Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 1
tmunH*Mfr STOFNAÐ 1913 23 TBL. 88. ARG. FOSTUDAGUR 28. JANUAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rannsókn á fjárreiðum kosningabandalags Baraks Lög um fjármögnun hugsanlega brotin Jerúsalem. AP, AFP. RÍKISFÉHIRÐIR í ísrael sektaði í gær kosningabandalag sem stóð að framboði Ehuds Baraks til forsætis- ráðherra í vor vegna meintra brota á löggjöf um fjármögnun stjórnmála- flokka. Bandalagi flokka undir for- ystu Verkamannaflokksins er gert að greiða allt að 3,2 milljónir dollara, jafnvirði um 234 milljóna íslenskra króna. Ríkissaksóknari ísraels hefur hafið rannsókn á þessum meintu lög- brotum stuðningsmanna Baraks, sem meðal annars er gefið að sök að hafa brotið lög sem takmarka þær fjárhæðir sem einstaklingar mega láta af hendi rakna í kosningasjóði stjórnmálaflokka. Einnig er ráðgert að kanna fjárreiður annarra flokka vegna hugsanlegra lögbrota. Barak neitar vitneskju um meint fjármálamisferli undirmanna sinna en segist ekkert hafa á móti rann- sókn. Hann sagði í gær að ákvörðun um sekt yrði áfrýjað til hæstaréttar landsins. Böndin hafa einkum borist að þremur mönnum úr forystusveit Verkamannaflokksins sem sagðir eru hafa borið ábyrgð á fjáröflun vegna framboðs Baraks, þar á meðal Reuters Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, neitar því að hafa haft vitneskju um meint ólögleg fjárframlög í kosningasjóð hans. mági hans. Þeim er borið á brýn að hafa tekið við háum fjárhæðum af einstaklingum og veitt þeim til sam- taka sem komið var á fót til að vinna að kosningu Baraks. Greiðslur munu meðal annars hafa komið frá útlend- ingum, sem bannað er samkvæmt ísraelskum lögum. Lögin ekki nægilega skýr Samkvæmt heimildarmönnum ísraelska dagblaðsins The Jerusal- em Post munu verjendur mannanna byggja málsvörnina á því að lögin um fjármögnun stjórnmálaflokka í ísrael séu ekki nægilega skýr til að hægt sé að sakfella þá. Lögin um fjármögnun á starfsemi stjórnmálaflokka í Israel eru frá ár- inu 1973 en það var áður en farið var að kjósa forsætisráðherra landsins beinni kosningu. I lögunum er ákvæði um hámarks fjárhæð sem einstaklingum er heimilt að greiða í sjóði stjórnmálaflokka. Lögin til- greina aðeins greiðslur til flokks eða lista frambjóðenda en óljóst er hvort þau ná einnig til greiðslna í kosn- ingasjóð einstaklings. Einnig gera lögin ekki ráð fyrir að greiðslur komi frá frjálsum félagasamtökum, þ.e. fjalla aðeins um framlög einstakl- inga. Kaldur klumpur ÓNEFNDUR Jögreglumaður í borg- inni Genúa á Italíu heldur á ís- klumpi sem hermt er að hafi fallið af himnum ofan í gær. Engin einhlít skýring hefur fundist á því af hverju ísklumpar halda áfram að falla til jarðar á Spáni og Italíu. Margir íbúar í þessum löndum hafa sloppið með skrekkinn þegar ískiumpar, sumir á stærð við körfubolta, hafa fyrirvaralaust fallið af himni undan- farnar tvær vikur. Nokkrar skýr- ingar hafa verið nefndar, m.a. að klumparnir séu leifar lutlast jörnu. Sumir virðast þó fremur hallast að því að hér sé hrekkur á ferðinni. ¦ Haglél, hrekkur/29 Vígbúnaður efldur í Rússlandi Útgjöld til vopnakaupa aukin um 50% Moskvu, Strassborg, Grosní. AFP. STJÓRN Rússlands samþykkti í gær að auka útgjöld ríkisins vegna kaupa á hefðbundnum vopnum um 50% í ár og er þetta mesta hækkun á þessum útgjaldalið í áratug. Vladímír Pútín, settur forseti Rússlands, neitaði því að þessi ákvörðun tengdist beint hernaði Rússa í Tsjetsjníu. „Við höfum ekki séð hernum fyrir nægu fé í nokkur ár og það hefur haft alvarlegar af- leiðingar fyrir varnir landsins og efnahags- og þjóðlífið," bætti Pútín við. Ilja Klebanov aðstoðarforsætis- ráðherra, sem hefur umsjón með vopnakaupum Rússa, sagði að markmiðið væri að byggja upp „nú- tímalegan, færanlegan og öflugan herafla, búinn nákvæmustu vopn- um sem völ er á". Ekki var ljóst