Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR28.JANÚAK2000 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Trausts- ins verðir? Grunsemdir um að helstu ókostir dverg- rikisins birtist í mismunun ájjármála- markaði hafa því eðlilega magnast. Orðið „trúverðugleiki" er að vísu ekki sér- lega þjált en verður að teljast nokkuð gegnsæ þýðing á hugtakinu „kredibilítet". Það er að finna í flestum tungum Vestur- landa og á uppruna sinn í latneska lýsingarorðinu credibilis (trúverð- ugur), sem dregið er af sögninni credere (að trúa). Sá einstakling- ur, sem er „trúverðugur" er talinn traustur, áreiðanlegur, sannsögull og þar með heiðarlegur. Þetta hugtak snertir því ýmsa grunn- UIBUADt þættimann- v ivnuxr iegra sam. Eftlr^r Sta£tir „vandaðir Sverrisson % menn" eru taldir trúverðugir, þ.e. þeir hafa með framgöngu sinni sýnt, að þeir verðskulda að þeim sé sýnt traust. Ætla má, að flestir foreldrar leitist við að ala börn sín upp á þann veg, að þau verði traustir einstaklingar, vandir að virðingu sinni og þar með trúverð- ugir í mannlífinu. Hér er m.ö.o um að ræða eiginleika sem almennt er ekki efast um að sé af hinu góða. Hugtakið „trúverðugleiki" verður því ekki nauðsynlega tengt við tiltekna hópa manna eða stétt- ir. Sem fyrirbrigði, sem í eðli sínu er talið jákvætt, hefur það skír- skotun langt út fyrir landamæri þjóðríkja og tungumála. Á hinn bóginn er það svo að ákveðnir hópar eða stéttir manna sæta strangara „eftirliti" en aðrar sökum þess að viðkomandi ein- staklingar hafa tekið að sér ábyrgðarstörf í samfélaginu m.a. á grundvelli eigin trúverðugleika. Þetta á t.a.m. við um stjórnmála- menn. Á íslandi má halda þvi fram, að þetta eigi einnig við um helstu stjórnendur ríkiskirkjunn- ar, forseta lýðveldisins og fleiri. Hvað stjórnmálastéttina varð- ar, er ljóst, að þessum hópi fólks er sérlega mikilvægt að blettur falli ekki á trúverðugleika þess. Nýlegt dæmi um ráðherra, sem vændur hefur verið um að hafa skipt um skoðun til þess að hreppa slíkt valdaembætti, bregður ljósi á, hversu mikilvægt það er fyrir kjörna fulltrúa fólksins í landinu að trúverðugleiki þeirra verði ekki dreginn í efa. Um íslensku stjórnmálastéttina hefur almennt gilt að ekki hafa verið bornar brigður á trúverðug- leika hennar. Á hitt ber að Mta að stjórnmálamenn erlendis sæta mun meira „aðhaldi" af hálfu al- mennings og fjölmiðla en starfs- bræður þeirra á íslandi. Yfir allan vafa er hafið, að á seinustu árum hafa komið upp mál hér á landi, sem kostað hefðu ráðamenn starf- ið í flestum öðrum löndum Vestur- Evrópu. Og það er lyginni lfkast að enn skuli deilt um hvort íslenskum stjórnmálaflokkum beri að opna bókhald sitt. Færa má rök fyrir því að sér- lega mikilvægt sé að vafi leiki ekki á trúverðugleika stjórnmála- manna í slfku dvergsamfélagi. Ná- lægðin í lýðveldinu er mikil og hætta á mismunun kunningjasam- félagsihs veruleg. Hugtakið „trúverðugleiki" er á hinn bóginn ekki bundið við mann- fólkið. Þetta hugtak er nú einnig tekið að vísa til fyrirtækja og þá ekki síst þeirra, sem, líkt og stjórnmálamenn, eiga allt sitt und- ir því að almenningur beri til þeirra traust. Að þessu leyti njóta sérstöðu þau, sem höndla með peninga fólks, fjármálafyrirtækin. Lærðir menn halda því fram að íslenskur hlutabréfamarkaður hafi fram á allra seinustu ár ein- kennst af svonefndum „inn- herjaviðskiptum" af því tagi, sem bönnuð séu víðast erlendis. Var það hald flestra að heldur hefði dregið úr þessum ófögnuði og að hér á landi væri í myndun fjár- málamarkaður, sem styddistvið reglur og siðaða viðskiptahætti. Nýleg dæmi gefa tilefni til efa- semda. Á dögunum var skýrt frá því að nokkrir yfirmenn Búnaðarbanka íslands hefðu keypt fyrir eigin reikning hlutabréf í bankanum, sem verið er að einkavæða. Grun- semdir vöknuðu um að þessir menn hefðu haft um það upp- lýsingar að gengi bréfanna væri of lágt og myndi snarhækka. Sú varð raunin og er fullyrt að þessir starfsmenn bankans hafi hagnast um milljónir króna á viðskiptun- um. Um liðna helgi barst síðan sú frétt að hópur starfsmanna