Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Helfararráðstefnan í Stokkhólmi
Tilefni til sögu-
legrar upprifjunar
AP.
Þýski guðfræðingurinn Karl Kunkel í útrýmingarbúðum nasista í
Dachau i gær, 55 árum eftir að hermenn Bandamanna frelsuðu hann.
Gærdagurinn var árlegur minningardagur um fómarlömb nasista.
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
HE LFAR ARRÁÐSTB FNAN í
Stokkhólmi hefur gefið fleirum en
Svíum tækifæri til að horfast í
augu við sögu sína. Við hátíðlega
athöfn í viðurvist allra ráðstefnu-
gesta í gær lofuðu fulltrúar Eystra-
saltslandanna að þar yrði sagan
einnig tekin til endurskoðunar.
Svíar og fleiri þjóðir hafa ákveðið
að 27. janúar verði framvegis minn-
ingardagur um helförina.
Þann dag árið 1945 tóku banda-
menn útrýmingarbúðirnar í Birk-
enau og Auschwitz og frelsuðu
rúmlega sjö þúsund gyðinga. Um
sextíu þúsund gyðingar höfðu verið
drepnir dagana áður en banda-
menn náðu búðunum. í þessum
búðum var. alls drepin um milljón
þeirra sex milljóna gyðinga, sem
áætlað er að hafi látið lífið í helför-
inni.
Auk hátíðasamkomu í gær í
þinginu var fluttur fjöldi fyrirlestra
og haldnir umræðufundir um
margvísleg efni er tengjast helför-
inni. Þar töluðu bæði fræðimenn,
stjórnmálamenn og gyðingar, sem
lifðu helförina af.
Einstök lönd líta
í eigin barm
Ráðstefnan og ræðurnar þar
hafa gefið góða mynd af því hvaða
augum einstök lönd líta sögu sína í
síðari heimsstyrjöld og hvaða
straumar eru uppi núna. Hlutur
Svía sjálfra hefur verið í brenni-
depli og gagnrýnisraddir heyrst
heima og heiman, en í gær barst
athyglin að fleiri löndum.
Við athöfnina í gær í spilaði
Yggdrasil-kvartettinn tónlist eftir
Gustav Mahler og Mendelsohn,
sem báðir voru af gyðingaættum.
Fulltrúar Eystrasaltslandanna
fluttu ávörp og vöktu orð þeirra at-
hygli, því gyðingaofsóknir þar hafa
verið viðkvæmur hluti af sögu land-
anna, sem lítið hefur verið kafað of-
an í. Margir hafa efast um vilja
þarlendra til að horfast í augu við
þennan kafla, en í gær kom fram að
þar er þetta umhugsunarefni.
I ávarpi sínu sagði Vaira Vike-
Frieberga, forseti Lettlands, að
fyrri efasemdum um viljann til að
fara ofan í saumana á sögunni yrði
nú ýtt til hliðar. Hún lýsti yfir vilja
til lagabreytinga svo hægt yrði að
sækja grunaða stríðsglæpamenn til
saka, en líkt og í Svíþjóð hefur það
ekki verið gert. Hún lagði áherslu á
að hvorki væri afsökun fyrir af-
brotum nasista né kommúnista.
Andrius Kubilius, forsætisráð-
herra Litháens, tók í sama streng
er hann sagði að það væri ekkert
svigrúm til fyrirgefningar á stríðs-
glæpum. I ávarpi sínum minntist
Viktor Yushchenko, forsætisráð-
herra Úkraníu, föður síns, sem lét
lífið í Auschwitz. Hann sagði að
Úkraínumenn sæktu nú innblástur
til Svía um hvernig minnast bæri
fortíðarinnar.
Minningardagar um
helförina og árleg ráðstefna
í ávörpum þjóðarleiðtoga á þing-
inu hafa þeir notað tækifærið og
lýst því með hverjum hætti helfar-
arinnar væri minnst í þeirra heima-
löndum. Massimo D’Alema, forsæt-
isráðherra Italíu, vitnaði í
rithöfundinn Primo Levi, sem sjálf-
ur var gyðingur og lifði af helför-
ina. Hann skrifaði áhrifamiklar
bækur um efnið, en framdi sjálfs-
morð 1987, þar sem hann komst
aldrei yfir þá atburði, sem hann
hafði upplifað.
D’Alema sagði að fjöldi ítalskra
skólakrakka hefði heimsótt þýskar
útrýmingarbúðir í því skyni að
læra um atburði fortíðarinnar. Ein
af hugmyndum Göran Perssons,
forsætisráðherra Svía, hefur ein-
mitt verið að öll sænsk skólabörn
ættu einhvern tímann á skólaferli
sínum að heimsækja Auschwitz, en
sú hugmynd hefur verið mjög um-
deild heima fyrir. Vaclav Havel,
forseti Tékklands, minnti á að hel-
förin væri ekki aðeins kennsluefni,
heldur væru enn margir á lífi, sem
þjáðst hefðu vegna hennar. „Fórn-
arlömb hennar eru enn á lífi og
mega ekki gleymast, því reynsla
þeirra er okkur öllum til varnaðar.
Það er skylda okkar að gefa þeim
sem komust af athygli og umönn-
un, að hafa við þá samband, hlusta
með athygli á það sem þeir hafa að
segja okkur. Þeir sem móta menn-
ingu þriðja árþúsundsins verða að
hlusta á rödd þeirra," sagði Havel.
I sama streng tók Gerhard
Schröder, kanslari Þýskalands, er
hann sagði að gæta þyrfti þess að
þessar minningar gufuðu ekki upp.
