Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 64
64 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HARMONIKUBALL verður í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima á morgun, laugardagskvöldið 29. janúar. kl. 22 Allir velkomnir. FOLKI FRETTUM KVIKMYNDIR/Stjörnubíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna spennumyndina Beinasafnarann með Denzel Washington og Angelina Jolie. Nœturgatinn í kvöld leika Hilmar Sverrisson og Þuríður Sigurdard. Sími 587 6080._ Morðingi á Manhattan Frumsýning Lincoln Rhyme (Denzel Washing- ton) er rannsóknarlögreglumaður í New York og þekktur fyrir störf sín, höfundur metsölubóka um glæpa- rannsóknir og þykir ályktunarhæfni hans með eindæmum. Hann lendir í slæmu slysi og lamast á höndum og fótum og liggur rúmfastur. Lögreglukonan Amelia Donaghy (Angelina Jolie) er á miðjum þrítugs- aldri en líður eins og hún sé miklu eldri. Hennar bíður skrifstofuvinna hjá lögreglunni en áður en að því kemur er hún kölluð á glæpavett- vang þar sem er að finna illa leikin lík og ekki verður aftur snúið. Hún tekur að vinna með Rhyme að lausn morðmálsins og þau komast að því að sá sem framdi morðin mun reyna að myrða á ný. Þannig er söguþráðurinn í spennu- myndinni Beinasafnaranum sem frumsýnd er í Stjörnubíói, Laugar- ásbíói og Borgarbíói á Akureyri um helgina en með aðalhlutverkin fara Denzel Washington og Angelina Jol- ie, dóttir Jon Voights. Leikstjóri myndarinnar er Phillip Noyce. Framleiðandinn er Martin Bregm- an sem áður hefur framleitt myndir á borð við „Dog Day Afternoon", „Scarface" og „Sea of Love". Þegar hann hafði lesið spennusögu Jeffery Deavers, Beinasafharann, tryggði hann sér þegar kvikmyndaréttinn og hóf undirbúning að gerð myndarinn- ar. „Sagan er spennandi og mjög hryllileg," er haft eftir honum. „Hún er líka ástarsaga en mjög óvenjuleg og undarleg ástarsaga." Denzel Washington er í hlutverki lögreglumanns sem slasast við skyldu- störf og þarf að reiða sig á Ameliu (Angelina Jolie) til að hafa hendur í hári fjöldamorðingja. endanum þann vilja sem þau áður höfðu til þess að takast á við lífið." „Það eru ekki margir leikarar sem geta farið með hlutverk Rhyme í myndinni," er haft eftir framleið- andanum Bregman. „Ég get talið þá á þremur fingrum. Við þurftum á að halda leikara og kvikmyndastjörnu í einum og sama manninum og við vor- um heppin að fá Denzel Washington til liðs við okkur." Washington liggur í rúminu mest- an hluta myndarinnar. ,Að leika fjölfatlaðan mann er mikil ögrun hverjum leikara," er haft eftir hon- um. „Líkaminn er verkfæri leikarans og þegar 93 prósent hans er tekin af honum verður hann eiginlega að leika eingöngu með sálinni. Eg meina, þeir segja að augun séu gluggi sálarinnar." Jolie segist ekki hafa getað lagt handritið frá sér eftir að hún fékk það í heridur. „Það sótti á mig löngu eftir að ég var búin að lesa það," segir hún. Washington og Queen Latifah í hlutverkum súium. „Hann fékk Jeremy Iacone til þess að skrifa handrit upp úr bókinni og talaði síðan við ástralska leikstjórann Phillip Noyce og sá var ekki seinn á sér að taka það verkefni að sér að leikstýra myndinni. Hann sá í hand- ritinu fjórar sögur í einni. „Þetta er ástarsaga. Þetta er tryll- ir. Þetta er leynilögreglusaga. Og þetta er saga um endurlífgun og upp- risu. Tvær manneskjur hafa týnt sjálfum sér en finna hvor aðra og á Fyrsta upp- taka Sinatra fundin? AÐ MATI sérfræðinga er afar lík- legt að upptaka frá 1930 sem fannst á dögunum innihaldi fyrsta lag sem Frank Sinatra söng inn á plötu. Upptakan var gerð af áhugatón- listarmanninum Walter Costello og á henni leikur hann á harmonikku og Sinatra singur lagið „Roses of Picardy". Tom Owen, sem er bandarískur sérfræðingur í að greina uppruna radda, segir að ef upptakan sé ekki af Sinatra þá sé hún ótrúlega vel heppnuð eftir- liking af rödd hans. Ekkja Costello á upptökuna og hún hefur ekki annað í hyggju en að gefa hana til minjasafnsins „From Here to Eternity", sem er helgað minningu Sinatra. Glæsibær - Glæsibær Stuð Stuð Guðmundur Haukur og Kristbjörg Löve sjá um fjörið ki. 22.00-02.00. Opnun kl. 21.00. Sími 553 8969, 568 5660. Stundvísi. Ailir Velkomnir. FJARAN IVlómantískur staður. Jón Möller leikur á píanó ryrir matargesti. Hljómsveit Rúnars Júlíussonar leikurfyrir dansi eftir kl. 24.00 föstudag og laugardag FJORU- 6ARÐURINN [gjóölegur og sá eini sinnar tegundar. Víkingasveitin leikur og syngur fyrir matargesti. Tveir veitingastaðir á sama stað sem kveður að. :x: SIMI 565 12 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.