Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Fulltrúar verðbréfafyrirtækja um gengi hlutabréfa í Eimskip 61 % gengishækkun á síðustu sex mánuðum GENGI hlutabréfa í Eimskipafélagi íslands hefur hækkað um 60,7% frá upphafl ágústmánaðar árið 1999 og um 75,3% frá upphafi árs í fyrra þar til Eimskip og Sjóvá-Almennar keyptu 6% hlut í félaginu af Kaup- þingi á miðvikudagá genginu 13,5. Morgunblaðið leitaði til fulltrúa þriggja verðbréfafyrirtækja og innti þá eftir áliti þeirra á gengi hluta- bréfa í Eimskipi nú og hver þeir teldu að þróun þess yrði í framtíð- inni. Tel verðið vera töluvert hött „Mér finnst sjálfum verðið á hluta- bréfum Eimskips vera orðið töluvert hátt, og ég myndi ráðleggja mönnum að selja á þessu verði,“ segir Albert Jónsson hjá Fjárvangi. „Það sem var að gerast var að Kaupþing var að safna bréfum og hafði náð um 6% eignarhlut sem hlýtur að hafa spennt upp verðið. Engu að síður áttu sér þama stað stór viðskipti á genginu 13,5, og því hlýtur það að vera rétt verð.“ Albert segir það Ijóst vera að á öll- um þróuðum mörkuðum greiði menn hærra verð fyrir stærri hlut í fyrir- tækjum. „Það er alþekkt að verðið sé 25-30% hærra fyrir ráðandi hlut en fyrir minnihlutaeign. Ég tel því ekki ólíklegt að verðið geti lækkað eitt- hvað í kjölfarið. En auðvitað er Eimskip með margflókinn rekstur. Þetta er ekki aðeins siglingarekstur heldur reka þeir einnig stórt safn hlutabréfa sem hafa verið að hækka og lækka. Þetta hlýtur því að taka dálítið mið af markaðnum hverju sinni einnig. En út frá hagnaðartölum og öðru slíku verður maður að álykta að verðið sé orðið töluvert hátt,“ segir Albert Jónsson. Vart fleiri kaupendur á þessu gengi Einar Bjarni Sigurðsson, sjóðs- stjóri hjá Verðbréfamarkaði Islands- banka, segir að á markaði séu fáir sem mæli með kaupum á hlutabréf- um í Eimskipi á því gengi sem var á bréfunum í umræddum viðskiptum. „En það er heldur enginn sem segir beint að fólk eigi að hlaupa til og selja. Manni finnst þetta því liggja dálítið í lausu lofti. En mér finnst orðrómurinn vera á þá lund að hluta- bréf í Eimskipi eigi ekki inni hækkun á þessum tímapunkti. Varðandi þessi kaup Eimskipafé- lagsins á eigin bréfum ásamt því að Sjóvá-Almennar var að kaupa hlut sýnist mér að þetta hafi verið einu hugsanlegu kaupendumir á þessum stóra hlut til að tryggja stöðu stærstu hluthafa innan félagsins," segir Einar Bjarni. Einari finnst erfitt að segja hver þróunin á gengi bréfa í Eimskipi muni verða, en hann telur að ekki séu fyrir hendi margir kaupendur, fyrir utan þá sem keyptu nú, sem til- búnir eru að kaupa á því gengi sem hlutabréfin í Eimskipi voru seld á fyrr í vikunni. Tel að Eimskip eigi inni fyrir þessu gengi Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar hf., telur að gengi Eimskipa hafi hækkað óeðli- lega mikið vegna þess að einn aðili hafi verið að kaupa mikið magn bréfa í félaginu á hlutabréfamarkaði, en framboð bréfa í Eimskipi sé ekki sérlega mikið. „Fjárfestar líta almennt svo á að Eimskip sé mjög traust og góð lang- tímafjárfesting. Það er ein af grunn- fjárfestingum í safni margra aðila." Jafet segir það vera hans skoðun að Eimskip sé traust fjárfesting þó hækkanir hafi verið óeðlilega miklar á gengi bréfa félagsins vegna þessa. „En ég held að Eimskipafélagið eigi inni fyrir þessu gengi. Félagið er að njóta mjög ríkulegrar arðsemi af ýmsum öðrum fjárfestingum en sinni aðalstarfsemi. Ég held því að fyrir hinn almenna fjárfesti sé í lagi að fjárfesta á þessu gengi, en ég býst að sjálfsögðu ekki við þessum miklu hækkunum eins og voru á síðasta ári. Þá geri ég frekar ráð fyrir hógvær- um hækkunum á gengi Eimskipa næstu mánuðina," segir Jafet Ólafs- son. Lokagengi hlutabréfa Eimskips í gær var 13,38 og hafði því lækkað um 0,89% frá því á miðvikudag. Sjö viðskipti voru með hlutabréf félags- ins í gær og námu samtals 8,9 millj- ónum