Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 43 --------------------------e www.ostur.is r |ffiS8te Eldaðu einfaldan og góðan mat í einum grænum! Hvort sem þú notar sveppa-, skinku- eða hvítlauksbragð, eða einfaldlega ósvikinn osta- kvartett, eru ostasósumar f einum grænum frábær og fljótlegur kostur út á pastað. Þú sýður pastað, hitar sósuna og svo er bara undir þér komið hvort þú hefur eitthvað meira með. Tækifæri til að hækka lægstu launin MEÐ sameiginlegu átaki verkalýðsfélaga og stjómvalda tókst fyrir áratug að vinna bug á verðbólgu og tryggja þar með stöð- ugleika og aukinn kaupmátt. Þessi árangur var þýðingarmikill og gjör- breytti á næstu árum allri hugsun í peninga- málum. Síðan hefur umræðan snúist um að viðhalda stöðugleikan- um og þar hafa stjórn- völd og launafólk verið sammála. Við upp- sveiflu í efnahagslífi þjóðarinnar varð forystumönnum stjórnarflokkanna tíðrætt um góð- ærið - sem þeir höfðu skapað sjálfir að eigin sögn - og því aðeins mætti tryggja dýrmætan stöðugleikann að sömu flokkum yrði tryggð áfram- haldandi stjómarseta. Ríkisstjórnin stóð hins vegar ekki við stóra orðin og missti tökin á efnahagsmálunum. Miklar launahækkanir hafa átt sér stað hjá ýmsum starfsstéttum en þegar kemur að stóm láglaunahóp- unum sendir ríkásstjómin þeim þau skilaboð að nú verði að treysta stöð- ugleikann og ekki þýði að koma með „óraunhæfar“ launakröfur. Skila- boðin em 3% launahækkun í 5% verðbólgu því nú á að strekkja ólina, ekki setja efnahagsmálin í uppnám. Þeim lægstlaunuðu er ætlað að bera þungann af þjóðarsátt á ný. Ríkisstjórnin brást Ríkisstjórnin hefur bilað í stjórn efnahagsmála. Hún hefur ekki tekið Rannveig Guðmundsdóttir á ríkisfjármálum af festu og áformaður tekjuafgangur fjárlag- anna er borinn uppi af 37 milljarða viðskipta- halla. Það hefur vakið athygli allra lands- manna að meðan ríkis- stjómin bíður aðgerða- laus eftir að dragi úr þenslu er það Seðla- bankinn sem bregst við ástandinu með enn einni vaxtahækkun, þeirri fjórðu á einu ári. I þessu umhverfi verð- bólgu, vaxtahækkana og gífurlegs viðskipta- halla em stóm hóparn- ir að setja fram sínar launakröfur. Flóabandalagið, Verkamanna- Kjaramál Nú verður að hækka lægstu launin því það bitnar harkalega á lág- launahópunum, segir Rannveig Guðmunds- dóttir, að ríkisstjórnin hefur glutrað stöðug- leikanum niður. sambandið og Samtök iðnverkafólks hafa kynnt kröfur sínar og öll önnur félög innan ASÍ eiga eftir að gera samninga. Það kemur ekki á óvart að þeir sem kynnt hafa kröfur sínar leggja höfuðáherslu á hækkun lægstu launa. Það þýðir að aðrir tekjuhópar verða að sætta sig við minni hækkun ef slík stefnumörkum á að nást fram. Nú verður að hækka lægstu launin því það bitnar harka- lega á láglaunahópunum að ríkis- stjórnin hefur glutrað stöðugleikan- um niður. Röng skattastefna ASI hefur sýnt fram á að með stefnu sinni hefur ríkisstjórnin þyngt skattbyrði láglaunahópa. Með raunlækkun skattleysismarkanna er ríkisstjórnin að taka hlutfallslega meiri skatta af þessu fólki og jafn- framt af þeim sem lifa af elli- og ör- orkubótum á meðan skattbyrðin létt- ist á tekjuhærri hópum. Ríkisstjórnin skellir skollaeymm við þessari gagnrýni, enda hefur hún rækilega sýnt hvaða hópum í þjóðfé- laginu hún er að þjóna. Fjármagnseigendur greiða tíu prósent skatt af sínum fjármagns- tekjum. Skattkerfið mismunar lágtekju- fólki. Og bilið milli þeirra sem hafa mikið og hinna sem hafa lítið breikk- ar stöðugt. Þess vegna er þess kraf- ist nú við upphaf kjarasamninga að stjómvöld komi í veg fyrir að tekju- skatts- og bótakerfi auki stöðugt muninn á milli lágtekjufólks og há- tekjufólks. Ný hugsun Það er til skammar að framlög rík- isins til starfsmenntunar hafa dreg- ist saman á síðustu áram. Þrátt fyrir umræðu um breytingar á vinnumar- kaði og að í framtíðinni leggist sum störf af og þrátt fyrir að þróunin í at- vinnulífinu kalli á ný vinnubrögð og aukna þekkingu er ekki að sjá að framlög til starfsmenntunar endur- spegli skapandi hugsun eða framtíð- arsýn ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Hún sýnir takmarkaðan áhuga á að örva starfsfólk á vinnum- arkaði til að þróa hæfni sína og öðl- ast möguleika til að flytja sig milli starfa eða atvinnugreina þótt þessu máli hafi verið fylgt fast eftir á Al- þingi. Þess vegna er það mjög já- kvætt að launþegar ætla að stofna starfsmenntasjóð með sérstöku starfsmenntagjaldi af öllum launum sem renna á í sjóðinn. Með því taka launþegar starfsmenntamálin í sínar eigin hendur. Ríkisstjórnin bindur laun öryrkja við tekjur maka og fær á sig dóma fyrir. Ríkisstjórnin hefur lækkað bama- bætur og dregið úr vaxtabótum q§L eigin geðþótta. Ríkisstjórnin hefur ekki aðhafst í fæðingarorlofsmálum. Ríkisstjórnin hefur með aðgerðum sínum hækkað skatta á láglaunafólk. Ríkisstjórnin á sjálf sinn þátt í þenslunni, vaxtahækkunum og vax- andi verðbólgu. í þessu umhverfi eru kjarasamningar lausir og verkalýðs- hreyfingin á erfiðar vikur framund- an. Þess vegna verða allir að leggjast á árar að styðja þá viðleitni sem felst í kjarakröfunum um að fyrst og fremst hækka láglaunataxtana í þessu þjóðfélagi. Höfundur er alþingismaður og þing- flokksformaður Samfylkingarinnar. OSIAOG SMJÖRSALAN SH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.