Það væri hins vegar ekki nóg að
muna, heldur þyrfti að minna börn
og unglinga á að gildi þess að koma
Beriín. Reuters, AFP.
RANNSÓKNARNEFND þýzka
þingsins, sem hafið hefur rannsókn
fjármálahneykslis Kristilegra
demókrata (CDU), mun ekki kalla
Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlara,
til að bera vitni fyrir nefndinni fyrr
en eftir nokki'a mánuði. Fulltrúar
jafnaðarmanna, græningja, frjálsra
demókrata og PDS, arftaka a-þýzka
kommúnistaflokksins, samþykktu í
atkvæðagreiðslu í gær, að fyrstur
yrði Horst Weyrauch, fyrrverandi
endurskoðandi og skattaráðgjafi
CDU, kallaður fyrir nefndina.
Fuíltrúar CDU í henni höfðu beitt
sér af mætti fyrir því að Kohl yrði
fram á mannlegan og siðlegan hátt
og rifja upp aðgerðir þeirra mörgu,
sem í smáu og stóru sýndu and-
stöðu gegn ógn og óréttlæti.
Robin Cooke, utanríkisráðherra
Breta, færði ráðstefnunni kveðjur
frá Tony Blair forsætisráðherra,
sem ekki hafði tök á að koma vegna
anna í þinginu. Cooke kynnti þá
hugmynd Breta að tilnefna 27. jan-
kallaður til að bera fyrstur vitni, og
gagnrýndu CDU-þingmennirnir full-
trúa hinna flokkanna eftir atkvæða-
greiðsluna í gær fyrir að halda sig
ekki við upprunalegt hlutverk nefnd-
arinnar, að rannsaka hvort ákveðnar
greiðslur hefðu haft áhrif á pólitískar
ákvarðanir Kohl-stjómarinnar, held-
ur láta könnun á almennum fjármál-
um CDU ganga fyrir.
Wolfgang Thierse, forseti neðri
deildar þýzka þingsins, nefndi í
blaðaviðtali í gær að það kunni að
liggja fyrir um miðjan febrúar hve
miklar sektir CDU verði gert að
greiða vegna þeirra brota á lögum
úar minningardag um helförina og
sömu hugmynd kynnti Persson
einnig. Tuttugu mínútum eftir að
Elie Wiesel, talsmaður gyðinga,
kom fram með þá hugmynd við
opnun ráðstefnunnar, að hún yrði
árlegur viðburður, hafði Persson
samþykkt hana. Ráðstefnan mun
kennd við Stokkhólm.
um fjármögnun stjómmálaflokka
sem flokkurinn hefur orðið uppvís að.
Það er hlutverk þingforsetans að
úrskurða um slíkar sektir.
Norbert Bliim, einn varaformanna
CDU og eini maðurinn sem var með
Kohl í ríkisstjóm öll 16 árin sem hann
sat á kanzlarastólnum, segir í viðtali í
nýjasta hefti fréttatímaritsins Der
Stem að Kohl hafi með háttemi sínu í
kring um fjármálahneykslið „eyði-
lagt hugtakið trúnaðareið".
Þá upplýsti Roland Koch, héraðs-
leiðtogi CDU í Hessen, í gær að það
hefðu verið 19,2 milljónir marka sem
flokksdeildin hefði komið fyrir á
reikningum í Sviss og víðar utan
Þýzkalands. Áður höfðu talsmenn
flokksdeildarinnar sagt að það hefðu
verið á bilinu sjö til átta milljónir
marka sem þannig hefði verið komið
út úr opinbem bókhaldi flokksins.
Á sama tíma og ekki sér fyrir end-
ann á hneykslismálum Kristilegra
demókrata sæta áhrifamenn í Jafn-
aðarmannaflokknum rannsókn í
tveimur héraðum, vegna ásakana um
að þeir hafi gerzt sekir um að þiggja
greiða úr hendi viðskiptajöfra.
SPD-ráðherra í Nordrhein-
Westfalen segir af sér
í Nordrhein-Westfalen, hinu fjöl-
mennasta þýzku sambandslandanna
16, sagði í gær Heinz Schleusser af
sér embætti fjármálaráðherra.
Schleusser hafði sætt gagnrýni fyrir
að hafa þegið flugferðir með einka-
þotu í eigu banka í héraðinu. Wolf-
gang Clement, forsætisráðherra
Nordrhein-Westfalen, sagðist harma
ákvörðun Schleussers, en kosningar
til þings héraðsins fara fram í maí nk.
og vonast jafnaðarmenn til að halda
meirihluta sínum. Johannes Rau, for-
seti Þýzkalands sem um langt árabil
var forsætisráðherra Nordrhein-
Westfalen, hefur einnig verið gagn-
rýndur fyrir að þiggja flugferðir í
sömu einkaþotunni á meðan hann
gegndi fyrra embætti.
Þá samþykkti þingið í Neðra-Sax-
landi, heimahéraði Gerhards
Schröders kanzlara, í fyrradag að
setja á fót óháða rannsóknamefnd,
sem kanna skyldi ásakanir sem urðu
arftaka Schröders í embætti forsæt-
isráðherra Neðra-Saxlands, Gerhard
Glogowski, að falli, en þær felast
meðal annars í því að hann hafi látið
einkafyrirtæki standa straum af eig-
in brúðkaupsferðalagi.
Rannsókn CDU-hneykslisins
Langt í yfírheyrslur yfír
Helmut Kohl