króna. FBA kaupir 16% í Smart- kortum FJÁRFESTINGARBANKI at- vinnulífsins hefur keypt um 16% hlutafjár í Smartkortum ehf. Að sögn Bjama Armannssonar, forstjóra FBA, hyggst bankinn með þessum kaupum taka þátt í þeim tæknibreyt- ingum sem fyrirséðar eru í rafrænum viðskiptum og byggjast á smartkorta- tækninni. Smartkort ehf. er þjónustufyrir- tæki sem sérhæfir sig í lausnum tengdum snjallkortum og greiðslu- miðlun og nýtist t.d. net- og fjármála- fyrirtækjum. Einkenni snjallkorta er að í þeim er örgjörvi þar sem vista má upplýsingar og nýta hvar sem til eru „SmartTölvur", þ.e. snjallkortalesar- ar. Að sögn Agnars Jóns Ágústssonar, stjómarformanns Smartkorta ehf., rennir aðild FBA styrkari stoðum undir rekstur Smartkorta ehf. Smart- kort ehf. var formlega stofnað árið 1997 og núverandi eigendur fyrirtæk- isins, auk FBA, em eignarhaldsfélag- ið Breki, Landssími íslands hf., Opin Kerfi hf., Skýrr hf„ Sparisjóður Kópavogs og Jóhann Grétarsson. Viðræður Samvinnusjóðs Islands og Fjárvangs um sameiningu Fjárfestingar- banki með al- hliða starfsemi Islandsf lug og Flugleiðir-Frakt í samstarf um fraktflutninga Flugflutningar ehf. missa samninginn STJÓRN Samvinnusjóðs íslands hf. samþykkti á fundi sínum í gær að ganga til könnunarviðræðna við stjórn Fjárvangs hf. um hugsan- lega sameiningu félaganna, að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings íslands. Brynhildur Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Fjárvangs, segir fé- lögin geta myndað sterkan fjár- festingarbanka á íslenskum fjármálamarkaði. „Fjárvangur hef- ur tiltölulega lítið eigið fé en Sam- vinnusjóðurinn stendur vel þar og hefur tiltölulega lítið nýtt sitt eigið fé. Félögin geta því bætt hvort annað vemlega upp og ef við náum saman verður þetta fjárfestingar- banki með nokkuð alhliða starf- semi.“ Brynhildur segir lykilstarfs- menn beggja félaga hafa komið að málinu og að jákvæði ríki meðal starfsmanna. Öm Gústafsson, framkvæmda- stjóri Samvinnusjóðs íslands, segir ákvörðun stjórnarinnar framhald af endurskipulagningu á Sam- vinnusjóðnum. „Við höfum velt fyr- ir okkur þeim valkostum sem við höfum í því síbreytilega umhverfi sem er á fjármálamarkaðnum og þetta er einn valkostanna." Vonast til þess að viðræður hefjist í dag Samvinnusjóður íslands hf. hef- ur leyfi til að reka fjárfestirigar- banka en Örn segir sjóðinn ekki hafa nýtt sér þau réttindi nema að takmörkuðu leyti enn sem komið er. Aðspurður segir hann samein- ingu við Fjárvang mundu styrkja bæði félög. „Fjárvangur hefur til- tölulega lítið eigið fé en Samvinnu- sjóðurinn hefur mjög sterkt CAD hlutfall eða um 24,5%. Það er aftur á móti mikil þekking fyrir hendi hjá Fjárvangi á þeim sviðum sem Samvinnusjóðurinn hefur ekki komið að og eins þekking hjá okk- ur á smásölumarkaðnum í lánamál- um. Það er því margt sem mælir með því að þetta verði skoðað." Öm vonast til þess að viðræður hefjist í dag. Fjárvangur er í 100% eigu VÍS. Stærsti hluthafi í Samvinnusjóðn- um er Traustfang sem VÍS á að fjórðungshlut. Hlutabréf Sam- vinnusjóðsins eru skráð á aðallista Verðbréfaþings íslands og var lokagengi í gær 3,10 og hækkaði GENGI á hlutabréfum í DeCode Genetics, móðurfélagi íslenskrar erfðagreiningar, á gráa markaðnum svokallaða í gær var mismunandi, að því er fram kemur í samtölum við tvo sérfræðinga á verðbréfamarkaði. Að mati annars hefur eftirspurnin farið minnkandi frá því á mánudag og hann segir gengi á bréfunum í við- skiptum í gær hafa verið um 52. Hinn kveður mest viðskipti hafa far- ið fram á genginu 55 í gær. Gengið fór hæst í 65 á mánudag- inn, sem var fyrsti viðskiptadagur eftir að tilkynnt var um rekstrarleyfi íslenskrar erfðagreiningar til starf- rækslu gagnagrunns á heilbrigðis- sviði. Annar tveggja sérfræðinga á ÍSLANDSFLUG hf. hefur gert sam- starfssamning við Flugleiðir-Frakt hf. um fraktflutninga til