Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR28.JANÚAR2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bandaríska Marsfarið sem hvarf Barst veik merkjasending? Pasadena, Washington. AP, AFP, The Daily Telegraph. BANDARÍSKIR geimvísindamenn reyna nú aftur að ná sambandi við ómannaða Marsfarið MPL sem síð- ast heyrðist frá 3. desember en búið var að afskrifa alla möguleika á frek- ara sambandi við geimfarið. Ná- kvæm könnun á gögnum bendir hins vegar til þess að borist hafi veik merkjasending 18. desember eða 4. janúar og gæti sendingin hafa verið frá farinu. Umrædd merki voru numin af stórum diski sem er hluti af hlustun- arbúnaði Stanford-háskólans í Kalif- orníu. Þvermál disksins er um 45 metrar og var honum beint að Mars á þriðjudag í von um að nema fleiri merki. Richard Cook, sem er stjórnandi tiiraunarinnar með Marsfarið hjá rannsóknastofu bandarísku geim- ferðamálastofnunarinnar, NASA í Kaliforníu lagði áherslu á að vonin um að hægt yrði að ná sambandi við farið og staðsetja það væri afar veik. Liðið geta nokkrir dagar áður en merki verða greind ef þau berast. Ætlunin var að Marsfarið sendi á þriggja mánaða tímabili ýmsar upp- lýsingar til jarðar um aðstæður á Mars; átti meðal annars að kanna samsetningu gufuhvolfsins. Tveir kannar, nefndir Amundsen og Scott, áttu líka að safna jarðvegssýnum með borunum á eins metra dýpi og greina þau, einnig áttu þeir að reyna að finna frosið vatn. Ýmsar kenningar eru um ástæður þess að tilraunin með Marsfarið, sem kostaði um 165 milljónir dollara, um 12 miUjarða króna, misheppnaðist. Giskað hefur verið á að sprenging hafi orðið í farinu áður en það fór inn í gufuhvolf reikistjörnunnar en sam- Reuters Teikning af Marsfarinu, sem lenti eða fór að minnsta kosti inn í gufu- hvolf Mars 3. desember sl. Hugsanlegt er að frá því hafi heyrst. bandið rofnaði þá. Einnig er mögu- legt að það hafi lent í bratta og oltið. Loks gæti farið hafa lent niðri í djúpri sprungu. Sendibúnaður þess gæti hafa bilað en einnig gæti mót- töku- og sendibúnaður í farinu MGS, sem hringsólar umhverfis Mars og átti að vera milliliður, hafa brugðist. MGS hefur tekið myndir af yfirborði plánetunnar þar sem lendingin var fyrirhuguð en ekkert hefur sést á myndunum. Þótt ekki sé líklegt að hægt verði að gera við bilanir myndu frekari upplýsingar auðvelda mönnum að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana þegar næst verður sent geimfar til rauðu plánetunnar. V I B a K í r k j u s a n d i ~ á 1-11 á e i n u ra s t a ð Skortir þig tírna eða sérþekkingu úl að fylgjast með því hvar best er að ávaxta fjármunil EQá VÍB bjóðum við uppá F^árvörslu, þjónustu sem er sérsniðin að þörfum þeirra sem vuja ávaxta háar upphæðir en vantar til þess persónulega og faglega ráðgjöf. ÍFjárvörslu VÍBfelst m.a.: ráðgjóf um kaup á innlendum og erlendum hlutabréfum val um 50 sérvalda sjóði, erlenda og innlenda. lágur kostnaður sem skilar sér í enn hærri ávöxtun. greinargóðar upplýsingar og eignayíirlit á netinu. samráðsfundur um eignauppbyggingu. erlendir samstarfsaðílar (yanguard, CICNI og Scudder), Lágmarkaupphœð (Fjárvörslu VÍB er 8 milljónir