Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 49 ! inn fyrir andlátið. Síðasta kveðja I sem ég fékk frá Bjössa var skemmtilega teiknað jólakort þar sem hann dregur upp komíska mynd af sjálfum sér við að rata um nýju íbúðina sína. Blessuð sé minning þessa hug- ljúfa drengs sem nú hefur náð fund- um móður sinnar sem lést fyrir þrem árum langt um aldur fram. Eftir lifir Steingrímur faðir hans, I sem nú dvelur á Elliheimilinu Grund. Ég bið Guð að gefa honum styrk í þeirri miklu raun að sjá á P bak hjartkærum einkasyni. Eli'sabet Ingólfsdóttir. Það er sagt að missi maður ein- hvern er manni þykir vænt um þá missi maður hluta af sjálfum sér og verði ekki samur. Hvað sem til er í þessu verður Kaupmannahöfn ekki söm eftir fráfall Björns Steingríms- sonar. Ekki verður lengur mögu- legt að stinga sér inn til hans úr um- f ferðarasa Norðurbrúar - í kaffitár og spjall, upplifa tímann stöðvast um stund og fara síðan út fróðari og endurnærður á sálinni. Kynni okkar Bjössa ná til baka til ársins 1974 þegar Pía vinkona mín kynnti okkur. A þessum árum vorum við nokkr- ir vinir sem búsettir vorum í Kaup- mannahöfn eins og stór fjölskylda. Við hjálpuðum hvert öðru, grétum á Í öxlum og glöddumst saman. Bröll- f uðum margt. Bjössi var vinur vina sinna. Hann var ailtaf reiðubúinn að hjálpa, að hlusta og vera til staðar þegar mað- ur þarfnaðist hans. Það var ósjald- an sem hann passaði fyrir mig dótt- ur mína - en ég var í nokkur ár einstæð móðir. Þá gat ég m.a.s. hringt til hans að morgni ef hún var lasin og mikið lá fyrir í skólanum. Bjössa fannst það | sjálfsagt mál. Nú síðari ár hefur I þessi dóttir mín verið búsett í Kaupmannahöfn og notið vináttu Bjössa og tryggðar. Hann var henni eins og góður frændi. Bjössi var um margt óvenjulegur maður. Hann hafði þessa kyrrlátu nærveru sem oft einkennir heilsu- laust fólk. Hann var maður fárra orða, en sagði þó mikið. Hann missti heilsuna ungur og var háður I nýrnavél í meira en 20 ár. Þrátt fyrir það - og kannski þess vegna - sýndi hann ótrúlegt æðru- leysi. Hann ræddi helst ekki sjúkdóm sinn né þá annmarka sem hann skapaði honum, en var alltaf til- búinn að gleðjast yfir því sem lífið hafði upp á að bjóða. Hann var mikill grúskari. Stjörn- uspeki var hans hjartans áhugamál - ekki þessi léttvæga söluvara sem Ívið upplifum í dægurblöðunum - heldur hin aldagömlu vísindi og þar kafaði hann djúpt og af miklu inn- sæi. Hann fór að mála myndir fyrir allmörgum árum og gerði það af sama alhug og annað - enda bera myndir hans það með sér. Hann var líka góður tungumálamaður og það kom mér á óvart þegar ég las danskan texta eftir hann hversu feikigott vald hann hafði á dönsku Íritmáli. Og þegar ég hugsa til baka er eins og mig minni að hann hafi m.a.s. fengið verðlaun í þýsku í menntaskóla. Eftir að ég flutti heim urðu sam- verustundir okkar stopulli, eins og gefur að skilja. En við reyndum þó að hittast þegar við vorum í sama landi - og alltaf var eins og við hefð- um hist í gær. Þó tók mig sárt að sjá að þrek hans hafði minnkað hvert sinn sem við