Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 59
- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 59 FRETTIR 1100-NET- síminn lækk- ar símgjöld MILLILANDASÍMTÖL 1100- NETsímans lækkuðu í gær. Mesta lækkunin er á símtölum til Guam en svo dæmi séu tekin kostar mín- útan nú 18,60 kr. til Bandaríkjanna og nemur lækkunin 29%, símtöl til Japan lækka um 35% og kosta nú 21,60 kr. mínútan, símtöl til Bret- lands lækka um 26% og kosta nú 17,30 mínútan, símtöl til Danmerk- ur lækka um 22% og kosta nú 17,70 kr. mínútan, segir í fréttatil- kynningu frá Netsímanum. Einnig segir: „Lækkunin kemur til vegna aukinnar samkeppni á al- þjóðamarkaði símtalsflutninga. Þessi samkeppni hefur leitt til lækkunar á innkaupsverði og með nýrri tækni hefur einnig tekist að lágmarka kostnað vegna flutnings símtala yfir hafið. Á næstunni er ætlunin að bjóða vefsíma þar sem hægt er að flytja tal og mynd um heimasíður fyrir- tækja og einstaklinga. Til þess að nota símaþjónustu 1100 er nauðsynlegt að skrá sig í síma 575-1100 eða á vefnum www.netsimi.is. Að skráningu lok- inni er hægt að hringja til útlanda úr öllum símum með því að velja 1100 í stað 00 og njóta lægri sím- gjalda 1100-NETsímans." FF lækkar símtöl til Astralíu VERÐ á símtölum Frjálsra fjarsk- ipta til Ástralíu lækkuðu fimmtudag- inn 27. janúar um tæp 50% eða úr kr. 45íkr.23. Ástæðan er sú að nýlega tókust samningar við erlendan fjarskipta- netsrekanda sem gerir þetta kleift, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Leiðrétt Ranghermi á viðskiptasíðu í grein sem birtist í Viðskipta- blaði Morgunblaðsins í gær undir nafninu „Krónubreyting ekki sú sama og raunávöxtun" var rang- hermt að ávöxtun Fortuna-sjóða Landsbréfa væri birt sem nafn- ávöxtun í evrum á peningamarkað- ssíðum Morgunblaðsins. Frá síð- asta miðvikudegi hefur ávöxtun Fortuna-sjóða birst sem raun- ávöxtun í íslenskum krónum og voru Fortuna-sjóðir því með í töflu sem birtist með fyrrnefndri grein. Biðst Morgunblaðið velvirðingar á þessum mistökum. Ekki stofnandi Morgunblaðsins í grein sem birtist á höfuðborg- arsíðu Morgunblaðsins í gær var sagt að Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldar, hefði verið einn af stofn- endum Morgunblaðsins, en það er rangt. Ólafur, sonur Björns, stofn- aði Morgunblaðið árið 1913 ásamt Vilhjálmi Finsen. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Frá verðlaunaafhendingunni. Vinningshafar og slökkviliðsmenn í einum hóp. Verðlaunaafhending eldvarnagetraunar FYRSTA verðlaunaafhending eldvarnagetraunar fór fram á Slökkvisl ööiiuii í Reykjavík, Skógarhlíð 14, miðvikudaginn Vinningshöfum af Reykjavík- ursvæðinu voru afhent verðlaun í eldvarnagetraun og boðið að þiggja veitingar í boði Landssam- bands slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna í Slökkvistöðinni í Reykjavfk. Jafnframt kynntu slökkviliðsmenn vinningshöfum og aðstandendum þeirra tækja- búnað Siökkviliðs Reykjavíkur. Uppgjör á jólabókum SAGNFRÆÐINGAFÉLAG ís- lands heldur árlegan bókafund, laugardaginn 29. janúar kl. 14 í húsnæði Sögufélags í Fischersundi, þar sem nýleg sagnfræðirit verða gerð upp. í þetta sinn verða fjórar bækur ræddar og er þar fyrst bók Þórs Whiteheads, Bretarnir koma, sem Davíð Logi Sigurðsson mun taka til umfjöllunar. Loftur Guttormsson mun fjalla um bók Hallgerðar Gísladóttur íslensk matarhefð, Anna Agnarsdóttir tekur fyrir bók Helga Þorlákssoriar, Sjórán og sigl- ingar og loks mun Guðmundur Hálfdánarson ræða bók Aðalgeirs Kristjánssonar, en hún nefnist Nú heilsar þér á hafnarslóð. Höfundar munu fá tækifæri til að svara gagn- rýni sem fram kemur á fundinum frá umsagnaraðilum og fundar- mönnum. Kynna nám viðLÍ FÉLAG um Listaháskóla íslands boðar til kynningar- og umræðu- funda um upgbyggingu náms innan Listaháskóla íslands. Fundirnir verða haldnir í fyrir- lestrasal skólans á Laugarnesvegi 