kr. Viltu vita meiral Hafðu samband vi'ó raógjafa okkar. VÍB býður einnig upp á Fjárvörslu með eignastýringu sem er enn víð- tækari pjónusta og ráðgjöf. Lágmarksupphæð er 20 milljónir kr. v^>-' NYTT NETINU Komdíi a netið með VIB Nú getur þú farið beint á nýja Netreikninn okkar á vib.is og gert nákvæma áætlun um fjárfestingar þínar. Sjáðu með eigin augum hvað núsmunandi kostir geta þýtt fyrir heUdarávöxtun þína. Þannig virkar Netreíknir: 1. Þú slærð inn aldur þinn og td. hvenær þú vilt fara á eftirlaun. 2. Þú velur hve mikið þú vilt spara mánaðarlega. 3. Þú slærð inn hver núverandi eign þin er. 4. Þú velur hlutfall hlutabréfa, skuldabréfa og erlendra hlutabréfa. 5. Þú slærð inn á hve löngum tíma þú vifttaka út inneignina. 6. Netreiknir reiknar fyrir pig. Þú færð niðurstöðurnar. VIB VESÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA Kirlgusandi. Síini: 560 8900. www.vib.is Útibú íslandsbanka. Sími:575 7575 Brjosta- skoðun fækkar dauðs- föllum DAUÐSFÖLLUM af völdum brjóstakrabbameins hefur fækkað um 20-30% í þeim hér- uðum í Svíþjóð þar sem brjósta- skoðun var tekiii upp fyrir 1980. Kemur þetta fram í skýrslu, sem sænsk heilbrigðisyfirvöld birtu í gær. í rannsókninni var borinn saman fjöldi dauðsfalla í ýmsum héruðum Svíþjóðar með tilliti til þess hvort brjóstaskoð- un var tekin upp fyrir 1980, um miðjan níunda áratuginn eða snemma á þeim síðasta. Segir í skýrslunni, að rannsóknin taki af öll tvímæli um gagnsemi brjóstaskoðunar og hún gengur líka þvert gegn því umdeilda áliti tveggja danskra vísinda- manna, að brjóstaskoðun komi að engu haldi. í Evrópu hefur dauðsföllum af völdum brjósta- krabbameins aðeins fækkað í Svíþjóð, Hollandi og Bretlandi og er það þakkað því, að vegna brjóstaskoðunar tekst að greina meinin snemma. Lögreglu- vörður í frönskum skdlum ÁKVEÐIÐ hefur verið, að lög- reglumenn verði á vakt við suma skóla í Frakklandi, þ.e.a.s. þá verstu hvað varðar óöld og ofbeldisverk. Eru þeir alls 75. Franskir skólar hafa lengi verið lausir við afskipti lögreglunnar en ástandið innan veggja þeirra hefur versnað með ári hverju. Auk lögreglu- mannanna verður eftirlits- mönnum og öðru starfsfólki skólanna fjölgað um 7.000. Sums staðar hafa kennarar og foreldrar lokað skólum vegna mikils ofbeldis, t.d. í borginni Montpellier. Mikill hag- vöxtur í Póllandi BÚIST er við, að hagvöxtur í Póllandi verði á bilinu 5 til 6% á næstu tveimur árum að sögn OECD, Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar. Áhyggjuefnin eru hins vegar allmikil verðbólga og óhagstæð- ur greiðslujöfnuður. Var verð- bólgan 7,2% á síðasta ári en í fjárlögum er gert ráð fyrir að hún verði 5% á þessu ári. OECD telur, að það sé full- bjartsýnt mat og líklegra sé að hún verði um 7%. Myrtu þús- undir manna TYRKNESKA lögreglan hefur flett ofan af samtökum ís- lamskra öfgamanna, sem lík- lega hafa myrt þúsundir manna, þar á meðal mörg hundruð Kúrda. Hefur þetta mál vakið hneykslan margra, sem fullyrða að stjórnvöldum hafi verið fullkunnugt um sam- tökin en látið þau óáreitt meðan stjórnarherinn átti sjálfur í stríði við Kúrda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.