hittumst. ÍEnda kom engum á óvart að Bjössi skyldi kveðja núna, hann hefur verið á förum lengi. Nú rétt fyrir jól var hann hætt kominn - hann rétt marði það. En nú er hann laus við þreyttan líkama og vonandi kominn á gott flug handan þessa heims. Það er með virðingu og þakklæti sem ég kveð Bjössa um leið og ég samhryggist föður hans og öllum hinum mörgu vinum sem nú syrgja Íhann. Blessuð sé minning Björns Steingrímssonar. Sigrún. + Jónína Sig- mundsdóttir fæddist á Torfast- öðum í Jökulsárhlíð hinn 28. maí 1910. Hún lést á Dvalar- heimilinu Hlíð á Ak- ureyri 19. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigmundur Jónsson og Kristín Stefáns- dóttir á Torfastöð- um í Jökulsárhlíð sem síðar bjuggu í Hvammsgerði í Vopnafirði. Systkini hennar voru: Brynjólfur, Torf- hildur, Margrét, Stefán Gunn- laugur, Steingrímur og eru þau öll látin. Jónína giftist Einari Jónssyni frá Hraunfelli í Vopnafirði, f. 15.12 1907, d. 22.9 1995. Þau Sigla himinfley fögrum boga. Langri göngu lokið lífs um stíg. Það var ein örstund segir í minningar- ljóði Hannesar Sigfússonar um Stein Steinarr. Og þó um nær níutíu ár að ræða. Spurning hvað maður kýs að muna úr ævinnar stímabraki, þeim þrautum vanlíðunar og veikinda sem hrjáðu elskaða móður svo langa hríð? Gleðina auðvitað, sönginn og gamansemina! Mamma söng fyrir blómin og pelagóníurnar ilmuðu rauðar í stofunni. Bros lék á vör, smitandi hlátur hennar fjaðurlétt ský hásumardagsins þegar sólin gyllti heiðina hunangsgula. Enginn hló eins hjartanlega og Jónína Sig- mundsdóttir. Átti ekki langt að sækja kímnigáfuna og glettnina, hina ósviknu tilfinningu fyrir því skop- og meinlega. Sögur af afa Sigmundi lifa enn góðu lífi á Vopnafirði, það var hvurgi meira hlegið en í Hvammsgerði. Þar var gestkvæmt og eitt sinn þegar ferðalang bar að garði var svo þétt- setinn bekkurinn að fleiri rassar fengu ekki pláss í gluggakistum. Kunni afi ráð við því. Hann bað gest- inn bara að tylla sér á krókinn sem hékk úr eldhúsrjáfrinu! Gistu marg- ir Vopnfirðingar í Eyrarvegi 35 og þáðu beina. Það er betra að vera stuttur og snöggur en stirður og stór sagði Sigmundur við samferðamann- inn sem asnaðist út í Selána í örum vexti og var næstum drukknaður en afi stiklaði þurrskæddur yfir á stök- um steinum ofar á vaðinu. Ég sá aldrei Sigmund afa minn, hann dó árið sem ég fæddist, en fáir eru eins lifandi í minningunni og hann. Enda Skjaldþingar ósparir að kenna mér sögur af afa og Brynjólfi móðurbróð- ur. Varð ég svo laginn að herma eftir þessum óborganlegu skemmtikröft- um móðurættarinnar sumrin í sveit- inni að móður minni blessaðri þótti stundum nóg um. Var það þó í virð- ingar- og aðdáunarskyni en sumt skolaðist svoltið til í meðförunum. Mamma mátti ekki aumt sjá og brá oft svuntuhorni að hvarmi. Hlúði að öllu hviku, blessaði ljós og líf. Man ég langa laugardagseftirmið- daga, systkini á braut en kall faðir að límbera lista með Jóa ramma í Brekkugötunni, að ég lagðist á blýþungan bónkústinn og reyndi af öllum krafti að ná æskilegum gljáa á skógivaxinn gólfdúkinn í holinu. Söng