Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens I STAÐINN FYRIR HANN KÉMUR MASNI BRÓÖIR HANS, BÓKHALhARINN I KVÖLD RÆÐUM VIÐ HVERSU MIKIL VÆ6TPAÐ ER AÐ PASSA UPP Á NÓTURNAR... U SjCRITTD HJA NÁUN6A MEÖ 6RÆNA HÁRKOLLU Hundalíf Ferdinand ■Sr Þú borðaðir orm og Hver fékk legginn og lést svo sem það hver fékk éskabeinið ? væri kalkúnn. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík # Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Drottinn, ó, Drottinn vor, dagarnir líða... Frá Auðuni Brdga Sveinssyni: Á NÝLIÐNUM hátíðisdögum, um jól og nýtt ár, hef ég sótt sóknar- kirkju mína nokkrum sinnum og not- ið þess með ágætum. Bæði eru prest- arnir áheyrilegir, svo og kórsöngur prýðilegur. Nýtt orgel, sem fengið hefur einróma lof dómbærra manna um hljómfegurð, er komið í kirkjuna, og organistinn er smekkvís á tónlist. Eg nefni hér ekki nöfn, en guðshúsið er Neskirkja. Hún rúmar fjölda margt fólk í sæti, en sjaldan hef ég séð margmenni þar, nema á hátíðis- dögum. Það er svo sannarlega ekki vegna þess að þar séu annars flokks starfsmenn, öðru nær. Og mikils fara þau á mis, sem láta boðskap trúar- innar sig engu skipta. En vera má að þau telji sig ekkert hafa þangað að sækja. Af sálmum var margt sungið á liðnum hátíðisdögum, og eru flestir þeirra kunnir þeim, sem kirkjur sækja. Þeir eru margir hreinasta snilld, eins og „Nóttin var sú ágæt ein“, eftir Einar Sigurðsson í Eydöl- um. Einn sálmur, sem sunginn var á nýársdag árið 2000 í Neskirkju, er eftir Níels Steingrím Thorláksson, prest í Vesturheimi (1857-1943). Sálmurinn finnst mér sameina and- agift, einlægni og trúarstyrk. Lag- boðinn er einnig áhrifaríkur. Ég fer þess hér með á leit við Morgunblað- ið, að það birti þennan sálm, sem er þrjú erindi. Drottinn, ó, Drottinn vor, dagamir líða, allt er að breytast, en aldrei þú. Verþúossveikumhjá, vemdaþínaarfleifð. Líknandi hendi, ó, leið oss nú. Drottinn, ó, Drottinn vor, dragossænærþér, lífið hið eina’ er hjá einum þér. Þarveitirþúossfrið, þróttínn tíl að lifa, sigurvon eilífa eignumst vér. Drottinn, ó, Drottinn vor, dýrðþínaaðefla, göfga þig einan æ gef oss náð, vinnaþittverkájörð, veraþértildýrðar, vegsama nafii þitt um lög og láð. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Kurteisi kostar ekki peninga Frá Hafliða Helgasyni: KRISTRÚN Mjöll Frostadóttir, 11 ára, skrifaði bréf í Morgunblaðið fyr- ir nokkru þar sem hún fjallaði um hvað Islendingar gætu verið dóna- legir. Já, ég verð að taka undir það með henni, því þeir eru ansi margir. Ekki bara í kvikmyOndahúsum heldur t.d. líka í umferðinni. Margir svína á næsta bíl, aka stundum yfir á rauðu ljósi og senda næsta bflstjóra dóna- leg merki með fingrunum. Þeir halda kannski að þeir séu einir í heiminum, en svo er ekki. Að fara í stórmarkað er eins og að vera í ruðningsleik, fólk ber ekki virðingu hvert fyrir öðru heldur treðst hver um annan þveran með kerrur, án þess svo mikið sem biðjast afsökunar. Markmiðið er bara að troðast áfram. Við hjónin fórum í leikhús fyrir nokkru síðan. Sýningin, sem átti að hefjast kl. 19, hófst ekki fyrr en nokkru síðar, og fólk var að koma inn í salinn eftir auglýstan sýningartíma. Unglingar sátu með fætur uppi á stólbaki, borðuðu sælgæti á meðan á sýningu stóð, sötruðu drykki og rop- uðu. Þá átti ég einu sinni tal við versl- unarstjóra í stórri verslunarkeðju hér á landi og hún sýndi mér ekkert nema hroka og dónaskap. Annað er uppi á teningnum í út- löndum. Þar mætir maður bara kurt- eisi og hlýju, bæði hjá verslunarfólki og í þjónustugeiranum. Og útlend- ingar sem koma hingað til lands bera af í kurteisi og mannasiðum. Auðvitað fyrirfinnast kurteisir ís- lendingar inn á milli, en því miður bara alltof fáir. Það þyrfti að kenna kurteisi strax í grunnskóla. Foreldr- ar þurfa stundum að vinna myrkr- anna á milli til að hafa í sig og á, og hafa tæpast tíma fyrir bömin sín, mitt í góðærinu. Meira að segja þingmennirnir geta verið dónalegir í pontu! Við ís- lendingar verður að taka okkur á í mannlegum samskiptum. Kurteisi kostar ekki peninga. HAFLIÐI HELGASON, Völvufelli 50, Reykjavík. Allt efni sem birtist I Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt i upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Byggingaplatan W0K©@® sem allir hafa beðið eftir VIROC*byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf VIROC*byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi VIROC*byggingaplötuna er hægt að nota úti sem inni VIROC* byggingaplatan er umhverfisvæn VIROC*byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað blint. PP &CO Leitið frekari upplýsinga Þ.ÞORGRÍMSSON & CO Á8MÚU29 S: 553 86401 568 6100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.