Bún- aðarbankans hefði í fyrra fengið undanþágu frá „verklagsreglum" bankans til að kaupa óskráð hluta- bréf. Hið sama hefur gerst í Landsbanka, íslandsbanka og minnst tveimur verðbréfafyrir- tækjum en slíkri undanþágu var hafnað í tilfelli Fjárfestingar- banka atvinnulífsins. Þannig hefur starfsfólki og ákveðnum við- skiptavinum boðist að komast yfir hlutabréf í fyrirtækjum, sem ekki eru skráð á Verðbréfaþingi. Svör yfirmanna Búnaðarbanka. íslandsbanka og Landsbanka eins og þau birtust í Morgunblaðinu 22., 25. og 26. þessa mánaðar eru ófullnægjandi með öllu. Hróplegt er að slík lausung einkenni starfs- reglur hjá fyrirtækjum, sem taka að sér fjárfestingar fyrir al- menning. Grunsemdir um að helstu ókost- ir dvergrfkisins og kunningjasam- félagsins birtist í mismunun á fjár- málamarkaði hafa því eðlilega magnast um allán helming. Forustumenn Búnaðarbankans höfðu hins vegar rétt fyrir sér þegar þeir sögðu að þessi gjörn- ingur væru „neikvæður fyrir bankann". Við blasir að trúverð- ugleiki þessara fyrirtækja er ekki hinn sami og áður. Ekkert hefur komið fram, sem réttlætir þessa mismunun og furðu vekur ef af- staða ráðamanna þessara fyrir- tækja er sú, að með þessu móti megi bæta kjör starfsfólksins. Augljóslega er ekki vanþörf á að styrkja Fjármálaeftirlitið. Starfsreglur í fjármálafyrirtækj- um þarfnast án nokkurs vafa end- urskoðunar en mikilvægt er að stjórnendur þeirra hafi í huga að trúverðugleiki þeirra verður ekki einvörðungu tryggður með reglum. Viðhorf stjórnenda og starfsfólks til vinnu sinnar, um- hverfis og viðskiptavina þarf einn- ig að standast siðferðilega skoðun. Og jafnframt hljóta þeir, sem ábyrgðina bera, að hafa í huga að hinn frjálsi markaður býður al- menningi að sjálfsagt sé að leita annað vakni efasemdir um trú- verðugleika tiltekins fjármálafyr- irtækis og starfsmanna þess. Sömu „lögmál" gilda því um fjármálamarkaðinn og stjórn- málalífið. Hornsteinar þessara fyrirbæra eru trúnaður og trú- verðugleiki. Aðhalds er þörf því þeir, sem ekki reynast traustsins verðir, geta valdið miklum skaða. Málþing um endurmenntun hrossabænda í Ölfushöllinni Stöðluð vara með leiðarvísi HELSTI vaxtarbroddurinn í ís- lenskri hrossarækt er bætt tamn- ing hrossa, var álit margra á mál- þingi um endurmenntun hrossa- bænda sem haldið var í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli síðast- liðinn laugardag. Ásdís Haralds- dóttir fylgdist með málþinginu sem Félag hrossabænda hélt í samvinnu við Islenska reiðskólann á Ingólfs- hvoli og einkenndist af samstöðu og áhuga. Hugmyndina að málþinginu átti Einar Öder Magnússon tamninga- maður og reiðkennari. Hann sagði í framsöguerindi sínu að hann hefði lengi haft áhuga á að gert yrði átak í að bæta tamningu á íslenskum hrossum. Kveikjan kúrekareiðmenn í Austurrfld Ahuga Einars á þessu má meðal annars rekja til þess að eitt sinn er hann hafði verið að kenna á reið- námskeiði í Austurríki spurði hann Höskuld Aðalsteinsson sem þar býr hvað það væri sem islenski hestur- inn ætti helst í samkeppni við. Höskuldur taldi það vera kúreka- reiðmennskuna og allt sem henni tilheyrir svo sem sérstakur lífsstíll, klæðnaður, reiðtygi og fleira. Fólk sem stundar kúrekareiðmennsku kaupir sér hesta sem eru ákaflega vel tamdir og kunna allar æfingarn- ar sem reiðmennskan gengur út á. Þessir hestar seljast á um það bil eina milljón íslenskra króna. Gera þarf íslensk hross mannvön fyrr Einar telur að aukin þekking og kunnátta þeirra sem hafa með upp- eldi og tamningar hrossa að gera sé ákaflega mikilvæg til að hægt verði að bæta tamningu almennt. Hann segir ekkert því til fyrirstöðu að staðla tamninguna svo að allir hest- ar séu tamdir þannig að þeir kunni sömu hlutina. Þeir þurfa að kunna að standa kyrrir þegar farið er á bak, svara vel beisli, fótum knapans og þyngd. Auk þess þurfa þeir að kunna losandi æfingar eins og krossgang og sniðgang svo eitthvað sé nefnt. Með slfkri tamningu væri hægt að gera hestana að betri söluvöru Málþingsfulltrúum voru sýndar æfingar sem stuðla að því að hesturinn verði slakur og tilbúinn að