þá mamma gjarna óðinn um óléttu stúlkuna sem heitmaðurinn brást á örlagastundu. Ég hefi spurt út í það lag og ljóð og aldrei fengið skýr svör, man bara við grétum sár- an yfir hreingerningunni og hinu hróplega óréttlæti. Viðlagið greypt mér í minni: Segðu mér söguna aftur/söguna frá í gær. Þessi minning er tengd vissri teg- und veðurleiks á útmánuðum, snjóa tekið að leysa og vatnsblár grámi yf- ir görðum og götum eyrinnar, lykt af þun-um oníborningi, möl og stökkri mold, gegndarlausum óhreinindum sem bárust inn í húsið. Þegar konurnar í hverfinu (sem við strákarnir kölluðum vitaskuld hófu búskap á Búa- stöðum í Vopnafirði en byggðu síðan nýbýlið Borgir. Árið 1946 fiuttust þau til Akureyrar og bjuggu fyrst í Glerárþorpi en síðar á Eyrarvegi 35. Síðustu æviárin dvöldu þau á Dvalar- heimilinu Hlíð. Börn Jónínu og Einars eru: 1) óskírð stúlka, f. 4. mars 1936, d. 31. maí 1936. 2) Vignir, f. 7.9. 1937, kvæntur Aðalbjörgu Ingvarsdóttur. Börn þeirra eru a) Einar Logi, b) Sigrfður Vala, c) Iðunn. 3) Kristín Sigurlaug, f. 9.3. 1941, gift ívari Sigmunds- syni. Börn þeirra eru: a) Arna, gift Sigurbirni Sveinssyni, börn þeirra Karen og ívar, b) Ómar, aldrei annað en kellingarnar) komu yfir sig skelfdar og hljóðandi í Eyr- arveginn út af rottum sem riðu hús- um þeirra fór móðir mín, þessi lág- og grannvaxna kona, á vettvang og bar músina út á fægiskúffu. Hún var öllu vön úr sveitinni. Mamma bar ekki skarðan hlut frá borði brenni- vinið varðandi. Enginn hörgull drykkfelldra innan fjölskyldu né ut- an. Þann vanda ræddum við í æsku minni. Það ætti að mynda þessa aumingja menn á fylleríunum sagði mamma og sýna þeim svo þegar runnið er af þeim. Það fannst mér fín hugmynd. Jónína kippti sér lítt upp við rokið og íifrildið í Einari Jónssyni. „Er það nú speki svörtu hænunnar," hváði hún þegar henni þótti vitleys- an keyra úr hófi, eða: „Nú rýkur moldin í logninu," og sló sér á lær. Og þegar hún þreyttist á lofrollum pabba um forkólfa framsóknar, af- burðamennina Tryggva, Eystein og Pál Zophaníusson, tók hún af skarið og sagði: „Æi, það er sami rassinn undir þeim öllum,“ og átti við alþing- ismennina. Yngstur systkina með brún augu og svartlokkið hár, út- og upplitið móður minnar, en aðrir í fjölskyld- unni bláeygir, máttum við mæðgin vart hvurt af öðru líta á kot- og sokkabandsárum mínum. Mamma, mamma hrópaði ég logandi hræddur og hljóp um alla lóð en mamma hafði kannski brugðið sér til Dóru eða Gunnu Met og ég vant við látinn í bolta. Mátti vart vatni halda fyrr en ég vissi hvar mömmu væri að finna. Það var í lagi að strákarnir kölluðu mig mömmudrenginn. Jónína var orðin vel fullorðin þeg- ar hún eignaðist mig og naut ég mik- illar samveru við hana fyrir vikið. Við lúrðum hádegisblundinn saman löngu áður en mér varð ljós merking spænska orðsins síesta og er ég henni í auðmýkt þakklátur fyrir þá dýrðarró barnæskunnar sem leið eins og léttur reykur yfir tæran spegil í eilífðarlogni hvítra segla und glærri sól. Maður birtist endurnærð- ur og til í tuskið niðrá túni og í hjöll- um. Óteljandi