Bretlands og Evrópu. Undanfarin ár hefur ís- landsflug verið í samstarfi við DHL en Flugflutningar ehf., sem er m.a. umboðsaðili fyrir Cargolux, hefur séð um afgreiðslu og sölu flugfraktar í umframpláss í vélinni. íslandsflug verður áfram í samstarfi við DHL en mun nú selja Flugleiðum það pláss sem Flugflutningar höfðu á leiðun- um. íslandsflug flýgur með frakt fimm sinnum í viku til Edinborgar og Brussel og einu sinni til Brussel. Vél- in sem notuð er til flutninganna er af gerðinni Boing 737300QC og er burð- argeta hennar allt að 14 tonnum eða 8 gámar. Skúli Skúlason, framkvæmda- stjóri Flugflutninga, segir að endur- verðbréfamarkaði sem Morgunblað- ið leitaði til, sagði ljóst að eftirspurn hefði dregist verulega saman síðan á mánudag og tiltölulega lítil viðskipti verið í gær. Hann sagði að svo virtist sem þeir sem ætluðu sér að fjárfesta í félaginu í kjölfar þess að rekstrar- leyfi var veitt, hefðu nú þegar lokið því. Hinn kvað viðskipti með bréf fé- lagsins hafa verið tiltölulega mikii í gær og gengið hækkað frá því á mið- vikudag. Viðskipti með bréf DeCode hafi verið upp á nokkra tugi milljóna í gær og þeim svipi til viðskipta með bréf félaga á VÞI. Hann segir stöð- uga veltu hafa verið með bréf félags- ins alveg síðan í byrjun síðastliðins sumars. nýjun fraktflutningasamningsins við íslandsflug hafi nýlega staðið fyrir dyrum. „Þá kom í Ijós að við vorum ekki samkeppnisfærir við það sem Flug- leiðir voru reiðubúnir að greiða fyrir þetta pláss. íslandsflug sá sér því hag af því að semja fremur við Flug- leiðir heldur en að halda áfram sam- starfi við okkur." Hann segir að þetta hafi ekki al- varlegar afleiðingar hvað starfsemi Flugflutninga varðar nema hvað fé- lagið geti ekki þjónað beint inn á Bretlandsmarkað auk þess sem mannskapur og fleira þess háttar nýttist nú verr. „Tapið er nokkuð í magni og veltu en það segir kannski ekki alla sög- una, því þetta er ekki háframlegðar- hlutinn af þjónustunni. Þessi mark- ÞORSTEINN Vilhelmsson, fyrr- verandi útgerðarstjóri Samherja hf., er nú stærsti hluthafi í félag- inu með 21,9%, að því er fram kemur í tilkynningu hans til Verð- bréfaþings Islands. Þorsteinn átti fyrir 19,3% í fé- laginu og bætti við sig hlutabréf- um að nafnvirði 13.485.459 krónur. í samtali við Morgunblaðið segir Þorsteinn kaupverðið trúnaðarmál en samkvæmt lokagengi hluta- bréfa í Samherja á VÞI í gær er markaðsverð þess hlutar sem Þor- steinn bætti við sig um 130,8 millj- ónir króna. Þorsteinn var áður 3. stærsti hluthafi Samherja og situr í stjórn félagsins. Hann segir ekkert annað aður var líka erfiður, hann snerist aðallega um þjónustu til Edinborgar og til baka. Það er mjög takmarkað- ur markaður sem sveiflast í raun og veru eftir framboði og eftirspum á fiski, innflutningur er enginn. Því er áhættan að okkar mati of mikil, mið- að við þær verðhugmyndir sem voru í gangi. Þær hugmyndir sem við höfð- um voru greinilega ekki í takt við það. Við ætluðum okkur ekki að gera þetta nema það skilaði einhverjum afgangi inn í reksturinn,“ segir Skúli. Hjá Flugleiðum-Frakt fengust þær upplýsingar að vegna takmar- kaðs rýmis fyrir frakt á Bretlandsm- arkað í farþegavélum Flugleiða, hafi félagið leitað annarra leiða inn á þann markað. Samkomulag hafi í kjölfarið náðst við íslandsflug og flutningar hefjist í lok næstu viku. en að fjárfesta í góðu félagi vaka fyrir sér með kaupum á hluta- bréfunum sem fóru fram á markaði. Hann hyggst ekki koma aftur að rekstrinum en Þorsteinn lét af störfum sem út- gerðarstjóri Samherja sl. vor. Mikil viðskipti voru með bréf Samherja á VÞÍ í gær, eða tæpar 149 milljónir, og var lokagengi dagsins 9,70. Gengið hækkaði um 2,1% í 18 viðskiptum. um 2,6%. Mismunandi við- skiptagengi á bréf- um DeCode Þorsteinn Vilhelms- son stærsti hluthafi í Samherja Þorsteinn Vilhelmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.