hvernig rússnesk stjórnvöld geta aukið þessi útgjöid án þess að breyta fjárlögunum sem þingið hefur þegar samþykkt. Evrópuráðið hafnar tillögu um að refsa Rússum Þing Evrópuráðsins hafnaði í gær tillögu um að Rússar yrðu sviptir atkvæðisrétti sínum í ráðinu vegna stríðsins í Tsjetsjníu. Tillag- an var felld með 83 atkvæðum gegn 71 og níu fulltrúar sátu hjá. ígor Iv- anov, utanríkisráðherra Rússlands, varði hernaðaraðgerðir Rússa á fundi ráðsins. Hann sagði að Rúss- ar væru að „verja landamæri Evrópu gegn villimannslegum árásum hermdarverkamanna" og aðgerðunum yrði haldið áfram „þar tilyfirlýkur". Igor Sergejev, varnarmálaráð- herra Rússlands, sagði að „straum- hvörf " væru í vændum í stríðinu í Tsjetsjníu. „Við erum staðráðnir í að ljúka því verkefni okkar að tor- tíma uppreisnarmönnunum." Hvorki hefur þó gengið né rekið í sókn rússnesku hersveitanna í Grosní, höfuðstað Tsjetsjníu, og skæruliðar sögðust í gær hafa eyði- lagt fimm rússneska brynvagna í hörðum bardögum 1 miðborginni. Liðnir eru tæpir tveir mánuðir frá því Rússar héldu því fram að þeir hefðu umkringt borgina og hafa stórskotalið og herflugvélar haldið uppi látlausum árásum á hana síð- an. Margir eru nú teknir að efast um að bardagaaðferðir Rússa dugi þeim til að ná borginni á sitt vald. ¦ Geta Rússar unnið?/26 Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain virðist nú hafa for- skot á George Bush, fylkissljóra í Texas, í kosningabaráttu repúblikana í New Hampshire. Mega skilja við mennina Kaírá. AP. EGYPSKA þingið samþykkti í vikunni lagafrumvarp sem veit- ir konum aukin réttindi og mega þær nú m.a. skilja við eig- inmenn sína. Frumvarpið er umdeilt í Egyptalandi, þar sem flestir íbúarnir játa íslam. Miklar umræður fóru fram á þingi áður en frumvarpið var samþykkt og varð löggjafar- samkundan að fella niður grein sem veitti eiginkonum rétt til að ferðast utan Egyptalands án samþykkis eiginmannsins. Bókstafstrúaðir múslímar í Egyptalandi segja jafnrétti kvenna og karla vera í andstöðu við Kóraninn og kenningar Múhameðs spámanns. DOLLAR/EVRALondon Föstudag21.01. Kannanir í New Hampshire Gore og McCain efstir Washington. AFP. AL Gore varaforseti er líklegastur til að sigra í forkosningum demó- krata í New Hampshire á þriðjudag, ef marka má nýja skoðanakönnun Gallups. John McCain öldungadeild- arþingmanni er spáð sigri hjá repúblikönum. Forsetakjör verður í Bandaríkj- unum 7. nóvember og er talið hugs- anlegt að stóru flokkarnir tveir verði búnir að velja forsetaefni sín um miðjan mars. Könnun Gallups var gerð fyrir blaðið USA Today og sjónvarpsstöðina CNN. Forskot Gore á aðalkeppinautinn, Bill Brad- ley, mældist um 9% meðal kjósenda demókrata. Svöruðu 44% aðspurðra í könnuninni að þeir ætluðu að kjósa Bradley en 53% að þeir ætluðu að kjósa Gore. Meðal kjósenda repúbl- ikana mældist McCain með 43% fylgi en George W. Bush, ríkisstjóri í Texas, með 36%. I könnun vikurits- ins Newsweek sl. sunnudag voru þeir Gore og Bradley nær jafnir á landsvísu, sá fyrrnefndi með 45% og Bradley 44%. Bush hlaut þar 41% stuðning en McCain aðeins 30%. I sögulegu lágmarki London. AFP. GENGI evrunnar féll niður fyrir 1 á móti Bandaríkjadollar á gjaldeyris- markaði í London í gær. Skömmu fyrir lokun markaðarins seldist evr- an á 0,989 dollara en verðið var 1,0015 dollarar í viðskiptum í New York seint á miðvikudag. Gengi evr- unnar fór allt niður í 0,9875 dollara í viðskiptum í gær og er það minnsta virði hennar frá upphafi. Haft er eftir gjaldeyriskaupmönn- um í gær að eftir að verð evrunnar hefur farið niður fyrir jafnvirði doll- ars megi segja að markaðurinn hafi yfírstigið eins konar „sálrænan þröskuld". Héðan af verði erfitt að snúa þróuninni við og megi búast við að evran haldist veik á næstunni. MORGUNBLAÐIÐ 28. JANÚAR 2000 690900 0900001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.