voru ferðir mínar og heimsóknir sem fylgdarsveinn mömmu til hinna góðu kvenna frá Vopnafirði sem fríkkuðu upp á Ak- ureyri. Vertu ekki vondur við hana Dísu litlu, sagði mamma þegar ég píndi dótturdóttur Fríðu í Fjólugötu 16. Og Bogga systir Friðu kom með brotakexið í brúnum pokum úr Lór- elei. Torfhildi heimsóttum við nátt- úrulega og árið sem amma Kristín lifði í Lundai’götunni var mikið farið á milli. Þá voru góðar heimsóknirnar til Heiðu og Billu í Oddeyrargötu 11 og Möggu Sveinbjöms frá Hámun- darstöðum sem bjó í Bjarmastígnum eða Borgu uppi í Eyrarlandsvegi. Ég lifði ömmu Kristínu gegnum mömmu, sögurnar þeirra og ljóðin, því þær voru handgengnar þjóð- skáldunum mæðgurnar og óhemj- uminnugar og höfðu Hallgrim Pét- ursson á hreinu. Mamma var einlægt hrifin af Huldu og ljóði hennar Hver á sér fegra föðurland. Það var kvæntur Vöku Óttarsdóttur, c) Ingvar, sambýliskona Fjóla Sigmarsdóttir, börn þeirra eru Auður og Arnór. 4) Þormóður Jón, f. 14.11. 1943, kvæntur Elín- borgu Árnadóttur. Börn þeirra eru: a) Vignir Már, sambýliskona Harpa Steingrímsdóttir. Barn þeirra Gunnur og barn liennar Sandra Rut, b) Jónína Mjöll, c) Árni Hólm, sambýliskona Guðný B. Jónsdóttir, d) Hlynur Snær, f. 26.12 1975, d. 26.3 1978, e) Hlyn- ur Freyr. 5) Sigmundur Rafn, f. 15.2. 1948, kvæntur Guðbjörgu Ingu Jósefsdóttur. Börn hans með Hólmfríði Pálmadóttur a) Einar Pálmi, sambýliskona Jó- hanna Gunnarsdóttir, barn Snæ- fríður Birta, b) Anna María, c) Arnar Hólm. Börn Sigmundar og Guðbjargar Ingu eru: a) Jósef Þeyr, b) Hólmar. 6) Jóhann Ár- elíuz, f. 28.8. 1952, sambýliskona Kerstín Venables. Börn þeirra; a) Ólína Jóna, b) Jónatan Máni, c) fóstursonur, Albion Lawrence. Útför Jónínu fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. gagnsýrt af ást á landinu þetta fólk og trúði á framtíð þjóðarinnar. Jafn- aðarlund móður minnar og geðprýði viðbrugðið og hún hafsjór fróðleiks um lífs og liðna. Álfar og huldufólk í hvurjum hól. Guð launi fyrir hrafn- inn. Þjóðsögur, stökur, málshættir og spakmæli, allt lék henni á tungu. Hún talaði ekki illa um fólk og vann verk sín þannig að maður tók valla eftir því og þurfti örfá áhöld til þess ama. Aldrei klagaði hún yfir óknyttum og prakkarastrikum Eyr- arpúka en hlustaði þolinmóð á grannkonurnar leggja út textann um afrek mín og eldri bræðra og var ekki brugðið. Henni var í blóð borið að þeir hlutir sem máli skipta eru þess eðlis að þá ber fremur að skynja en skilja. Hún var sannur lífsfilósóff enda allir almennilegir strákar baldnir á Eyrinni og hún skammaði okkur heldur ekki fyrir boltaleikinn á verðlaunalóð Einars Jónssonar og þótti þó innilega vænt um tré og jurtir. Reyndar var þegj- andi samkomulag okkar mömmu um boltaspil mitt heima íyrir. Klukkan fimm mínútur yfir tólf bankaði mamma á eldhúsgluggann og sagði Jói minn, hættu þessu núna, pabbi þinn er alveg að koma. Þá gafst mér tími til að slétta svoltið úr grasinu græna og heilsa föðurnum ómóður til þess að gera. Fjöldi hátíðarstunda er fleiri en tölu verði á komið. Þú ert eins og sel- ur sagði mamma