91 (SS-húsinu), gengið inn að vestan. Kynntar verða skýrslur með til- lögum sérstakra vinnuhópa um upp- byggingu náms í hverri grein og boð- ið til almennra umræðna. Röð fundanna verður eftirfarandi: Þriðjudaginn 1. febrúar kl. 20:30 leiklist, mánudaginn 7. febrúar kl. 20:30 myndlist, miðvikudaginn 9. febrúar kl. 20:30 hönnun, mánudag- inn 14. febrúar kl. 20:30 arkitektúr og miðvikudaginn 16. febrúar kl. 20:30 tónlist. Fundirnir eru opnir öllum. Fyrirlestur um þjálfun aldraðra HOLLVINAFÉLAG námsbrautar í sjúkraþjálfun við Háskóla íslands heldur áfram opinni fyrirlestraröð þeirri sem það gengst fyrir á vor- misserinu. Laugardaginn 29. janúar klukkan 14 er almenningi boðið að hlýða á fyrirlestur um þjálfun aldraðra. Hann verður haldinn á Hótel íslandi í fyrirlestrarsal á 2. hæð. Þórunn Björnsdóttir, sjúkraþjálfari á Landakoti, mun segja frá því hvern- ig best sé að haga þjálfun aldraðra. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Fundur um erfðatækni í matvæla- framleiðslu FUNDUR verður haldinn í Grænu smiðjunni laugardaginn 29. janúar kl. 11 í Hafnarstræti 20, 3. hæð. Framsögu hefur Elín Guðmunds- dóttir, matvælafræðingur hjá Holl- ustuvernd ríkisins. Fundarstjóri verður Sigurbjörg Gísladóttir. Fjallað verður um notkun erfða- tækni í landbúnaði og matvæla- framleiðslu sem hefur aukist gífur- lega á örfáum árum. Er nú talið að um 60% unninna matvæla innihaldi erfðabreytta efnisþætti. Opið í Ár- bæjarsafni á laugardag ** í TILEFNI opnunar Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000 laugardaginn 29. janúar býður Ár- bæjarsafn fólk velkomið í gamla Ár- bæinp og kirkjuna. I Arbænum verður fólk að störf- um, þar verða bakaðar lummur og hellt upp á könnuna. Leiðsögn verð- ur um svæðið kl. 14 og 16. Árbæjarsafn verður einn af stjörnustöðum dagsins og verður safnið opið frá kl. 13-18, segir í fréttatilkynningu. „Burns' Supp- er" Edinborg- arfélagsins HIN árlega skemmtisamkoma Ed- inborgarfélagsins á íslandi, „Burns' Supper" (kvöldverður Burns), verð- ur haldin laugardaginn 29. janúar, í sal Veisluþjónustunnar Dúndur, Dugguvogi 12 í Reykjavík. Samkoman tengist hefð í Skot- landi, þar sem vissir hópar fólks minnast um þetta leyti árs fæðingar- dags Robert Burns, þjóðarskálds Skota, með því að snæða haggis, sem er eins konar þjóðarréttur Skota. V Hjá Edinborgarfélaginu má hins vegar segja að afmæli Burns sé ef til vill meira notað sem tilefni fyrir Skotlandsvini hér á landi að hittast. Haggis frá Edinborg verður bor- inn fram með hefðbundnum hætti og vígður af William McDougall með hnífsstungu undir lestri hans á kvæði Burns „Address tg a haggis". Veislustjóri verður Kolbrún Kjarval, leirlistamaður, forsöngvari verður Kristján Árnason, prófessor, og ræðumaður kvöldsins Þorbjörn^ Broddason, prófessor. Stuðgæjar leika fyrir dansi. Fagnaðurinn hefst kl. 20 og stend- ur til kl. 2 eftir miðnætti. Aðgangs- eyrir er 3.000 kr. I tilefrri af ,100 árá afmæli Miele hafa Éirvík og Miele ákveðið að efria tíl happadrættis. í verólaun er hinn glæsilegi Mercedes-Benz A-tfna frá Ræsi. EIRVÍK, HIIMIUITA.KI Suðuriandsbraut 20 - 108 Reykjavtk - Stmi 588 0200 - www.eirvik.is Ryksugan Ending - öryggi - einfatdleiki - létt, meðfærileg og ótrúlega öflug - rykmaurarnir hata hana - hún er gul, blá, græn eða rauð 1 flfl ar Mteie i Alffa frá kr. 1.790.000 Opið á laugardögum W 13 -17 1 bíll fyrir peningana núna. Miklir peningar fyrir bílinn seínna. Þú prófaðir Aifa 156. Pér fannst hann frábær. En því midur keyptir þú bíi sem þú taldir að tryggja myndi hátt endursöiuverd. En ergilegt ffyrir þig. Afföllin á notuðum Alfa 156 eru nefniiega með þeim iaegstu sem þekkjast í dag. Fyrirgefðu sjáifum þér og endurlifdu kynnin af þinni bestu akstursupplifun. Istraktor ?o BitAR FYRIR SMIÐSBUÐ2 • GARÐABÆ ULA S l Mi S 4 0 0 8 0 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.