læra og vinna. Eftir æfinguna var hægt að serja tauminn upp á brúnu hryssunni sem elti tamningamanninn út. Mikill áhugi á bættum tamningum kom fram hjá þátttakendum á mál- þingi um endurmenntun hrossabænda í Olí'usliölliimi um helgina. og auka verðmæti þeirra til muna frá því sem nú er. Atli Guðmundsson benti á að að mörgu leyti væri þessi blanda af evrópskri reiðmennsku og íslensku frjálsræði sem nú ríkir í íslenskri hestamennsku ágæt. Við hefðum það framyfir ræktendur í Evrópu að hrossin okkar fá að alast upp í stóði og frjálsræði. Þetta væri þó tvíbent því of mikill tími færi í að eiga við villt trippi. Auðvelt væri að venja trippi fyrr við manninn án þess að gera þau frek. Hann tók sem dæmi trippi sem tekin voru út í tamningaprófi í Svíþjóð. Þau voru mjög mannvön og eftir tveggja mánaða tamningu voru þau orðin ágætis markaðsvara. Hulda G. Geirsdóttir markaðs- fulltrúi Félags hrossabænda sagði meðal annars að nýir markaðir kölluðu á mjög vel tamin hross. Einnig þyrfti að taka tillit til þess hvers konar hestamennsku fólk stundaði. í könnun sem Félag Nýr samræmdur skráningar- grunnur fyrir Landsmót 2000 STEFNT er að því að 611 keppnis- hross verði skráð á nýjan gagna- grunn fyrir landsmótið í sumar. Að sögn Fannars Jónassonar, fram- kvæmdastjóra Landsmóts 2000, er hafið samstarf stjórnar Landsmóts 2000, Landssambands hestamanna- félaga og Bændasamtaka íslands um gerð slíks gagnagrunns sem í framtíðinni mun tengjast Feng, gagnagrunni BÍ. Skráning og aðgengi að upplýs- ingum um keppnishross hefur verið mjög ábótavant. Landssamband hestamannafélaga skipaði nefnd til að undirbúa samræmda tölvu- skráningu fyrir hestamannafélögin til þess að bæta úr þessu. Bænda- samtökin hafa einnig sýnt málinu mikinn áhuga meðal annars með til- liti til tengingu slíks kerfis við Feng, gagnagrunn Bændasamtak- anna. Við það gætu verðmætar upplýsingar, t.d. um hvort hæfileik- ar keppnishrossa liggi í ættum, orðið aðgengilegar og sameiginleg- ur grunnur áhugaverður fyrir ým- iss konar rannsóknir. Fannar sagði að Landsmót 2000 hefði fyrst og fremst áhuga á að koma sér upp góðu skráningar- og tölvukerfi fyrir landsmótið í sumar, en þar á bæ hefðu menn viljað leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að þess að þær upplýsingar sem söfnuðust yrðu aðgengilegar í framtíðinni. Því hafa fulltrúar frá Landsmóti 2000, LH og BÍ hist og rætt málin og ákveðið að vinna að því að koma upp góðu samræmdu tölvukerfi fyrir hestamannafélögin og LH fyrir landsmótið þar sem all- ar upplýsingar um mótahald og keppni verði skráðar og aðgengi- legar þeim sem á þurfa að halda. Hugmyndin er að þetta verði gagnvirkur grunnur með upplýs- ingum um feril keppnishrossa, knapa og dómara, allar einkunnir. og öll mót svo eitthvað sé nefnt. Fannar segir að nú sé unnið að því að útbúa þarfagreiningu og verkefnislýsingu og í framhaldi verði verkið boðið út. Þótt tíminn sé naumur telur hann að mikið verði hægt að gera fram að landsmóti ef vel verði að verki staðið og að því sé stefnt. Mikilvægt sé að þessir aðil- ar taki sig saman og ekki sé verið að vinna í ólíkum kerfum. Ahugi sé á að leggja af stað fyrir landsmótið og síðan sjá menn fyrir sér viðbót- artengingar og endamarkmið. Lögð verður áhersla á að hægt verði að endurvarpa upplýsingum úr kerfinu á stóra sjónvarpsskjái eða hvers konar endurvarpa, sjón- varpsvélar og slíkt. Einnig að auð- velt verði að prenta út úrslit og fleiri upplýsingar til dreifingar. Slíkt kerfi yrði fljótvirkt og myndi þar af leiðandi stytta mjög þann tíma sem fer í gerð sýningarskráa. I stað þess að færa inn upplýsingar um hvern einasta hest frá tæplega 50 félögum sem taka þátt í lands- mótinu verður hægt að sækja upp- lýsingar eftir fæðingarnúmeri hests og kennitölu knapa þannig að beitt verður mun markvissari vinnubrögðum og öll eftirvinnsla svo sem prófarkalestur styttist til muna. Fannar sagði að stefnt væri að því að grunnurinn yrði aðgengileg- ur á Netinu. Það kostaði sitt og því yrði aðgangur líklega ekki ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.