þegar hún baðaði mig í hvítum vaski gömlu eldhúsinn- réttingarinnar. Sama segi ég við snáðann Jónatan Mána í Friði Jó- hannesar í dag. Jóna hélt alla tíð sinni barnatrú þó henni gæfist ekki tími til margra kirkjuferða. Það stóð alltaf til að fara í kirkju á jólunum en varð aldrei af því. Hún hefði átt það skilið blessunin eins og hún var á þönum í kringum okkur alla tíð og unni sér vart matar né hvíldar þegar mest gékk á fyrir jólin og veislur aðrar. Hún naut góðs af Hjálpræðis- hernum, þær áttu vel við hana norsku konurnar, og eru vorferðir Heimilissambandsins mér ógleym- anlegir sólarblettir. Sungin ættjarðj^. ai’ljóðin, mikið hlegið, oft stoppað til að pissa, bflstjórar blessaðir í þak og fyrir. Þar var ekki kreddutrúin held- ur innborin hlýja og umburðarlyndi og lofuð gæska skaparans. En auðvitað var Jóna praktísk kona öðrum þræði og hlaut að vera það. Henni var hugleikið Óhræsi eft- irlætisskáldsins Jónasar og illa við að pabbi færi til rjúpna. Þótti þó rjúpur ljúffengar. Þegar systur hennar Hilla og Magga voru orðnar mjög gamlaðar og þær systurnar all- ar á Dvalarheimilinu Hlíð brást Jónu aldrei að bjóða þeim góða nótt/ " Þannig man ég móður mína, frekar gefandi en þiggjandi, og þó hún ætti löngum við erfið veikindi að stríða sem ágerðust með árunum var hún í eðli sínu heilsan sjálf. Stundirnar þrjár áður en mér barst andlátsfréttin var yfir mér undursamleg værð, eins og tíminn væri ekki til eða skipti ekki máli. Þormóður hafði varað mig við dag- inn áður en ég reyndar haft þetta á tilfinningunni frá áramótum og allur einkennilega domm í byrjun stórald- ar. Það var Vopnafjarðarveður í Stokkhólmi þann miðvikudagsmorg- un og ég kveikti ekki á tölvunni að loknum morgunverði og göngutúrn- um með Jónatani í skólann heldur^ fægði spegla og glugga og svosum ekki vanþörf á, skrifaði á síðasta kortið til móður minnar (með rauðri rós) og spilaði lag Magnúsar Eiríks- sonar Kóngur einn dag aftur og aft- ur: Alltmittlíf er andartak í tímans hafi ogöllmíntár þartýnasþeittogeitt. Gildir að grípa daginn, það er ekki alltaf sólskinið. Það kunni mamma. Eftir símtalið spilaði ég Sólskins^- stundir, plötuna með þjóðlegum tónsmíðum Jóhanns Helgasonar við ljóð Margrétar Jónsdóttur. Mamma hefði örugglega tekið undir lagið Sumardagur, lofsönginn sveitar og jarðargróða, þegar hún var í essinu sínu. Kannski að hengja drifhvítt á snúrumar í hnúkaþey: Allt iðar og logar af lífi, hver laut og hver hjalli grær, og blágresið, fegursta blómið, úr brekkunni til mín hlær. Það er bjart yfir láði og legi, allt lífið með nýjum brag. Það er fögnuður úti og inni. Það er íslenzkt sumar í dag. Þér verður vel tekið í hæstum hæða, elsku móðir. Skila kveðjum góðum frá Kerstín og Ólínu Jónu. Best man ég bhðuna í brúnum augum þínum. I Guðs friði. Þinn yngsti sonur, Jóhann Árelíuz. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Ki-inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá em ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. JÓNÍNA SIGMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.