúar vegna nýrra skatta og margir telja t.a.m. að bensín- verðið í Rússlandi verði innan tíðar hið sama og í Vestur-Evrópu þótt Rússar vinni bensínið úr eigin olíu og það eigi því að vera miklu ódýrara. Öll stórfyr- irtækin reyna að komast hjá því-að greiða skatta og flytja fjármagnið úr landi. Og forsetakosningar voru alls ekki framarlega á óskalista Rússa um áramótin. Vandamálið er að frambjóðandi í forsetakosningum má ekki nota meira en andvirði 67 milljóna króna í kosn- ingabaráttunni samkvæmt opinberum reglum. Því sem næst allir Rússar vita hins vegar ósköp vel að sigur í kosn- ingunum kostar að minnsta kosti and- virði 1,8 miHjarða króna. Allir rússneskir kjósendur vita einnig (þökk sé rússnesku fjölmiðlunum!) að sigur Jelts- íns í kosningunum 1996 kost- aði hann, „fjölskyldu" hans og „valdaklflcuna" andvirði 21- 36 miUjarða króna. Vantreysta stjórnmálamönnum Ég þekki ástandið í Rússlandi nú um stundir og get sagt að fólk hefur litla trú á kosningum og stjórnmála- mönnum almennt. í fyrsta lagi vegna þess að Rússar eru orðnir þreyttir á kosningum; þeir ganga líklega mörg- um sinnum að kjörborði á ári hverju - og allir frambjóðendurnir í kosningum til dúmunnar, neðri deildar þingsins, héraðsþinga, héraðsstjóraembætta og sveitarstjórna segja alltaf það sama (aðallega lygar). í öðru lagi hefur spill- ing grafið undan trausti rússneskra kjósenda á stjórnmálamönnunum; því sem næst hver einasti frambjóðandi sem kjörinn er í opinbert embætti not- færir sér það strax til að komast yfir íbúðir, bíla og fleira í eigu ríkisins._ Fólk lítur því svo á að frambjóðend- urnir hafi aðeins áhuga á einu - pen- ingum - og láti sig hagsmuni venju- legra borgara engu varða. Þarf að losa sig við „fjölskyldu" Jeltsíns Vladímír Pútín þarf að leysa öll þessi vandamál og ef til vill tekst hon- um það. Helsta verkefni hans í náinni framtíð verður hins vegar að losa sig við „fjölskyldu" Jeltsíns. Pútín hefur komist til æðstu met- orða og vill ekki deila völdunum með fámennri valdaklíku. Hann hefur völd- in og getur losið sig við hvern þann sem vill stjórna með honum. Pútín vill hins vegar ekki ana að neinu og óvinir hans fá ekM að vita af uppsögninni' fyrr en daginn sem þeir verða reknir. Pavel Borodín, skrifstofustjóri Kremlar og náinn vinur Jeltsíns, og Níkolaj Aksenenko, aðstoðarforsætis- ráðherra, voru til að mynda reknir í byrjun janúar. Borodín er grunaður um að hafa dregið sér miklar fjárhæð- ir í tengslum við endurbyggingu Kremlar og Aksenenko er að margra mati talinn viðriðinn spillingu valda- klíkunnar. Aksenenko sóttist einnig tvisvar sinnum eftir embætti forsætisráð- herra en tapaði í bæði skiptin og Pútín mundi auðvitað hver hafði ásælst stól- inn hans. Pútín er hvorki hávaxinn né gæddur miklum persónutöfrum. í huga margra Rússa er hann þó öflug- ur leiðtogi. Hann var njósnari KGB en er einnig með háskólapróf í hag- fræði og þegar hann starf- aði í Sankti Pétursborg á árunum 1991-96 vann hann ötullega að því að laða erlenda banka að borginni. Myndir af honum í rússneskri orr- ustuþotu hafa vakið mikla athygli og hann er með svarta beltið í júdó. Hann leggur sig fram við að vera ímynd „sterka mannsins" sem er fær um að4 bjarga Rússlandi og afstýra algjöru stjórnleysi. Og Rússar hafa alltaf beð- ið eftir því að slíkur maður komi fram á sjónarsviðið. Hðfundw er rítstiórí tímaríts í Sankti Pétursborg. Rússar gera sér ekki von- ir um far- sæld í náinni framtíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.