Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR28.JANÚAR2000 MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Gissur hvíti SF í Barentshafið Veiðir á línu og frystir um borð Morgunblaðið/HG Verið er að búa Gissur hvíta á lfnuveiðar í Barentshafi í Grindavíkurhöfn. FRYSTISKIPIÐ Gissur hvíti er nú á leið í Barentshafið til þorskveiða á línu. Leigðar hafa verið nægar aflaheimildir fyrir skipið af íslenzk- um útgerðum og gert er ráð fyrir því að aflanum verði landað heil- frystum, hausuðum og slægðum, hjá saltfiskverkun SÍF í Bátsfirði í Norður-Noregi. Gissur hvíti hét áður Vigdís Helga og var á b-skráningu, en hefur nú verið skráður á Horna- /írikllJ NOKKUR UPPBYGGJANDI - VM\\ TILBO-Ð S£M GÆTU DUGAÐ TIL Viítu byggja þig upp? Mega-mass, Creatine (6000 es) & Fjöívítamín Fullt verð_ Tilboðsverð kr. 7 Fullt verð kr- 9.53-i.- Tílboðsverð kr. 8.498. Viltu grennast? £ru liðamótín stSrð? LiB-Aktín Zinaxin (Engiferrót. 90 stk) Kvöldvorrósarolía (lOOOmg - 60 stk) Láttu sérfræðinginn aðstoða þigl Ólafur Þórlsson, verslunarstjórl Adonls hefur um árabil starfað með íþróttafólki, næringarfræðingum og vaxtarræktar- fólki með góðum árangri. Hann hefur haldið fyrirlestra og skrifað greinar um næringarfræði og hreyfingu. Nýttu þér sérfræðiþekkingu Ólafs og láttu hann ráðleggja þér við val á fæðubótarefnum. Ólafur Þórisson. Einkaþjálfari og leiðbeinandi í líkamsrækt. Einkaþjálfunarpróf hjá ISSA (International Sport Science Association). SWL (Specialist in Werght Management) Hefur þú lítinrt tíma? Lean Body (Prótein vítamínblanda + kolvetni) Fjölvítamín S orkubör &. S próteinbör ADOni«» VCRSLUN HGÐ FFEÐUBÓTfiReFNI Kr i nglunn i • Sími 5 8 8 2 9 8 8 w w w. a d o n i s . i s firði og hefur veiðileyfi innan ís- lenzku lögsögunnar en engar veiði- heimildir. Vigdís Helga hefur verið í ýmsum verkefnum undanfarin misseri utan íslenzku lögsögunnar, síðast var hún við Grænland að frysta hvalkjöt. Gissur hvíti er í eigu hlutafélags- ins Hríshóls á Hornafirði og er einn eigenda hans Axel Jónsson. Hann segir í samtali við Morgun- blaðið, að þar sem umsömdum verkefnum fyrir skipið hafi lokið um áramótin, hafi verið ákveðið að freista gæfunnar með þessum hætti. „Við fengum til liðs við okk- ur alvörumenn í línuútgerð á ís- landi, þá Vísisfeðga í Grindavík, en þeir eru fremstir í útgerð línuskipa hér á landi," segir Axel. „Þeir munu sjá um útgerðina og verða veiðarfærin úr bát þeirra, Fjölni, sem skemmdist í eldsvoða fyrir nokkru, notuð um borð í Gissuri hvíta og hluti áhafnarinnar af Fjölni verður á skipinu. Ekki er enn ljóst hver verður með skipið. Þetta er juð Við höfum tryggt okkur nægar aflaheimildir til að byrja með og ef vel gengur verður væntanlega leit- að eftir frekari heimildum. Ég vil ekki gefa upp hver leigan er, en ef fiskast á þetta að geta borið sig bærilega. Það er lítið vitað um fisk- irí, en þetta er juð, það er bara að leggja og draga, leggja og draga," segir Axel. Frystigeta skipsins er 24 tonn á sólarhring og rými í lestum er fyrir 200 tonn. Vantar reglugerðir Stefnt er að því að taka einn túr hér heima til að slípa saman mann- skap og tæki og halda síðan í Bar- entshafíð. „Rússar og Norðmenn eiga reyndar eftir að gefa út nauð- synlegar reglugerðir til þess að veiðarnar geti hafizt. Þeir áttu samkvæmt samningum við íslenzk stjórnvöld að gera það um áramót- in. Þrátt fyrir að Islendingar hafi gefið út nauðsynlega reglugerð til þess að Norðmenn gætu hafi loðnuveiðar hér við land, hafa Norðmenn ekki enn gefið út sam- bærilega reglugerð. Við gerum þó ekki ráð fyrir öðru en hún komi í tíma," segir Axel Jónsson. Njarðvik landar hjá Loppafisk NJARÐVÍK GK er á leiðinni í Barentshafið þar sem til stend- ur að stunda íínuveiðar. Magn- ús Daníelsson, skipstjóri og út- gerðarmaður, keypti Kristján OF af Olíufélaginu hf. í liðinni viku og skipti um nafn á skip- inu, sem var áður í eigu Sæunn- ar Axels ehf. í Ólafsfirði. Magnús hefur verið á veiðum í Barentshafi á þriðja ár en seg- ir að Kristján hafi komið óvænt upp í hendurnar á sér og hann ákveðið að slá til. Enginn kvóti fylgir skipinu, sem er 236 brúttórúmlestir, en Magnús hefur leigt nægan kvóta af ís- lenskum útgerðum, sem fengu úthlutað heimildum í Barents- hafi. Landað verður hjá Loppa Fisk, sem er dótturfyrirtæki SÍF í Axarfirði skammt norðan við Tromsö í Noregi, en 14 manns eru í áhöfn. www.creatine.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.